Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990. 15 Prófklör Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vék sér undan því að hafa prófkjör fyrir nýafstaðnar borgarstjórnar- kosningar. Hvað raunverulega olli því að ekki var haldið prófkjör að þessu sinni var hræösla sitjandi borgarfulltrúa um sæti sín. - Að- eins tveir þeirra studdu prófkjör opinberlega. Flestir hinna unnu aö því bæði leynt og ljóst að prófkjör yrði ekki haldið. Reynt var að tína til almenn rök fyrir því að prófkjörsfyrirkomulag- ið væri meingaÚað, og í ræðu á fulltrúaráðsfundi sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík 10. janúar 1990 taldi formaður fulltrúaráðsins upp þau helstu og reyndust þau í meg- indráttum vera þessi: óeðhleg marklaus smölun í flokkinn síð- ustu dagana fyrir prófkjör, próf- kjörsþátttakendur þurfa að hafa íþróttafélög eða önnur fjöldasam- tök á bak við sig, peningaaustur, auglýsingaflóð, hatröm barátta og bræðravíg, prófkjör skila einhæf- um hsta og hafa litlar breytingar í för með sér. Hvað smölunina varðar hefur hún án efa reynst flokkum drýgsta félagaöflunin þó að alltaf sé eitt- hvað um markleysur, en koma mætti í veg fyrir þær með t.d. þeirri einföldu reglu að menn þyrftu að vera búnir að vera í flokknum í einhvern ákveðinn tíma vhdu þeir taka þátt í prófkjöri. Það eru einnig veik rök að próf- kjör séu ómöguleg vegna þess að einhveijir kunni að eiga vini úr íþróttum og er þessi röksemd greinilega sett fram af biturri reynslu við aö hemja ákveðinn íþróttamann innan flokksins. Þá eru það peningaausturinn og aug- lýsingaflóðið. Af hverju skyldu frambjóðendur innan eins flokks ekki geta komið sér saman um „þak“ á auglýsingar eins og flokk- arnir gerðu við síðustu kosningar? Auk þess held ég að auglýsingar einar sér hafi htið að segja fyrir frambjóðanda. Svo eru það bræðravígin. Ég held að það hljóti að liggja í augum uppi að ef menn vilja hlaupa á öxlum annarra þá gera þeir það hvort sem prófkjör fer fram eður ei. Að próf- kjör skili einlitum og einhæfum lista er auðvitað áfellisdómur yfir smekkvisi og dómgreind sjálfstæð- ismanna því að það eru jú þeir sem velja hstann þegar prófkjör fer fram. Og að prófkjörin hafi haft of litlar breytingar í för með sér er auðvitað dæmalaus málflutningur. Markmið prófkjara er auðvitað ekki að breyta hstanum heldur að gefa fólki færi á að breyta honum, og það er kjarni málsins. Rök Hannesar Gissurar- sonar Leit mín að veigameiri rökum gegn prófkjörum en komu fram í ræðu formanns fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna bar lítinn árangur en í Frelsinsu, riti Félags frjáls- hyggjumanna, 3. tbl. 1986, ritar Hannes Gissurarson greinarstúf gegn prófkjörum um leið og hann ritdæmir bók eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur. Þar segir Hannes m.a.: „Reynslan sýnir að mínum dómi, að prófkjör eru oftar en ekki óheppileg. Þau vinna gjarnan slétt- málir samnefnarar og fjölmiðlung- ar fremur en ótvíræðir foringjar. Þar sem þetta er vinsælda- frem- ur en hæfheikakeppni, eiga ungir menn, en bráðefnilegir oft mjög erfitt uppdráttar. Jón Þorláksson forsætisráðherra féll sem kunnugt er margoft, áður en hann komst á þing. Dr. Bjarni Benediktsson var fyrst vahnn frambjóðandi árið 1934 af forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins (þar á meðal Jóni), en ekki í prófkjöri. Og öllum er í fersku minni hvernig fór fyrir ein- um snjallasta manni, sem kvatt hefur sér hljóðs úr röðum ungra sjálfstæðismanna, dr. Vilhjálmi Eghssyni í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fyrir alþing- iskosningarnar 1987.