Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1990, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1990.
33
inar, á hér í höggi við Júgóslavann í liði
DV-mynd GS
urieg
ting
geröu 1-1 jafntefli
menn meira inn i leikinn og jöfnuðu met-
in þegar Lárus Guðmundsson stakk sér
inn fyrir vöm gestanna og skoraöi af ör-
yggi. Liöin sóttu á víxl og fengu bæöi ágæt-
is marktækifæri. Besta færiö fékk Hlynur
Stefánsson eftir sendingu frá Tómasi Inga
Tómassyni en Jón Otti varöi meistaralega.
Eyjamenn björguöu síðan naumlega undir
lokin eftir þunga sókn Stjörnumanna. í
heildina var jafntefli sanngjarnt því hvor-
ugt liðið heföi átt skilið aö tapa þessum
leik.
Ragnar Gíslason og Jón Otti markvörö-
ur voru bestir í liði Stjörnunnar. Lárus
Guðmundsson og Valdimar Kristófersson
áttu einnig góða spretti og vom mjög ógn-
andi.
Adólf Óskarsson í marki Eyjamanna var
að öðrum ólöstuðum besti maður hðs síns
og þá átti Heimir HaUgrímsson einnig
mjög góðan leik. Andrej Jerina var sterk-
ur frammi en mætti spila meira á sam-
herja sína.
Dómari var Ólafur Sveinsson og komst
hann vel frá sínu.
-RR
tleikur:
ur með HK
.• gengið frá því að Robert Havlik leiki
tíma var allt á huldu hvort Tékkinn
ssi mál komin í örugga höfh,“ sagði
ttleiksdeildar HK, í samtali við DV í
5ur hans sem þjálfiara en hann stjóm-
t Havhk er liötækur handboltamaður
lék hann með Slavia Prag. Hann mun
lagsins. Erlendur Davíösson, sem lék
iðið að leika meö HK í vetur.
-JKS
Íþróttír
íslandsmótið í knattspymu -1. deild:
„Við erum komnir
í gang á nýjan leik“
- sagði Pétur Ormslev eftir sigur Fram á Val, 1-2, í gærkvöldi
Keppnin í 1. dehd á íslandsmót-
inu í knattspymu opnaðist upp á
gátt í gærkvöldi er efsta hð deildar-
innar, Valur, tapaði á Hlíðarenda,
1-2, fyrir Fram. Þetta var önnur
viðureign Uðanna á fjórum dögum
en á föstudagskvöldið var sigraði
Valur í bikarkeppninni. Viðureign
Uðanna í gærkvöldi var mjög
spennandi og knattspyman, sem
liðin sýndu, var mjög góð á köflum.
Á heildina litið var þetta einn besti
leikur sem undirritaður hefur séð
á mótinu í sumar. Völlurinn var
blautur en það kom ekki niður á
leik Uðanna en þetta var í fyrsta
skipti í sumar sem leikið var við
þessi vaharskhyrði í Reykjavík.
Framarar hófu leikinn betur og
voru greirhlega ákveðnir í að hefna
ófaranna í bikarkeppninni. Þeir
náðu forystunni á 17. mínútu þegar
Pétur Ormslev átti laglega stungu-
sendingu inn fyrir vörn Vals-
manna á Jón Erling Ragnarsson
sem vippaði knettinum yfir Bjarna
Sigurðsson og í markið. Eftir þetta
sóttu Valsmenn meira og vom
stundum nærri því að jafna metin.
Baldur Bragason og Magni Péturs-
son komust báðir í ákjósanleg færi.
Undir lok fyrri hálfleiks átti Ant-
hony Carl Gregory síðan þmmu-
skot yfir mark Fram frá markteig.
Framarar drógu sig th baka eftir
markið og það eitt býður hættunni
heim eins og sýndi sig í fyrri hálf-
leik.
Valsmenn mættu ákveðnir th
leiks í síðari hálfleik og náðu að
jafna léikinn á 63. mínútu. Ingvar
Guðmundsson gaf boltann inn í
víteiginn, Birkir náði ekki að slá
knöttinn frá markinu og Gunnar
Már Másson kom aðvífandi og
skoraði af stuttu færi. Jöfnunar-
mark Vals hleypti miklufjöri í leik-
inn á nýjan leik. Bæði hðin sóttu
th skiptis og spennan var í há-
marki. Jón Erhng var klaufi að
koma ekki Fram yfir en Bjarni sá
við honum með frábærri mar-
kvörslu.
