Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990. 5 Fréttir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1 Frakklandi: Mesta auglýsingaátak á ferskri íslenskri vöru - rætt við Lúðvík B. Jónsson framkvæmdastjóra Á skrifstofunni í Paris. Lúövík B. Jónsson framkvæmdastjóri. DV-myndir RóG. „Viö eram aö fara út í mestu aug- lýsingaherferð sem nokkurn tíma hefur verið gerð á erlendri grund á ferskri íslenskri vöra,“ segir Lúðvík B. Jónsson, framkvæmdastjóri sölu- deildar Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna í Frakklandi, er DV heim- sótti hann á skrifstofuna í París fyrir nokkrum dögum. „Um er að ræða heljarmikið kynn- ingarátak á hafbeitarlaxi. í dag er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan lax hér í Frakklandi. í sumar verðum viö íslendingar með 500-1000 tonn af hafbeitarlaxi og því höfum við ákveð- ið að fara út í þetta átak nú. Lögð verður áhersla á að um villtan lax sé að ræða því að það fæst hærra verð fyrir hann en eldislaxinn. Við höfum fengið eina þekktustu auglýs- ingastofu hér til liðs við okkur og munum við hefjast handa um miðjan júní en hafbeitarlaxinn kemur á markað um 25. þessa mánaðar. Kynningarherferðin fer fram hér í París og miðast að mestu leyti við Rungis-fiskmarkaðinn sem er einn stærsti ferskfiskmarkaður í Evrópu. Miklu máh skiptir að við náum þar strax hærra verði fyrir hafbeitarlax- inn en eldislaxinn því Rungis-mark- aðurinn er verðmyndandi fyrir aðra ferskfiskmarkaði í Frakklandi. í fyrra prófuðum við þetta með 40 tonn og fékkst þá 25% hærra verð fyrir laxinn en áður hafði þekkst vegna þess að um villtan lax var að ræða. Þótt það sjáist ekkert á honum hvort hann er villtur eða ræktaður í eldisstöðvum þá virkar það vel að bjóða upp á villtan flsk.“ Lúðvík segir að aðdragandinn að hafbeitarsölu sé ansi langur. Fyrstu hafbeitarstöðina, Vogalax, hafi verið byrjað að byggja 1981 en nú í sumar sé fyrst um að ræða eitthvert magn að ráöi. Því verði spennandi að fylgj- ast með viðbrögðunum en hann seg- ist mjög vongóður um að vel takist til. Segir hann aðstandendur haf- beitarstöðvanna Vogalax og Silfur- lax framsýna menn sem hafi lagt mikið í að þetta kynningarátak mætti verða sem best úr garði gert. Nota Beaujolais- auglýsingastefnuna „I þessari herferö verður einkum lögð áhersla á þrjú atriði sem greina eiga villta laxinn frá eldislaxinum. í fyrsta lagi einfaldlega að hér sé um villtan lax að ræða þó að það verði ekkert skilgreint nánar. Einnig tíma- bilið sem er bara tveir mánuðir á ári. í stað þess að láta það virka sem neikvæða staðreynd að villti laxinn fáist bara í svo skamman tíma reyn- um við að láta það vera jákvæðan hlut. Auglýsingastofan hefur lagt til að við tökum upp sömu auglýsinga- stefnu og notuð er við Beaujolais- vínin í hvert sinn er þau koma á markað. Þá er gríðarlegum auglýs- ingum dembt yfir allt: „Beaujolais- vínið er kornið" og allir rjúka upp og kaupa sér vín. í okkar tilfelh verð- ur það: „Vihti íslenski laxinn er kom- inn.“ Eða: „Saumon sauvages s’Is- lande est arriveé.“ Og í þriðja lagi verður lögð áhersla á að hann kemur með flugi sem á við um fæstan annan fisk.“ Lúðvík segir að th þess að ná til fisksalanna verði gríðarmiklum veggauglýsingum komið fyrir á Rungis-markaðnum en á hverri nóttu keyra 4-500 fiskkaupmenn þangaö til að kaupa fisk í búðirnar sínar. Þeim verða einnig send lítil veggspjöld þar sem á stendur: „Vhlti íslenski laxinn er kominn, Oýttu þér.