Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1990, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1990.
Spumingiii
Hvaða farartæki
finnst þér öruggast?
Auðbjörg Halldórsdóttir blaðamað-
ur: Hestar. Það er allavega skemmti-
legast að vera á hestum.
Katrín Tauriainen fóstra: Bíll, held
ég. Þar er maður með öryggisbelti.
Þórhallur Ingason nemi: Tveir jafn-
fljótir eru öruggastir.
Tryggvi Gunnarsson matsveinn:
Reiöhjól. Ég hjóla á gangstéttinni og
á hjóli er maður einn með sjálfum
sér.
Guðlaug Þórhallsdóttir bankastarfs-
maður: Mér er aiveg sama með
hvaða farartæki ég ferðast.
Ragnar Sigurðsson: Reiðhjól. Þá fer
ég nægilega hægt yfir til að geta forð-
að mér frá öðrum. Ég er reiðhjóla-
unnandi.
Lesendur
DV
Ráðherraráð Evrópubandalagsins:
„Tekur við þessu öllu“
Guðmundur Karlsson skrifar:
Mig langar til að leggja inn nokkur
orð vegna skrifa og tíðra frétta nú
orðið af gangi viðræðna okkar ís-
lendinga og annarra þjóða um inn-
göngu í Evrópubandalagið. Það hefur
veriö megináhersla lögð á það af
hálfu okkar embættismanna og ráð-
herra, að aldrei.skuli eða megi gefa
eftir varðandi fiskimiðin og leyfa
löndum bandalagsins að fá aðgang
að þeim.
Mér og mörgum öðrum lands-
möiínm hefur því áreiðanlega brugð-
iö við er þeir lásu frétt um það að
ráðherraráð Evrópubandalagsins
hafi nú þegar samþykkt tiilögu fram-
kvæmdaráös Efnahagsbandalagsins
um þetta mál. - Þar segir m.a. að
búiö sé að samþykkja kröfu t.d. Spán-
verja um óheftan aðgang að fiskimið-
um í öllum EFTA-löndum, gegn því
að veittar séu ívilnanir á tollum á
fiskafurðum í löndum Evrópubanda-
lagsins.
Þegar þetta var borið undir forsæt-
isráðherra svaraði hann því til, eins
og margra íslenskra stjórnmála-
Ráðherrar Evrópubandalagsins myndaðir i Fontainbleu. - „Vilji Islendingar
yfirþjóðlegt vald eina ferðina enn...“, segir hér m.a.
manna er háttur til að vinna tíma,
að hann hefði nú ekki séð þessa sam-
þykkt, en það kæmi ekki til greina
af hans hálfu að gefa eftir varöandi
þetta mál og leyfa öðrum þjóðum EB
að nýta fiskimið okkar. - Hann bætti
svo við orðrétt „Þá geta þeir alveg
eins tekið við þessu öllu.“
Hérna held ég að einmitt sé komið
að alvarlegum þætti. Getur hugsast
aö forsætisráðherra fari hér nær
sannleikanum í svari sínu en hann
vill viðurkenna? Ráðherraráð Evr-
ópubandalagsins á hverjum tíma
hlýtur að vera það sem endanlega
ræður ferðinni. Það er því næsta víst
að hvað sem viö íslendingar sam-
þykkjum okkar í milli og stöndum
fastir á hér heima, þá er lítil von til
þess að hið yfirþjóðlega vald, sem
felst í uppbyggingu bandalagsins,
hafi nokkra samúð með sendinefnd
minnsta og fámennasta ríkis í Evr-
ópu. - Aðrar og stærri kröfur frá
hinum EFTA-ríkjunum hafa þegar
valdið því að kröfur um „sérrétt-
indi“ smáríkis til eigin fiskveiðilög-
sögu verða ekki einu sinni barðar
augum. - En vilji íslendingar yfir-
þjóðlegt vald eina ferðina enn þá
„geta þeir alveg eins tekiö viö þessu".
Þar er ég sammála forsætisráðherra.
Bjórinn og ilmurinn
Snorri Jónsson skrifar:
í Morgunblaðinu í dag, 20. júní, er
frá því sagt að verið sé að þvo með
ilmefnum götur og gangstéttir á mið-
bæjarsvæði Reykjavíkur. Mig rak í
rogastans. Aldrei hafði ég heyrt getið
um þrifnað á svona háu stigi í neinu
sveitarfélagi. „Hvað er þetta?" varð
mér að orði, „naumast er það uppá-
tækið.“ Það er svo sem ekki að ófyrir-
synju að Davíð og flokkur hans fær
nærri tvo af hverjum þremur Reyk-
víkingum til að kjósa sig í borgar-
stj órnarkosningum.
Svo las ég til enda þessa yfirlætis-
lausu frétt á öftustu síðu blaösins og
sjá; síðan farið var að selja bjór á
veitingstöðum okkar virðulegu höf-
uðborgar er fólk símígandi á gang-
stéttir, í port og skúmaskot. Og þegar
sólskinsdagar koma - svo sjaldgæft
sem það nú er á þessu blessaða lands-
ins horni - þá upphefst stækjan og
fólk tekur fyrir nefið og segir: ja,
sveiattan og svei því. Og borgar-
stjómin sér og finnur að þetta gengur
ekki lengur, sker upp herör gegn
stækjunni og lætur spúla borgina
með lykteyðandi undraefnum.
