Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Gjaldþrot og atvinnuleysi
Bjartsýnismenn hafa spáö því um nokkra hríö aö það
samdráttarskeið, sem einkennt hefur íslenskt efnahags-
líf síðustu árin, sé á enda runnið. Að kreppan sé búin
og framtíðin björt. Síðustu daga hafa hins vegar birst
ýmsar tölur og spár sem benda til hins gagnstæða. Að
erfiðleikamir séu alls ekki að baki.
Glöggt merki um alvarlegan sjúkdóm í íslensku efna-
hags- og fjármálalífi er holskefla gjaldþrota einstakhnga
og fyrirtækja. Gjaldþrotum hefur fíölgað jafnt og þétt
hin síðari ár. Jafnvel í góðærinu 1986 og 1987 voru um
350 aðilar lýstir gjaldþrota í Reykjavík hvort árið. Veru-
leg aukning varð hins vegar árið 1988 og aftur 1989.
Það var hald margra að síðastliðið ár yr.ði metár gjald-
þrotanna. Að hámarkinu væri náð og gjaldþrotum færi
fækkandi á yfirstandandi ári.
DV skýrði frá því í síðustu viku að raunveruleikinn
er allur annar. Á fyrri helmingi þessa árs hefur gjald-
þrotaúrskui'ðum ekki fækkað frá síðasta ári. Þvert á
móti. Þeim hefur fjölgað svo mjög að stefnir í nýtt met.
Á öllu síðasthðnu ári voru gjaldþrotaúrskurðir 512 í
Reykjavik. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur borg-
arfógetinn í höfuðborginni úrskurðað 390 einstaklinga
og fyrirtæki gjaldþrota. Ef þessi þróun heldur áfram
verður gjaldþrotamet síðasthðins árs rækilega slegið
því þá stefnir í aht að 800 gjaldþrotaúrskurði á árinu.
Og þessar tölur ná einungis th höfuðborgarinnar.
Þúsundir íslendinga hafa lent í þeirri þungu raun
síðustu árin að gefast upp í baráttunni við afleiðingar
fyrirhyggjuleysis í hármálum, lágra launa og mikiha
skulda, oft vegna húsnæðiskaupa. Tölurnar sýna að
mest er um gjaldþrot einstakhnga. Fyrstu sex mánuði
ársins var þannig beðið um gjaldþrotaskipti hjá 914
aðilum. Þar af voru 711 einstaklingar. Að baki shkum
tölum eru miklar raunir gjaldþrota einstakhnga og fjöl-
skyldna þeirra.
Þjóðarbúið tapar hins vegar mest á stóru gjaldþrotun-
um sem dunið hafa yfir á síðustu misserum. Þau gjald-
þrot eru ekki síst th komin vegna rangrar fjárfestingar,
oft að ráðum misviturra stjórnmálamanna sem taka að
sjálfsögðu enga ábyrgð á mistökunum og láta skatt-
borgarana að venju borga brúsann.
í síðustu viku birtust einnig aðrar tölur sem gáfu til
kynna að samdráttarskeiðið væri síður en svo á enda.
Það voru tölur um gölda þeirra karla og kvenna sem
fá enga atvinnu.
í síðasta mánuði voru skráðir 46 þúsund atvinnuleys-
isdagar á landinu öhu. Það jafnghdir því að 2100 karlar
og konur hafi að meðaltah verið án atvinnu í júnímán-
uði. Miðað við sama mánuð í fyrra'er þar um aukningu
að ræða um 9,5 af hundraði.
Ástandið nú er ekki aðeins verra að þessu leyti miðað
við síðasta ári heldur er hér um að ræða meira atvinnu-
leysi en þekkst hefur í júnímánuði síðan á erfiðleikaár-
inu 1969. Þetta er með öðrum orðum mesta atvinnuleysi
í júnímánuði í tuttugu ár.
Þessi veruleiki gjaldþrota og atvinnuleysis er í htlu
samræmi við þá mynd sem ýmsir stjórnarsinnar hafa
dregið upp. Þeir hafa einnig lagt á það mikla áherslu
að verðbólgan sé komin niður í eins stafs tölu og muni
svo verða áfram. En margt bendir th þess að einnig þar
sé raunveruleikinn ahur annar. Það er trú margra að
grípa verði th verulegra ráðstafana næstu mánuði th
þess að koma í veg fyrir nýja verðbólguskriðu.
Ehas Snæland Jónsson
Þegar prentsverta er vendilega
þomuð á öllum þeim lagabálkum,
sem Alþingi hespaði af á vorsprett-
inum, er mál að glugga í Stjómar-
tíðindi og skoða afraksturinn.
