Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. 25 Sviðsljós Góð mæting Góustaðafólks Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirði: Niðjamót Sveins og Guðríðar á Góu- stöðum í Skutulsíirði var haldið ný- lega. Þar komu saman synir þeirra, hinir landskunnu Góustaðabræður, með fjölskyldur sínar. Alls voru þetta nær hundrað manns og var mætingin um 95%. Góustaðafólkið kemur saman á fimm ára fresti og var þetta mót hið þriðja í röðinni. Bræðumir á Góustöðum voru sjö. Einn dó ungur en sex komust upp og eignuðust afkomendur. Einn bræðranna lést fyrir fáum árum, Guðmundur Sveinsson í Netagerð Vestijarða, fyrrum forseti bæjar- stjórnar á ísafirði. Tjaldað var á Góustaðatúninu. Mótinu stjómaði elsta barnabamið, Magni Guðmundsson, Sveinssonar. Margt var til skemmtunar, svo sem kvöldvaka þar sem hver ættbálkur kom með sín skemmtiatriði, dans- leikur, ratleikur, grillveisla og farið í gönguferð upp í Naustahvilft. Ólyginn sagði... Díana prinsessa ætlar að leggja reykingamönnum lið í baráttunni við reykinn. Henni finnst ekki nægilega mikið gert til að aðstoða þá sem vilja hætta að reykja. „Nauðsynlegt er að hvetja reykingamenn til að hætta þessum ósið og gera þeim ljósa hættuna af reykingum," segir Díana. Hún sjálf hefur að- eins einu sinni prófað að reykja og með þeim árangri að hún hef- ur aldrei viljað reyna það aftur. Díana kveðst hissa á þvi hvað margir þjást af lungnakrabba- meini. Hún vill að meira fé verði lagt í forvarnarstarf. Sjálf hefur hún boðist til að leggja fram krafta sína í baráttunni við reykinn. Niðjamót: Kennedyfjölskyldan: Keith Richards gítarleikari Rolling Stones skarst illa á fingri á tónleikum í síðustu viku. Af þeim sökum varö að fresta tónleikum í London þar sem 72.000 manns höfðu tryggt sér miða. Keith segir fmgurinn hafa blásið út eins og fótbolta. Hann vildi ekki hætta við tónleik- ana í London en læknar ráðlögðu honum að láta það vera að spila í nokkra daga. Gítarleikarinn frægi skarst á gít- arstreng og óhreinindi komust í sárið. Keith var miður sín yfir að þurfa að fresta tónleikunum sem uppselt var á. „Þetta eru fyrstu tónleikamir í 27 ár sem ég forfall- ast á,“ sagði Keith. Samband Keiths og Micks Jagger hefur batnað mrkiö. „Við eigum ekki í vandræðum með að spila saman. Vandamálið er þegar við vinnum ekki saman,“ sagði Keith. Michael Jackson þykir frekar sérvitur maður. Nú vill hann endilega eignast tvo pokabirni frá Ástraliu. Hann hef- ur reynt hvað hann getur til að fá birnina en allt kemur fyrir ekki. Þessir birnir éta aðeins lauf af ákveðinni tegund gúmmítrjáa frá Ástralíu. Michael hefur mildð reynt að rækta þessi tré á bú- garði sínum en ekkert gengur. Illa gengur að fá leyfi ástralskra yfirvalda til að flytja dýrin til Bandaríkjanna. Jackson sendi meðal annars pappíra til ástr- alskra yfirvalda um að hann hefði eins góða aðstöðu og dýra- garður. Enn hefur ekki tekist að fá leyfi en Michael hefur eflaust einhver ráð í pokahorninu. Fimm Góustaðabræður, synir Sveins og Guðríðar, og tveir menn að auki. Talið frá vinstri: Ólafur á Árbæ, frændi Góustaðabræðra, Þorsteinn Sveins- son, fv. kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum, Ólafur Sveinsson, læknir á Sauðár- króki, Vilhjálmur Sveinsson, fiskverkandi í Hafnarfirði, Pétur Pétursson á Grænagarði, fósturbróðir þeirra, Sigurður Sveinsson, útgerðarmaður á ísafirði, (sem enn er með búskap á Góustöðum) og Gunnar Sveinsson, fv. kaupfélagsstjóri í Keflavík. DV-mynd HlynurÞór Mótsgestir i hlaðvarpanum á Góustöðum. Yngstu niðjarnir eru í vögnum sínum til beggja hliða. DV-mynd Hlynur Þór Tvö af börnum Rose Kennedy, Edward M. Kennedy í miðjunni og Eunice Kennedy Shriver lengst til hægri, ásamt barnabörnum Rose þeim Edward yngri, Christopher, Patrick og Robert F. Kennedy yngri. Meðal gesta í afmælisveislunni voru dótturdóttir Rose Kennedy, Maria Shriver, ásamt eiginmanninum Arnold Schwarzenegger. Með þeim var dóttir þeirra, Katherine Eunica, sem virðist hissa á öllu tilstandinu. Símamyndir Reuter Stór afmælisveisla Þijár kynslóðir héldu upp á 100 ára afmæli Rose Kennedy um síðustu helgi. Rose er ættmóðir einnar þekkt- ríkj anna ustu stjórnmálafjölskyldu Banda- tvenna. og hefur lifað tímana Börn, barnabörn og barnabarnabörn Rose Kennedy samankomin í tilefni aldarafmælis Rose. Um 350 manns mættu til veislunn- ar. Þar á meðal voru börn, barnabörn og barnabarnabörn Rose. Hún verð- ur 100 ára þann 22. júlí en þá verður veisla fyrir nánustu fjölskyldumeð- limi. Veislan var haldin í Hyannisport í Massachusetts. Þorpið er á Cape Cod skaganum á austurströnd Banda- ríkjanna. Rose sjálf tók ekki þátt í hátíðarhöldunum. Hún lá í rúminu eftir veikindi. Fyrr hafði verið haldin samkoma þar sem fjögur börn Rose, 28 barnabörn og 22 barnabarnabörn voru saman komin. Edward Kennedy sagði að öll fjöl- skyldan ætti að taka sér þessa „ungu“ konu til fyrirmyndar. Móðir hans væri 100 ára ung. Hann sagði að áhrif og mikilvægi hennar yrði meira og meira með hverju árinu sem liði. Rose hefur alið upp metnaðarfull börn og verðandi stjórnmálamenn. Hún hefur horft á eftir tveimur son- um sínum í hendur morðingja, þeim John F. Kennedy forseta og Robert F. Kennedy þingmanni. Einkalíf Kennedyfólksins hefur meira og minna verið opinbert og fátt gerist án þess að pressan komist að því. Rose sjálf segist vera móðir að atvinnu og kýs að halda sig utan sviðsljóssins. „Eg vil frekar vera móðir forseta heldur en forseti," sagði hún einu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.