Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990. íþróttir | | Breiðablik sigraði I jíS I Skallagríra, 5-1, í síð- | //»1 asta leik 2. umferöar bikarkeppni KSÍ á mánudagskvöldið. Grétar Stein- dórsson skoraöi 3 marka Breiða- bliks og Guðmundur Guðmunds- son tvö en Valdimar Sigurðsson gerði mark Borgnesínga. Breiða- blik sækir Gróttu heim í 3. um- ferðinni en hún verður leikin næsta þriðjudag, 19. júní. Björn ibann Bjöm Axelsson, miö- vallarspilari hjá Sel- fyssingum, var í gær úrskurðaður í eins leiks bann af aganefhd KSI. Ami Þór Freysteinsson h)á 3. deildar- liði Þróttar úr Neskaupstað fékk líka eins Ieiks bann og sömuleiðis Davíð Skúlason, Víkverja, og Steindór Stefánsson, Val, Reyðar- firði. Jóhann fyrstur í heiisuhiaupinu Jóhann Heiðar Jó- hannsson kom fyrstur í mark í heilsuhiaupi Krabbameinsfélags Is- lands sem fram fór síðasta laug- ardag. Hann hljóp 10 kflómetra á 34,17 minútum. Gísli Ásgeirsson varð annar á 34,22 mínútum og Pim Tiramermaim þriðji á 35,30. AIIs tóku 150 manns þátt í hiaup- mu. £ Andy Piazza meö æfingabúðir Andy Piazza, þjáifari og leikmaður með KR keppnistimabilið 1977-78, verður með æfingabúðir fyrir böm og ungl- inga á vegum Körfuknattleiks- sambands islands í íþróttahúsi Seljaskóla dagana 25.-29. júní. Auk hans hafa Torfi Magnússon og Páll Kolbeinsson umsjón með búðunum. Æfingabúðimar eru tvískiptar, 9-13 ára börn em frá klukkan 10 tíl 15 en 14-17 ára unglingar frá klukkan 18 til 22. Hjóna-og parakeppni ígolfiá Hellu .mmmmmm.j Golfklúbbur Hellu heldur opna hjóna- og /) parakeppnilaugardag- innl6.júmáStrandar- velli og verður ræst út klukkan 8 um morguninn. Leiknar verða 18 holur meö forgjöf, betri bolti. Skráning fer fram í golfskálanum föstudaginn 15. júní frá klifltkan 13 f síma 98-78208. ■ Stúlknalandslið tii Sviþjóðar Stúlknaiandslið ís- lands í knattspymu, 16 ára og yngri, tekur þátt í Noröurlandamóti sem fram fer í Svíþjóö dagana 25. júní til 2. júlí. Sigurður Hannes- son og Steinn Helgason, þjálfarar liðsins, hafa valið 16 stúlkur til fararinnar og em þær eftirtald- ar: Markverðir: Kristín Loftsdóttir, KR, og Ragnheiður Agnarsdóttir, BÍ. Aðrir leikmenn: Heiða Ingi- mundardóttir, Reyni, S., Berglind Jónsdóttir og Elín Gunnarsdóttir, Val, Anna Steinsen, KR, Elísabet Sveinsdóttir, Hrafnhildur Gunn- laugsdóttir, Katrín Oddsdóttir, Unnur Þorvaldsdóttir og Rósa Brynjólfsdóttir, Breiðabliki, Hulda Hlöðversdóttir, Haukum, Magnea Guölaugsdóttir, Anna Valsdóttir og íris Steinsdóttir, ÍA, og Ásdís Þorgilsdóttir, ÍBK. Til vara er Bryndis Einarsdóttir, KR. Körfuknattleikur: Jóhannes til Grind víkinga - Hreiðar Hreiðarsson aftur með UMFN Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjunu Jóhannes Kristbjörnsson, bak- vörðurinn öflugi sem lék meö Njarð- víkingum síöasta vetur, leikur nán- ast örugglega meö liði Grindvíkinga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á næsta keppnistímabili. Jóhannes hefur leikið á víxl með Njarðvík og KR og á einnig að baki leiki með íslenska landsliðinu. Hann varð þriðji stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga síðasta vetur og því talsvert áfall fyrir þá að missa hann en jafnframt ætti hann að verða Gríndvíkingum mikill styrkur. Grindvíkingar hafa ennfremur endurheimt Sveinbjörn Sigurðsson sem gekk til liðs við Val síðasta vet- ur. • Jóhannes Kristbjörnsson. Hreiðar aftur með Njarðvík Njarðvíkingar hafa hins vegar end- urheimt Hreiðar Hreiöarsson, fyrr- um fyrirliða sinn, en hann tók sér frí frá körfuknattleik í vetur og stundaði sjóinn. Hreiðar er 24 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Njarð- víkinga um árabil. Eric Fredriksson, sá sem dæmdi leikinn í gærkvöldi, er ekki í miklu uppáháldi hjá Sovét- mönnum. Rússum, og sennilega fleirum, fannst Fredriksson sleppa greinilegri vítaspymu á Argentínumenn í