Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. 15 Um endurreisn Alþingis 1843: Agreiningur um þing- stað og þingskipan Frá Þingvallafundinum árið 1907. Eins og getið var um í grein minni, Sagnfræðingur án sagn- fræði, sem birtist í DV 12. júlí sl., vildi Tómas Sæmundsson, aðrir Fjölnismenn og ýmsir fleiri að sam- komustaður þingsins yrði á Þing- völlum, auk þess sem þingið yrði ekki eingöngu samkunda fyrir- manna þjóðfélagsins, heldur einnig almenningssamkunda til að vekja þjóðarandann. Þessu var Jón Sigurðsson og fylg- ismenn hans andvígir og skoðanir þeirra urðu ofaná, þingið varð ein- ungis fámennur höíðingjafundur í Reykjavík sem htla hrifningu vakti. Athygli vekur þegar alþingistil- skipunin frá 8. marz 1843 er lesin hversu rækilega er skorið á öll tengsl við Alþingi hiö forna; ein- ungis nafninu er haldið. Ekki er talað um endurreisn Alþingis, heldur „stiftun sérlegrar ráðgef- andi samkomu fyrir ísland, er á að nefnast Alþing". Þótt Reykjavík yrði fyrir valinu sýnist ekki óeðlilegt að einhver hinna fornu heita hefðu verið látin ná til stofnana þingsins, svo sem að forseti þingsins hefði fengið embættisheitið lögmaður og mál- stofa þingsins lögrétta. Verður ekki séð að þetta hefði verið frágangs- sök, þótt þingið væri einungis ráð- gefandi. Að tæta sundur röksemdir Sverrir Kristjánsson segir Jón Sigurðsson tæta sundur röksemdir Tómasar Sæmundssonar. Áður Kjallaiinn Sigurður Líndal prófessor hafði Sverrir gefið alþingisskrifum Tómasar þá einkunn að þau lýsi svo einstökum barnaskap að þau séu honum með öllu ósamboðin. í þetta vitnar Guðmundur Magn- ússon tvívegis í grein sinni 5. júlí með sérlegri velþóknun, rétt eins og hér hafi fallið sá dómur sem ekki verði áfrýjað. Sverrir Kristjánsson var komm- únisti að eigin sögn og var gæddur nægilegu þreki og hreinskilni til að kannast opinskátt við það. Hann taldi að sú stefna yrði vænlegust til að efla áhrif alþýðu og bæta hag hennar. Þegar þetta er haft í huga verður dómur hans um alþingis- skrif Tómasar Sæmundssonar með öllu óskiljanlegur: að það beri vætti um einstakan barnaskap að varpa fram hugmyndum sem miðuðu að því að styrkja eftir fóngum tengsl þings og þjóðar svo að áhrif þegn- anna mættu verða sem mest. Það er mála sannast að Jón Sig- urðsson tætir engar röksemdir Tómasar í sundur. Hann er einung- is að hafna hugmyndum Tómasar og skrifa um allt annars konar þing - þing sem Tómas hafði sagt að sem bezt gæti komið saman í Reykjavík. Þetta gerir Jón einkum af hag- kvæmnisástæðum; hann sér ýmis óhægindi við þinghald á Þingvöll- um. - Þau voru þó ekki meiri en svo að þegar árið 1848 var efnt til samkomu á Þingvöllum, fyrsta Þingvallafundarins sem síðan voru haldnir um það bil annað hvert ár allt til 1907 - og þessa fundi sat Jón Sigurðsson oft. Fór því svo að í reynd höfnuðu menn engan veginn hugmyndum Tómasar þótt Þingvaliafundirnir hafi engan veginn orðið þær vakn- ingarsamkundur sem Tómas gerði ráð fyrir 1841. Skrif Sverris eru einungis til marks um ofdýrkun á Jóni Sig- urðssyni sem gengur svo langt að þeir sem höfðu að einhverju leyti aðrar