Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1990. Spumingin Finnst þér erfitt aö vakna á morgnana? Lína Dalrós Jóhannsdóttir af- greiðslustúlka: Já, frekar. Maria Líndal afgreiðslustúlka: Alveg hræðilega. Ég fékk mér lifandi vekj- araklukku en það er það eina sem dugir. Elsa Dóra Gestsdóttir, starfsmaður Pósts og síma: Það er ágætt að vakna á sumrin en verra í skammdeginu. Ég nota ekki vekjaraklukku þvi ég á góðan að. Guðmundur Jón Bjarnason málari: Nei, það er ekkert erfitt. Ég vakna um klukkan átta við vekjaraklukku. Guðmundur Davíðsson kaupmaður: Mjög létt yfir sumarið en erfiðara á vetuma. Fyrir mig er nauðsynlegt að nota vekjaraklukku. Lilja Guðmundsdóttir verslunarmað- ur: Stundum er það erfitt og sérstak- lega_þegar ég hef farið seint að sofa. Ég nota klukku en það er nauðsyn- legt ef ég ætla að vakna á ákveðnum tíma. Staðarval fyrir stóriðju: Enn leikið með lysthafendur Haukur Guðmundsson skrifar: Þá er enn einni umferðinni lokið í viðræðum íslenskra embættismanna við Atlantalhópinn svokallaða um stóriðjuframkvæmdir hér á landi. Lengi hefur verið beðið eftir því að fá að vita hvar á landinu stóriðjunni verður fundinn staður. Og jafnlengi hefur embættismönnum og viökom- andi ráðherra tekist að veijast ásókn fjölmiðla og sveitarstjórnarmanna sem hafa viljað krefjast svara um staösetninguna. Landsmönnum hefur verið tahn trú um að einmitt í þessum mánuði myndi koma í ljós, jafnvel fyrir fullt og fast, hvar endanleg staðsetning verður. Vissir staðir hafa verið til- nefndir, svo sem Straumsvík, Eyja- fjarðarsvæðiö, Reyðarfjarðarsvæðið og svo Keilisnes á Vatnsleysuströnd- inni, skammt suður af Straumsvík- inni. Nú er þessum júnífundi lokiö og ekkert hefur skýrst frekar um stað- setningu álvers Atlantalhópsins. Seðlabankastjóri kemur fram í sjón- varpsfréttum og segir að talsverður áfangi hafi náðst og nú sé meira aö segja búið að fækka hugsanlegum stöðum um einn. - Hugsa sér, af fjór- um stöðum mögulegum var fækkað um heilan EINN! Þrír eru enn eftir. Nóg til að halda skrekkinum gang- andi í jafnmörgum sveitarfélögum. Þaö, aö koma Straumsvík úr mynd- inni, er í rauninni mjög klókt af við- ræðunefndinni og má ætla að sú ákvöröun hafi verið tekin eftir vand- lega umhugsun. Þetta er nefnilega ákvörðun sem segir lítið sem ekkert og móðgar nánast engan, enn sem komið er. Málið er þvi nánast í sömu biöstöðu og áður. Með því að taka Straumsvík úr myndinni er Eyfirð- ingum gefið undir fótinn með að nú sé nánast komið að þeim, þótt svo þurfi alls ekki að vera. Suðvestur- landiö er nefnilega enn sterklega í myndinni, raunar enn meira en áð- ur, með því að útiloka ekki bæöi Straumsvík og Vatnsleysuströnd í sömu andrá. Hafnfirðingum er ekki eins leitt og þeir láta, þótt þeir mótmæli fyrir siðasakir, því þeir koma til með að njóta ríkulega staðsetningar álvers á Vatnsleysuströnd. - Hugsanlega gert til að friða Eyfirðinga sem finnst þeir hafa verið sviknir í þessari lotu. Mikið taugastríð á eftir að heyja af hálfu sveitarfélaga, ráðherra og nefndarmanna á meðan lopinn er teygður og endanleg ákvörðun krydduð nægjanlega áöur en hún verður gerð heyrinkunnug. Ekki er ólíklegt að staðsetningin sé löngu ákveðin á Vatnsleysuströndinni þar sem nánast allt er með svipuðum hætti og væri álverið staðsett við sjálfa Straumsvíkina. Hvers vegna erlent vatn? Bergur skrifar: Sem áhorfandi greinir maður hluti oft betur en sem þátttakandi. Hvað sumt getur verið furðulegt sem gerist á sviðinu! - Dæmi: Þar sem ég hef dvahð töluvert erlendis um lengri eða skemmri tíma hefur mér orðið ýmislegt ljóst sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir áöur. - Eða eins og máltækið segir: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Manni finnst stundum að það sé sjálfgefið að ýmsir hlutir séu til staðar. Þar á meðal er vatnið sem manni finnst vera svo sjálfsagt. Annaö kem- ur hins vegar á daginn þegar maöur reynir það að skortur er á þessum dýrmæta vökva viðs vegar um heim- inn. Að þessari reynslu fenginni sér maður hvað við íslendingar erum ríkir að eiga aðgang að nægu vatni sem sumir segja að sé það besta sem finnst. Já, það er gott að geta hlakkað til að koma heim og drukkið íslenskt vatn eins og maður getur í sig látið. En svo kom sjokkið sem ef til vill útskýrir þaö hvers vegna við íslend- ingar erum ekki ríkasta þjóð heims. Því eins og kunningjar mínir erlend- is sögðu margir: Þið getiö ekki verið annað en rík þjóð með allar þessar auðlindir í landinu - nema þá að þiö kunnið ekki að spila úr ykkar spil- um. Þegar ég fer út í verslun og ætla að kaupa í matinn, þ.