Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. Viðskipti______________________________________________________________________________dv Tekjur bæjarstjóra á landinu: Hæst launuðu bæjarsljórarnir með um 400 þúsund á mánuði - Geirdal efstur en Davíð mun lægri með tæpar 300 þúsund krónur á mánuði Hæst launuðu bæjarstjóramir á landinu eru möð um 400 þúsund krónur á mánuði í laun. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, er með hæstu laun bæjarstjóra á landinu, eftir þvi sem DV kemst næst, eða um 407 þúsund krónur á mánuði. Risna og bílastyrkur eru reiknuð hér inn í. Sömuleiðis eru laun hans sem bæjarráðsmanns og bæjarfulltrúa inni í þessari upphæð. Davíð Oddsson, borgarstjóri,—í Reykjavík, er meö nokkru lægri laun eða 293.018 krónur í laun á mánuði sem borgarstjóri. Það eru sömu laun og forsætisráðherra. Sigurður Geirdal fær mest Laun bæjarstjóra eru nokkuð mis- jöfn í landinu. Stærstu kaupstaðir landsins, eins og Kópavogur, Akur- eyri, Hafnarfjörður, Seltjamames og Garðabær, borga best. Laun bæjar- stjórans í Kópavogi, Sigurðar Geird- al, em gefin upp og koma fram í fund- argerð bæjarstjómar. Akureyringar gefa ekki upp laun síns bæjarstjóra. Og Halldór Jónsson, nýráðinn bæjar- stjóri á Akureyri, sagði við DV í gær að hann hti svo á að laun bæjarstjóra væm einkamái hans og bæjarráðs og því gæfi hann þau ekki upp - ekki að svo stöddu að minnsta kosti. Mið- að við það sem gengur og gerist á eyrinni er Halldór örugglega ekki með undir 300 þúsund krónur á mán- uði þegar allt er tínt til. Laun Hall- dórs munu vera á sömu nótum og hjá Sigfúsi Jónssyni, forvera hans. Þess má geta að Halldór tekur við starfi bæjarstjórans á Akureyri í næsta mánuði. Guðmundur Ami Stefánsson Guðmundur Ámi Stefánsson, bæj- arstjóri í Hafnarfírði, gaf hins vegar upp sín laun í samtali við DV í gær en að vísu er ósamið við hann um launin fyrir þetta kjörtímabil. En laun Guðmundar em með öhu um 370 þúsund krónur á mánuði. Inni í þessari upphæð em risna, bílastyrk- ur og laun sem bæjarfuhtrúi og bæj- arráðsmaður. Grunnlaim bæði Sigurður Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi, og Guð- mundar Árna Stefánssonar em á sömu nótum og alþingismenn hafa eða rúmlega 161 þúsund krónur á mánuði. Geirdal hefur síðan 75 fasta yfirvinnutíma en Guðmundur Árni er með aðeins færri fasta yfirvinnu- tíma eða 55 tíma aUs. Þetta em hin raunverulegu föstu laun en að auki hafa þeir risnu upp á 15 þúsund krón- ur á mánuði. Svo og bílastyrk. Hér er risnan og bílastyrkurinn tekinn með sem laun þrátt fyrir að hvort tveggja sé í raun greiösla fyrir út- lagðan kostnað þeirra í beinum tengslum við starf þeirra. Þeir Geirdal og Guðmundur eru líka bæjarfulltrúar Þá hafa þeir Sigurður Geirdal og Guðmundur Ámi bæði laun sem bæjarfuUtrúar og bæjarráðsmenn. Þannig fær Geirdal um 22 prósent af launum alþingismanns, um 35 þúsund krónur á mánuði, í laun sem bæjarfuUtrúi og 28 prósent af al- þingismaimslaunum, 45 þúsund á‘ mánuði, fyrir að vera í bæjarráði. Það em fyrst og fremst laun Sigurðar og Guðmundar Áma sem bæjarfull- trúa og bæjarráðsmanna sem lyfta launum þeirra upp fyrir aöra bæjar- stjóra á landinu, þá sem ekki era svonefndir póUtískir bæjarstjórar. Laun Davíös Laun Davlðs Oddssonar borgar- stjóra, samkvæmt launadeild Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, er hæst launaði bæjarstjóri lands- ins, eftir því sem DV kemst næst, með um 407 þúsund krónur á mánuði. Inni í því eru risna og bilastyrkur og laun hans sem bæjarfulltrúa og bæjarráðs- manns. Fréttaljós Jón G. Hauksson Reykjavíkurborgar í gær, eru 293.098 krónur á mánuði. Þetta em sömu laun og forsætisráðherra hefur. Dav- Laun Geirdals Dagvinna................161.000.- Föst yfirvinna..........121.000.- Risna....................15.000,- Bílastyrkur..............30.000.- BæjarfuUtrúi..............35.000. Bæjarráð.................45.000.- Samtals.................407.000,- Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, er með um 368 þús- und krónur á mánuði. Inni í þessum launum eru risna, bílastyrkur og laun hans sem bæjarfulltrúa. Daviö Oddsson fær sömu laun og forsætisráðherra eða 293.018 krónur á mánuðí fyrir starf sitt sem borgarstjóri. íð þiggur ekki laun.sem borgarfull- trúi. Þá er hann ekki með bílastyrk þar sem borgarstjóri fer leiðar sinnar í bílum Reykjavíkurborgar þegar hann gegnir embættisverkum sín- um, Varöandi bilamáhn má ætla aö þaö sé mun dýrara fyrir skattgreiðendur í Reykjavík að halda úti sérstökum bUum og bílstjóra fyrir borgarstjóra en til dæmis skattgreiðendur í Kópa- vogi og Hafnarfirði þar sem bæjar- na eigin bfla og iaatyrk, fá á móti greiddan l Laun flestra eru á bilinu frá 250 til 300 þúsund Laun flestra bæjarstjóra á landinu virðast, eftir því sem DV kemst næst, vera á biUnu 250 til 300 þúsund krón- ur. í stærri bæjarfélögum er talan oftast í kringum 300 þúsund kónur. í þeim