Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. Fréttir DV Svavar Gestsson um fomleifarannsóknir útlendinga: Aðalatriði hver hafi forræði yf ir rannsóknunum „Þaö er mesti misskilningur aö þetta mál lykti af innilokunarstefnu eöa slíku. Aðalatriðið er hver eigi að hafa íorræði ylir fomleifarannsókn- um á íslandi. Eigum við að hafa það eða einhverjir aðrir. í sjálfu sér er þetta því ekki deila um hvort útlend- ingar rannsaki hér hluti eða ekki. Deilan snýst um það hvort við fylgj- umst meö þeim rannsóknum sem hér fara fram og hvort við höfum upplýs- ingar um það sem kemur út úr þeim,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra í samtali við DV. Harðar deilur hafa sprottið upp um hvort veita eigi bandaríska fornleifa- fræðingnum Thomas McGovern leyfi til að stunda beinarannsóknir hér á landi. Meirihluti fornleifa- nefndar hafði samþykkt að veita McGovern leyfið en formaður nefnd- arinnar, Sveinbjörn Rafnsson, neit- aði að skrifa undir leyfisveitinguna og vísaði málinu til Þjóðminjaráðs, þar sem hann sjálfur á sæti. Þar var síöan úrskurðað aö McGovern hlyti ekki leyfið þar sem hann uppfyllti ekki það skilyrði nefndarinnar að kunna góð skil á íslensku og ís- lenskri menningarsögu. Fornleifa- nefnd fundaði síöan aftur um máliö og komst að sömmu niðurstöðu og áður. Þar sem formaður neitaði enn að skrifa undir leyfisveitingu var samþykkt aö senda máhð til úr- skurðar menntamálaráðuneytisins. Svavar sagði aö ráðuneytið hefði fengið skjöl málsins í hendur í gær- morgun og byijað væri að vinna úr þeim. Væri niðurstöðu að vænta í vikunni. „í raun og veru er prófmál á ferð- inni. Ný þjóðminjalög eru að taka gildi og það tekur tíma að átta sig á hvaða áhrif þau hafa. Menn virðast ekki hafa áttað sig nægilega á að þessar nýju reglur verður að virða. Nú vilja menn hins vegar láta reyna á lögin.“ Svavar sagöi að Thomas McGovem sem slíkur væri algert aukaatriði í málinu. -hlh ísaúörður: Gamla kirkjan varðveitt - efht veröur til samkeppni um hönnun nýrrar kirkju og safnaðarheimllis Hlynnr Þór Magnússon, DV, ísafirði: Sóknarnefnd ísafjarðar hefur sam- þykkt að efna til samkeppni um hönnun kirkju og safnaðarheimilis á lóðum safnaðarins á horni Sólgötu og Hafnarstrætis, þar sem gamla kirkjan og gamla safnaðarheimihð standa nú. Jafnframt samþykkti nefndin endurskoðuð drög að bygg- ingarforsögn kirkju og safnaðar- heimihs. Varðandi gömlu kirkjuna koma tveir kostir til áhta: Annaðhvort verður hún endurbyggð á nýjum stað ellegar tekin niður og viðimir settir í geymslu. Sóknarnefnd telur að það sé í valdi húsafriðunarnefndar hvorn þessara kosta skuli taka, en lóðina þarf að rýma fyrir 1. maí 1991 þegar framkvæmdir við nýbygginguna eiga aö heíjast. Isaíjarðarkirkja skemmdist mjög í eldi fyrir þremur árum. Talið var aö kveikt heíði verið í henni af ásettu ráði en það hefur aldrei verið upp- lýst. Deilur risu síðan um þaö hvort gert skyldi við kirkjuna eða ekki. Hönnuð var ný kirkja ásamt safnað- arheimih sem átti að rísa á uppfyh- ingunni framan við nýja Fjórðungs- sjúkrahúsið en söfnuöurinn afsagði Kirkjan á ísafirði sem skemmdist mjög í eldi fyrir þremur árum. DV-mynd EJ þann stað síðan í almennri kosningu. miklum meirihluta að reisa skyldi I vor var aftur á móti samþykkt með nýja kirkju á grunni hinnar gömlu. Umferöarslys: Færri alvarieg meiðsl í ár Talsvert færri hafa slasast alvar- lega í umferðarslysum hérlendis það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma í fyrra. í ár hafa 82 einstaklingar orðið fyrir alvarleg- um meiðslum en á fyrstu sex mán- uöum ársins 1989 höíðu 125 ein- staklingar meiðst alvarlega í um- ferðarslysum. Svipaður fiöldi banaslysa hefur átt sér stað það sem af er þessu ári og á sama tíma á síðasta ári, en frá áramótum nú hafa 13 manns látist. Flestir hafa látið lífið í umferðar- slysum í Árnessýslu, 6 manns, og 4 í Húnavatnssýslu. Mun meira hefur orðið um slys á ungu fólki á aldrinum 17-20 ára á þessu ári en fyrstu G mánuði síðast- hðins árs. Hugsanleg skýring á fækkun al- varlegra meiðsla í umferðarslysum frá í fyrra er að talsvert hærra hlut- fall þeirra sem slasast hafa í ár hafa notað öryggisbúnað. -RóG Söfnun vegna vinnuslyss Nú er farin af stað söfnun th styrktar fiölskyldu mannsins sem lenti í vinnuslysinu á bænum Kverná við Grundarfiörö síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn, Ragnar R. Jóhannsson, bóndi á Kverná, missti vinstri hönd- ina fyrir ofan