Kvótafrumvarpið var tvímæla-
laust mikilvægasta mál þingsins og
tók verulegum breytingum á síð-
ustu dögum og klukkustundum
þinghalds, jafnvel svo að hörðustu
hagsmunaaðilar virðast ekki meira
en svo klárir á hvað samþykkt var.
- Hér verður vikið að helstu breyt-
ingum sem urðu í meðfömm þings-
ins á kvótafrumvarpinu og hugsan-
legum afleiðingum þeirra.
Eignarréttur
Inn í fyrstu grein laganna var
sett yfirlýsing þess efnis að yfirr-
áðaréttur yfir kvóta sé ekki óaftur-
kallanlegur eignarréttur. - At- „Kvótafrumvarpið var tvímælalaust mikilvægasta mál þingsins og tók
hugasemd sama efnis var í greinar- verulegum breytingum á síðustu dögum og klukkustundum þinghalds,"
gerð með fmmvarpinu. segir meðal annars í greininni.
Kvótinn eftir
þinglausnir
Lögfróöir menn héldu því fram
að ákvæðin um að fiskistofnar við
ísland væru sameign þjóöarinnar
hefðu ásamt greinargerðinni nægt
til að tryggja að ríkisvaldið gæti
síðar meir breytt kvótalögum og
tekið kvóta af útgerðinni án þess
að henni yrðu dæmdar bætur fyrir
samkvæmt eignarréttarákvæðum
stjómarskrárinnar.
Með því aö setja þessi ákvæði inn
í sjálfan lagatextann em öll tví-
mæh tekin af og það sem meira er:
Lítil hætta er á aö kaupendur kvóta
átti sig ekki á takmörkunum réttar
síns. Af því leiðir að verð varanlegs
kvóta verður lægra en ella. - Það
gæti jafnvel farið svo að verð á
varanlegum kvóta héldist álíka og
verið hefur, nálægt fimmfaldri árs-
leigu kvótans.
Ef kaupendur treystu almennt á
eilífa kvótasælu og eignarhald væri
líklegra að verð varanlegs kvóta
yrði að minnsta kosti tíföld árs-
leiga. Lægra verð á varanlegum
kvóta gerir það að verkum að
möguleikinn á breytingum síðar,
t.d. gjaldtöku fyrir veiðileyfi, er
raunhæfari en ella. Aðlögunartími
sem ríkisvaldið þyrfti að gefa fyrir-
tækjum áöur en breytingar kæmu
til framkvæmda til aö vega upp
kvótakaup er því styttri sem verð
varanlegs kvóta er lægra.
•Lægra verð á varanlegum kvóta
hefur önnur áhrif: Möguleikar illa
rekinna útgerða til aö slá lán út á
verðmæti kvötans (formlega út á
skipin sem skrifuð em fyrir kvót-
anum) veröa minni og þau hrekjast
fyrr úr rekstri en með gulltryggð-
um eilífðarkvóta þótt þau hjari
vitaskuld lengur en ef veiðigjald
og kvótamissir vofði yfir. Jafn-
framt dregur úr hættunni á að tekj-
umar af hagræðingu í sjávarútvegi
flytjist úr landi vegna aukinnar
erlendrar skuldsetningar og vaxta-
byrði.
Hins vegar ætti óvissa um fram-
tíð kvótakerfisins ekki aö draga úr
þeirri heildarhagræðingu sem af
því má hafa í rekstri hvers árs og
því ætti árleg kvótaleiga að verða
áþekk og ef k vótinn gilti til eilífðar.
Forkaupsréttur
Önnur viðbót þingsins var for-
kaupsréttur sveitarfélaga að skip-
um sem vilji er til að selja þaðan.
Forkaupsréttur gildir þó ekki ef
skip er selt á opinberu uppboöi.
Samkvæmt frumvarpinu var selj-
andi einungis skyldaður til að til-
kynna um fyrirhugaða sölu með
mánaöar fyrirvara.
Þessi breyting var sennilega
óhjákvæmileg í stöðunni til aö
auka ráðrúm fólks í sjávarþorpum
þar sem skipasala táknar hrun at-
vinnulífsins. Hún tekur hins vegar
ekki á grunnþáttum byggðavand-
ans sem em dýrir aðflutningar og
oft og tíöum óhagkvæmar rekstrar-
einingar í framleiðslu og þjónustu
KjaUajinn
Markús Möller
hagfræðingur
aö pólitískar aðstæður neyði
stjórnvöld til að leggja fram raun-
hæfar tillögur um endurskoöun
þannig að endurskoðunarákvæðin
verði í rauninni virk. - Eftirfarandi
framtíðarsýn er sett fram með
fullri vitneskju um þá óvissu sem
einkennir pólitískar veðurspár.
