Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLl 1990. Fréttir Kjaraskerðing frá 1988 og út sanrningstímann: Meðalmaðurinn tapar 400 þúsund krónum - vegna rýmunar launa og skattahækkana Ef kaupmáttur launa helst óbreytt- ur út samningstíma kjarasamnings Alþýðusambandsins og vinnuveit- enda verður samanlögð kjaraskerð- ing meðallauna frá ársbyrjun 1988 til loka samningsins rétt tæp 400 þús- und krónur. Nær öll þessi kjara- skerðing kom fram frá ársbyrjun 1989 og fram að ársbyrjun í ár. Sam- kvæmt núgildandi kjarsamningum er þessi kjaraskerðing síðan fryst fram að september á næsta ári. Eins og sjá má af línuritinu sem fylgir þessari frétt hefur kaupmáttur meðallauna falbð gífurlega á undan- fömum missemm. Línuritið sýnir mismun meðallauna eftir skatta á hverjum ársijórðungi samanboriö við meðallaun eftir skatta í ársbyrj- un 1988. Á því sést vel að kaupmáttur hélst nær óbreyttur á árinu 1988 og var í lok þess árs nokkuð hærri en í ársbyrjun. Síðan tók verulega að halla undan fæti, bæði vegna þess að laun héldu ekki í við verðbólgu og eins vegna skattahækkana. Ailt árið 1989 saxaðist á kaupmáttinn vegna verðhækkana og síðan bættust enn nýjar skattahækkanir við um síðustu áramót. í upphafr ársins 1988 haföi meðal- maðurinn um 91.750 krónur á nú- virði eftir að skatturinn haföi tekið sitt. í upphafi þessa árs átti sami maður eklti eftir nema 77.200 krónur. Mismunurinn er 14.550 krónur. Mið- að við forsendur kjarasamninga mun þessa upphæð vanta í launaumslagið út samningstímann. Samanlögð kjaraskerðing þess sem nýtur meðallauna er orðin um 180 þúsund krónur frá ársbyijun 1988. Mest af þessari skerðingu hefur orðið frá upphafi síðasta árs. Ef forsendur kjarsamninga ganga eftir rnunu síð- an bætast við þessa fjárhæð um 220 þúsund krónur til viðbótar. -gse Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri vinnuveitenda, Hannes Sigurösson, hagfræðingur hans, og Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýöusambandsins, biðu spenntir eftir þvi hvað ríkisstjórnin drægi upp úr hatti sínum í gær. Þegar það kom í Ijós lýstu þeir yfir að þeim þætti ekki nóg að gert. DV-mynd JAK Kjaraskerðing meðaliauna frá ársbyrjun 1988 til loka kjarasamnings ASÍ og VSÍ 1000 Kr. 0 -1000 -2000 -3000 -4000 -5000 “h----'---1----1---1---'----1---'---1 Ár 1988 1989 1990 1991 1992 Meðailaun samkvæmt kjararannsóknarnefnd að frádregnum sköttum miðað við óbreyttan kaupmátt frá fyrsta ársfjórðungi 1990 út samningstímann. Verðlag fyrsta ársfjórðungs 1990. Breskir nemar: Fundust eftir mikla leit Tveir breskir jarðfræðinemar, karl og kona, sem saknað haföi verið frá því á sunnudag, fundust í gærkvöld heil á húfi. Síðast fréttist til þeirra á Fimmvörðuhálsi. Mikil leit var gerð í gær og tóku um áttatíu manns þátt í henni. Bretarnir fundust á Skóga- fialli um klukkan hálfellefu í gær- kvöld. Nemarnir eru á ferð hér ásamt sjö nemum öðrum. Þau ætluðu að hitta félaga sína á sunnudag en þegar þau skiluðu sér ekki hófu félagar þeirra að leita þeirra. Leit þeirra bar ekki árangur og því sneri fólkið sér til björgunarsveita. í gær var slæmt veður til leitar, svartaþoka. Undir kvöld birti til og skömmu síðar fannst fólkið heilt á húfi. -sme Bráðabirgðalög sett í dag: Verðbólgan greidd niður með um 350 milljónum Ríkisstjórnin mun ganga frá bráðabirgðalögum í dag um afnám virðisaukaskatts af viðhaldi húsa frá áramótum og flýta afnámi skattsins af bókum um einn og hálfan mánuð. Þá mun ríkisstjómin fresta hækkun bensíngjalds fram í október og frysta gjaldskrá Pósts og síma til áramóta. Þetta eru aðgerðir stjómarinnar til að spoma við hækkun framfærslu- visitölunnar. Tahð er að afnám virðisaukaskatts á húsaviðgerðir muni lækka vísi- töluna