olnboga þegar hann festi hana í drifskafti á dráttarvél. Að sögn Guðfinnu Jóhannsdóttur, konu Ragnars, er hðan hans eftir atvikum góð og er hann þegar kom- inn á fætur. Ragnar og Guðfinna eiga fiögur börn. Sex ára, þriggja ára og þriggja mánaða gamla tvíbura. Þeim sem vilja leggja fiölskyldunni liö er bent á að opnaður hefur verið reikningur númer 1714 í Samvinnu- bankanum í Grundarfirði. BÓl I dag mælir Dagfari Það er einkennilegt með pólitíkina. Þar má aldrei segja satt, hvað þá að menn segi hug sinn, öðruvísi en aht fari í bál og brand. Stjórn- málamenn geta farið með hálf- kveðnar vísur. Þeir geta logið upp í opið geðið á kjósendum og enginn gerir neitt. En þegar einhverjum pólitíkusnum ratast satt á munn ætlar allt vitlaust aö verða. Þannig fór fyrir viðskiptaráö- herranum breska sem fyrir ein- hvern misskilning sagði það sem honum finnst um Þjóðveija. Ridley heitir hann, þessi ógæfusami stjórnmálamaöur sem lét glepjast til að segja sannleikann. Hann sagði aö Þjóðverjar væru að taka völdin í Evrópu, hann sagði að Frakkar væru eins og kjölturakkar í höndunumn á þeim þýsku. Hann varaði landa sína, Breta, við því að gefast upp fyrir Þjóðveijum þegar þeír væru orðnir sameinaöir á nýj- an leik og sölsuðu undir sig yfirráð í heiminum. Það er alveg eins hægt að afsala sér forræði í hendur Hitl- er, sagði Ridley. Það kemur í ljós að Ridley karl- inn talar ekki aðeins fyrir sína hönd. Hann talar fyrir hönd stórs hluta bresku þjóðarinnar sem er sama sinnis samkvæmt skoðana- Satt skal kyrrt liggja könnunum. Ridley er að. lýsa ótta Breta og þorir að koma til dyranna eins og hann er klæddur. En þetta má ekki í stjórnmálunum. Það má ekki segja sannleikann. Það er ljótt að tala hla um Þjóðveija og það má ekki móðga Frakka. Thatcher reyndi í fyrstu að halda hlífiskhdi yfir ráðherranum sínum og kolleg- ar hans í þinginu gáfu það í skyn að Ridley hefði verið fullur þegar viðtahð fór fram. En allt koma fyr- ir ekki. Ridley mátti taka pokann sinn. Það var svo eftir öðru að Verka- mannaflokkurinn með Kinnock í broddi fylkingar tók undir hræsn- issönginn gegn Ridley og krafðist afsagnar hans. Sjálfskipaðir full- trúar verkamannanna og alþýð- unnar í Bretlandi gátu auðvitað ekki á sér setið til að sparka í ráð- herrann, enda þótt hann hefði þau ummæh uppi sem allur þorri Breta vhdi sagt hafa. Það varð að bakka Þjóðveijana upp th að koma höggi á einn íhaldsmann. Nú má vel vera að Ridley hafi verið fuhur þegar hann lét Þjóð- veijana hafa það. Þaö má vel vera að blaðamaðurinn hafi lagt honum orð í munn. En hinu verður ekki mótmælt að öh Evrópa óttast upp- gang Þjóðverja um þessar mundir og hefur áhyggjur af aumingjaskap annarra Evrópuþjóða gagnvart yfirráöum Þjóðveija. Síðast þegar Þjóðveijar skipulögðu útþenslu þýska ríkisins beittu þeir skrið- drekum og leifturstríði á vígvelUn- um. Þeir voru þá svo óheppnir að hafa hálfbijálaðan mann th að stjóma þessum vígbúnaði. En þótt sagnfræðingar og skriftafeöur hafi kastað öllum sínum syndum á bak við Hitler þá mega menn ekki gleyma því að Hitler var ekki einn og hefði aldrei komist með landa- mæri Þýskalands th Moskvu ann- ars vegar og TripoU hins vegar nema vegna þess að þýska þjóðin stóð með honum. Nú hafa þeir skynsamari menn við stjórnvöUnn sem sjá og skilja að vígbúnaður og vopnavald er óþarfi. Evrópa liggur hundflöt fyrir þeim í efnahagslegum og póUtísk- um skilningi. A sínum tíma var það aðeins einn maður í Bretlandi sem varaði við yfirgangi Þriðja ríkis Hitlers. Það var Winston Churchhl sem talaði fyrir daufum eyrum þeg- ar hann sagði að England svæfi. Honum var sparkað út í ystu myrk- ur þangað til allt var um seinan. Svo virðist sem sagan sé að end- urtaka sig. Ridley þorir að segja sannleikann um Þjóðveijana og hunum er samstundis sparkað. Kannske var hann fullur. Það var Churchhl líka. Kannske það þurfi fulla menn til að hafa hugrekki til aö segja satt. Ef menn ætla að halda lífi í póht- ík eiga þeir að þegja eða í besta falh að tala sér þvert um geð. Þetta kunna íslenskir stjómmálamenn, enda halda þeir lengst lífi í póUtík- inni sem kunna að þegja þunnu hljóði þegar sannleikurinn er ann- ars vegar. En það er ekki eins vist aö þjóðirnar og kjósendumir og fullveldi ríkjanna haldi lengi lífi ef og meðan sú stefna er ráðandi að reka hvem þann úr embætti sem opnar á sér túlann th að segja hug sinn, fullur eða ófullur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.