minni er algeng tala um 230 til 250 þúsund krónur. Ekki er úr vegi að ætla að bæjar- stjóri í stóru bæjarfélagi hafi í fleiri hom að Uta og því meira að gera en bæjarstjóri í Utlu samfélagi. Meö öðr- um orðum; að það sé rökrétt að bæj- arstjórar í stórum bæjarfélögum hafi hærri laun en bæjarstjórar í minni bæjum. Góð kosningaúrslit gefa ekki hærri laun Á vissan hátt er það athygUsvert að pólitískir bæjarstjórar meta ekki eftirspurnina eftir þeim í vinnu, þeir tengja ekki laun sín við úrsUt kosn- inganna. Þannig er ljóst að sjálfstæð- ismenn með Davíð Oddsson borgar- stjóra í fararbroddi unnu kosninga- sigur í Reykjavík og sömuleiðis kratar í Hafnarfirði með Guðmund Árna í broddi fylkingar. Ljóst er að kjósendur hafa með atkvæði sínu verið að segja að þessir menn hafi staðið sig vel í starfi og að ánægja sé með verk þeirra. Samkvæmt markaðslögmálum þýðir þetta að það er mikfi eftirspum eftir þeim í þessi tilteknu störf og jafnframt að þeir stýri bæjarfélaginu í bæjarstjóm. Þeir bera sig saman Að sögn eins sveitarstjórnarmanns miða bæjarstjórar sig nokkuð saman í launum. Laun alþingismanna, um i61 þúsund krónur á mánuði, em útgangspunktur flestra. Síðan kem- ur ofan á þessi laun föst yfirvinna, sem oftast er á biUnu 50 til 80 tímar á mánuði. Þetta er kjarninn í launum flestra bæjarstjóranna. Utan við þennan gmnn kann að vera að einhveijir bæjar- eða sveitar- stjórar nái fram sérsamningum eins og með húsnæði, mjög háan bUastyrk svo og greiddan ferðakostnað á ferðalögum þrátt fyrir að þeir fái dagpeninga greidda. DV hefur ekki vitneskju um að þessi atriði séu í einstökum samningum. Hvaö síðastnefnda atriðið, ferða- kostnaðinn, varðar er vert að minna á að alþingismenn, ráðherrar, bankastjórar og fleiri innan ríkis- kerfisins fá greidda dagpeninga að fuUu á ferðalögum þrátt fyrir að þeir leggi líka fram reUminga fyrir öUum ferðakostnaöinum og fái hann greiddan. Siðferðið á bak við þetta hefur margoft verið fordæmt. En með þessu eru hlutaðeigandi að ná fram skattlausum tekjum. Á dag- peninga er Utið sem greiðslu fyrir beinan kostnað og þeir eru því ekki skattskyldir. Fá háar tekjur en greiða líka mikla skatta Á þetta er minnst hér þar sem rauntekjur eru það sem skipta öUu máU þegar menn eru að semja um laun. Hvað fá menn í laun eftir skatta? Af háum launum eru miklir skattar greiddir. Miðað við að skatt- prósentan er rúmlega 39 prósent og persónuafsláttur 22 þúsund krónur á mánuði þarf að greiða næstum 100 þúsund krónur í skatta af300 þúsund króna launum á mánuði. Raunlaun eru því um 200 þúsund á mánuði. Röðin samkvæmt álögðu útsvari I fyrra Að lokum er rétt að minna á aö tímaritið Fijáls verslun birti síðast- Uöið haust yflrlit yflr laun nokkurra sveitarstjómarmanna, reiknuð út frá álögðu útsvari þeirra fyrir árið 1988. Þar var Guðmundur Árni Stef- ánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, með hæsta útsvarið. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, var í öðru sæti. Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjamamesi, og Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, vora í þriðja og fjórða sæti. Ingi- mundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, var í fimmta sæti. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5,5 lb 18 mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6 mán. uppsögn 2,53,0 Lb,Bb,- Sb Innlán meðsérkjörum 2,5-3,25 Ib Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 14,0 Allir Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverötr. júní 90 14,0 Verðtr. júni 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajúlí 2905 stig Lánskjaravísitala júní 2887 stig Byggingavísitala júlí 549 stig Byggingavísitala júli 171.8 stig Framfærsluvísitala júlí 146.4 stig Húsaleiguvisitala hækkar 1.5% 1 .júlí. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Einingabréf 1 4,979 Einingabréf 2 2,716 Einingabréf 3 3,277 Skammtímabréf 1,686 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,163 Kjarabréf 4,937 Markbréf 2,625 Tekjubréf 1,983 Skyndibréf 1,475 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,397 Sjóðsbréf 2 1,765 Sjóðsbréf 3 1,676 Sjóðsbréf 4 1,423 Vaxtarbréf 1,6930 Valbréf 1,5925 Islandsbréf 1,033 Fjórðungsbréf 1,033 Þingbréf 1,032 öndvegisbréf 1,031 Sýslubréf 1,034 Reiðubréf 1,021 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 462 kr. Flugleiðir 180 kr. Hampiðjan 162 kr. Hlutabréfasjóður 154 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 160 kr. Eignfél. Alþýðub. 115 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 157 kr. Eignfél. Verslunarb. 135 kr. Olíufélagið hf. 467 kr. Grandi hf. 172 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 500 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp=§parisjóðirnir, Nánsri upplýsingar um psniniamsrkað^ inn Þirtast i BV á fimmtudeuum,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.