Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990.
7— .Ofifil 114Ub .fi ÍUJOACutAuUTQ
45.
blaö frjálslyndra og vinstri manna
um fjögurra ára skeið. Þegar þeim
kafla lauk sótti ég um starf sem
aðalféhirðir hjá Ferðaskrifstofu
ríkisins og þar starfaði ég í tólf ár.
Það var á þeim tíma sem ég byrjaði
að læra,“ segir Hjörtur.
„Þegar ég var búinn að vera í
nokkur ár hjá Ferðaskrifstofunni
fór ég að taka tíma í Öldungadeild-
inni mér til ánægju og skemmtun-
ar. Námið átti aldrei að verða ann-
að en skemmtun og bara fyrir sjálf-
an mig. Allt í einu var ég orðinn
stúdent og mig langaði að læra
meira. Ég hef sungiö með Karla-
kómum Fóstbræðrum í 32 ár og
m.a. talsvert í kirkjum og kynnst
því starfi sem þar er. Þegar kom
að því að velja grein í Háskólanum
datt mér í hug að það gæti verið
skemmtilegt að kynnast guðfræð-
inni. í rauninni kom engin önnur
deild til greina og nú er þvi námi
lokið,“ segir Hjörtur.
Velvild
atvinnurekenda
„Ég er búinn að vera níu ár í
námi og af þeim tíma vann ég í
fullu starfi í sjö og hálft ár. Þetta
er auðvitað erfitt og gerist ekki
nema með velvilja atvinnurek-
enda. Kjartan Lárusson, forstjóri
Ferðaskrifstofunnar, og hans
hægri hönd, Auður Birgisdóttir,
vom mér mjög velviljuð og hliör-
uðu til fyrir mig, t.d. meðan ég var
í prófum. Svo þarf vitaskuld mik-
inn skilning fjölskyldunnar. Það er
eigingjarnt að fara út í svo langt
nám. Á þessum aldri er maður mun
lengur að tileinka sér hlutina og
ná þeim en þeir sem yngri em.
Menn fara heldur ekki í svona
langt og erfitt nám nema hafa
brennandi áhuga."
- Nú ert þú útskrifaður úr Háskó-
lanum og hefur þegar fengið stöðu
sem prestur. Hvernig kom það til?
„Ég var kallaður að Ásum í V-
Skaftafellssýslu til prestsþjónustu
í maí. Þeirri köllun fylgdi skilyrði
um að ég lyki mínu námi. Nú er
næsta mál vígslan sjálf og síðan fer
ég í þjónustu. Ég hygg að vígslan
fari fram í lok júní.“
Sveitalífið heillar
- Langaði þig út á land?
„Alveg endilega. Ég er uppalinn
á ísafirði til sautján ára aldurs. Þar
lauk ég gagnfræðiprófi og skóla-
stjóri minn var Hannibal Valdi-
marsson. Á sumrin var ég í sveit í
ísafjarðardjúpi og sveitalífið hefur
alltaf síðan haft áhrif á mig. Þrátt
fyrir að ég sé búinn að búa í þétt-
býlinu þetta lengi þá togar í mann
að fara út á land. Ég er mjög ókunn-
ugur í Skaftafellssýslunni og hafði
ekki komið þar oft. Þegar ég kom
þangað í vor og leit yfir byggðina
fannst mér hún undrafógur. Það
var því engin spuming hvort ég
vildi flytja,“ segir Hjörtur.
, „Ég hef allan minn búskap búið
í Kópavoginum. Ég gifti mig mjög
ungur og var rétt tvítugur kominn
með tvö böm, þá prentaralærling-
ur. Það vildi þannig til að ég kynnt-
ist Finnboga Rúti Valdimarssyni,
sem byggði upp Kópavog, fór á fund
hans og bað um lóð. Finnbogá
fannst ég fullungur til að fara að
byggja en lét mig engu að síður fá
lóð í Hvömmunum með þeim orð-
um að bjartsýnin myndi byggja
húsið. Þar byggði ég hús, flutti inn
24ra ára gamall og þar bý ég enn-
þá. Ég er því einn af frumbyggjum
í Kópavoginum.“
Prestur í tíu ár
- Hvaö segir fjölskyldan við þess-
ari breytingu á högum ykkar?
„Þegar maður er kominn á þenn-
an aldur og lætur hlutina gerast
hægt og rólega þá tekur maður því
sem að höndum ber. Háskólanám
gat í sjálfu sér þýtt breytingu, ný
verkefni og jafhvel nýtt lif. Ég mun
eiga mitt hús áfram í Kópavoginum
þó að við flytjum austur og hafa
hér aðstöðu."
