Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1990. Utlönd Charles Taylor, leiðtogi uppreisnarmanna í Liberíu. Símamynd Reuter ar, Monróvlu, og hafa nú komið sér fyrir í útjaðri hennar. 011 tengsl, s.s. símasamband og myndskeytasamband, eru rofin og segja íbúar borgarinn- ar að helstu vegir þaðan séu nú í höndum skæruliða. Flugsamgöngur liggla og niðri. Að sögn stjórnarerindreka í borginni mátti heyra skot- hríð og bardaga í austur- og vestur úthverfúm Monróvíu í gær. íbúar höfuðborgarinnar flýja borgina en forsetinn, Samúel Dpe, situr sem fastast inni í forsetabustaðnum, umkringdur hermönnum. I gær ít- rekaði hann loforð sitt M í júní um aö koma á laggirnar bráðabirgða- sljóm þar sem stjómarandstæöingar ættu fulltrúa en leiötogi skæruliða, Charles Taylor, hafhaði því. Bandaríkin hafa sagst reiöubúin að aðstoöa Doe við að komast úr landi ef hann vilji. Uppreisnin 1 Liberíu hefur nú snúist upp í blóðuga styijöld og segja stjómarerindrekar að þúsundír manna hafi týnt lífi. Flestir háttsettir embættismenn hafa flúið land. Ævilangt fangelsi fyrir f lugrán? Anatoly Mikhailenko, hinn nítján ára gamli sovéski flugræningi, á yfir höföi sér lífstíðarfangelsi í Sviþjóð verði hann fúndinn sekur. Mikhai- lenko rændi sovéskri farþegaflugvél um helgjna og neyddi hana til að lenda í Svíþjóð. Ástæðan ku vera sú að hann vildi ekki þurfa aö gegna herþjónustu. Að sögn sænskra embættismanna hefur engin krafa komið frá Sovétríkjunum um að Mikhailenko verði framseldur. Mandeía I London Nelson Mandela, suöur-afriski blökkumannaleiötoginn, sagði í gær að hann teldi rétt af breskum yfirvöldum að setjast að samninga- borðinu með fUUtrúum IRA, írska lýðveldishersins, og reyna að binda enda á ofbeldiö á Norður-írlandi. Síöar um daginn dró hann þó í land er hann sagði aö sér þætti leitt að hafá dregist inn í þessa deilu. Ummæli hans féllu ekki í góðan jarðveg hjá Bretum en Mandela kom til Bretlands i gær til við- ræðna við breska forsætisráðherr- ann. Bresk yfirvöld brugðust skjótt við orðum Mandela og sögðu þaö ekki stefnu sína aö setjast að samn- ingaboröinu með fúlltrúum liryöjuverkamanna. Bretar hafa lýst þvi yfir að viðræður við IRA komi ekki til tais fyrr en samtökln hafi hafnað öllu ofbeldi og afvopn- Suöur-afriski blökkumannaleið- asL Átök milli breskra hermanna toginn Nelson Mandela. og IRA hafa staðiö á Norður-Irlandi Slmamynd Reuter í tvo áratugi. Fyrrum forsetafrú Filipsseyja, Imetda Marcos, fagnar innilega eftir að hún var sýknuð af ákæru um fjárglæpi í New York í gær. Símamynd Reuter Imelda sýknuð fær ekki að koma til Filippseyja Corazon Aquino, forsefi Filippseyja, neitar Imeldu Marcos um að koma aftur til sins heima. Nú spá því sumir aö Imelda Marcos muni bjóða sig fram gegn Aquino í næstu forsetakosningum. Simamynd Reuter Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú Filippseyja, var í gær sýknuð í kvið- dómi í New York af ákærunni um að. hafa stundað fjárkúgun og önnur fjársvik í stjórnartíð eiginmanns hennar, Ferdinands Marcos. Kvið- dómurinn komst að þessari niöur- stöðu eftir fimm daga réttarhöld. Frú Marcos var meðal annars sök- uð um að hafa ásamt eiginmanni sín- um dregið sér fé að verðmæti 120 milljarða íslenskra króna og flutt þaö ólöglega til Bandaríkjanna. Hún var löngum eftirsóttasti viðskiptavinur verslunareigenda enda hefur hún verið kölluö heimsins mesta eyðslukló. í réttinum var Imelda mjög lítil í sér og grét mikið. Hún kom alltaf svartklædd til réttarins og hafði jafn- an uppi svartan vasaklút. Nokkrum sinnum þurfti að stöðva réttarhöldin vegna heilsu hennar en blóðþrýst- ingur frúarinnar er of hár. Eitt sinn féll hún í yfirlið í réttarsalnum eftir að hafa ælt blóði og var flutt á sjúkra- hús. Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, hefur hins vegar, af öryggisá- stæöum, neitað Imeldu um að koma aftur til síns heimalands. Imelda sagði að hún þráði að koma aftur til Filippseyja þótt ekki væri nema til að fylgja eiginmanni sínum til grafar. Háttsettur embættisníaður lét hafa eftir sér í gær að ekki væri ólíklegt að Imelda byði sig fram gegn Aquino í næstu forsetakosningum sem verða eftir tvö ár. Reuter Þýskaland: Sameiginlegar þingkosn- Bandariska tollgæsian skýrði frá því í gær að hún hefði iagt hald á illa fengið fé, alis tuttugu og tvær mifijónir doilara sem svarar tfl rúmlega 1,3 mifljarða íslenskra króna. Peningarnir voru fengnir meö sölu fíkni- efna oæ'náöust af senditík kólumbískra kókaínbaróna í Miami á Fiórída en maðurinn ætlaði að leggja þá inn á bankareikninga. Pcningana átti síðan að senda inn á reikninga í Evrópu og við Karíbahaf. Utilia breytinga að vænta í Búrma Herstjómin í Búrma aýnir þess engin merki að hun hyggist láta völdin I hendur stjórnarandstöðunni { kjölíar þess að stjómarflokkurinn tapaði I kosningunum i ma( slðastliðnum að sögn stjórnarerindreka. Þá bend- ir ekkert til jjesa að helsti leíðtogi stjómarandslööunnar, Aung San Suu Kyl, verðl látinn laus úr stofufangelsi (tjótlega. Simamynd Reuter ingar í desember Austur-Þjóöverjar hafa fallist á sameiginlegar þingkosningar þýsku ríkjanna í byrjun desember næstkomandi. Teikning Lurie. Austur-þýsk stjómvöld hafa fallist á tillögu Vestur-Þjóöverja um að halda sameiginlegar þingkosningar ríkjanna í byrjun desember næst- komandi. Á fundi leiðtoga ríkjanna í gær var fallist á 2. desember sem kjördag. Þessi samþykkt á sér stað degi eftir sögulega myntsameiningu ríkjanna. Fyrirhugað er að Austur-Þjóðverj- ar gangi að kjörborðinu þann 14. október til að kjósa fylkisstjómir líkt og tíðkast í Vestur-Þýskalandi. En sameiginlegar þingkosningar eigi sér svo stað einum og hálfum mánuði síðar. Kosningamar yrðu fyrstu frjálsu og sameiginlegu kosningar ríkjanna frá árinu 1932. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, kynnti í síðasta mánuði þessar dagsetningar og nú hafa Aust- ur-Þjóðveijar fallist á þær. En Aust- ur-Þjóðverjar leggja þó áherslu á að mikilvægt sé að innri vandamál rík- isins verði leyst fyrir þann tíma. Fyrirsjáanlegt er að stuðningur og þátttaka í NATO muni verða þránd- ur í götu formlegrar sameiningar ríkjanna. Nú sem stendur er Vestur- Þýskaland í framlínu NATO en Aust- ur-Þýskaland er enn aðili að Varsjár- bandalaginu. í desember myndu þá 78 milljónir Þjóðverja kjósa sameiginlega til þings aðeins 11 mánuðum eftir fall kommúnismans í Austur-Þýska- landi. Samkvæmt heimildum vest- ur-þýskra stjómvalda munu undir- búningsviðræður hefjast síðar í þess- ari viku. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.