gærkvöldi. Fredríksson þessi dæmdi Ieik Sovétmanna gegn Belgum á heimsmeistai-amótinu í Mexíkó fyrir íjórum árum og þá gerðu Belgar einmitt tvö mjög vafasöm mörk sem Fredriksson dæmdi gild. Sovétmenn eru þvi að von- um sárir út i Fredriksson en þaö þýðir víst aldrei að deilda viö dómarann. Fengu 8 mánaða fangelsisdóm Sjö Þjóðverjar og einn Svisslend- ingur voru í gær dæmdir í 8 mán- aða fangelsi fyrir ólæti og skemmdarverk á götum Mílanó eftir leik Vestur-Þjóðvetja og Júgóslava á dögmium. Þrir þýskir ólátaseggir fengu í fyrradag eins árs fangelsisdóm fyrir óspektir og þess má geta að enn fleiri Þjóð- verjar sitja í íangelsi í Mílanó og bíða dóms. Þýskir ólátaseggir hafa látið mikið til sín taka á Ítalíu og kemur það nokkuð á óvart þar sem litil vandræði hafa fylgt þýsk- um stuðningsmönnum undanfar- in ár. Þýsku ólátaseggimir hafa tekiö helstu athyglina frá enskum og þýskum ólátabelgjum sem fyr- irfram voru taldir þeir verstu. Lít- ið hefur enn íárið fyrir ensku stuðmngsmönnunum en þó liafa nokkrir þeirra veriö handtekmr á Sardnúu þar sem Englendingar leika í undanriðlunum. • Varnarmaður Spánverja, Fransisci' mönnum. Dómarinn dæmdi réttilega skora ur spyrnunni. Heimsmeistaramót unglinga í snóker í Ástralíu: Hreint frábær árangur íslensku keppendanna - Eðvarð Matthíasson og Atli Már Bjarnason komnir í 16-manna úrslit „Við erum mjög ánægðir með árangur okkar manna og í raun hafa þeir náð hreint frábærum árangri á þessu erfiða móti,“ sagði Jónas P. Erlingsson, formaður Billjardsambands íslands í samtali við DV í gær. Sjö íslenskir snókerleikarar hafa undanfarna daga tekið þátt í heims- meistaramóti unglinga í snóker sem fram fer í Ástraiíu en þar eru kepp- endur 21 árs og yngri. Alls taka 72 snókerleikarar þátt í mótinu og riðlakeppninni er nú lok- ið. AUir stóðu íslensku keppendumir sig mjög vel en þó engir betur en þeir Eðvarð Matthíasson og Atli Már Bjarnason. Þeir komust í 16 manna úrslit sem er frábær árangur. • Eðvarð Matthíasson hafnaði í 2. sæti í sínum riðli og hlaut 6 vinninga af 8 mögiflegum. Eðvarð gerði meira en að hafna í 2. sæti í riðlinum því hann náði öðru hæsta „stuði“ á mót- inu til þessa er hann hreinsaði borð- ið og fékk fyrir það 132. Sannarlega glæsilegur árangur. • Atli Már Bjarnason hafnaði einnig í 2. sæti í sínum riðli og var hársbreidd frá því að vinna riðilinn. Atli Már hlaut 6 vinninga af 8 mögu- legum. • Jóhannes B. Jóhannesson, sem aðeins er 16 ára gamall, hafnaði í 3. sæti í sínum riðli og hlaut 5 vinninga af 8. • Halldór Már Sverrisson, sem einnig er 16 ára, varö í 4. sæti í sínum riðli og hlaut 4 vinninga af 8. • Gunnar Hreiðarsson hafnaði í 5. sæti í sínum riðli og hlaut 4 vinn- inga af 8. • Gunnar Valsson hafnaði einnig í 5. sæti í sínum riðli og hlaaut 3 vinn- inga af 8. • Fjölnir Þorgeirsson varð í 6. sæti í sínum riðli og náði í 3 vinninga af 8. Eins og sést af upptalningunni hér að framan er árangur íslensku kepp- endanna glæsilegur. Flestir eru ís- lensku keppendurnir mun yngri en andstæðingar þeirra og þeir 14 snó- kerleikarar, sem komnir em í 16 manna úrslitin auk þeirra Eðvarðs og Atla Márs, era aflir atvinnumenn í snóker og gera ekkert asnað en að leika snóker. Þetta er í þriðja skipti sem íslenskir snókerleikarar taka þátt í þessu móti og hafa okkar menn aldrei náð eins góðum árangri og nú. • Þeir Eðvarð og Atli Már fá mjög erfiða andstæðinga í 16 manna úrslit- unum. Eðvarð mætir Lee Grant frá Englandi og Atli Már á að mæta Oli- ver King frá Englandi. -SK • Eðvarð Matthíasson hefur náð næst hæsta „stuði“ á HM unglinga, 132. Eðvarö er kominn i 16-manna úrslitin ásamt Atla Má Bjarnasyni. DV-mynd S • Atli Már Bjarnason sést hér munda kjuðann. Atli er kominn í 16-manna úrslit á HM unglinga í snóker í Ástralíu en keppendur á mótinu voru 72. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.