“ Þá verður öhum fiskhehdsöl- unum boðið í veislu í sendiráðinu þar sem að sjálfsögðu verður í boði vhlt- ur íslenskur lax. Þeim verður svo í byijun júh boðið í nokkra daga th íslands. Loks verður laxasporðurinn merktur sérstaklega með litlu merki þar sem fram kemur að um viður- kenndan vhltan lax sé að ræða. Salan aukist gífurlega „Við erum að tala um gríöarlegt magn af laxi hér á Frakklandsmark- aði. Tugir þúsunda tonna af eldislaxi era seld hér en vhltur lax er varla að verða th. Th þess að íslenski haf- beitarlaxinn nái að skera sig úr verð- um viö vitanlega að gera eitthvað í því, hann selur sig ekki sjálfur. Því er farið út í þetta mikla kynningará- tak. Ef við fáum í ár staðfestingu á því að herferð af þessu tagi skhi ár- angri á ég von á því að við fórum út í svipaða og enn stærri kynningu á næsta ári sem myndi ná til alls Frakklands. Frakkland er eldislaxa- markaður númer eitt og hér er neysl- an hvergi meiri í heiminum. En það fæst orðið mjög lágt verð fyrir eldis- laxinn. Það hefur orðið mikið verð- fah og seljendur eiga í stríði. Því er höfuðatriði að villti laxinn komist upp fyrir í verði.“ Söluskrifstofa Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var stofnuð fyrir tveimur árum en fyrir rúmu einu ári varð hún formlegt fyrirtæki. Fyrst um sinn var aðsetur hennar í Bou- logne en í september síðasthðnum var hún færð th Parísar. Fyrir utan Lúðvík eru starfsmenn skrifstofunn- ar þrír og stendur til aö bæta fimmta manninum við fljótlega. Söluskrif- stofan í París sinnir einnig allri sölu Sölumiðstöðvarinnar til Spánar og Beigíu. Áður var sölu til þessara þriggja landa'sinnt frá skrifstofunni í Englandi. Strax fyrsta árið sem söluskrifstofan starfaði sem formlegt fyrirtæki jókst sölumagnið á Frakk- landsmarkaði um 63% og verðmæti jukust um 83% en salan í Frakklandi árið 1989 var í heild 14.000 tonn. Farnir að selja humar- hausa og klær Fyrstu fimm mánuði þessa árs var verðmætaaukning 86,6% miðað við sama tíma í fyrra. Og í maímánuði síðastliðnum hefur aldrei verið selt eins mikið af fiski til Frakklands í einstökum mánuði, eða 2.100 tonn. „Við höfum verið að fá mun hærra verð fyrir fiskinn. Það hafa orðið raunverulegar verðhækkanir. En mesti styrkur í fisksölu hér á Frakk- landsmarkaði er breiddin í fiskteg- undum. Á meðan aðrir markaðir eru mjög þröngir seljum við nánast allar tegundir. Hér er mjög mikhl sveigj- anleiki í að skipta á milli tegunda. En við seljum þó mest af karfa, ufsa, grálúðu og þorski. Við höfum verið að reyna fyrir okkur með nýjar tegundir og þróa þær áfram í sölu. í síðasta mánuöi náöum við til dæmis stórum samn- ingi varðandi sölu á humarhausum og humarklóm. Hingað til hafa hal- arnir bara verið seldir en hausinn og klóin era 66% -af humrinum. Nú verður þessu pakkað fyrir Frakkland og notað í súpur. Ég get líka nefnt aðrar tegundir sem við höfum verið að vinna með en hafa hingað th ekki verið veiddar eða þá bara hent. Eins og tindabikkja, sem er sérstök skötu- tegund, kúfiskur, sem er sniglateg- und, og öðuskel. Við erum nú búnir að finna markað fyrir tindabikkjuna og farnir að selja hana. Hér í Frakk- landi erum við farnir að nýta okkur ýmsa markaðsmöguleika sem ekki hafa verið nýttir áður og óneitanlega er það spennandi verkefni að fást við,“ segir Lúðvík B. Jónsson. -RóG. Landbúnaðarráöherra heilsar Þorbergi Hjalta við komuna Ráðherra fundar að Mógilsá: Kom ekki með friðar- boðskap Ráðherra kom ekki með nein frið- arboð,“ sagði Þorbergur Hjalti, tals- maður starfsmanna að Móghsá. Eins og DV hefur greint frá sögðu allir starfsmenn upp frá 1. okt. Eftir það rak ráðherra forstöðumanninn og vildu starfsmenn hætta um leið og hann. „Á fundi með landbúnaðarráð- herra var rætt um verklok og síðan vítt og breitt um þessi mál. Við höf- um sagt að við getum ekki unað því að vinna undir því skipulagi sem ráðherra er að koma á. Það er sama ástæða og ráðherra gaf upp fyrir brottrekstri Jóns Gunnars. Boðskapur ráðherra er ekki góður. Hann fór að tala um misinunandi lágmarksréttindi fólks. Við höfum sagt að eitt skyldi yfir alla ganga. Þessi afstaða ráðherra er thraun th þess að deila og drottna. Starfsmenn hafa allt frá viku uppsagnarfresti th 3 mánaða. Maðurinn er stífur. Hann sýndi það ekki í gær að hann ætlaði að hhöra nokkuð th. Hann kom engum bresti í samstöðuna nema síður sé.“ -PÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.