Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990. 35 DV Ólyginn sagði... Michael Jackson ætlar nú að fjárfesta í sælgætis- fyrirtæki. Hann ætlar að láta framleiða sleikibrjóstsykur sem nefndur verður eftir apanum hans. Michael smakkaði á öllum hugsanlegum tegundum til að finna þá bestu og datt loks niður á eina sem hann getur sætt sig við að beri nafn apans. Jackson má þó ekki gleyma þvi að sæl- gæti er ekki gott fyrir línurnar - vonandi hafa tegundirnar við smakkið ekki verið of margar. Sviðsljós ; 'i f 1 ; Krakkar í Félagsmiðstöðinni i Frostaskjóli gerðu sér dagamun nýlega og heimsóttu slökkviliðið i Reykjavík. Þar var tekið vel á móti þeim og voru þeim sýndir brunabílar sem af skiljanlegum ástæðum vöktu mesta forvitni krakkanna. Ljósmyndari DV mætti á staðinn og myndaði krakkana sem fóru hinir ánægðustu heim. DV-mynd S Sean Connery er nú kominn á fulla ferð aftur eftir aðgerð sem gerð var á hálsi hans. Læknar hafa ráðlagt hon- um að taka lífinu með ró og vera þögull um tíma ef hann vill halda silkirödd sinni. En Connery þyk- ist vita betur. Hann flaug til Lon- don frá heimili sínu á Spáni og byijaði á því að fara á golfvöllinn til að koma sér aftur í gott form. Hann skipulagði einnig viötals- þátt í sjónvarpi sem útheimtir heilmikið spjaU. Erfitt virðist vera fyrir Sean, sem er oröinn 57 ára, að taka því að aldurinn er farinn að segja til sín. John Goodman leikarinn góðkunni úr Roseanne þáttunum er nú kominn í stranga megrun. Eiginkona hans, hin 22 ára gamla Annabeth, á von á barni og hefur skipað John að fara í megrun. Hún hefur sagt að aðeins tvær leiðir séu fyrir hann, að deyja eða megrast. John hefur þegar misst 35 kíló og vegur um 115 kíló. En betur má ef duga skal. Hann ætlar að reyna að ná meiru af sér svo eig- inkonan verði ánægð og Anna- beth hefur samið fyrir hann megrunarkúr sem er sneyddur öllu ruslfæði og fitu. Stór hluti megrunarinnar eru daglegar gönguferðir sem eru allt upp í 5 km. Eiginkonunni finnst það frumskilyrði að faðirinn geti hreyft sig og fylgst með barni sínu vaxa úr grasi. Hún er sannfærð um að John á eftir að takast þetta því lítið er eftir í takmarkið sem er 110 luló. '■ ’•• -" ;' Ottó og kona hans, Gyða Jónsdóttir, hlustuðu á hljómlistina í morgunsárið með börnum sínum og barnabarni. Otto A. Michelsen sjötugur Ottó A. Michelsen stjómarformað- ur varð sjötugur 9. júní sl. Ottó var mjög ötull vil byggingu Bústaða- kirkju og hefur mikið gefið sig að málefnum kirkjunnar. Að morgni afmæhsdagsins mætti bjöllukór skipaður unglingum úr Bústaðasókn fyrir utan heimih Ottós í Litlagerði og spilaði „Hann á af- mæli í dag“. Á eftir lék svo lúðra- sveit og kirkjukór Bústaðasóknar söng. Vakti þetta mikla athygli og Ottó og fjölskylda komu út á svalir th að hlusta á, auk þess sem hljómur- inn vakti upp íbúa í nágrenninu. Bjollukor ur Bustaðasókn lék undir stjórn Guðna Guðmundssonar, organ- ista Bústaðakirkju. DV-myndir S Á hestbaki í Hvammsvík Eins og kunnug er, er rekin viða- mikh útivistarstarfsemi í Hvammsvik í Kjós. Þar á jörðinni er golfvöllur sem verður betri og betri með hverju árinu og þá er einnig passað upp á að nóg veiði sé í litlu vatni sem thheyrir jörðinni, en Laxalónsmenn, sem reka Hvammsvík, sleppa regnbogash- ungi í vatnið reglulega. í viðbót við þessa starfsemi er nú farið að reka hestaleigu í Hvamms- vík og er upplagt fyrir hestaáhuga- menn, sem ekki eiga þess kost að fara á hestbak, að leggja leið sína þangað og fá sér smá útreiðartúr. Hestaleiga hefur nú bæst við starfsemina í Hvammsvík. í bakgrunni má sjá fólk við veiðar. DV-mynd GVA Brúðhjónin fóru í þyrlu úr veislunni Yfirleitt er það þannig að brúðhjón fara landleiðina úr brúðkaupsveisl- unni. Á þessu varð hressileg undan- tekning síðasthðinn laugardag þegar brúðhjónin Sigurjón Ásbjörnsson og Ingibjörg Sigurðardóttir gengu í það hehaga. Þau yfirgáfu veisluna í þyrlu. Þessi óvenjulegi ferðamáti á sér einfalda skýringu. Sigurjón er nefni- lega umboðsmaður Bell-þyrlna á ís- landi og þótti loftleiðin því hinn eðli- legasti kostur. Brúðkaupsveislan fór fram á Hohday Inn-hótehnu að lokinni hjónavígslu í Dómkirkjunni. Þyrlan flutti svo brúðhjónin rakleitt að Ála- A leið út í þyrluna fyrir utan Holiday Inn. Komin um borð og veislugestir kvaddir. DV-myndir S fossi, í heimahaga brúðgumans. En Ásbjöms Sigurjónssonar, og því son- frumkvöðulsins á Álafossi og hins þess má geta að Sigurjón er sonur arsonur Sigurjóns Péturssonar, kunna glímumanns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.