Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990. Utlönd Drög að yfirlýsingu leiðtogafiindar iðnríkjanna um Sovétríkin: Umbætur for- senda aðstoðar Margrét Thatcher, breski forsætisráðherrann, og Bush Bandaríkjaforseti á fundi sjö helstu iðnríkja heims. Simamynd Reuter Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims lýstu yflr stuðningi sínum við Gor- batsjov Sovétforseta á fundi sínum í gær en ákváðu að fresta sameigin- Ið ■ SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína Frelsi og sjálfstæði - lipurð og sveigjanleiki eru fjögur lýsandi orð yfir starfsemi og pjónustu sparisjóðanna í landinu. Hver og einn þeirra starfar sem frjáls og óháð eining í þágu ein- staklingsins og byggðarlagsins, trúr þeirri stefnu að stuðla að eflingu mannlífs og at- vinnuvega á sínu starfssvæði. Sparisjóðirnir, allir sem einn, leggja áherslu á persónulega þjónustu þar sem lipurð og sveigj- anleiki ráða ferðinni enda eru hagsmunir byggðarlagsins hagsmunir sparisjóðsins. Þann- ig kemur hver króna geymd í sparisjóðnum við- komandi byggðarlagi til góða. legri aðstoð við hann þar til fyrir liggur hvernig Vesturlönd geti best orðiö að liði yið að bjarga sovéska efnahagnum. í drögum að yfirlýs- ingu fundar þeirra, sem Reuter- fréttastofan hefur undir höndum, segir að róttækar efnahagslegar og pólitískar breytingar innan landa- mæra Sovétríkjanna muni auka lík- urnar á sameiginlegri aðstoð Vestur- landa. í varfærnislega orðaðri yfirlýsing- unni er hverju landi fyrir sig heimil- að að aðstoða Sovétríkin eftir því sem það telur nauðsyn á en skýrt kveðið á um að sameiginleg aðstoð velti á breytingum þar í landi. Þar sagði og að allar þjóðirnar á þessum leið- togafundi sjö helstu iðnríkja heims - Bandaríkin, Vestur-Þýskaland, Bret- land, Japan, Frakkland, italía og Kanada - væru sammála um að tæknileg aðstoð til Sovétríkjanna væri nauðsynleg til að ljúka megi breytingum á efnahagskerfi landsins og innleiða markaðshagkerfi. í gær féllust leiðtogarnir á að hleypa af stokkunum sameiginlegri könnun á þörfum sovéska efnahags- ins. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, lagði áherslu á að sam- eiginleg aðstoð yrði reiðubúin í des- ember. Vestur-Þýskaland, Ítalía og Frakkland hafa lagt áherslu á tafar- lausa efnahagsaðstoð til Sovétríkj- anna en Bandaríkin, ásamt Bretlandi og Japan, telja aftur á móti að slíkt yrði einfaldlega sóun. Bush Banda- ríkjaforseti hefur ítrekað að fyrst verði að innleiða markaðshagkerfi í landinu og að Sovétmenn dragi úr útgjöldum til hermála. Bandarískur embættismaður sagði ákvörðun leið- toganna í gær vera sigur fyrir banda- ríska forsetann. Agreiningur um niðurgreiðslur Á þessum fundi hefur verið hart deilt um niðurgreiðslur til land- búnaöarins. Vestur-Þjóðverjar sögðu í gær að málamiðlun hefði náðst milli háttsettra embættismanna þjóðanna um að dregið yrði úr niður- greiðslum. Bandarískir embættis- menn vísuðu því aftur á móti á bug í gærkvöldi. „Enn liggur ekki fyrir lokasamkomulag," sagði einn banda- rískur embættismaður. „Dregið hef- ur saman með þjóðunum en enn er ágreiningur.“ Bandaríkin vilja að ríki Evrópu- bandalagsins falh frá niðurgreiðsl- um á landbúnaði en .EB er því mót- fallið. Evrópuríkin segja að slíkt myndi hafa í för með sér atvinnu- missi milljóna bænda. Umhverfismálin erfið Ekki eru miklar líkur á að leið- togamir geti komið sér saman um raunverulegar aðgerðir í umhverfis- málum á þessum fundi. Að sögn evr- ópskra embættismanna eru Banda- ríkin andvíg tillögum sem lagðar voru fram til verndar regnskógum Brasilíu sem og hvernig draga megi úr hækkandi hitastigi jarðar. Auk þess sagði háttsettur breskur embættismaður að Bush Bandaríkja- forseti væri eini aðilinn á fundinum sem heföi lýst yfir andstöðu sinni við að settur yrði á laggirnar svokallað- ur „umhverfissjóður“ á vegum Al- þjóðabankans sem myndi verða not- aöur til aðstoðar þróunarlöndum í baráttunni gegn mengun. Hann ságði að hinar þjóðimar sex styddu þessa hugmynd. Reuter Urval

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.