Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990.
11
JOV
Til harðra átaka kom á milii verkfallsmanna og stuðningsmanna stjórnarinnar í Managua i gær. Símamynd Reuter
Nicaragua:
Harðir götubardagar
Til harðra skotbardaga kom á göt-
um Managua, höfuðborgar Nic-
aragua, 1 gær. Það voru stuðnings-
menn forsetans, Violetu Chamorro,
sem hófu bardagann. Sumir þeirra
eru fyrrum kontraskæruliðar. Árás-
ina gerðu þeir á verkfallsmenn,
stuðningsmenn Sandínista.
Ekki hefur verið staðfest hvort ein-
hveijir týndu lífi í bardaganum en
nokkrir slösuðust.
Verkfall stuðningsmanna Sandín-
ista til að mótmæla efnahagsstefnu
forsetans hefur nú staðið í níu daga.
Á mánudag var her landsins kvadd-
ur á vettvang og hóf hann að fjar-
lægja vegartálma sem verkfallsmenn
höfðu komið upp.
Frá Hvíta húsinu hafa borist þær
yfirlýsingar að verkfallið og aðgerðir
verkfallsmanna séu tilraun til að
eyðileggja markaðsstefnu ríkis-
stjórnar landsins og nauðsynlegar
breytingar á efnahagskerfmu. Og að
eftir tíu ára valdasetu Sandínista
hafi efnahagur landsins verið í mik-
illi óreiðu og því hafi verið nauðsyn-
legt að gera ýmsar ráðstafanir og
breytingar. Violeta Chamorro vann
sigur á Sandínistaleiðtoganum og
fyrrum forsetanum Daniel Ortega í
kosningum í febrúar síðasthðnum.
Að minnsta kosti fjórir hafa látist
í átökum síðan verkfallið hófst og
margir hafa slasast. Á fostudag shtn-
aði upp úr samningaviðræðum verk-
fahsmanna og forsetans.
Reuter
Fyrrum leiðtogar í Austur-Þýskalandi:
Grunaðir um að hafa að-
stoðað hryðjuverkamenn
Innanríkisráðherra Vestur-
Þýskalands, Peter-Michael Diestel,
fuhyrðir að fyrrum kommúnista-
stjórnin í Austur-Þýskalandi hafi
aðstoðað alþjóðlega hryðjuverka-
menn, þar á meðal hinn alræmda
hryðjuverkamann Carlos.
Þetta kemur fram í viðtah við
ráðherrann í vestur-þýska dag-
blaðinu Bild í gær. Segir hann að
Carlos og einkum hryðjuverka-
menn frá Palestínu hafið notið
stuðnings stjómarinnar og örygg-
islögreglu landsins. Hryðjuverka-
mennirnir hafi haft bækistöðvar í
Austur-Þýskalandi þegar þeir
gerðu árásir á Vesturlöndum.
Ráðherrann segir að gögn, sem
fundist hafa, séu ótvíræðar sann-
anir þessa og að fljótlega geti hann
lagt þau fram opinberlega. Telur
hann að að minnsta kosti 10 af
hæstsettu mönnum landsins hafi
vitað um athæfið. Þar á meðal séu
Erich Honecker, fyrrum formaður
kommúnistaflokksins og forseti
landsins, og Erich Mielke, fyrrum
yfirmaður öryggislögreglunnar.
Segir ráðherrann þá geta átt yfir
höfði sér mjög alvarlegar ákærur.
Reuter
Ítalía:
Vilja flytja 3000 flóttamenn
ítölsk stjómvöld eiga nú í samn-
ingaviðræðum um að koma 3000 al-
bönskum flóttamönnum úr landi og
flytja þá th ítahu. Talsmaður ítalska
sendiráðsins í Albaníu sagði í gær
að líklegt væri að 3000 flóttamenn í
sendiráðum Ítalíu, Frakklands og
Vestur-Þýskalands fengju leyfi á
næstunni th að fara til Italíu.
Þaðan geta flóttamennimir svo
ferðast th annarra landa eftir því sem
leyfhegt verður. ítalski rauði kross-
inn mun taka við flóttamönnunum í
Brindisi á suðaustur Ítalíu og hugsa
um þá þann tíma sem þeir verða í
landinu.
Ungir Albanar eftir fyrstu nóttina í Tékkóslóvakíu. Símamynd Reuter
Fyrstu albönsku flóttamennimir, til Prag í Tékkóslóvakíu í gærmorg-
sem leyft var að fara úr landi, komu un.