á m. ávaxta- safa, þá er lítið annað á boðstólum en erlendar tegundir. Og þó er uppi- staðan í þessum ávaxtadrykkjum vafii og ekkert annað. Ég leitaði nokkra stund og sjá: það var hka til íslenskur ávaxtasafi, t.d. tegund sem kölluð er Nektar, alveg ljómandi góður drykkur, og ekkert dýrari en sá erlendi. En þá er spurn- ingin: Hvers vegna er hér selt útlent vatn þegar viö höfum það við hönd- ina? Til hvers að flytja inn það sem við eigum sjálf? „Veljum íslenskt“ og allt það og auðvitað myndu þá verða hér margfalt fleiri störf, meiri atvinna í það heha tekið og þar af leiðandi betri afkoma hjá fleirum. Hvers vegna er þetta svona? Ég vildi að þessu svaraði einhver af viti. Endurunninn pappír: Hefur einhver áhuga? Eggjabakkar úr endurunnum pappír eða ekki. Láta neytendur sig málið varöa? Guðbjörn hringdi: Það er verið að ræða þessa dagana um endurvinnslu á pappír og þaö er hann sem ég vil ræða hérna. Ekki dósir eða umbúðir undan gosdrykkj- um. Ég segi fyrir mitt leyti að ég held aö mjög fáir hafi nokkurn áhuga á endurvinnslu á pappír eöa því hvort hann er endurunninn yfirleitt. Málið er einfaldlega það að annað hvort er pappír endurunninn eða ekki. Hinn almenni borgari hefur lít- ið um það mál að segja. Einn og einn sem hefur þetta mál á heilanum hringir í Þjóðarsál og skrifar kannski grein eöa lesenda- bréf til að hvetja fólk til að nota end- urunninn pappír. En fólk getur af- skaplega lítið gert í máhnu, ekki end- urvinnur það pappírinn. Og ég held að fólk, hinn almenni neytandi, fari varla að biðja sérstaklega um eitt- hvað úr endurunnum pappír. Eða hver spyr um egg, sérstaklega pökk- uð í eggjabakka úr endurunnum pappír? Mér dettur heldur ekki í hug að trúa því að t.d. 12 egg í eggjabakka úr endurunnum pappír séu hótinu ódýrari en egg í bakka í þessum venjulegu skjannahvítu umbúðum. Eða salernispappírinn? Hver fer að biðja sérstaklega um „endurunninn" salernispappír? Varla margir. Enda er þessi endurunni pappír afskaplega ókræsilegur og leiðinlegur í með- forum. En það er svo sem endalaust hægt að ræða og skrifa um endurvinnslu á pappír og öðru sorpi. Nú er búið að koma fyrir sérstakri sýningu til að kynna endurvinnslu á sorpi. Skyldu margir fara að skoða! Ég held að við íslendingar hljótum að vera eitthvað meiri háttar ólík öðrum þjóðum. Við erum alltaf að hvetja hvert annað til að gera það sem eng- inn vill svo gera. Eigum við bara ekki að láta þetta lönd og leið og leyfa þeim sem sjá um þessi mál eða hafa af þvi hag að dunda sér við þetta á eigin spýtur? með ýmsum hætti Konráð Friðfinnsson skrifar: Þegar fólk ákveöur að fara í feröalag gerist þaö meö ýmsum hætti. Sumir láta sér nægja að drífa tjald sitt og poka út á lóð hjá sér og spenna það upp þar. Eins og stundura gerðist í mínu ungdæmi enduðu sumar þessara ferða hjá mér og félögum þannig aö hver hélt til síns heima er hða tók á nótt, sökum draugahræöslu er sótti á liöið þegar mergjaöar draugasögumar tóku að verka. Sumir raða útilegudóti sínu i farangursgeymslu bílsins og leggja land undir hjól, eitthvað út í buskann. Láta svo guð og lukkuna um að finna íslenska sól og sælu, ásamt fýsilegu tjald- stæði, sem þeir síðan dvelja á uns nennan þrýtur. Misjafnlega geng- ur mönnum hins vegar að þefa uppi sólskiniö á ferðum sinum hér. Einstaka maður hefur samt heppnina með sér i þessum efh- um. Engu að síður getur ferðin verið ánægjuleg sé hugarfariö jákvætt. Sá hópur feröalanga er einnig til er kýs að hafa „slétt gólf ‘ und- ir fótum, heitt og kalt vatn i krön- um, uppábúin rúm aö sofa í, stofuhita og þar fram eftir götun- um. Þetta eru sem sé sumarbú- staða- og hjólhýsaeigendumir. Þeir sem vilja m.ö.o. eiga notalega daga í hæfilegri fjarlægð frá heimilinu, hvenær ársins sem er, jafnvel um hverja helgi. Það er sem sé margur feröamátinn og sæll er sá er heill kemst til síns heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.