Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1990. Afmæli Gísli Geir Guðlaugsson Gísli Geir Guðlaugsson fram- kvæmdastjóri, Birkihlíð 23, Vest- mannaeyjum, er fimmtugur í dag. Gísli Geir fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann lauk námi í vélvirkjun og vann við fiskvinnslu- störf, sjómennsku og vélvirkjun. Hann átti og rak matvöruverslunina Geysi í Vestmannaeyjiun 1963-1975. Gísli var yfir og sá um uppsetningu á tilraunahraunveitu í Vestmanna- eyjum sem tengdist í nokkur íbúðar- hús ásamt Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 1976. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri Gunnars Ólafssonar hf. sem rekur verslun og umboð fyrir Eimskip í Vestmannaeyjum frá 1978. GísÚ var í bæjarstjóm Vest- mannaeyja 1978-1982 og hefur verið í stjóm Herjólfs hf. Gísh hefur verið í stjóm Sparisjóðs Vestmannaeyja og auk þess verið í nefndum á veg- um Vestmannaeyjabæjar. Gísli kvæntist 21. apríl 1962 Guðlaugu Amþrúði Gimnarsdóttur, f. 21. sept- ember 1941. Foreldrar Guðlaugar em Gunnólfur Einarsson, b. á Þórs- höfh á Langanesi, og kona hans, Guðlaug Lámsdóttir. Böm Gísla og Guðlaugar em: Þórunn, f. 17. októb- er 1958, skrifstofustjóri, gift Guð- mundi Hugin Guðmundssyni skip- stjóra, sonur þeirra er Guðmundur Ingi; Harpa, f. 11. janúar 1960, kaup- maðrn-, gift Tómasi Hrafni Guðjóns- syni verslunarmanni, böm þeirra em Gísh Geir og Ema; Dröfn, f. 18. nóvember 1963, gift Guðmundi Ric- hardssyni vélvirkja, böm þeirra eru Guðlaug Arnþrúður og Birna Dröfn; Guðlaug, f. 20. júlí 1978. Systkini Gísla eru Dóra, f. 29. desember 1934, bóksali, gift Bjarna Sighvatssyni, forstjóra Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum; Jakobína, f. 30. mars 1936, skrifstofumaður, gift Sig- urgeiri Jónassyni, ljósmyndara í Vestmannaeyjum; IngibjörgRann- veig, f. 3. júlí 1939, landfræðingur, gift Valgaröi Stefánssyni eðlisfræð- ingi; Anna Þuríður, f. 18. janúar 1946, bankamaður, gift Einari Svein- bjamarsyni, húsasmið í Rvík; Jón Haukur, f. 2. október 1950, skrif- stofustjóri hjá Orkustofnun, giftur Mariu Sigurðardóttir. Foreldrar Gísla em: Guölaugur Gíslason, f. 1. ágúst 1908, fyrrv. al- þingismaður í Vestmannaeyjum, og kona hans, Sigurlaug Jónsdóttir, f. 28. janúar 1911. Guðlaugur var son- ur Gísla, útvegsbónda á Stafnesi í Miðneshreppi, Geirmundssonar, b. á Kalmannstjöm í Gerðum, Gísla- sonar, frá Gröf í Hmnamanna- hreppi. Móðir Gísla var Sigríður Magnúsdóttir, b. á Brekkum í Mýrd- al, Jónssonar. Móðir Magnúsar var Þóra Jónsdóttir, b. í Litlaklofa, Oddssonar og konu hans, Halldóru Halldórsdóttur, b. á Torfastöðum, Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Hall- dórssonar, ættfoður Víkingslækjar- ættarinnar. Móðir Guðlaugs, Jakob- ína, var systir Guðlaugar, konu Auðuns Yngvarssonar, b. í Dalseh undir Eyjaíjöllum, Jóns, sjómanns í Vestmannaeyjum, föður Borgþórs veðurfræðings, og Karólínu, móður Vilhjálms Lúðvíkssonar, prófessors í lyfjafræði. Faðir Jakobínu var Hafliði, b. á Fjósum í Mýrdal, Narfa- son. Móðir Jakobínu var Guðrún