Útlönd
George Bush, forseti Bandaríkjanna. Þekktur kinverskur andófsmaöur
vill aö hann beiti meiri hörku í samskiptum við Kína. Simamynd Reuter
Einn þekktasti andófsmaður Kina, Fang Lizhi, gagnrýnir Bandaríkin
fyrir að vera ekki nógu hörð í samskiptum sínum við harðhnukommún-
istana sem em viö stjórnvölinn í Kína.
Lizlii, sem fékk inni sem pólitískur flóttamaður í bandariska sendiráð-
inu í Kína i fyrra, segist þakklátur Bandaríkjamönnum en hann vill að
bandarísk stjómvöld þrýsti frekar á kínversku ríkisstjómina, Hann vhl
að bandarísk y firvöld setji fram ákveðnar kröfur í samskiptura þjóðanna.
Lizhi tekur sem dæmi viðhrögð Bandaríkjanna við aðgerðum kínversku
ríkisstjórnarinnai’ í stúdentaóeirðunum í Peking í fyrra en hann telur
þau hafa mátt vera miklu harðari.
Bresk stjórnvöld hafa nú ákveðið að taka aftur upp rannsókn á Titanic-
slysinu. Spjótunum verður beint að því hvort skipinu hefði hugsanlega
verið hægt að bjarga af nærstöddu skipi.
Þráðurinn er tekinn upp að nýju eftir langt lhé en í um 30 ár var reynt
að rannsaka hvort skipstjóri breskrar ferju, The Califomian, hefði getað
brugðist öðmvísi við og bjargað Titanic. En The Califomian var stödd
um 10 milur frá slysstað er Titanic sökk í apríl 1912.
Skipstjóri The Californian tók þá ákvörðun að halda sig fjarri slysstað
vegna lnæðslu um að frekari hörmungar gætu átt sér stað. Á sínum tíma
urðu miklar umræöur um hvort sú ákvörðun hefði verið rétt og hvort
dæma bæri skipstjórann fyrir vikið. Nú, um þrjátíu árum eftir að sá
maður lést, hefur verið ákveðiö að taka upp þráðinn á nýjan leik.
Bandaríska timaritið Forbes hef-
ur fellt kaupjöfurimi Donald
Trump út af lista sínum yfir millj-
arðamæringa heims. Trump var á
jiessum lista árin 1988 og 1989 en
þá mat Forbes auð hans á 1.7 mihj-
ai’ða dohara.
í mai skýrði tímaritið frá því að
eigur Trumps væru 3,7 milljaröa
dohara virði en að skuldir hans
næmu 3,2 mhljörðum. Þannig eru
nettó eigur hans metnar á fimm
hundruð milljónir dollara.
Efstur á nýjasta Forbes-Iistanum
er Japaninn Yoshiaki Trutsumio
en eigur hans cru motnar á sextán
mhljaröa Bandarikjadollara og er
þetta fjórða áriö í röð sem hann er
efstur á þessum lisla yfir ríkustu
menn heims. Fjórir af tíu efstu
mönnunum á þessum lista eru jáp-
anskir en þrír bandarískir. Bandaríkin eru þó enn í efsta sæti hvað varð-
Donald Trump ásamt eiginkonu
sinni, Ivönu.
mænngar.
Pílu-madurinn“ enn laus
jhí j'yl ■ > - - - BB Iggrö- "Jpj
■..■ - “ ■ RSgar* Ppj ■ TO | 1 * ■ S# r jjji
fcfíl’ ' If'L
Frá Manhattan i New York. Þar gengur nú laus maður sem hefur gam-
an af þvt að skjóta örvum í afturenda kvenna.
Lögreglan á Manliattan í New York hefur nú sent óeinkennisklæddar
lögreglukonur út á götumar í þeim thgangi að hafa hendur í hári „pílu-
mannsins'1 svokahaöa. En að undanfömu hefur maður gengið um götur
Manhattan og skotiö litlum örvum úr röri í rass kvenna sem arka um
götur staðarins. Konurnar, sem hafa oröið fyrir þessari reynslu, hafa
þurft að leita aðstoðar til aö ná örvunum úr sárinu en við rannsókn hef-
ur komið í ljós aö frekari hætta stafar ekki af örvunum.
Nú hafa 52 konur orðiö fyrir barðinu á „pílu-manninum“. Langflestar
konumar eru ungar, Ijósar yfirlitum og klæddar dragt.
Lögreglan hefur beðið fólk að fylgjast vel meö og reyna aö aðstoða við
leitina að manninum. Fjöldi kvenna, sem starfar á Manhattan, hefur nú
tekiö upp á því aö mæta í stuttbuxum í vinnuna th aö forðast „phu-
manninn“ sem sækist eftir konum í phsi.