skoðanir en hann fá ekki að njóta sannmæhs - menn virðast ekki einu sinni hirða um að kynna sér þær. Þjóðarþing á Þingvelli - Hrafnaþing í Reykjavík Ólíklegt er að hugmyndir Tómas- ar Sæmundssonar hefðu nokkru sinni komizt í framkvæmd öldung- is óbreyttar. Hann ritaði grein sína um Alþingi sjúkur, rétt áður en hann lézt. Vafalaust hefði hann endurskoðað ýmislegt, án þess að hverfa frá grundvallaratriðum, ef honum hefði orðið lengra lífs auð- ið. - Það er á hinn bóginn til lítils að velta fyrir sér hvernig mál hefðu þróazt ef sjónarmið hans hefðu sigrað. Hitt vitum við að yfir þinghaldinu í Reykjavík var engin sérstök reisn og svo hefur löngum verið síðan. Ef til vih skýrir þetta að einhveiju ^leyti að Alþingi hefur aldrei unnið sér þann sess í huga þjóðarinnar sem vonir frumheijanna stóðu til. Sigurður Líndal ,,Ef til vill skýrir þetta að einhverju leyti að Alþingi hefur aldrei unnið sér þann sess í huga þjóðarinnar sem von- ir frumherjanna stóðu til.“ Vegalaus Hvað dettur fólki í hug þegar það heyrir talað um Barnaheill? Margir vita efalaust að til er félagsskapur með því nafni sem hefur það að markmiði að beijast fyrir rétti og aðbúnaði barna og þá fyrst og fremst íslenskra barna. Eru til illa stödd börn á íslandi? Hafa börnin á íslandi það ekki svo gott? Jú, sem betur fer hafa flest þeirra það gott. En er það nóg? Hvers eiga hin að gjalda sem ekki hafa það gott? Óhreinu börnin hennar Evu? Börnin sem „enginn“ vill eiga? Börnin sem slegist er um? Það eru til illa stödd böm á íslandi. í starfi mínu á barna- og ungl- ingageðdeild Landspítalans verð ég þráfaldlega vör við illa stödd böm. Oft er hægt að koma á breytingum til batnaðar en ekki nærri alltaf. Sárast er að vita böm búa við skað- vænlegar aðstæður árum saman án þess að geta veitt þeim þá hjálp sem þau þarfnast. Erfiðleikar og úrbætur Til barna- og unglingageðdeildar Landspítalans er leitað með böm og unglinga sem eiga í geðrænum erfiðleikum, vansæl börn sem hafa gripið til sinna ráða. Þau hafa ekki getað tileinkað sér þá færni í mann- legum samskiptum sem þjóðfélagið krefst af þeim og eiga því í ýmiss konar hegðunarvandamálum. Stundum eru það foreldrarnir sem verða varir við aö þroski barnsins gengur ekki nógu vel. E.t.v. lærir barniö ekki að hlýða og hemja skap sitt. Sum bamanna em hrædd og van- sæl eða þau geta ekki haft ofan af fyrir sér sjálf. Þau ná ekki að leika sér með öðrum börnum eöa era Kjallariim Halla Þorbjörnsdóttir í stjórn Barnaheilla stöðugt að lenda í útistöðum við allt og alla. í önnur skipti eru það fóstrur eða kennarar sem taka eftir því að ekki er allt með felldu. Þau hvetja því foreldra til að leita hjálp- ar með barnið. í enn öðrum tilfell- um eru það starfsmenn félagsmála- stofnana sem hvetja foreldra eða krefjast þess af þeim að þeir leiti með bamið hingað. Þegar hingað kemur er máhð börn fyrst rannsakað á göngudeild, talað er við barnið, fjölskylduna og þá aðila aðra sem tengjast baminu. Læknisskoðun er gerð og sálfræði- athugun. Oft þarf aö grípa til inn- lagningar til þess að fá nógu góða mynd af eríiðleikum barnsins. Síð- an