“ Að hafa vit fyrir öðrum Svo mælti sá maður sem hefur vel og lengi haldið þeirri hugmynd á lofti að fólki farnist best hafl það vit fyrir sér sjálft. Nú treystir hann hins vegar ekki sjálfstæðismönn- um til að velja á framboðslista í prófkjöri. Þessu blessaða fólki er sem sagt treyst fyrir eigin matarinnkaup- um, treyst til að velja sér maka, treyst fyrir lífi barnanna sinna og treyst til að velja og hafna í hinu daglega lífi. En þegar að því kemur að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins hrynur allt til grunna og enginn veit neitt í sinn haus. Þá er loksins kominn tími th, að dómi Hannesar, að hafa vit fyrir lýðnum og takmarka frelsið sem að þessu sinni er kallað „óheppilegf‘. Þessi tvískinnungur Hannesar minnir mig óneitanlega á aleina aðhlátursefnið sem birst hefur í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins síðasta áriö, en það kallaðist þvi frábæra nafni „Ég er á móti frelsi sem eyðileggur" og íjallaði um hagsmunavörð í hugmynda- kreppu. Er lýðræðið líka óheppilegt og eyðileggjandi? Það sem einkum fer fyrir bijóstið á Hannesi er að nokkrir nafn- greindir menn skuli ekki hafa náð árangri í prófkjöri. Það finnst hon- um afar óhepphegt (öfugt við þá sem greiddu atkvæði í þessum prófkjörum) og því ber að farga þessu fyrirkomulagi. KjaUaiiim Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ Nú getum við Hannes væntan- lega verið sammála um að það sé óheppilegt að Steingrímur Her- mannsson hafi náð kjöri th Al- þingis, en að farga beri lýöræðinu þess vegna finnst mér fráleitt og vonandi Hannesi líka. Prófkjör eru grundvallaratriði fyrir sjálfstæðismenn, en það eru eftirlætis frambjóðendur Hannesar Gissurarsonar hins vegar ekki og þess vegna ber að taka prófkjörin fram yfir. Prófkjör eru tækifæri fyrir alla fiokksmenn til að segja sitt álit og hafa áhrif með einföldum og skýrum hætti. Þar standa allir jafnt að vígi. Þau eru lýðræðisleg. Það er heppilegt. Glúmur Jón Björnsson Að vera rekin og ráðin sama daginn: I vinnu hjá Sámi frænda Af hverju sækirðu ekki um vinnu hjá manntahnu? spurði vin- kona mín eitt sinn, skömmu eftir áramótin. Verið var að auglýsa eft- ir fólki til þess að vinna við tuttug- asta manntahð sem fram fer í Bandaríkjunum og átti því verki að vera lokið fyrir 1. júní. Mér fannst þetta thvahð og lagði inn umsókn. Þetta var í byrjun fe- brúar. Nokkrum dögum seinna var hringt í mig og ég boðuð að koma th viðtals og þurftu umsækjend- urnir að svara nokkrum spurning- um og gefa upplýsingar um sjálfan sig. Gengið var úr skugga um að þeir sem ekki voru bandarískir rík- isborgarar heföu tilskilda pappíra. Mínir pappírar voru í lagi. Þeir sem komust í gegnum það nálarauga voru látnir taka skrif- legt próf. Stjórnandinn sagði að langsam- lega flestir stæðust prófið og ef ekki gætu þeir fengið að taka það aftur. Hann sagði „No problem" eða eng- in vandræði, hvað eftir annað. Spurningarnar voru 28 talsins og þegar ég var búin að svara 23 var tíminn úti. Mér fannst mér hafa tekist vel upp og var ánægð með mig. Leiðbeinandinn kvaddi okkur með kurt og pí og sagði að það myndi verða hringt til okkar í kringum miðjan mars og við skyld- um bara vera róleg þangað th. Fyrst á eftir var ég hálfleið að bíða eftir