Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990.
_________±-
Sælkerinn
Sögulegar
sættir
Valgeir Sigurðsson, veitinga-
maður með meiru í Lúxemborg,
hefur nú í yfir 10 ár framleitt
brennivínið „Svarta dauða“. í
mörg ár var Valgeir í stríði við
ÁTVR vegna þessa máls þar sem
ÁTVR vildi ekki selja áfengisteg-
undir Valgeirs vegna þess að mið-
amir á flöskunum (en á þeim er
mynd af hauskúpu) þóttu ósmekk-
legir. í þessari rimmu féllu mörg
þung orð. En nú hafa náðst sættir.
Hauskúpan er komin með hatt og
ÁTVR er farin að framleiða „Black
death schnapps". Og að auki mun
fyrirtæki Valgeirs fara að selja ein-
hveijar af þeim tegundum sem
ÁTVR framleiðir. Svarti dauðinn
hans Valgeirs, sem ÁTVR er nú að
fara að framleiða, er að mati Sæl-
kerasíðunnar mun betri en ís-
lenska brennivínið. Væri ekki
möguleiki á að Valgeir og ÁTVR
Umsjón
Sigmar B. Hauksson
hæfu samvinnu um framleiðslu á
góöu hvannarótarbrennivíni? Upp-
lagt væri að framleiða „essens" úr
íslenskri hvannarót. Við gætum þá
boðið brennivín sem væri íslenskt
og hefði algjöra sérstöðu.
"V.
Úr víngarði Torres -
fjölskyldunnar
Líklegast hefur villtur vínviður
vaxið alls staðar í kringum Mið-
jarðarhafið löngu áður en vínrækt
hófst á ströndinni vestur af Barcel-
ona fyrir meira en 2000 árum.
Barcelona er höfuðborg Katalón-
íuhéraðs. Katalóníumenn eru stolt-
ir og menning þeirra sérstök. Þeir
tala eigið tungumál, „catalan", sem
lengi var bannað. Katalóníumenn
eru þekktir fyrir dugnað sinn enda
ríkir efnahagsleg velmegim í Ka-
talóníu. Helstu tengsl Islendinga
við Katalóníu eru þau að við höfum
selt þangað saltfisk og drekkum
töluvert af hinum ágætu Torres-
vínum sem framleidd eru í Pene-
dés, skammt frá Barcelona. Eftir
að áfengisbannið var numið úr
gildi hér á landi voru nær eingöngu
flutt inn spænsk vín enda byggðust
viðskiptin við Spánverja á vöru-
skiptum.
Torres-vínin hafa í áratugi verið
allvinsæl hér á landi. Torres-fjöl-
skyldan hóf a,ö framleiða vín þegar
árið 1628. Frá 1870 hefur sonur tek-
ið við af fóður og síðan þá hafa vin-
in verið flutt út. í dag eru Torres-
vínin flutt út til yfir 80 landa. Vín-
ekrur Torres-fjölskyldunnar eru
flestar í Penedés, við strönd Mið-
jarðarhafsins. Torres-vínin hafa
þótt „sólbrennd" vín, ilmrík, mat-
armikil og áfeng. Á seinustu árum
hafa Torres-vínin þróast verulega.
Núverandi forstjóri Torres er
Miguel Torres. Eldri sonur hans,
Miguel yngri, er einn af þekktustu
vínfræðingum Evrópu. Hann nam
vínfræði viö háskólann í Bordeaux
og hefur skrifaö nokkrar ágætar
bækur um vín. Ein þeirra hefur
m.a. komið út á norsku.
Torres-fjölskyldan hóf fyrir
nokknun árum víðtækar tilraunir
í vínframleiðslu sem hafa vakið
verulega athygli í vínheiminum.
Þessar tilraunir byggjast vitaskuld
á hinni löngu reynslu fjölskyld-
unnar á þessu sviði og þekkingu
Torres yngri sem vísindamanns.
Þessar tilraunir byggjast meðal
annars á landfræðilegri staðsetn-
ingu vínakranna. Penedés-ströndin
er hæðótt og Torres-fjölskyldan hóf
vínrækt í mun meiri hæð en áður
hafði tíðkast. Með markvissri til-
raunastarfsemi hefur hún fundið
kjörskilyröi fyrir hinar ýmsu teg-
undir vínrunna. Sumir akranna
eru í 800 m hæð, aðrir í 500 og enn
aðrir í 250 m hæð yfir sjávarmáh.
Þá hafa þeir gert miklar tilraunir
á sjálfri vínframleiöslunni. Þar
skiptir hvert smáatriði miklu máh,
eins og hvaðan eikin kemur sem
vinámurnar eru gerðar úr. Athug-
að hefur verið hvort heppilegra sé
að eikin vaxi við vatn eða utan í
hæð. Of langt mál er að segja frá
þessum tilraunum hér en Torres-
fjölskyldunni hefur tekist aö fram-
leiða vín á strönd Miðjaröarhafsins
sem áður var tahð útilokað. Meðal
þeirra vína mætti nefna hið ágæta
hvítvín Vina Esmeralda sem fæst
hér í verslunum. Þetta vín minnir
á gott Rínar- eða Elsass-vín eða
kannski enn frekar gott ástralskt
vin. Annað sérlega gott vín frá
Torres er rauðvínið Vina Magdala
sem einnig fæst hér í verslunum.
Vínakrarnir eru í 500 m hæð og
minnir vínið á Búrgundarvín en
samt hefur það spönsk sérein-
kenni. Eitt af einkennum Torres-
vínanna er hve gæðin eru jöfn og
sagt er að þau komi sjaldnast á
óvart. Miðað við gæði og verð eru
góð kaup í þeim vínum sem hér
hafa verið nefnd. Vina Esmeralda
er til dæmis kjörið að bjóða sem
fordrykk og Vina Magdala er ljóm-
andi með glóðarsteiktum mat og
lambakjöti. Þess má geta að Torr-
es-fjölskyldan metur íslendinga
mikhs og er ein af vínekrum fjöl-
skyldunnar köhuð „íslandsekra".
Torres eldri og yngri og á milli þeirra er systirin Marimar sem stjórnar fyrirtækinu i Bandaríkjunum. Hún
hefur meðal annars skrifað athyglisverða matreiðslubók um spænska matargerðarlist.