Um það leyti sem endurskoðun á
aö fara fram verður fyrsti árangur
af breytingum á kvótakerfinu far-
inn að koma í ljós, sameining og
yfirtaka öflugra fyrirtækja á öðr-
um veikari, fækkun skipa og sjó-
mannsstarfa og minnkandi fjár-
festingar. Skuldastaða útgerðar-
innar ætti því að fara ört batnandi
um þetta leyti þótt bókfærður
hagnaöur verði ekki meðan verið
er að afskrifa gamla offjárfestingu.
Samtímis mun útflutningur á
„Nokkrar líkur eru þó á að pólitískar
aðstæður neyði stjórnvöld til að leggja
fram raunhæfar tillögur um endur-
skoðun.“
í litlum jaðarbyggðum. Hún breytir
heldur ekki neinu um vaxandi
vanda fiskvinnslunnar samfara
auknum útflutningi á ferskum fiski
og hækkuðu hráefnisverði.
Hins vegar er hætt við að for-
kaupsrétti sveitarstjórna fylgi
ásókn í ríkisstyrki og opinbera
millifærslusjóði þegar vandi steðj-
ar að byggðarlögum, eins og nýlega
gerðist í Ólafsvík og áður á Pat-
reksfirði og Kópaskeri. Við því er
í rauninni ekki margt að segja:
Vandamál smábyggðanna stafa af
óhagkvæmni, á sama tíma og frjáls
kvótasala og frjálst fiskverö sleppa
hagræðingaröflunum lausum í
sjávarútvegi.
Þegar hagræðingin ógnar byggð-
arlögum, sem engu að síður er vilji
til aö varðveita, eru góð ráð vand-
fundin, og eins líklegt að gripið
verði til þessara vondu og marg-
reyndu. Varla verður heldur um
það deilt að niðurgreiðslur og
styrkir hafa reynst prýðilega í bar-
áttunni gegn hagræðingu. En dýr
eru þau meðul og jafnvel verri en
krankleikinn. Óþægindin dreifast
þó jafnar og víðar.
Endurskoðun
í lögunum er bráðabirgðaákvæði,
sem ekki var í frumvarpinu, um
að endurskoða skuli lögin fyrir árs-
lok 1992. Slík endurskoðunar-
skylda er í sjálfri sér marklítil þar
sem lögin gilda áfram ef ekki næst
samkomulag um breytingar. Hún
hnykkir þó enn á því að kvótaút-
hlutun samkvæmt lögunum er
ekki endanleg eða eilíf. Hún tryggir
líka að umræðan um kvótamálin
blossar upp á nýjan leik undir árs-
lok 1992. Nokkrar líkur eru þó á
ferskum fiski til neyslu og vinnslu
aö líkindum aukast, meðal annars
vegna þess að Efnahagsbandalagið
hlýtur fyrr en síðar að bregðast við
hömlum íslenskra stjórnvalda á
útflutningi ferskfisks. Þótt þessar
hömlur séu bráðsniðugar fyrir
þjóðarhag er harla ólíklegt að þær
standist alþjóðlegar skuldbinding-
ar okkar um milliríkjaviðskipti,
hvað þá að þær verði látnar í friöi
þegar kemur að nýjum samningum
við EB.
Aukinn ferskfiskútflutningur og
þar af leiðandi hærra fiskverð mun
skerpa þann hagsmunaárekstur
sem nú þegar er að koma fram
milli starfandi sjómanna og útgerð-
ar annars vegar og landverkafólks
hins vegar. Ef svo fer sem nú horf-
ir munu A-flokkarnir koma illa út
úr kosningum vorið 1991.
Þegar við bætist batnandi sam-
búð Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknaiifiokks, meðal annars vegna
óopinberrar samstööu um kvóta-
málið á síöasta þingi, er líklegast
að við taki samstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar. Ef þessir
flokkar verða stáðnir að því að
svíkjast í sameiningu um raun-
verulega endurskoðun á kvótal'ög-
unum í ljósi reynslunnar og rísandi
ágreinings fá A-flokkarnir gullið
endurreisnarfæri með því að gera
kvótann að kosningamáli 1995.
Það skyldi þó ekki vera eftir allt
sameiningarbaslið í sveitarstjórn-
arkosningunum á liðnu vori að sig-
urvegaramir frá í vor ættu eftir að
afhenda vinstri flokkunum sam-
einingarmálstaðinn á silfurfati?
Markús Möller