Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 25. JÚNl 1990. Utlönd Pólland: Formlegur klofningur innan Samstöðu Valdabarátta milli Samstööu- leiötogans Lech Walesa og fyrrum samstarfsmanna hans hefur leitt til fyrsta formlegs klofnings innan hins óháða verkalýösfélags Sam- stöðu. Sextíu og þrír valdamenn innan Samstöðu sögðu sig í gær úr flokksráðinu en það er skipað 200 manns. Þar á meðal er Bronislaw Geremek, formaður þingílokks Samstöðu, og nokkrir ráðherrar hinnar nýju ríkisstjórnar. Þessi klofningur veikir mjög valdastöðu Walesa en hann hefur sótt mjög stíft í að verða næsti for- seti landsins. Samstarfsmenn Wa- lesa innan Samstöðu hafa gagnrýnt framkomu leiðtogans að undan- förnu og sakaö hann um að leiða hjá sér lýðræði og haga sér eins og einræðisherra. „Þangað til í dag höfum við verið samtaka. Frá og með deginum í dag greinir okkur algjörlega á um hvað lýðræði er og hvað það er ekki,“ sagði Adam Michnik, ritstjóri dag- blaðs Samstöðu, Gazeta Wyborcza, og einn af áhrifamestu mönnum innan Samstöðu. Lech Walesa og stuðningsmenn hans hafa lagt mikla áherslu á að Walesa taki sæti forseta landsins, Wojciech Jaruzelski, fyrrum leið- toga kommúnistaflokksins. Þeir vilja einnig nýjar þingkosningar sem fyrst en fyrrverandi félagar kommúnistaflokksins eiga enn tvo þriðju hluta sæta pólska þingsins. Walesa hefur lýst því yfir að breytingar innan stjórnkerfisins gerist of hægt og segist hræddur um að „byltingin fallega verði að engu“ eins og hann hefur látið hafa eftir sér. En fyrrum samstarfs- menn Walesa innan Samstöðu, ráö- herrar og fleiri, vilja fara að hlut- unum rólegar og varast of miklar sviptingar í breytingaátt á efnahag- skerfi landsins. Vænta má mikilla átaka á fundi landssamtaka Samstööu sem ákveðið hefur verið að halda um næstU helgi. Reuter Bronislaw Germek, formaður þingflokks Samstöðu í Póllandi, er einn þeirra sem hefur sagt sig úr flokksráði Samstöðu. En í gær átti sér stað fyrsti formlegi kiofningurinn innan Samstöðu. Símamynd Reuter Gabriel HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! G ” SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, og Mitterrand, forseti Frakklands, telja nauðsyn á að Vesturlönd styðji fjár- hagslega við bakið á Gorbatsjov Sovétforseta. Simamynd Reuter Leiðtogafundur EB hefst í dag: Sovésk efnahagsmái ofarlega á baugi Efnahagsvandræði Gorbatsjovs Sovétforseta munu setja svip sinn á leiðtogafund aðildarríkja Evrópu- bandalagsins, EB, sem hefst í Dyfl- inni á irlandi í dag. Ofarlega á baugi verður hugsanleg efnahagsaðstoð til Sovétríkjanna en leiðtogar bæði Vestur-Þýskalands og Frakklands hafa hvatt til þess að aðildarríkin rétti sovéska forsetanum hjálpar- hönd í umbótaherferð sinni. Frétta- skýrendur telja að efnahagsástandið í Sovétríkjunum, sem og pólitískt ástand, muni skyggja á flest annað sem tekið verður til umfjöllunar á þessum fundi, þar á meðal mynt- bandalag aöildarríkjanna sjálfra. Nokkur vestrænu ríkin, þar á með- al Bretland, telja ekki að Gorbatsjov og markaðsherferð hans eigi svo góða framtíð fyrir sér að það réttlæti mikla efnhagslega aðstoð Vestur- landa. Kohl, kanslari V-Þýskalands, og Mitterrand, franski forsetinn, eru á öndverðum meiði og telja að aðstoð verði að koma til hið fyrsta eigi að fyrirbyggja óstöðugleika innan Kremlarmúra. Vestur-Þjóðverjar vilja margt til vinna að fá samþykki Sovétmanna fyrir sameiningu þýsku ríkjanna og að því er fram kom í vestur-þýska tímaritinu Der Spiegel hefur stjórnin í Bonn þegar boðið Sovétmönnum lánsloforð upp á þrjá milljarða dollara. Þá hafa Frakkar lagt til tuttugu milljarða dollara lán til að styrkja sovéska efnahaginn. En það verður fleira rætt á fundin- um en ástandið í Sovétríkjunum. Þegar eru uppi haröar deilur um áform Evrópubandalagsins um sam- eiginlega mynt aðildarríkjanna. Um helgina lét Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, enn á ný í ljósi efna- semdir um efnahags- og gjaldmiðla- sameininguna. Á föstudag sagöi ráð- herrann að Bretar væru ekki reiðu- búnir að láta fjárhagsstjórnun sína eftir „hópi tólf seðlabankastjóra sem ekki þurfa að standa neinum skil gjörða sinna". Breska ríkisstjórnin hefur lagt fram nýjar tillögur í þessu máli en leiðtogar sumra EB-ríkja telja að þessi ummæli Thatchers sýni að hún sé enn mótfallin takmarki bandalagsins um sameiginlega mynt og samevrópskan seðlabanka. Reuter Mótmæli á eyðniráðstefnunni Mikil mótmæli á götum úti settu svip sinn á sjöttu alþjóðlegu ráðstefn- una um eyðni sem lauk í San Frans- isco í gær. Á meðan fjöldi lækna, sérfræðinga og embættismanna fundaði um þennan alvarlega sjúk- dóm safnaðist saman mikill mann- íjöldi fyrir utan fundarstaðinn og hafði uppi alls kyns mótmæli. í gær, á lokadegi ráðstefnunnar, yfirgnæfðu köll frá gjallarhornum ræðu opinbers embættismanns úr heilbrigðiskerfmu sem lagöi áherslu á samstöðu allra til aö reyna að vinna gegn eyðni. Hinir 300.000 mótmælendur lýstu vonbrigðum sínum með þann litla árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn eyðni. 4 4 4 4 4 4 4 4 við flytjum-sendum-sækjum 25050 00 SENDIBILASTOÐIN HF opið um kvöld og helgar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.