Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Síða 34
•4 46 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. Lífestm__________________ðv ’ Ódýrast að gista hjá . Ferðaþjónustu bænda Tveggja manna herbergi án baðs hjá Ferðaþjónustu bænda kostar 3000 krónur nóttin en svipað herbergi kostar 3.600 krónur á Edduhótelun- um. Þeir sem nenna ekki eða vilja ekki tjalda á ferðalögum sínum um landið geta sparað sér umtalsverðar upp- hæðir með því að athuga hvar sé ódýrast að gista og borða morgun- verð. Yfir 100 bóndabæir Það eru yfir 100 bóndabæir sem eru meðlimir í Ferðaþjónustu bænda og eru bæimir staðsettir um land allt. Gistíaðstaðan er mismunandi frá bæ til bæjar, á sumum stöðum er boðið upp á gistingu í sérhúsum, annars staðar er gistingin inni í íbúð- arhúsinu á bænum og á allnokkrum stöðum er boðið upp á sumarhús. Herbergin og rúmin, sem í boði eru, eru einnig misgóð og þau eru nær öll án baðs. Hjá Ferðaþjónustunni kostar svefnpokapláss í rúmi 1000 krónur, uppbúið rúm kostar 1500 krónur, vika í 6 manna sumarhúsi kostar 28.000 þúsund og jafnlangur tími í 4 manna húsi er verðlagður á 24.500 krónur. Morgurtverður er seldur á 550 krónur. Edduhótel er að finna hringinn í kringum landið, þau eru yfirleitt starfrækt í heimavistarskólum sem breytt er í sumarhótel á sumrum. Herbergin eru látlaus og yfirleitt lítíð í þau borið. Á Edduhótelunum kostar tveggja maxma herbergi með baði 4.900 krón- ur nóttin en eins manns herbergi með baði kostar 3.500 krónur, sams konar herbergi án baðs kosta 3.600 og 2.600 krónur nóttín. Svefnpokapláss í herbergi kostar 1050 krónur en svefnpokapláss í skólastofu kostar 600 krónur. Morg- unverður er seldur á 600 krónur. Sértilboð í júni og ágúst bjóða Edduhótehn upp á sérstök tilboð. Þá er hægt að kaupa 4 nátta pakka. Kostar þá Þeir sem geta ekki eða vilja ekki gista í tjaldi á ferðum sínum um landið geta sparað umtalsverðar upphæðir með því gista þar sem það er ódýrast. Veðrið í útlöndum HITASTIG IGRÁÐUM Þrándheimur Heisinki 16 Berlín 1 London 14 Luxemborg 13 > Feneyjai arcelona k Mailorca 25' Malaga 27° Byggt á veöurtréttum Veöurstofu Islands W. 12 á hádegl, fðsludag i íW Reykjavík 13° 0 Þórshöfn 15° v /p < Glasgow14° ) C_^ yyjnmpeg 13°ú ^5 (3 u^r—Jk/QL^p**** C"*4* ChlcagolS" Skýjtó R W ^ _ Atlanta 24° A‘*ký,a0 Angeles 17° LpOrlando 24 \ / OVJRJ (New York 19° Rlgning V Skúrir *.* Snjákoma Þrumuvefiur — Þoka tveggja manna herbergi án baðs 2.600 krónur nóttin, svo heildarverð pakk- ans er 10.400 krónur. Hægt er að nota pakkann að vild. Það má flakka á milli hótela eða gista allar næturn- ar fjórar á sama staðnum. Nokkru dýrara er svo að gista á betri hótelunum. Á Hótel ísafirði, sem telst með betri hótelum á lands- byggðinni, kostar tveggja manna herbergi með baði 6.000 krónur en eins manns herbergi kostar 5.100 krónur. Á það skal hins vegar bent að morgunverður er nmifahnn í gis- tíverðinu en stakur morgunverður kostar 600 krónur. Hótel ísafjörður rekur einnig sum- arhótel í heimavist Menntaskólans á Ferðir ísafirði, þar eru herbergin án baðs. Kostar tveggja manna herbergi 4.800 krónur en eins manns herbergi 3.300 krónur nóttin, morgunverður er ekki innifahnn í gistiverðinu. Svefnpokapláss í skólastofu kostar 600 krónur. Dýrara á KEA Nokkru dýrara er að gista á Hótel KEA á Akureyri, þar kostar tveggja manna herbergi með baði 6.500 krón- ur nóttin en þann 15. júní hækkar verðið og kostar herbergið þá 7.600 krónur. Eins manns herbergi kostar 4.650 krónur en eftir 15. júní kostar það 5.400 krónur. Morgunverður kostar 650 krónur. Á Hótel Höfn, Homafirði, kostar tveggja manna herbergi með baði 6.200 krónur en eins manns herbergi 4.800 krónur. Svipuð herbergi án baðs kosta 4.900 krónur og 3.100 krónur. Morgunverðurinn kostar 500 krónur sem er ódýrara en hjá Ferða- þjónustu bænda. -J.Mar SAS: Lækkar flugfar- gjöld SAS hefur ákveðið að lækka verð á apexmiðum til London um 15 prósent. Ljósu svæöin sýna vegi sem eru lokaöir allri umferö þar til annaö veröur auglýst Beintflugtil Sao Paulo Frá og með 1. september næstkom- andi mun SAS hefja beint flug frá Kaupmannahöfn til Sao Paulo í Bras- ihu og verða flugvélar af tegundinni Boeing 767-200 notaðar á flugleiöinni. SAS hefur um nokkurt skeiö flogið til Rio de Janeiro og mun bjóöa upp á beint flug þrisvar í viku þangað í sumar. Nýlega ákvað skandinavíska flug- félagið SAS að lækka verð á apex- flugmiðum milli Bretlands og Kaup- mannahafnar. Frá l. júlí tíl 26. ágúst lækkar verð- ið á apex-miðum tíl London um 15 prósent en um 10 prósent til annarra áningarstaða í Bretlandi. Á þessum tíma kostar 1710 krónur danskar, eða 16.100 krónur íslenskar, að fljúga tii London plús 300 krónur danskar, eða 2800 krónur íslenskar, sem greiða þarf í flugvallarskatta. Bóka þarf miðana með 14 daga fyr- irvara og ekki er hægt að breyta brottfarardögum eða komudögum eftir það. Eftir að félagið fer að fljúga til Sao Paulo mun SAS hætta að fljúga beint til Rio de Janeiro og verða farþegar sem hyggjast fara þangað að milh- lenda í Sao Paulo. -J.Mar Astand vega Höfn 9 i 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.