símtalinu en svo þegar marsmánuður var liðinn og komið langt fram í apríl var ég alveg búin að gefa manntahð upp á bátinn. Datt ekki í hug annað en að ég hefði kolfallið á prófmu og þeir nenntu ekki að púkka upp á svona kellur eins og mig. Svo var það eitt föstudagskvöld fyrst í maí að hringt var og spurt hvort ég væri enn til í að vinna fyrir manntahð. Og ef svo væri ætti ég að mæta klukkan 9 á mánu- dagsmorgun. Ég var hálfhissa er ég heyrði hvar ég ætti að mæta en þangað var um það bh klukkutíma akstur frá heimhi mínu. Maðurinn sagði aö það skipti engu máli því þeir greiddu mér fyrir hveija mílu sem ég þyrfti að aka. Ég vaknaði eldsnemma á mánu- Kjallaiiim Anna Bjarnason blaðamaður dagsmorgun, ætlaði nú ekki að koma of seint, ef mér gengi eitthvað iha að finna staðinn. Ég var óneit- anlega mjög spennt. Mér fannst þetta hehmikið að vera að fara í mína fyrstu vinnu í Ameríku og það fyrir ríkisstjórnina, sjálfan Sám frænda, hvorki meira né minna. Mér gekk hins vegar svo vel að' finna staðinn að ég var mætt hálf- tíma of snemma og varð því að bíða róleg þangað til dyrnar voru opn- aðar. Þarna voru fleiri mættir og alhr látnir bíða rétt innan viö dyrnar en fyrir utan bandgirðingu eins og eru svo mikið notaðar hér í Banda- ríkjunum th þess að mynda biðrað- irnar. Allir rituðu nafnið sitt á þar til gert blað og biöu svo átekta. Enginn palisander á mann- talsskrifstofunni Satt að segja var ég hálfundrandi á að sjá hvernig aðbúnaður starfs- fólksins var. Allir voru í einum risastórum sal. Voru þar mörg skrifborð, hvert ofan í ööru. Öll voru þakin skjalabunkum, enda engin furða því að íbúarnir í sýsl- unni eru fjölmargir og allir taldir á þessum stað. Skrifborðin voru nú aldeihs ekki af betri sortinni. Ekki einu sinni eins og skrifborðin sem stundum er hægt að kaupa fyrir lítinn pen- ing hjá Sölunefndinni heima á ís- landi og þykja ekki mikils virði þar. Þau voru úr pappa, að vísu sterk- legum en pappa samt. Þau litu út eins og þau hefðu verið notuð áður en ekki veit ég um sannleiksgildi þess. Ekki er ósennilegt að þau hafi a.m.k. verið notuö við eitt manntal áður, kannski fleiri. Þessum nýkomnu var nú afhent nafnspjald á nælu þar sem á stóð nafn okkar og að við værum gestir á svæðinu. Þá var okkur fyrst hleypt inn fyrir girðinguna en ekki fyrr. Gríðarlega margt fólk var þarna við vinnu sína og mikill kliður í salnum. Fólkið virtist bara ánægt og ahs ekki gera sér grein fyrir því að aðbúnaður þess væri kannski ekki upp á marga fiska. Var okkur nú vísað inn í glugga- laust herbergi með pappaborðum og púlti. Borðin voru merkt svo hver vissi hvar hann ætti að sitja. Nú kom kennarinn og byrjaði að fara yfir ýmislegt sem manntals- skrásetjarar þurfa að vita. Leið tíminn fljótt fram að hádegi þegar allir fengu klukkutíma í mat. Fólkið tíndist í burtu, ég hélt í stóra verslunarsamstæðu í ná- grenninu og fékk mér að borða. Þijár konur, sem ætluðu saman í hádegismat á ákveðinn matsölu- stað, buðu mér aö koma með sér en ég þáði það ekki, vhdi heldur vera ein meö sjálfri mér. Váleg tíðindi eftir matinn Þegar ég kom úr mat og gekk í kennslustofuna kom kennarinn á móti mér og spuröi hvort frú Jones hefði haft tal af mér. Nei, ekki hafði hún gert það. Hann visaði mér þá fram í salinn til þessarar konu. „Mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja þér að við getum ekki ráð- ið þig til þessa starfs," sagði hún þegar við höföum verið kynntar. Mér varð að vonum mjög illt við og spurði hvers vegna. „Vegna þess að þú ert ekki amer- ískur ríkisborgari,“ sagði hún. „Vanalega er fólk látið vita um þetta fyrr. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt, en því miður, það er ekk- ert við þessu að gera. Við getum ekki ráöið þig.“ „Og hvað?“ spurði ég. „Á ég þá bara að fara? Og hvað með tímann í morgun og allan aksturinn hing- að?“ „Ég skal gera mitt besta til að þú fáir greitt fyrir þetta ómak þitt,“ sagði frú Jones. Ég varð alveg slegin yfir þessu, þreif af mér nafnspjaldið og sagði að það væri víst ekkert við því að segja og afhenti henni það. Hún tók við því og sagði bros- andi: „Mér finnst þetta mjög leiðin- legt og strangt til tekið verð ég að fylgja þér héðan út þegar þú ert búin að taka hana af þér, þessa," bætti hún við þegar hún tók við nælunni. Og með það fór ég af svæðinu. Ég ætia ekki að reyna að lýsa th- finningum mínum þennan klukku- tíma sem ég var á leiðinni heim. Mér fannst ég nákvæmlega einskis virði, vera eins konar misheppnuð manneskja sem ekki væri hægt að nota til eins eða neins. Jæja, þeir skyldu þá bara fá að annast manntalið sjálfir, hugsaði ég með mér. Það var enginn heima er ég kom heim og ég lagði mig fyrir og reyndi að sofna. Eftir svona tvo klukkutíma hringdi síminn. Þaö var frú Jones frá manntahnu. Hún sagðist hafa haft tal af yfirmönnum manntals- ins í Atlanta vegna mín og þeir hefðu ákveðið aö gera undanþágu í mínu tilviki og ráða mig til starfa. Hvort ég heföi enn áhuga á að starfa fyrir manntalið. Ég varð auðvitað alveg undrandi og jafnframt glöð og sagðist hafa það. Þá sagöi frú Jones að ég skyldi mæta th námskeiðsins næsta dag. Þurfti ég nú ekki að aka langar leið- ir, búið var að færa námskeiðs- haldið nær mér og fleirum sem bjuggu á sama svæði og ég. Þegar eiginmaðurinn kom heim ætlaði hann ekki að trúa mér þegar ég sagði að ég hefði verið rekin úr vinnunni en síðan ráðin aftur með sérstakri undanþágu og leyfi. Ég var líklega eini teljarinn sem ekki var bandarískur ríkisborgari. Ég var að vonum mjög ánægð með þessi málalok. Vissi ég ekki þá hvað beið mín að lokinni þjálf- uninni. Þegar ég mætti næsta morgun tóku samnámskeiðsmenn mínir vel á móti mér eins og við heföum ver- ið lengi saman og ég heföi verið orðið fyrir einhveiju sérstöku mót- læti og vildu allt fyrir mig gera. Þjálfunin gekk frekar vel en það er nú meira hvað sumir geta verið leiðinlegir á svona námskeiði. Þarna voru tveir karlar sem voru alltaf að tefja tímann með því að spyrja hvað á að gera ef þetta til- felli eða hitt kemur upp? Aumingja kennarinn var stundum dauð- svekktur á þeim og bað þá blessaða að vera ekki alltaf að búa th tilfelli sem gætu alls ekki komið upp. Ef svo ólíklega vhdi til væri hægt að ráða fram úr því þegar þar að kæmi! Vegna brottvísunarinnar af nám- skeiðinu missti ég af því að læra hvernig á að finna hús á stóru land- svæði þar sem ekki eru merktar götur inn á kort. Þetta kom hins vegar ekki að sök þegar verkið sjálft hófst. Ég þurfti aldrei á þeim vísdómi að halda og mér nýttist vel það sem ég lærði þennan tvo og hálfa dag sem ég var á námskeið- inu. Og nú var ekki annað eftir en að mæta th leiks og fá úthlutað verk- efni. Anna Bjarnason „Mér fannst ég nákvæmlega einskis virði, vera eins konar misheppnuð manneskja sem ekki væri hægt að nota til eins eða neins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.