Þorsteinsdóttir, er var sonur Karít- asar Þorsteinsdóttur, b. á Vatns- skarðshólum í Mýrdal, Eyjólfsson- ar, en hann var forfaðir Erlends Einarssonar, fyrrv. forsfjóra SÍS, og Ingibjargar Rafnar, konu Þorsteins Pálssonar. Móðir Guðrúnar var Helga Þórðardóttir Thorlacius, b. á Hvammi undir Eyjatjöllum, Þor- lákssonar, en meðal afkomanda Þórðar em Ellert B. Schram rit- stjóri, Ragnar Amalds alþingismað- iu* og Hermann Sveinbjömsson, að- stoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Sigurlaug er dóttir Jóns, kaup- félagsstjóra í Vestmannaeyjum, Hinrikssonar, hafnsögumanns frá Brekkum á Álftanesi, Jónssonar. Móðir Jóns var Ingibjörg Theódórs- dóttir Mathiesen, kaupmanns í Rvík, bróður Matthíasar, afa Matt- hías Á. Mathiesen alþingismanns. Theódór var sonur Ama J. Mathie- sen, verslunarmanns í Hafnarfirði, bróður Páls, langafa Ólafs Ólafsson- ar landlæknis. Systir Áma var Guð- rún, amma Stefaníu Guðmunds- dóttur leikkonu. Árni var sonur Jóns, prests í Amarbæli, Matthías- sonar, stúdents á Eyri í Seyðisfirði, Þórðarsonar, stúdents í Vigur, Ól- afssonar, lögsagnara á Eyri, Jóns- sonar, ættföður Eyrarættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Árna var Agnes, systir Guðrúnar, langömmu Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar. Önnur systir Agnesar var Daníel Oddsson Daníel Oddsson, svæðisstjóri Vá- tryggingafélags íslands, Borgamesi, er sextugur í dag. Daníel er fæddur í Borgamesi og ólst þar upp. Hann lauk iðnskólanámi í Borgamesi og vann síðan við niðursuðu nvjólkur- afurða hjá Mjólkursamlagi Borg- firðinga. Daníel var verslunarmað- urhjá Kaupfélagi Borgnesinga 1944-1952 og deildarstjóri vefnaðar- vömdeildar KB1952-1980. Hann vann hjá Samvinnutryggingum í Borgarfirði 1980-1989 og hefur verið svæðisstjóri Vátryggingafélags ís- lands í Borgamesi frá 1989. Daníel var einn af stofnendun Verslunar- mannafélags Borgamess og Starfs- mannafélags Kaupfélags Borgfirð- inga og var þar lengi í stjóm. Hann vann í umferðaröryggisnefnd Mýra- og Borgarfj arðarsýslu við undir- búning á breytingu til hægri um- ferðar á íslandi 1966-1968. Daníel var formaður klúbbanna Öruggur akstur í Mýra- og Borgarfjarðarýslu í íjölda ára, í stjórn landssambands klúbbanna Ömggur akstur frá 1983 og var lengi í Brunavarnamefnd Borgarneshrepps. Daníel kvæntist 17. apríl 1954 Olöfu ísleiksdóttur, f. 2. júh 1931. Foreldrar Ólafar em ís- leikur Þorsteinsson og kona hans, Fanný Þórarinsdóttir. Dóttir Daní- els og Ólafar er Guðrún Emilía, f. 18. maí 1962, gift Jóni Kr. Jakobs- syni matreiðslumanni, dóttir þeirra er Ólöf Kristín, f. 20. september 1986. Foreldrar Daníels em Oddur Búa- son bifreiðarstjóri og kona hans, Guðrún Emelía Daníelsdóttir. Guð- rún er dóttir Daníels, verkamanns í Borgamesi, Eyjólfssonar, b. í Arn- arholtskoti í Stafholtstungum, Jóns- sonar. Móðir Guðrúnar var Þóra Jónsdóttir, b. í Skipanesi, Bene- diktssonar og konu hans, Guðrúnar Þórðardóttur. Daníel verður að heiman í afmælisdaginn. Daníel Oddsson. Andlát Ludvig Hjálmtýsson Ludvig