Hjörtur er kvæntur Unni Axels-
dóttur sem starfar í félagsmála-
ráðuneytinu og þau eiga fjögur
uppkomin böm og tíu bamaböm.
„Bömin og barnabömin hafa mik-
ið verið hjá okkur og ég á ekki von
á að það breytist þó við flytjum
austur. Fjölskyldan hefur tekið
þessu öllu mjög vel. Hún hefur stutt
mig og hvatt til að halda áfram.“
- Nú em ekki mörg ár þangað til
þú kemst á eftirlaunaaldurinn.
„Ég verð sextugur 8. desember
og á því aðeins rúm tíu ár fyrir
prestsþjónustuna, ég þarf að hætta
sjötugur samkvæmt starfsaldri op-
inberra starfsmanna. Ef manni
endist líf og heilsa á ég mér draum.
Þegar þessu tímabili er lokið langar
lærlingur, að þú ættir eftir að verða
prestur?
„Nei, aldrei dottið það í hug. Þetta
bjó aldrei í mér sem draumur, að
minnsta kosti ekki meðvitandi.
Söngurinn var alltaf mitt hjartans
mál og þar sem ég hef mikið sungið
í kirkjum hlýtur það aö hafa mótað
mig. Ég lærði söng á sínum tíma
um nokkurt skeið en hafði aldrei
áhuga fyrir að verða frægur í tón-
list. Ég hef haft mikla ánægju af
félagsskap Fóstbræðra og hef ferð-
ast með þeim víða um heim. Það
hefur nægt mér í söngnum."
- Öldungadeildinhefurbreyttþínu
lífi. Heldurðu að svo sé um marga
á þínum aldri?
„Ég er viss um það og hef fylgst
með manni á míniun aldri sem var
með mér í Hamrahlíðinni og fór
síðan í sagnfræði. Öldungadeildin
er stórkostlegt fyrirbæri. Margir
hafa haldið áffam námi eftir stúd-
entspróf sem hefðu ekki átt þess
kost annars. Prófessoramir í Há-
skólanum voru líka alveg öndveg-
ismenn,“ segir Hjörtur Hjartarson
guöfræðingur sem segist vera
fyrsti prestminn í sinni ætt svo
langt sem menn muna. -ELA
Prentari verður prestur
- Hjörtur Hjartarson sat á skólabekk milli flmmtugs og sextugs og lauk guðfræðiprófi
„Ætli megi ekki segja að líf mitt
hafi verið í köflum og nú eru enn
ein kaflaskiptin,“ sagði Hjörtur
Hjartarson, nýútskrifaöur guð-
fræðingur og væntanlegur prestur
að Ásum í Vestur-Skaftafellssýslu,
í samtali við DV. Um síðustu helgi
lauk Hjörtur guðfræðinámi sínu
eftir fjögur og hálft ár í Háskóla
íslands og annan eins tíma í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Hjörtur verður sextugur í desem-
ber og það er ekki síst vegna ald-
ursins að útskriftin telst óvanaleg.
„Ég starfaði sem prentari í prent-
smiðjunni Eddu en þar nam ég
prentiðn á sínum tíma. Árið 1972
sneri ég mér að stjóramálum um
tíma og tók þátt í bæjarpólitík í
Kópavogi þar sem ég var í bæjar-
stjóm og framkvæmdastjóri fyrir
Hjörtur Hjartarson verður sextugur í desember en lét það ekki aftra sér frá því að Ijúka guðfræðinámi við
Háskóla ísiands. Hann útskrifaðist um síðustu helgi og hefur fengið starf sem prestur að Ásum i V-Skafta-
fellssýslu. DV-mynd GVA
mig að komast til útlanda og setjast
á bekk í erlendum háskóla. Að
minnsta kosti hlusta og fylgjast
með. Ég hef bæði áhuga fyrir
Þýskalandi og Bandaríkjunum og
gæti vel hugsað mér annan hvom
staðinn."
- Ertu feginn að vera búinn að
ljúka þessu námi?
„Mér þykir það gott og ánægju-
legt. Það er komið nóg í bili. Þetta
voru allmargir lausir endar sem
binda þurfti saman í lokin. Ég er
búinn að taka níutíu próf á undan-
fömum árum og ég held að þaö sé
ágætt.“
Mikill söngáhugi
- Heföi þig gmnað, tvítugur prent-
<