Sex mínútum fyrir leikslok braut
Snævar Hreinsson á Baldri Bjarna-
syni innan vítateigs og dæmdi dóm-
arinn vítaspymu. Pétur Ormslev
skoraði af öryggi úr vítinu. Sóknir
Framara voru þungar á lokakafl-
anum en Valsmenn höfðu dregið
hð sitt óþarflega mikið th baka.
Steinar Guðgeirsson átti stórleik í
Framliðinu og einnig voru þeir
Pétur Ormslev og Pétur Amþórs-
son sterkir. Jón Erling Ragnarsson
hefur hleypt miklu lífi í Framhðið.
Þorgrímur Þráinsson var góður í
Valshðinu og Bjami var skæður í
markinu á mikilvægum augnablik-
um.
„Við áttum skihð að sigra. Við
höfum sótt mikið í þeim leikjum
sem við höfum tapað en á sama
tíma gleymt vamarleiknum. Eftir
þennan sigur er hðið komið í gang
á nýjan leik. Það er gott veganesti
aö hefja seinni umferðina með
þennan sigur á bakinu. Ég spurði
Kristján hvort hann vhdi taka vítið
en hann baðst undan því svo það
var ekki um annað að ræða fyrir
mig en að taka vítið og það var
dýrlegt að sjá boltann í netinu,“
sagði Pétur Örmslev.
„Þetta var líflegur leikur og mörg
færi á báða bóga en Framarar nýttu
færi sín vel. Þetta var mun betri
leikur en í bikamum fyrir helgina.
Þessi sigur Fram opnar mótið á ný
og hljóta flest félögin að vera ánægð
með það,“ sagði Þorgrímur Þráins-
son.
• Dómari leiksins var Ólafur
Lámsson og dæmdi vel.
-JKS
• Pétur Ormslev skorar af öryggi úr vítaspyrnunni gegn Val á Hliðarenda
í gærkvöldi. Þetta var fyrsta vítaspyrna Fram á íslandsmóti siðan i leik
gegn Leiftri sumarið 1988. Á innfelldu myndinni samfagnar Albert Sævar
Guðmundsson, stjórnarmaður Fram, Steinari Guðgeirssyni sem átti frá-
bæran leik í gærkvöldi. DV-mynd GS
„Freistandi tilboð sem
erfitft er að hafna“
- spænskt félagslið vill Gylfa Birgisson í sínar raðir
• Gylfi Birgisson.
Gylfa Birgissyni handknattleiks-
manni barst í hendur í gær freistandi
thboð frá spænska hðinu Pontevedra.
Spænska félagið vhl gera samning við
Birgi nú þegar th eins árs en Birgir
hafði áður ákveðið að leika með Eyja-
mönnum á næsta keppnistímabih.
Birgir lék áður með Stjömunni og er
búinn að skrifa undir félagaskipti.
Félögin hafa komist að samkomulagi
um félagaskiptin en af einhverjum
ástæðum hefur ekki verið skrifað
formlega undir þau. Af þeim ástæðum
kann þetta mál að verða ansi snúið
ef Birgir á annað borð ákveður að
taka thboði spænska hösins.
„Málið mjög flókið“
„Ég ræddi við forráðamann
Pontevedra í síma í gær og gerði
hann mér formlegt thboð sem er
mjög freistandi og raunar erfitt fyrir
mig að hafna. Mig hefur lengi dreymt
um að leika erlendis og af þeim sök-
um er ég spenntur. Ég var ákveðinn
í að leika með ÍBV í vetur og hef
skrifað undir félagaskipti þar að lút-
andi. Stjarnan og ÍBV hafa komist
að samkomulagi en ekki skrifað und-
ir. Ég ht svo á að þetta mál sé ekki
í mínum höndum lengur og það er
hðanna að ákveða næsta skref í
þessu máh sem er ipjög flókiö ef ég
geri samning viö spænska hðið,“
sagði Gylfi Birgisson í samtah við
DV í gærkvöldi. Gylfi sagðist vona
að máhn skýrðust á ahra næstu dög-
um því félagaskiptum á að vera lokið
um næstu helgi.
Pontevedra lenti í 10. sæti í 1. deild
á síðasta keppnistímabih og er frá
samnefndri borg við landamæri
Portúgals. Liðið hafði tvo Júgóslava
innanborðs en annar þeirra verður
ekki áfram hjá félaginu og er Birgi
ætlað það hlutverk að leysa hann af
hólmi.
-JKS/HS