Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Qupperneq 24
 Kristinn Jónsson Fram ... LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. Iþróttir • Ásgeir Elíasson, Pétur Ormslev og Eyjólfur Ólafsson með viðurkenningar sinar ásamt Magnúsi Helgasyni, forstjóra Hörpu. Viðurkenningarnar eru áletraðar klukkur í laginu eins og hörpur. DV-mynd Brynjar Gauti Viðurkenningar DV og Hörpu í knattspymunni: Pétur, Asgeir og Evjólfur útnefndir leikmaður, þjálfari og dómari maímánaðar DV mun í sumar útnefna besta leikmann, þjálfara og dómara í hveijum mánuði fyrir sig í samvinnu við Hörpu hf., styrktaraðila 1. deild- arinnar í knattspymu sem gengur undir heitinu Hörpudeild. Verðlaunin fyrir maímánuð voru afhent á fimmtudaginn en þar var lögð til grundvallar frammistaðan í fyrstu tveimur umferðum íslands- mótsins. Pétur Ormslev, landshðs- maöur úr Fram, var útnefndur leik- maður maímánaöar, Ásgeir Elías- son, þjálfari Fram, þjálfari maímán- aðar, og Eyjólfur Ólafsson úr Víkingi dómari maímánaðar. Pétur í aðalhlutverki í tveimur stórsigrum Pétur Ormslev var í aðalhlutverki hjá Fram í tveimur fyrstu umferðun- um eins og oft áður. Hann lék mjög vel í 0-4 sigrinum gegn ÍBV í Vest- mannaeyjum í fyrstu umferðinni og sömuleiðis þegar Fram lagði Skaga- menn með sömu markatölu í annarri umferð. Pétur var ennfremur í sviðs- ljósinu þegar ísland sigraði Albaníu, 2-0, í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvelhnum þann 30. maí. Pétur er 32 ára gamah og er leikja- hæsti leikmaður Fram í dehdinni frá upphafi. Hann hefur leikið með Fram frá 17 ára aldri ef undan eru skilin tvö ár sem hann var atvinnumaður í Vestur-Þýskalandi. Átta mörk í tveimur leikjum Ásgeir Ehasson, sem nú stjómar hði Fram sjötta árið í röð, var með sína menn á toppi deildarinnar að loknum tveimur umferðum. Staða hðsins var þá sérlega glæsileg, 6 stig í húsi og markatalan 8 mörk gegn engu. Undir stjóm Ásgeirs hefur Fram unnið marga titla síðustu fimm árin og miðað við þessa byijun má búast við hðinu í toppbaráttunni í sumar. Eyjólfur stóð sigbest Eyjólfur Ólafsson hefur verið í fremstu röð íslenskra knattspymu- dómara síðustu árin og fengið nokk- ur verkefni á erlendum vettvangi. Hann fékk bestu umsögn í DV af þeim dómurum sem dæmdu í fyrstu tveimur umferðunum. Eyjólfur dæmdi þá leik FH og KA í Hafnar- firði og þótti standa sig mjög vel. DV-lið maímánaðar DV/Hörpu-hð maímánaðar, sem fylg- ir hér með, er skipað 11 leikmönnum úr sjö félögum. Framarar eiga þrjá leikmenn, Valsmenn tvo, Víkingar tvo og KR, Þór, Stjaman og FH einn leikmann hvert félag. -GH/SK/VS/JKS Pétur Ormslev, Fram, leikmsður maimánaðar hjá DV og HÖrpu. Ragnar Gfslason Stjömunni Luca Kostic Sig. Björgvinsson Janez Zílnik Vikingi Olafur Kristjánss. FH Antony K. Gregory Val Bjarni Sigurðsson Val Rfkharður Daöas. Fram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.