Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990. Spumingin Finnst þér of mikið ofbeldi í barnaefni í sjónvarpi? Haraldur Jörgensen verkstjóri: Ég fylgist lítið með barnaefninu. Ég á börn sjálfur og finnst bamaefnið of mikið yfir sumarið. Marsibil Sæmundsdóttir nemi: Mér finnst börnin ánetjast þessu en of- beldið hefur minnkað. Stella Sæmundsdóttir nemi: Það er allt of mikið ofbeldi og hefur mikil áhrif á bömin. Þetta er ekki hollt fyrir þau. Eleen Röddy, í heimsókn á íslandi: Já. Bamaefniö ætti að vera rólegra. Kristbjörg Lóa Árnadóttir fóstra: Já, það er of mikið. Það ætti að sleppa öllu ofbeldi yfirleitt því bömin gera ekki greinarmun á leik og alvöm. Dagný Hjaltadóttir hárgreiðslu- dama: Ég læt það nú vera hjá RÚV en get ekki dæmt um Stöð 2 því ég sé hana ekki. Lesendur Glæfralegt gosdrykkjaverð Sigurlaug Jónsdóttir skrifar: Eg held að fleiri en ég hljóti aö vera undrandi á gosdrykkjaverði sem orðið er allt aö því glæfralegt. - Flaska sem inniheldur einn og hálfan lítra af Kóka kóla eða Pepsi kóla kostar hátt í 200 krónur! Flaska með sama magni af hinum nýrri tegundum drykkja á markað- inum hér, t.d. RC Cola og is-kóla kosta hins vegar innan við hundrað krónur. Einnig er verðmunur umtals- verður eftir því hvort maður kaup- ir gosdrykki í sjoppunum eða t.d. í stórmörkuðunum. Þar virðist vera hægt að fá alla þessa drykki tals- vert ódýrari en í sjoppum eða sölu- turnum. Nefni ég t.d. hálfan lítra af sódavatni frá Agli. Slík flaska kostar í stórmörkuðum 75 kr. (sem er náttúrlega alltof dýrt þegar tekið er tillit til þess að hér er aðeins um kolsýrt vatn að ræða), en í mörgum sjoppum kostar sama magn 80 krónur. Gosdrykkir eru mikið keyptir hér á landi og jafnvel mun meira en í öðrum löndum, þar sem létt vín og léttur bjór (sá létti áfengi bjór, t.d. 3-4% að styrkleika, fæst ekki hér!) kemur í stað þessara drykkjarvara, a.m.k. með mat. Þar eru gosdrykk- ir þó seldir við vægu verði og mun ódýrar en hér. Við skulum gæta „Flestir eru gosdrykkirnir orðnir svo bragðgóðir að nú eru það lægstu verðin sem gilda“, segir m.a. í bréfinu. að því að einn og hálfur lítri af gosdrykkjum hér, sem seldur er t.d. á 170-180 kr„ samsvarar um 3 dollurum. Mér er sem ég sæi slíkt verð á gosdrykkjum í Englandi, Bandaríkjunum eða í Þýskalandi! Viö sem kaupum tcdsvert af gos- drykkjum, t.d. með mat, og krakk- ar vilja jú lítið annað en einhvers konar gosdrykki eða blandaða svaladrykki með matnum, hljótum aö fara að meta hvar bestu kaupin eru gerð. Þetta er orðinn stór liður í heimilisútgjöldum og þeir sem bjóða bestu verðin hljóta smám saman að vinna markaðinn. Teg- und og merki vega ekki svo þungt þegar um heimilisnotkun er að ræða, þetta er jú ekki annað en vatn með mismundandi essensum og flestir eru gosdrykkirnir orönir svo bragðgóðir að nú eru það lægstu verðin sem gilda. Flugleiöabréf og verðbréfasjóðir: Er eitthvað að óttast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar: Ég var aö hlusta á sjónvarpsfréttir Stöðvar 2 sl. mánudagskvöld og þar var rétt eins og skotið væri inn frétt um verðgildi hlutabréfa í Flugleiöum hf. - Menn þyrftu lítið að óttast um að bréf í Flugleiðum myndu falla í verði þótt félagið sýndi milli 700 og 800 milljóna króna tap á fyrstu mán- uðum ársins. - Þessi frétt kom mér algjörlega á óvart og leiddi til þess að ég fór að hugsa sem svo: Er eitt- hvað að óttast í sambandi við Flug- leiöabréfin? Fréttamaður Stöðvar 2 fékk svo sérfræðinga frá verðbréfasjóðum sem fóru fógrum orðum um að ótti Björn Sigurjónsson skrifar: Allir ættu að vita að sorg og gleði eru afstæö og huglæg hugtök sem þó eru náskyld. Þaö sama gildir að sjálf- sögöu um elsku og hatur, sem eru þættir í lundarfari manna og verða ekki aðskildir. Kynhvötin er óhjá- kvæmilega bæði orsök og afleiöing þessara þátta. Hirði ég ekki um frek- ari útlistanir á því enda hafa þær verið geröar í mörgum sálfræðileg- um bókmenntum. Félagslegar aðstæður geta ekki réttlætt fóstureyðingar - svo að dæminu sé snúið við - ekki fremur um fall Flugleiðabréfa væri ástæðu- laus þrátt fyrir tap félagsins á fyrstu mánuðum ársins. Slíkt væri allt að því'regla hjá félaginu. Mér fannst nú skjóta skökku við þegar forstjórar verðbréfasjóðanna fóru að útskýra rekstur fyrirtækis eins og Flugleiða. - Þeir eru kannski -’róðari um rekst- ur fyrirtækisins en sjálfir stjórnend- urnir. Ég hef nefnilega he; rt þá sjálfa lýsa miklum áhyggjum a: rekstrinum og segja að lítið þurfi út af að bregða svo að ekki verði verulega erfitt um vik. - Markaðsstjóri Flugleiða hefur m.a. í blaðaviðtali látið hafa eftir sér að þótt bókanir farþega séu góðar milli en að lömb séu skotin í uppvexti á almannafæri eða kjúklingar kæfðir og þeim hent fyrir svínin. Þannig gæti misvitur þjóðarleiötogi látið þau boð út ganga aö slátra skyldi mönn- um þegar harðna tekur á dalnum af einhveijum ástæöum. Allir sjá hvílík reginfirra það væri að framfylgja slíku boði, enda stæðist það engan veginn kristnar frumreglur. Þótt vörn konu fyrir fóstureyðingu geti verið sú aö um nauðgun hafi verið að ræöa og að það verði ekki vefengt þá hendir það ósjaldan að nauðgun verði talin eðlileg þróun Islands og Evrópu séu bókanir á ferð- um til Bandaríkjanna langt undir væntingmn. Og það er af þeirri leið sem Flugleiðir hafa lengst af orðið aðnjótandi mesta fjármagnsflæðis- ins. Salan á íslandi er sögð ýmsum annmörkum háð svo sem lánavið- skiptum, vanskilum og töpuðum tekjum með ýmsu móti eins og títt er um viðskipti hér innanlands. En fréttin um ástæðulausan ótta manna um að Flugleiðabréfin séu í hættu vegna frétta um mikinn tap- rekstur var síður en svo til þess fall- in að vekja traust aimennings á þess- um bréfum. Þar hefur Stöö 2 hlaupið á sig ef hún hefur ætlað að bjarga ástarsambands og er þá ekki verið að tala um afbrigðilega einstaklinga í kynferðishegðun. Athugandi er fyr- ir tauga- og líffærafræðinga þá sem vilja leggja orð í belg varðandi tíma- setningu fóstureyðinga að strax við fijógvun konueggs í eða utan legs hefur nýr einstakhngur myndast vegna þess að erfðasamruni hefur átt sér stað. Eina vömin fyrir getnaði við slæm- ar félagslegar aðstæður og fæðingu nýs einstaklings til jarðvistar er því getnaöarvörn af einhveiju tagi beggja kynja eða ófijósemi. einhveiju í hom en ekki beinlínis skaða Flugleiðir sem annars eiga allt gott skilið. Það er mál margra að þeir sem hafa verið svo djarftækir að selja stóra hluti af þessum bréfum nýlega og fengið allgott verð fyrir myndu ekki fá það verð nú. Þeir hafi haft heppnina með sér eða verið verulega framsýnir og séð einhver hættu- merki framundan. Stöð 2 og frétta- menn hennar hafa sannarlega ekki bætt um betur með sinni ótímabæru frétt. Bull í tónlistar- gagnrýni Björn Guðjónsson skriíar: Það leiðinlegasta sem maöur les í blöðum em athugasemdir við gagnrýni en bullið í Finni Torfa er svo yfirgengilegt að það er ekki hægt að sitja þegjandi undir því. - í tónlistargagnrýni um Vinar- drengjakórinn spyr hann „hvort ekki sé tímabært að koma upp svona kór hér á landi“. Maðurinn veit greinilega lítið um tónlistarmál á klakanum því hér hafa um árabil veriö starfandi barnakórar, í Hafnarfiröi, Garöabæ, Kópavogi og víðar, sem hafa svo sannarlega gert góða hluti. - Þetta myndi Finnur Torfi vita ef hann hefði látið svo lítið að mæta t.d. á 25 ára afinælistón- leika Öldutúnskórsins eða á 15 ára afraælistónleika Skólakórs Kársness. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið EFTA, EB og afstaða íslendinga Gísli Einarsson hringdi: Er þetta ekki alveg dæmigert fyr- ir afstöðu íslendinga, niðurstaðan í skoöanakönnun Félagsvísinda- stofnunar - að meirihluti þeirra sem taka afstöðu til hugsanlegrar inngöngu íslands í Evrópubanda- lagið er hlynntur aðild, en meira en helmingur þeirra sem spurðir vora gátu samt ekki nefnt eitthvert aöildarríkja EFTA og tæp 50% þeirra sem spurðir vora gátu ekki nefnt eitthvert af aðildarríkjum EB? Eins og segir í frétt um þessa skoðanakönnun virðist því jákvæð afstaða íslendinga til inngöngu í EB byggjast á einhveiju öðra en staðgóðri þekkingu á málunum. Það skyldi þó ekki vera aö íslend- ingar séu orðnir svo langþreyttir á hinni hörm’olegu óstjóm hér á landi og óréttlæti í lagasetningum og reglugerðum að þeir vilji glaðir taka þátt í svo að segja hvaða ríkja- bandalagi sem er, bara ef þeir losna við þá aumu orðhengilsháka og þjóöemisþverhausa sem hafa kom; ist til valda hér á seinni tímum. Mér er næst að halda aö fólk hér bíði nánast eftir því að losna undan þeirri áþján sem íslenskt stjórnar- far er orðið, ekki síst í efnahags- og atvinnulífi, fijálsri verslun og viðskiptum. Með þvi fáum við al- vöru gjaldmiðil, frelsi í opnunar- tíma verslana, aðsetursskiptum og atvinnumöguleika erlendis. Senni- lega þyrftum við frakar aö óttast landflótta héðan en að einhveijir hópar erlendra fylli vinnumarkaö hér. Fráhverf félagshyggja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.