er reynt að koma á þeim breyt- ingum á aðstæðum barnsins sem talið er að verða megi til úrbóta. Sum barnanna þurfa sérstaka með- ferð, æflngar, viðtalsmeðferð eða leikmeðferð. Flest barnanna þurfa sérkennslu og á deildinni er veitt umhverfis- meðferð sem felst í reglufestu, hlýju og mikilli samveru við einn fullorðinn. Meöferð hvers barns er sérstaklega sniðin að þörfum þess. Oftast gengur meðferðin nokkuð vel en tekur mismunandi langan tíma. Góð samvinna við foreldrana er algjört skilyrði fyrir því að með- ferðin beri tilætlaðan árangur. Oft er batinn háður því að foreldrarnir geti lært að bregðast öðruvísi við en þeir voru vanir áður. Uppeldi gerir kröfur Sum barnanna eiga foreldra sem hafa sjálfir verið vanrækt börn, era andlega veikir eða af öðrum ástæð- „Eru til illa stödd börn á Islandi?" um ófærir eða ófúsir til samvinnu og breytinga. Mörg bamanna eiga tvístraðar fjölskyldur og era hjá einstæðu foreldri. Þessir foreldrar era oft fólk sem sjálft hefur átt erf- itt frá fyrstu tíð, fólk sem hefur ekki notið ástríkis og kann því ekki að veita bömum sínum hæfilega blöndu ástríkis og aðhalds. Nokkur þessara bama hafa búið við svo erfið skilyrði að þau hafa skaðast alvarlega af umhverfi sínu. Þegar þaö gerist á unga aldri þarfn- ast þau mjög langvinnrar með- feröar og stundum getur verið um varanlega skaöa að ræða sem aldr- ei tekst að leiðrétta að fullu. Eins og að líkum lætur eiga foreldrar þessara barna sjálfir um sárt að binda og eru illa færir um að ala upp hvaða barn sem er, hvað þá barn sem á í erfiðleikum. Uppeldi þessara bama gerir miklar kröfur til uppalenda um ástríki og hlýju, um endalausa þohnmæði og úthald en líka um ákveðni og reglufestu. Það hefur þráfaldlega komið fyrir á undanfómum árum að á barna- og unglingageðdeild Landspítalans hafa komið börn sem ekki hefur verið hægt að útskrifa að rannsókn og meðferð lokinni vegna þess að þau áttu engan traustan forsjárað- ila sem gat tekiö við þeim. Þau áttu ekki foreldra sem vora færir um að ala þau upp og ekki heldur önn- ur skyldmenni sem gátu tekið þau aö sér. Þessi börn þurftu því að dveljast á deildinni miklu lengur en þeim var hollt á meðan verið var að finna þeim framtíðarheim- ih. Það tókst oftast en því miður ekki alltaf. Þessi börn höfum við kallað okk- ar á milh „vegalaus böm“. Þessi böm eru vægast sagt iha stödd. Þau era það erfið í uppeldi að ekki er hægt aö finna handa þeim fóstur- foreldra og um annan stað, svo sem meðferðarheimih, er ekki að ræða. Þaö er enginn staður til fyrir þau, þau era ekki munaðarlaus en þau era í raun enn verr stödd en mun- aðarlaus börn. Flest þessara bama gætu orðið nýtir þjóðfélagsþegnar ef þau fengju viðeigandi atlæti í 2-3 ár. Meðferðarheimih era að vísu dýr en það er líka dýrt að láta þessa einstaklinga og væntanlega afkom- endur þeirra eyðheggjast. Haha Þorbjörnsdóttir „Það hefur þráfaldlega komið fyrir á undanförnum árum að á barna- og unglingageðdeild Landspítalans hafa komið börn sem ekki hefur verið hægt að útskrifa að rannsókn og meðferð lokinni..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.