Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1990, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1990. 13 Lesendur Atlaga að sparnaði í/3 'hss^ % & u strax a oruggum og reglubundnum sparnaði á einfalda og betri hátt en ádur hefur þekkst r .. .. ■ . ■ . .<io.OOO ; \ '-gyo. i9 \mk. \ < MHV Ú wwwmm „Verði verðtryggingin tekin af spariskírteinum ríkissjóðs mun enginn sparifjáreigandi kaupa þau,“ segir m.a. i bréfinu. Félagi í Samtökum spariíjáreigenda skrifar: Ríkissjóm Steingríms Hermanns- sonar virðist vinna skipulega gegn spamaði og ráðdeild í landinu. Skýrt dæmi um það er breytingin sem gerð var á grunni lánskjaravísitölunnar í byrjun árs 1989. Á fundi Samtaka spariíjáreigenda þann 5. júní sl. var þaö upplýst aö sparifjáreigendur hafa tapað 10 milljörðum króna á þessari breytingu lánskjaravísi- tölunnar. Nú áformar ríkisstjórnin afnám lánskjaravístitölu í haust. Réttlætir stjómin þetta með því að verðbólga verði þá orðin innan við 10%, sé miðað við 6 mánaða tímabil, og hún muni veröa lág áfram. Ríkisstjórnin setur þetta einungis fram til að blekkja almenning. Vitað er að verö- bólga hefur áður náðst niður í stutt- an tíma en síðan hefur hún rokið upp aftur. Afnemi ríkisstjómin lánskjaravísi- töluna og setji þak á nafnvexti verða vextir líklega neikvæðir eins og tíðk- aöist fyrir upptöku verðtryggingar. Þetta er einmitt það sem forsætisráð- herra vill. Verði lánskjaravísitalan afnumin mun spamaður hrynja og eyðsla þjóðarinnar aukast. - Erlend- ar lántökur þjóðarinnar munu stór- aukast og verðbólgan fer á fullt skrið. Eina leiðin til að efla innlendan sparnað er að viðhalda verðtrygg- ingu sparifjár. Öflugur innlendur sparnaður dregur úr eyðslu og er- lendum lántökum. Ríkisstjórnin þarf á næstu árum á miklu lánsfé að halda. Verði verðtryggingin tekin af spariskírteinum ríkissjóðs mun eng- inn sparifjáreigandi kaupa þau. Halla ríkissjóðs verður þá að fjár- magna með erlendum lántökum en þær kynda undir verðbólgu. Ég vil skora á Samtök sparifjáreigenda að koma í veg fyrir þá óhæfu sem afnám verðtryggingar sparifjár er. Skammarlegt dómskerfi F.S. skrifar: Á köldum hríðardegi í janúar fyrir tveimur árum, þegar akstursskilyrði voru hvað verst í borginni, gengur eldri kona í veg fyrir strætisvagn - ekki á gangbraut heldur á milli stoppistöðva. Ekki verður komið í veg fyrir slysið, vagnstjóri flautar og hemlar en allt kemur fyrir ekki. Kon- an er flutt á sjúkrahús og lætur lífið mánuöi seinna. Skýrslur eru teknar af vagnstjóra, farþegum og sjónarvottum. Vagn- stjóri er síðan ákærður eins og venja er í slíkum málum. Dómur fellur í undirrétti - líklega of mildur að áhti saksóknara því að málið er sent til Hæstaréttar þar sem annar dómur fellur með ógnarþunga á vagnstjór- ann; fangelsi, ökuieyfissvipting, sekt. Var dómari Sakadóms óhæfur? Manndráp af gáleysi, heitir það hjá Hæstarétti. Gáleysi hvers? Vagn- stjórans? Var þá kannski ekki til að dreifa gáleysi vegfarandans eða gáleysi gatnamálastjóraembættis að hafa ekki saltað götuna nóg þennan dag? Ekki gáleysi stjórnenda SVR, að hafa ekki vagnana útbúna til vetrarakst- urs? Vagnamir eru nefnilega aldrei á nagladekkjum eða keðjum og því að margra mati óhæfir í akstri í snjó og hálku, eins og mörg dæmi sanna. Hver ber ábyrgð á gatnamálunum og yfirmönnum vagnanna? Er ábyrgðin öll hjá vagnstjórum? - Trú- lega ekur enginn vagnstjóri, þrátt fyrir mikla hæfni þeirra margra í snjó og hálku, í vetur eftir slíkan endemisdóm í Hæstarétti. Hafi Guðrún Erlendsdóttir hæsta- réttardómari þökk fyrir sína afstöðu til málsins. Dómsmálaráðherra grisjaði í stétt dómara í Hæstarétti ' eftir brennivínshneykslið! Þá er ekki eftir nema forsetinn sem hægt er að leita ásjár hjá til bjargar vagnstjór- anum!! Já, allir korthafar fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða jsmáauglýsingar út í hönd með beinhörðúm ‘ Peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringjá. Smáauglýsingin vérður færð á kortið þitt. a Það er gamla sagan: C Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Virkádaga ^ kl. 9.00 22.C hsugardaga kl. 9.00-14.C Sunntföaga ’ * kl. 18.00-22 Athugið: Auglýsing í helgarbiað DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. ULTRA GLOSS endist langt umfram hefð- bundnar bóntegundir. utsöiustaðir: I - stöðvarnar Olíufélagiðhf SLÖKUNARPAKKI.... Nú býðst öllum fullkominn slökunarpakki með 100% ábyrgð. Pakkinn inniheldur eftirfarandi tíma: * Eitt skipti í slökunardáleiðslu ' * Tvö skipti í Líföndun ,rVivation" * Tvö skipti í slökunartæki (trimaway) * Þijú skipti í Heilun (orkumiðlun) Lífsafl mun ábyrgjast árangur og er verð pakkans endurgreitt að fullu ef ekki næst árangur. Einnig erum við með dáleiðslu fyrir fólk sem vÍLl hætta að reykja, grenna sig o.fl. og sérstaka grenningar dagskrá. Slökunarpakkaverð: 13.000 kr. sem er endurgreitt af ekki næst árangur. Til að fá nánari uppL og tímapantanir. Lífsafl, Laugavegur 178 Sími: 622199 Auglýsing frá sj ávarút vegsráðuney tinu Útgerðarmenn og eigendur smábáta minni en 10 brl. Athugið! í samræmi við nýsett lög nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, er koma til framkvæmda um næstu áramót, vinn- ur sjávarútvegsráðuneytið nú að undirbúningi að úthlutun veiðiheimilda til báta minni en 10 brl. í því sambandi vill ráðuneytið vekja athygli á eftirfarandi. 1. Skráning báta. Samkvæmt nýju lögunum þurfa nú eigendur allra báta, 10 brl. og minni, sem sækja um leyfi til veiða í atvinnu- skyni, að vera skráðir á skipaskrá eða sérstaka skrá Sigl- ingamálastofnunar ríkisins fyrir báta styttri en 6 m. Þá þurfa eigendur þeirra báta sem ekki hafa veiðileyfi frá ráðuneytinu samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða (nr. 3 1988) eða eru ekki á skrá Siglingamála- stofnunar að óska eftir skráningu báta sinna hjá Sigl- ingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Beiðni um skrán- ingu þarf að fylgja eignarheimild, smíðalýsing og teikn- ingar af viðkomandi bát. 2. Nýir bátar i smíðum. Eigendur ófullgerðra báta sem smíði hefur verið hafin á (skipsbolur upp byggður) fyrir gildistöku laganna 18. maí 1990 þurfa að óska eftir skráningu þeirra hjá Sigl- ingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Þessi bátar þurfa að vera fullbúnir og öðlast fullgilt haffærisskírteini fyrir 18. ágúst 1990 til að koma til greina við úthlutun veiði- heimilda. Eigendur báta sem eru í smíðum erlendis þurfa að framvísa vottorði frá þar til bærum yfirvöldum um að smíði báta þeirra hafi verið hafin (skipsbolur upp byggður) fyrir 18. maí 1990. 3. Upplýsingar og forsaga báta. Eigendur og útgerðarmenn þeirra báta sem ekki hafa fengið sérstakt eyðublað sjávarútvegsráðuneytisins til útfyllingar um forsögu báta sinna þurfa að verða sér úti um slík eyðublöð hjá ráðuneytinu eða Landssam- bandi smábátaeigenda, fylla þau út og senda sjávarút- vegsráðuneytinu, Skúlagötu 4,150 Reykjavík, við fyrsta tækifæri. Nánari upplýsingar um ofansagt fást hjá sjávarútvegsráðu- neytinu og veiðieftirlitsmönnum þess. Sjávarútvegsráðuneytið 13. maí 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.