„Bjórinn og menningin eiga sam-
leið,“ sögðu menn og börðust fyrir
því að fá að drekka bjór í friði fyrir
slettirekum laga og réttar. Auðvitað
leggja menn misjafnan skilning í orð-
ið „menning“ og enginn fær gert við
því en æth fólk sér að vanvirða bjór-
inn með áframhaldandi menningar-
starfsemi af þessu tagi verður mið-
bær Reykjavíkur kannski orðinn eitt
allsherjar salerni að nokkrum tíma
hðnum í viðbót við hundrað þúsund
tyggigúmmíklessur á torgunum
frægu sem kennd eru við hlemm og
læk. Þá munu ilmefna- og sápusalar
brosa í kampinn og fá spón í askinn
sinn.
Sjóminjasafn í mynd
um og munum
Dóra finnst miöar á tónleika Bob Dylan vera seldir á okurveröi.
inn á tónleikum.
Meistar-
Okurverð á Dylan
Dóri Sig. hringdi:
Nú er miðasalan hafin á tónleika
Bob Dylan og verður sennilega lokið
þegar þetta birtist, ef þið þá birtiö
það. Ég vil nefnileg mótmæla harð-
lega þessu óheyrilega verði á að-
göngumiðunum, kr. 4.500 miöinn,
hvork meira né minna! - Mér finnst
þetta vera okurverð og lái mér hver
sem vill.
Ég hafði hugsað mér að fara og sjá
vininn og heyra en þetta verð greiði
ég ekki fyrir. Ég get alveg eins hlust-
að á hann í góöum græjum og meö
„eðhlegu sándi“ sem ég veit að ekki
verður á hljómleikunum. Og svo á
að koma í veg fyrir svartamarkað á
miðunum með því að takmarka
miöasölu viö sex stykki á mann!
Halda menn yfirleitt að einhveijir
fari að kaupa miða fyrir meira en
4.500 krónur? Ef svo er þá er líka
fólk meira en lítið vitlaust, sem það
er náttúrlega, er það kaupir einn
miða á 4.500 krónur.
En hverjir geta keypt svona dýra
miða? Jú, einhverjir þrjú þúsund -
ef þeir seljast þá allir. En það eru
varla þeir sem ganga nú atvinnu-
lausir og kvarta yfir því að fá hvergi
vinnu. Eða hvað? Þetta eru kannski
allt hótelgestir á Hótel Pabbiog-
mamma. Ég vildi ég væri einn í
þeirra hópi (að sjálfsögðu án þess að
ég sé neitt að öfundast!). Ég hef bara
aldrei viljað láta plata mig upp úr
skónum. Það finnst mér þeir láta
gera við sig sem kaupa miðana á
Dylan fyrir 4.500 krónur - og hananú!
Gunnar Þórarinsson skrifar:
Mér var boðiö að skoða eitt merk-
asta safn sem ég hef lengi litið aug-
um. Þetta safn er í eigu J. Hinriks-
sonar og er til húsa uppi á lofti í vél-
smiðju Toghleragerðarinnar í Súðar-
vogi og framtaksmaðurinn og hug-
myndasmiðurinn J. Hinriksson rek-
ur það.
Ég var bæði hrifinn og þakklátur
fyrir hönd íslendinga að einn maður
skuli gæta sögu sjómannastéttarinn-
ar, eiginlega sögu 80 ára tímbils af
harðri baráttu fyrstu sjómanna okk-
ar, sögu sem líka er fórnarsaga lát-
inna manna, sem voru brautryðjend-
ur í harðri baráttu fyrir lifibrauði
okkar frá sjónum.
Það mætti skrifa metsölubók um
safnið en í stuttu lesendabréfi er erf-
itt aö lýsa öllu þessu fágæta minja-
safni. Safnið hefur ekki verið auglýst
í sjónvarpi eða í blöðum að ég held
og heldur er það ekki ríkisstyrkt.
Þetta safn er geysimikill fróðleikur
fyrir afkomendur okkar sem eiga eft-
ir að stunda sjómannsstörf. Þarna
er hægt að sjá og virða fyrir sér
merkar mymhr, muni, styttur o.fl.
Það eru ekki allir sem leggja svona
skerf fram með nokkrar krónur í
vasanum í upphafi. - Ég sem skrifa
'þessar línur hef verið á sjónum, á
ýmsum togurum og bátum, en vil þó
ekki kalla það alvörusjómennsku.
í þessu safni er ekki tekinn neinn
aðgangseyrir. Þarna ættu sem flestir
aldurshópar að líta inn því það hefur
mikið reynslugildi og lærdóm. - Sjón
er sögu ríkari.
Svipmynd frá safni J. Hinrikssonar i Súöarvogi 4. - „Hefur að geyma sögu
um 80 ára timabils sjómanna okkar,“ segir hér m.a.