Hjálmtýsson, fyrrv. ferða- málastjóri, Hagamel32, Reykjavík, lést í Reykjavík sunnudaginn 24. júní sl. en útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn3. júlí, klukkan 13.30. Ludvig fæddist við Laufásveginn í Reykjavík 17. október 1914 og ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík. Hann stundaði nám við kvöldskóla Verslunarskóla íslands í einn vetur og við Héraösskólann á Laugarvatni 1931-1932. Ludvig var verslunar- maður í Reykjavík 1933-1945, skrif- stofumaður hjá Sjálfstæðisflokkn- um 1945-1946, var framkvæmda- stjóri Sjálfstæðishússins í Reykja- vík 1946-1963, var formaður Ferða- málaráðs 1964-1976 og var ferða- málastjóri 1976-1984. Ludvig var í stjóm Heimdallar 1937-1940 og formaöur félagsins 1943-1945. Hann var í stjóm Versl- unarmannafélags Reykjavíkur 1941-1943, í stjóm Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda 1947-1964 og formaður þar 1950-1964, í stjóm Ferðamálafélags Reykjavíkur frá stofnun, var formaður Lionsklúbbs- ins Þórs í Reykjavík 1961-1962, var forseti Nordisk Hotel og Restaurant Forbund 1951-1952,1959-1960 og 1965-1966. Þá var hann fulltrúi í miðstjóm Intemational Hotel Association frá 1950. Hann var for- maður þjóðhátíðamefndar ReyKja- víkur 1945, varabæjarfiUltrúi í Reykjavík 1946-1950, formaður skólanefndar Matsveina- og veit- ingaþjónaskólans 1954-1958, í mats- nefnd veitingahúsa frá 1956, fulltrúi íslands í ferðamálanefnd Norður- landa frá 1976 og var skipaður í orðunefnd 1980. Ludvig var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1962 og hlaut fjölda heiðurspeninga og annarra viðurkenninga, íslenskra sem erlendra. Hann ritaði kaflann um ísland í bókina Reiseliv í Norden og er viðmælandi Páls Líndals í bók- inni Á götum Reykjavíkur, sem út kom fyrir síðustu jól, en Ludvig var sérstaklega vel að sér um mannlífs- og búsetusögu Reykjavíkur. Ludvig kvæntist 18. maí 1945 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Kristjönu Pétursdóttur, f. 30. ágúst 1918. For- eldrar hennar vom Pétur Halldórs- son, forstjóri, alþingismaður og borgarstjóri í Rvík, og kona hans, Ólöf Bjömsdóttir. Ludvig og Krist- jana eignuðust tvö böm. Þau em Pétur, f. 5. október 1945, bamalækn- ir í Rvík, kvæntur Nínu Birgisdóttur flugfreyju og eiga þau tvö böm, og Ema María, f. 1. ágúst 1947, gift Haraldi Haraldssyni, heildsala í Rvík, og eiga þau þijú böm. Systkini Ludvigs urðu sjö og eru þau öll á lífi. Þau em María, gift Vilhjálmi Heiðdal fulltrúa; Asta, gift Guðmundi Sigurðssyni jámsmiði; Sigurður verslunarmaður, kvæntur Ernu Mathiesen; Gunnar verka- maður, ókvæntur; Ásdís, gift John Callaghan, búsett í Bandaríkjunum; Jóhanna, gift Axel Thorarensen sem lengi var flugmaður, og Hjálm- týr bankamaður, kvæntur Margréti Matthíasdóttur. Foreldrar Ludvigs vora Hjálmtýr Sigurðsson, kaupmaður í Rvík, og kona hans, Lucinde Fr. V. Hansen. Hjálmtýr var sonur Sigurðar, þurrabúðarmanns á Stokkseyri, Sigmundssonar, b. á Meiðastöðum, Sigurðssonar, b. á Efri-Stéinsmýri, Pálssonar. Móðir Sigurðar Sig- mundssonar var Ingibjörg