Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. AfmæH Guðríður Stefanía Sigurðardóttir Guðríöur Stefanía Sigurðardóttir, fyrrv. stöðvarstjóri pósts og síma í Grundarfirði, Dalbraut 20 Reykja- vík, er áttræð í dag. Guðríður Stef- anía er fædd í Neðri-Tungu í Fróðár- hreppi á Snæfellsnesi og ólst upp á Haukabergi í Fróðárhreppi til níu ára aldurs en síðan í Suður-Bár í Eyrarsveit. Eftir barnaskólanám dvaldi Guðríður um tíma á prests- setrinu á Setbergi í Eyrarsveit hjá Hólmfríði Halldórsdóttur og naut tilsagnar hennar. Fyrstu búskapar- árin bjó Guðríður með manni sínum á Hálsi en 1944 fluttust þau í Grund- arfjörð (sem þá hét Grafarnes). Guð- ríður tók við starfi símstöðvarstjóra IGrundarfirði 1947 og gegndi því í þrjátíu ár. Eftir að Guðríður iét af störfum flutti hún til Reykjavíkur. Guðriður tók virkan þátt í félags- málum og var um tíma formaður kvenfélagsins í Eyrarsveit og átti sæti í skólanefnd. Einnig átti hún þátt í ötulu starfi sem unnið var til að koma upp kirkjubyggingu í Grundarfirði. Guðríður giftist 19. septmber 1931 Hallgrími Sveini Sveinssyni, f. 2. desember 1901, d. 16. ágúst 1986, b. í Hálsi í Eyrar- sveit. Foreldrar Hallgríms voru Sveinn Sveinsson, b. á Hálsi í Eyrar- sveit, og kona hans, Guðný Egg- ertsdóttir. Böm Guðríðar og Hall- gríms eru: Sigurður, f. 18. ágúst 1932, hafnsögumaður í Hafnarfirði, kvæntur Erlu Eiríksdóttur verslun- armanni og eiga þau þrjú börn og eittbarnabarn; Selma, f. 13. sept- ember 1934, fasteignasah í Banda- ríkjunum, gift Erastus Ruga endur- skoðanda og eiga þau tvö börn; Sveinn, f. 5. júh 1936, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, kvænt- ur Gerði Karítas Guðnadóttur skrif- stofumanni og eiga þau eitt barn og eitt fósturbarn; