Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Page 2
2 MÁNUÐAGUR 25. JÚNÍ 1990. Fréttir Arctic Open golfmótið: Guð velur stundum óverðuga til stórra hluta - sagði séra Jón E. Baldvinsson sendiráðsprestur sem vann bifreið fyrir að fara holu 1 höggi Jón E. Baldvinsson, sendiráðsprestur í London, við bifreiðina glæsilegu sem hann hreppti fyrir „holu í höggi“ á Akureyri um helgina. DV-mynd gk Seðlabankinn: Fjármagnsfrelsi eykur hagsæld - og veitir stjórnvöldum aðhald I skýrslu Seðlabanka Islands um áhrif frjálsra fjármagnsflutninga á íslenskt efnahagslíf kemur fram að hugsanlegt er að íslendingar geti meinaö útlendingum þátttöku í ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum þrátt fyrir að ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eða jafn- vel Evrópubandalaginu sjálfu. í skýrslunni segir að þrátt fyrir frjáls- an ijármagnsflutning milli landa séu til margar undantekningar frá þessu frelsi; til dæmis hafa mörg lönd tak- markað þátttöku útlendinga í flutn- ingafyrirtækjum á sjó og í lofti. Niðurstöður skýrslunnar eru að ööru leyti þær að frjálsir fjármagns- flutningar milli landa muni auka hagsæld á íslandi og veiti stjórn- völdum aðhald varðandi efnahags- stefnuna; aðhald sem skýrsluhöf- undar teljá 'ekki vanþörf á. Til dæm- is minnkar svigrúm íslenskra stjórn- valda til að reka hér vaxta- og pen- ingastefnu sem er á skjön við það sem tíökast í Evrópu. Stjórnvöld verða að gæta sín í ríkisfjármálum, halda skattheimtu í hófi til að raska ekki samkeppnishæfni fyrirtækja og halda aftur af útgjöldunum til að hallarekstur ríkissjóðs auki ekki verðbólgu og veiki þar með gjaldmið- ilinn. Þetta aðhald á stjórnvöldum ásamt aukinni hagræðingu vegna betri nýt- ingar á fjármagni muni auka hér hagsæld, að mati skýrsluhöfunda. -gse Elísabet II og hertoginn af Edinborg koma í dag Elísabet II, drottning Englendinga, og hertoginn af Edinborg koma tií landsins í dag. Mun forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, taka á móti þeim á Reykjavíkurflugvelli klukkan 12.30. Snæddur verður hádegisverður í Ráðherrabústaðnum, í boði forseta. Að því loknu verður haldið til Lista- safns íslands og farin gönguferð aö Tjörninni. Eftir heimsókn í Árnastofnun, þar sem gömul handrit verða skoöuð, efna drottningin og hertoginn til móttöku í breska sendiráðinu. Klukkan 16.30 verður tekiö á móti erlendum sendimönnum um borð í Britanniu, sem mun einnig verða bústaður hjónanna meöan á Islands- dvölinni stendur. Að kvöldi býður forseti til kvöld- verðar að Hótel Sögu. -tlt Britannia kom til landsins í gær. Mun skipið verða bústaður Elísabetar II, drottningar Englands, og hertogans af Edinborg meðan íslandsheimsókn þeirra stendur yfir. DV-mynd Brynjar Gauti Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það skemmtilegasta við þetta var að höggið var mjög gott og félagar mínir kölluöu strax að þetta væri höggið sem myndi færa mér bílinn. Kúlan lenti svo á flötinni og rúllaði beint í holuna. Það var óneitanlega skrítin tilfinning sem greip um sig, og það var mikið öskrað á teignum“ sagði séra Jón E. Baldvinsson, sendi- ráðsprestur í London, sem vann það afrek að fara „holu í höggi“ í Arctic Open golfmótinu á Akureyri um helgina. Verðlaunin fyrir þetta afrek, sem Jón vann á 6. braut vallarins, voru ekki af lakara taginu, ný glæsileg bifreið af Opel Vectra gerð sem Jöt- unn hf. og Þórshamar hf. gáfu og Ellert Guöjónsson, framkvæmda- stjóri Þórshamars, afhenti Jóni lykl- ana að bílnum í lokahófi mótsins. „Guð velur stundum óverðuga til stórra hluta,“ sagði Jón við það tæki- færi, og bætti við að hann hefði ekki beðið þess að hann myndi fá bíhnn. Hann sagði í spjalli við DV að við draumahöggið hefði hann notað 4- járn og hefði aldrei áður farið „holu í höggi“. „Ég ætlaði einmitt að fara að skipta um bíl og mun semja við þá sem gáfu þessi verðlaun um að fá bílinn af- hentan í London,“ sagði Jón að lok- um. Hann stóð í ströngu á Akureyri, lék golf aðfaranótt laugardags fram- undir morgun, gaf síðan saman Neil Elsey, ritstjóra Golf Illustrated We- ekly, og Elisabeth Bateman um morguninn áður en hann fór til keppni að nýju og eftir „drauma- höggið" lék hann sitt besta golf og fór síðari 9 holurnar á aðeins 2 höggum yfir pari. Eigið fé fjárfestingarlánasjóða - eigiö fé sem hlutfall af niöurstöðutölum efnahagsreiknings Framleiðnisjóður með versta eiginfjárstöðu Eins og fram hefur komið í DV er gert ráð fyrir því í frumvarpsdrögum Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra að lögum um fjárfestingar- lánasjóði að eiginfjárhlutfall þeirra verði 8 prósent. Þetta er byggt á lág- marki eigin fjár sambærilegra sjóöa í Evrópu. Miðað við stöðu íslensku sjóðanna um síðustu áramót, sam- kvæmt reikningum þeirra, standast þrír sjóðanna ekki þetta lágmark og tveir til viðbótar eru rétt viö mörkin. Sjötti sjóðurinn, Stofnlánadeild land- búnaðarins, er með 18,4 prósent eig- infjárhlutfall samkvæmt reikning- um en þar sem stofnunin hefur lánað um 1,8 milljarða til loðdýraræktar má telja fullvíst að skráð hlutfall gefi ekki rétta mynd af raunveru- legri stöðu sjóðsins. Sá sjóður, sem hefur versta eigin- fjárstöðu, er Framleiðnisjóður en eiginfjárstaða hans er neikvæð um tæp 22 prósent. Eiginfjárstaöa Fram- kvæmdasjóðs er jákvæð um rúmt 1 prósent en talið er víst að hann muni á þessu ári tapa meira fé en lagt hef- ur verið til hliöar á afskriftareikning útlána. Þessi staða getur því versnað. Aðrir sjóöir, sem standast ekki þessi mörk, eru Veödeild Búnaðarbankans og Verslunarlánasjóður. Stofnlána- deild samvinnufélaganna og Land- flutningasjóður eru síðan alveg á mörkunum. Þeir sjóðir, sem hafa bestu eigin- fjárstöðu, eru Lánasjóður sveitarfé- laga og Iðnþróunarsjóður. Þá er staða Iðnlánasjóðs og Fiskveiðasjóðs traust miöað við ársreikninga þeirra. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.