Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1990. 13 Armbaugar - forpokuð örnólfur Árnason skrifar: Þröngsýni og hroki hafa löngum farið saman. Einhver sem kallar sig M.S. skrifar karlrembupistil undir fyrirsögninni „Armbaugar - hjátrú og kukl“ í DV fyrir nokkrum dögum. Hann óskapast eins og naut í flagi yfir því að fólk skuli kaupa spænsku Bio-Ray armbaugana og ganga með þá sér til heilsubótar. Aö vísu skilst manni að það komi honum ekki á óvart að „kerlingar" og „undirmálsfólk" skuli láta „hafa sig að fíflum“ en verst þykir þessum M.S. að karlmenn, og það jafnvel háskólamenntaðir menn, skuh „ganga meö þessa kuklgripi frá Mall- orca um úlnliðinn og halda því fram án þess að blikna að þeim líði betur eða hafi læknast af ýmiss konar krankleika". Vesalings M.S. er bersýnilega einn þeirra sem halda að manneskjan eigi ekkert ólært, vísindin hafi náð tök- um á öllu í heiminum, eigi læknisráð við öllum sjúkdómum og krankleika og að hvergi verði um bætt. Og ekki nóg með það heldur skynjar þessi manngerð, sem M.S. virðist fulltrúi fyrir, það sem ógnun við sig og heimsmynd sína ef einhver vill fara aðrar leiðir en hlotið hafa stimpil viðtekins kerfis. Það er sorglegt að sjá þvergirðings- háttinn og ofsann í mönnum sem ekki era opnir fyrir neinu nýju og vilja hvorki heyra né sjá neitt sem ekki passar inn í forpokaðar og stein- runnar hugmyndir þeirra. Mér sýn- ist sem M.S. vilji láta yfirvöld banna eiginlega öll ráð til að bæta heilsu manna ef þau eru ekki á vegum lækna eða seld í apótekum. - Kannski hann vilji banna líkams- rækt og heilsufæði! Sannleikurinn er sá að í því þarf ekki að vera fólgið vantraust á þjón- ustu heilbrigðisstétta þótt fólk leiti stundum út fyrir það sviö eftir ráðum til að láta sér líða betur. Og hvað við Lesendur þröngsýni kemur segularmbaugunum þá eru þeir seldir sem „líforkujafnarar" í apótekum vítt og breitt á Spáni. Fjöldi fólks, sem lengi hefur þjáðst af .ýjnsum óþægindum og heilsu- bresti, hefur fengið stórkostlega bót við það eitt að bera þessa armbauga um úlnliðinn. Ég hef þá trú að notk- un þeirra eigi eftir að breiðast út hér á landi og að þess muni ekki langt að bíða að þeir þyki sjálfsagður varn- ingur í apótekum hér. Eg ráðlegg M.S. að hugleiða það í mestu rólegheitum hvort honum hafi nokkurn tíma fundist hann hafa rangt fyrir sér um ævina og ef svo skyldi vera hvort honum hefði hugs- aniega reynst happadrýgra í það skiptið að hafa opnari huga gagnvart umhverfi sínu. - Að þessu loknu ráð- legg ég honum að fá sér armbaug og skfija hann aldrei við sig upp frá því. Það er aldrei of seint að sjá að sér! Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður fasteignin Fannafold 114, þingl. eign Árna Þorsteinssonar, boðin upp að nýju og seld á nauðungarupp- boði sem fram fer á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. júlí 1990 kl. 11:30. Uppboðsbeiðendur eru Ásgeir Thoroddsen hdl., Eggert B. Ólafsson hdl., Jón Finnsson hrl., Þórunn Guðmundsdóttir hrl., Klemens Eggertsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Jón Þóroddsson hdl., Kristján Stefánsson hdl., Steingrímur Þormóðsson hdi. og Ólafur Axelsson hrl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður hl. úr fasteigninni Laugarásveg- ur 4, nyrðra hús, þingf eign Arndísar Björnsdóttur, boðinn upp að nýju og seldur á nauðungaruppboði sem fram fer á eignjnnj sjálfri fimmtudag- inn 5. júlí 1990 kl. 13:30. Uppboðsbeiðendur eru Jón Egilsson hdf, Magn- ús Fr. Árnason hrf, Fjárheimtan hf, íslandsbanki hf-, Róbert Árni Hreiðars- son hdf, Guðjón Á. Jónsson hdl. og Klemens Eggertsson hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður hl. úr fasteigninni Brautarholt 4, þingl. eign Emils Adolfssonar og Margrétar Árnadóttur, boðinn upp að nýju og seldur á nauðungaruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 5. júlí 1990 kl. 10:30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Islandsbanki hf., Guðjón Á. Jónsson hdl. og Fjárheimtan hf. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Stöðumælaverðir og bíleigendur Gunnar Þórarinsson skrifar: Flestir borgarbúar eru í vandræð- um með pláss fyrir bílinn sinn og verða því að leggja hingað og þangað um bæinn. Síðan koma stöðumæla- verðir með sína miða. Sé maður ekki með 50 króna peninginn í vasanum þá er að hlaupa í næstu verslun og fá skipt. En kannski ertu búinn að leggja bílnum þínum á rauðu merki og þá líður ekki nema brot úr mín- útu og miði er kominn á bílrúðuna. Þessir stöðumælaverðir - það er eins og þeir komi út úr húsasundum eða birtist allt í einu þegar minnst varir til þess að sekta, jafnvel á síð- ustu mínútu mælis sem er að renna út! Hvers konar framkoma er þetta eiginlega gagnvart bíleigendum í þessum litla gamla bæ (nú borg) sem enn er með sömu gömlu, þröngu göt- urnar sem hestvagnarnir óku Um fyrir fáeinum áratugum? Borgin ðL flott á því. Hún lætur „úniforma" þessa stöðumælaverði með röndum og orðum og allir fá fallegt kasskeiti. Á sama tíma og okk- ar ágæta lögregla er enn í gamla svarta dressinu sem þó ætti nú að vera orðið blátt og virðulegt. Þetta segi ég vegna þess að bíleig- endur eru sárir þegar þeir eru beittir svona aðferðum, sektarmiðum skellt á bílrúðuna og svo ef eitthvað er sagt við stöðumælaverði svara þeir á móti og oft með útúrsnúningi. Er ekki nógu. dýrt að eiga og reka bíl hér nú orðið? Bíleigendur ættu að vita það. - Reykjavíkurborg er enn jafnlítil og áður og í gamla bænum eru og verða áfram þessar þröngu götur sem eru alltof litlar til þess að vera að troða þar stöðumælum. Reykjavík byggist upp um holt og hæðir og nálgast hratt Korpúlfsstaði. Eftir svo sem 50 ár verður borgin komin upp undir Bláfjöll. Þetta er allt framtíðardraumur en í dag er borgin og götur hennar ekki þess umkomnar að hrekja frá sér bíleig- endur sem vilja gera stuttan stans til viðskipta eða skoðunar. Að lokum: það ætti að gera uppstokkun í liði stöðumælavarða, endurskipuleggja allt liöið og koma á námskeiði í kurt- eisi og tillitssemi gagnvart bíleigend- um. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Álftahólar 6, íb. 06-03, þingl. eig. Sveinn Hannesson, fer fram á eigninni sjálfri íimmtud. 5. júlí ’90 kl. 15.00. Úppboðsbeiðendur eru Búnaðarbanki íslands, Eggert B. Ólaísson hdl. og Baldur Guðlaugsson hrl. Keilugrandi 2-4, bílag., talinn eig. Byggung hf„ fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 5. júlí ’90 kl. 17.00. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Kögursel 28, þingl. eig. Flosi Olafsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 5. júlí ’90 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, ís- landsbanki, Ólafúr Gústafsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ Í REYKJAVÍK Reykhólahreppur Starf sveitarstjóra Reykhólahrepps er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 23. júlí. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist oddvita Reykhólahrepps, Hellisbraut 32, Reykhólum. Sakna Tveir sælkerar skrifa: Við erum tveir ís-unnendur og við viljum tjá sorg okkar yfir því að „Skalli" er nú horfinn úr Lækjargöt- unni. - Þessi ísbúð hefur staðið fyrir sínu í mörg ár og svalað manni á heitum dögum. Skalla Maður væri alveg niðurbrotinn ef ekki væri ísbúðin í Bankastræti sem er með sama góða ísinn og fékkst hjá Skalla. Við þokkum góða þjónustu hjá Skalla og væntum sömu góðu þjónustunnar í Bankastræti. áskilur sér rétt til að stytta bréf og símtöl sem birtast á lesenda- síðum blaðsins. HUS OG GARÐAR Miðvikudaginn 11. júlí nk. mun aukabiað urn HÚS OQ GARÐA fylgja DV. í blaðinu verða m.a. hollráð um ýmislegt sem að gagni má koma við garðstörfin og ekki síður varðandi viðgerðir og við- hald húsa. T.d. málningarvinnu og fúavörn, steypuskemmdir og sprunguviðgerðir, hitalagnir og stéttir en einnig skjól- veggi, leiktæki fyrir börn o.fl. o.fl. Þeir augiýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka- blaði, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta í síma 27022. Ath.! Skilafrestur auglýsinga er til 5. júlí. Auglýsingadeild Oddviti Reykhólahrepps RAUFARHÖFN Nýr umboðsmaður á Raufarhöfn frá og með 1/7 '90 Sólrún Hrönn Indriðadóttir Ásgötu 21 sími 96-51179 Blómin sjá um sig sjálf í sumarfríinu! [W»t«t EitrtwtOlnary Happenti 1 Einn poki af Water Works kristöllunum dugir í 24 venjulega potta en kristallarnir eru virkir í fimm ár á plöntunni og jafnvel lengur. Fást í stærstu blómaverslunum í Reykjavík og á Akureyrl og einnlg í póstversluninni Greiða, s. 91-641299, símboðl 984-50099 - fax 641291.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.