Sigurð- ardóttir, b. í Skarðshlíð undir Eyja- fjöllum, Sigurðssonar og konu hans, Þórdísar Brandsdóttur. Móðir Hjálmtýs var Gyðríður Hjaltadóttir, b. í Skarðshjáleigu, Hjaltasonar, b. í SkarðsHjáleigu, Fihppussonar, b. í Skarðshjáleigu, Gunnarssonar, lög- réttumanns í Loftsölum í Mýrdal, Jónssonar. Móðir Fihppusar var Ásdís Jónsdóttir lögsagnara Ólafs- sonar og konu hans, Sesselju Páls- dóttur, systur Sveins, afa Sveins Pálssonar læknis. Móðir Hjalta Hjaltasonar var Gyðríður Sveins- dóttir, b. á Hryggjum, Eyjólfssonar. Móðir Gyðríðar var Guðfinna Áma- dóttir, b. í Garðakoti, Þórðarsonar og konu hans, Guðrúnar Þorsteins- dóttur, b. og smiðs í Vatnsskarðs- hólum, Eyjólfssonar, bróður Sveins á Hryggjum. Móðir Guðrúnar var Karítas Jónsdóttir, klausturhaldara Ludvig Hjálmtýsson. á Reynistað, Vigfússonar og konu hans, Þórunnar Hannesdóttur Schevings, sýslumanns á Munk- aþverá. Lucinda var dóttir Ludvigs Han- sen, dansks verslunarmanns í Rvík, og konu hans, Marie Vilhelmsdóttur Bemhöft, bakara í Rvík, Daníels- sonar Bemhöft, bakara í Rvík, Joa- chimssonar Bernhöft í Neustadt í Holtsetalandi. Móðir Vhhelms var Marie Abel frá Helsingjaeyri á Sjá- landi. Móðir Marie Bernhöft var Johanne Otharsdóttir Bertelsen, skósmiðs á Helsingjaeyri. Gisli Geir Guðlaugsson. Guðrún, langamma Steindórs Ein- arssonar forstjóra, afa Geirs Haarde alþingismanns. Agnes var dóttir Steindórs Waage, skipstjóra í Hafn- arfirði, sonar Rannveigar Fihppus- dóttur, langömmu Regine, langömmu Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV. Móðir Agnesar var Anna Kristjánsdóttir Welding, verslunarmanns í Hafnarfirði, ætt- fóður Weldingsættarinnar. Tll hamingju með daginn Sigurður •Jónsson, Miðstræti 24, Neskaupstað. Lísbet Gcstsdóttir, Suðurgötu 12, Keflavík. 85 ára Stefán Kristjánsson, Greniteígi 4, Keflavík. 80 ára Friðrik Kjartansson, Hrauni 1, ísafirði. Halldóru Þorsteinsdóttir, Smáratúní 3, Selfossi. Herdis Jónsdóttir, : ; Varmahiíð 2, Hveragerði. Ebba Jónsdóttir, Fellsmúla 7, Reykjavík. Una Guðmundsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Krístin Jóhannesdóttir, Vesturvegí 4, Seyöisfirði. Steinunn Sveinsdóttir, ; f Frumskógum 8B, Hveragerði. Þorbjörn Magnússon, Hátúni 12, Reykjavík. Hann verður að beiman. Sigriöur Álfsdóttir, Hamraborg 30, Kópavogi. Sigurður Guðluugsson, Hamarsstfg 36, Akureyri. Astríður Sigurðardóttir, Vallargötu 9, Keflavík. Sigtryggur Jónsson, Keilusíðu 1A, Akureyri. Daníel Oddsson, Dílahæð 7, Borgamesi. Óiafur Ólafsson, Háengi 4, Selfossi. Gísli Bjarnason, Laugagerðísskóla, Eyjahreppi. Magöalena Ólafsdóttir, Austurgerði H, Reykjavik. Oddur Sigurðsson, Litlu-Fellsöxli, Skilmannahreppi. Ólafur S. Agústsson, Sunnuhvoli 2, ísafirði. Aðalheiöur Sigurgrímsdóttir, Miöstræti 3, Vestmannaeyjum. Gunnar Alfreðsson, Vesturbrant 1, Hafnarfirði Ivaufey Magnúsdóttir,. Baughúsi 43, Reykjavík. Hún tekur á rnóti gestum í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a, kl. 17-19. Gert Helgi Jónsson, Stakkholti 3. Reykjavik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.