Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990. 11 Yelena hefur sannarlega ástæðu til að vera glöð eftir sigurinn. Hér er hún með frönskun fatahönnuði, Tierr Muglair. Fyrirsætukeppni í Moskvu Nýlegavarhaldinfyrirsætukeppn- Yelena Boznyakova. Það er ekki á in „Supermodel 90“ í Moskvu. hverjum degi sem sovésk stúlka Keppnin er alþjóðleg og var nú hald- vinnur fyrirsætukeppni en þær hafa in í fyrsta skipti í Sovétríkjunum. þó komið meira fram í sviðsljósið að Sigurvegarinn var sovésk stúlka, undanfórnu. Allra augu á litlu blómarósinni Athina, dóttir Christinu Onassis og Thierry Roussel, hefur nú fengið annan félagsskap en lífverði og barn- fóstrur. Líf hennar með móður sinni, sem lést fyrir um einu og hálfu ári, var frekar einmanalegt og fáir leik- félagar voru til taks. Nú er Athina hjá föður sínum og Gaby konu hans. Þau giftu sig nýlega og féllu brúðhjónin nokkuð í skugg- ann því augu flestra beindust að At- hinu. Hún hefur nú eignast fjöl- skyldu og breikkar brosið með hverj- um deginum. Thierry leggur mikla áherslu á það að dóttir hans fái að alast upp eins og önnur börn en ekki umkringd líf- vörðum. Áöur hafði Athina engin samskipti við hálfsystkini sín tvö en nú fær hún tækifæri til að kynnast þeim vel. Hin fimm ára gamla hnáta erfði mikil auðæfreftir móður sína, um 7 billjón dollara. Það verður allt geymt til betri tíma enda hefur fimm ára gámalt barn lítið við slík auðæfi að Athina blómarós er lagleg stúlka en gera. Margsinnis hefur það líka má passa sig á aö láta ekki auðæfin sannast að margur verður af aurum skemma líf sitt. api. _________________________________Sviðsljós Sonur Marlon Brando ákærður: Morðið hugsanlega vegna ósanninda Christian, sonur Marlon Brando, hefur verið ákærður fyrir morð á Dag Drollet eins og komið hefur fram. Dag var unnusti Cheyenne sem er systir Christians. Jaques Drollet, faðir hins látna, segir aö morðið hafi hugsanlega verið framið vegna ósannra sagna Cheyenne um að Dag hafi lagt í vana sinn að berja hana. Cheyenne, sem er tvítug, á von á barni. Harmleikurinn átti sér stað 16. maí sl. í stórri villu Marlon Brando í Los Angeles. Hinn grunaði segir atburðinn hafa átt sér stað eftir að hann hafi horft upp á Dag berja systur sína og úr varð mikið rifrildi milli hans og Dags. Drollet, faðir Dags, kveður Marlon hafa sagt sér að Cheyenne hafi sagt ósatt um barsmíðamar. Samkvæmt því hefði Dag aldrei lagt hendur á hana. Drollet sagði þetta við frétta- menn eftir yfirheyrslur í réttarsal. Hinn grunaði tjáði sig ekkert þar og faðir hans var ekki viðstaddur. Lögmaður Christians sagði þetta vera mikinn harmleik fyrir báðar fjölskyldurnar og að faðir hins látna og faðir hins grunaða yrðu brátt afar sama barns. Cheyenne og Dag bjuggu saman á æskuslóðum hans, Tahiti, en fluttust til Bandaríkjanna þegar hún varð vanfær til að fá betri læknishjálp. Hér sést Christian viö réttarhöldin með nýjum lögmanni sinum. Hann treyst- ir myndavélunum greinilega ekki of vel. Faðir Dags segir engan vafa á því að Dag sé faðir barnsins sem Cheyenne ber undir belti. Móöir Dags, Lizette, harmar þenn- an atburð mjög og segist eiga langt í land með að ná sér, því Dag var einkasonur hennar. Hún kveðst ekk- ert hafa við Marlon Brando að tala. Drollet vildi ekki láta hafa neitt eftir sér þegar hann var spurður um hvort hann væri bitur í garð Brando fjöl- skyldunnar. Madonna í nýrri mynd Aðalleikarar nýju myndarinnar Dick Tracy, þau Warren Beatty, Charlie Korsmo og Madonna, koma hér til þekkts leikhúss í höfuðborg Bandaríkjanna. Tilefnið var kvikmyndahátíð haldin i Washington. Myndin er byggð á samnefndri myndasögu sem gengið hefur mjög lengi þar i landi. Warren leikur aðalhlutverkið í myndinni, Madonna leikur andstuttu figúruna Mahoney og Korsmo leikur strákinn. viö flytjum-sendum-sækjum 25050 SÉNDIBILASTOÐIN Hf opið um kvöld og helgar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.