um 0,4 prósent. Þessi lækkun kemur fram í ágúst. Afnám skattsins af bókum mun koma fram 1. sept- ember og mun lækka vísitöluna um 0,18 prósent. Aðgeröir sljómarinnar munu því lækka vísitöluna um 0,58 prósent samanlagt eins og DV skýrði frá í gær. Ef bensíngjald heföi hækkað um 6 prósent eins og ráð var fyrir gert heföi það leitt til um 0,11 prósenta hækkunar vísitölunnar. Hækkun á gjaldskrá Pósts og síma samkvæmt fjárlögum heföi leitt til um 0,1 pró- sents hækkunar aö auki. Þetta tvennt kemur í veg fyrir um 0,21 pró- sents hækkun vísitölunnar. Samanlagt vega aðgerðir stjómar- innar því um 0,8 prósentum en búist var við að aö vísitalan myndi hækka um 0,8 til 1,0 prósent fram til fyrsta september. Ovíst er hvað afnám virðisauka- skatts af viðgerðum húsa kostar rík- issjóð. Ef ekkert hefur verið um skattsvik í þessari grein mun kostn- aðurinn veröa allt að 400 til 500 millj- ónir. Sérfræðingar fiármálaráðu- neytisins gera hins vegar ráð fyrir að betri skil á öðmm skatti skih tekj- um á móti og að tap ríkissjóðs veröi um 250 milljónir. Það mun síðan kosta ríkissjóð um 50 milljónir að flýta afnámi virðisaukaskatts af bók- um frá 16. nóvember til 1. septemb- er. Frestun á hækkun bensíngjalds frá 1. júh til 1. október kostar ríkis- sjóð síðan 50 mihjónir til viðbótar. Aætlaður kostnaður við aðgerðirnar er því um 350 mihjónir. -gse Dyremose ræddi við íslenska ráðnerra Danski fiármálaráöherrann Henn- ing Dyremose, sem hér er staddur í opinberri heimsókn, átti í gær við- ræður við Ólaf Ragnar Grímsson fiármálaráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Rædd vom ríkisfiármál, norrænt efnahagssamstarf og málefni EFTA og EB. Danski fiármálaráðherrann ræddi einnig við Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og í morgun hdtti hann forsvarsmenn VSÍ og ASÍ. Eftir hádegi 1 dag hélt hann í ferð til Hveragerðis, Þingvaha og Laugar- vatns. Á morgun fer Dyremose í heim- sókn til Akureyrar og Mývatns en á föstudag snýr hann aftur heim á leið er opinberri heimsókn hans hér lýk- ur. -RóG. Tap Arnarflugs 173 tnilljónir Tap Amarflugs á síðasta ári nam um 173 mihjónum króna sem skiptist þannig að tap af rekstri var 154 millj- ónir og fiármagnskostnaður, nettó, var um 19 mihjónir króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 678 millj- ónir um síðustu áramót. Þetta mun koma fram á aðalfundi félagsins sem hefst á Hótel Sögu klukkan kortér yfir fimm í dag. Heildarskuldir Arnarflugs um ára- mótin voru rúmur 1 milljarður króna. Að sögn Kristins Sigtryggs- sonar, framkvæmdastjóra Arnar- flugs, eru inni í þessari tölu skuldir sem ríkið hefur ákveöið aö fella nið- ur svo og skuldir sem eiga að greið- ast með söluhagnaði af ríkisvélinni svonefndu samkvæmt samningi, samtals að upphæð rúmlega 300 milljónir króna. -JGH Hvalseyjar: Bakveikur veiðimaður Menn frá björgunarsveitinni Brák fóru í nótt í Hvalseyjar út af Mýrum til að aðstoða veiðimann sem gat sig ekki hrært vegna verkja í baki. í fyrstu var leitað til Landhelgisgæsl- unnar og óskað eftir að þyrla næði í manninn. Ekki þótti ástæða til að senda þyrluna. Björgunarsveitarmenn fóru mann- inum til aðstoðar. Veður var leiðin- legt, vindur og úrkoma. -sme Kærði föður sinn fyrir nauðgun Nítján ára stúlka hefur kært föð- ur sinn íyrir að hafa nauögaö sér í svefni. Faðirinn hefur neitað ásökunum dóttur sinnar. Atburð- unnn átt sér stað á á að hafa heimili jieirra í Mosfellsbæ aðfara- nótt mánudags. Rannsóknarlögreglan hefur kraf- ist þess að faðirinn verði úrskurö- aður i gæsluvarðhald í rúma viku. Sakadómur Hafnarfiarðar tók sér frest til klukkan tvö í dag til aö kveða upp úrskurö um gæsluvarð- haldskröfuna. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.