Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Page 23
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990.
23
Yfirverkfræðingurinn Steinarr Farestveit hitti samstúdenta sína eftir 35 ár:
íslenski bjargvættur-
inn í Stokkhólmi
íslendingurinn Steinarr Farestveit
er yfirmaöur brúarverkfræöideildar
Stokkhólmsborgar og var hann í dag-
blöðum þar nýiega nefndur bjarg-
vættur „Slussens" þar í borg.
Slussen stendur í gamla borgar-
hlutanum, fyrir framan Stadsmuse-
et, og fjölfarna skiptistöð fyrir neðan-
jarðarlest. Vandamálið er að Slussen
sígiu- þar sem neðanjarðargöngin
hggja og er hlutverk Steinars og hans
fólks meðal annars að skipuleggja
framkvæmdir sem koma í veg fyrir
sigið sem nemur 11 mihímetrum á
ári - og framkvæmdimar mega helst
ekki raska umferð neðanj arðarlest-
arinnar.
40 manns vinna undir stjórn Stein-
arrs við verkfræðideildina en hún
sér um hönnun brúarmannvirkja,
útreikninga og teikningar. í borginni
eru um átta hundrað brýr og stöðugt
bætast fleiri viö, að sögn Steinarrs.
Sonurverslunar-
mannsins og refa-
bóndans
Steinarr er nú staddur hér á landi
í tilefni af 35 ára útskriftarafmæli
bekkjar- og skólafélaga hans úr
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1955. Hann hefur verið búsettur er-
lendis síðan hann útskrifaðist úr
menntaskóla. Hann nam verkfræði í
Þrándheimi þar sem hann kynntist
þarlendri konu sinni og eiga þau
fimm börn, þar af þrjú fósturbörn
og eru tvö þeirra 14 og 19 ára gamlar
stúlkur frá Eþíópíu. Hjónin fluttu til
Svíþjóðar árið 1959 og hafa búið þar
síðan. Þau skildu fyrir nokkrum
árum.
Steinarr er elstur fimm bama Ein-
ars Farestveit og Guðrúnar Farest-
veit Pálmadóttur, kaupmanns á
Hvammstanga. Einar er Norðmaður
og kom hann fyrst hingað til lands
árið 1933 þegar hann hóf refarækt á
Hvammstanga. Einar hefur stundað
verslunarrekstur í Reykjavík ásamt
öðru með tveimur sonum sínum á
síðustu áratugum.
Bjami Fel og
Friðrik Ólafsson
Þegar Steinarr kom í frí til íslands
fyrir stuttu hélt hann til Stykkis-
segja sænsk dagblöö nýlega um hann
.
j f- > > , '
C >'í> < ;■ ; r >'■
Steinarr Farestveit á fimm börn, þar af þrjú fósturbörn. Hann er nú í heimsókn hér á landi með tveimur fóstur-
dætrum sínum frá Eþíópíu. DV-mynd GVA
hólms og Breiðaijaröareyja með út-
skriftarárganginum úr MR frá 1955.
Hópurinn dvaldist þar saman um
eina helgi og var meðal annars farið
í bátsferð um Breiðafjörð.
Bekkjarfélagar Steinarrs úr MR
eru margir þjóðkunnir. Bjami Felix-
son íþróttafréttamaður, Friðrik Ól-
afsson, stórmeistari í skák og skrif-
stofustjóri Alþingis, Margrét Hein-
reksdóttir, fréttamaður hjá Sjón-
varpinu, Jón Arnalds borgardómari,
Jóhann Már Maríusson, aðstoðarfor-
stjóri Landsvirkjunar, og fleiri. Um
helmingur bekkjarfélaga Steinarrs
úr MR varð verkfræðingar og lang-
flestir komust vel áfram menntaveg-
inn og hafa komist í góðar stöður.
Friðrik og Jón urðu samferðamenn
Steinarrs strax í bamadeild Laugar-
nesskóla. Steinarr segir að hann hafl
haldið sambandi við Bjarna Felixson
sem hefur heimsótt hann tvívegis til
Svíþjóðar á undanfórnum árum.
Hitti mörg
eftir 35 ár
„Það var mjög merkilegt að hitta
skólafélaga sína aftur. Bekkurinn
hefur oft hist í millitíðinni en þetta
var í fyrsta skipti sem ég sá flesta
úr hópnum síðan í menntaskóla. Það
var misjafnt hvaö maður þekkti fólk
vel. Ég var dáhtið kvíðinn og var
smeykur um að þekkja ekki alla aft-
ur. En þetta kom allt jafnóðum og
ég hitti fólkið. Ég var líka búinn að
skoða nýlegar myndir af mörgum
þeirra áður til að rifja upp,“ sagði
Steinarr í samtali við helgarblaðið.
Aöspurður um skemmtileg atvik
frá menntaskólaárunum sagðist
Steinarr helst muna eftir því þegar
Friðrik Ólafsson kom frá skákmót-
inu í Hastings þar sem hann stóð sig
mjög vel:
„Þegar Friðrik kom heim voru
mikil hátíðahöld til að fagna honum.
Við fengum frí í skólanum og þaö
þótti fólki ekki amalegt,“ segir Stein-
arr.
Steinarr er orðinn sænskur ríkis-
borgari og kann vel við sig í Svíþjóð.
„Ég hugsa sjaldan um það hvort ég
sé Islendingur eða Svíi. Ég kann vel
við mig í landinu og hef búið lengur
þar en hér. Ég hef htil samskipti við
Islendinga en hef þó farið tvisvar á
skemmtanir með þeim.
-ÓTT
Z-bekkurinn sem útskrifaðist úr MR árið 1955. Annar frá vinstri í efri röð er Bjarni Felixson, ungur maður sem
átti framtíðina fyrir sér. Steinarr Farestveit er sjötti frá vinstri í sömu röð. Annar frá vinstri í miðröðinni er Friðrik
Ólafsson, stórmeistari í skák og skrifstofustjóri Alþingis. Jón Arnalds er annar frá hægri i miðröðinni. Guðmund-
ur Arnlaugsson, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, situr í neðstu röð. Margrét Heinreksdóttur situr
yst til hægri i neðstu röð.
"iarhar
JfCIi I ICiIv
^HiM
3.0
Fullkomið fjárhagsbókhald á aðeins
18.924 krónur með vsk.
Full endurareiðsla ef kerfinu
er skilao innan 30 daga.
Engin takmörk á fjölda ára.
Engin takmörk á fjölda reikninga.
Engin takmörk á fjölda fyrirtækja.
Hámark 10 milljón fylgiskjöl á einu ári.
Taktu enga áhættu í kaupum á fjárhagsbókhaldi. Hjá
hugKORNi getur þú skilað kerfinu innan 30 daga og fengið
| fulla endurgreiðslu ef það hentarþér ekki.
Eldri notendur af FjárhagsKORNi eða HeimilisKORNi fá
FjárhagsKORN 3,0 með nýjum handbókum og diskum fyrir
jjj 2,500 krónur með vsk.
Auðlært er á FjárhagsKORN og fylgir því ítarleg handbók.
Höfum einnig mörg önnur forrit til sölu á góðu verði.
Sími 91 -689826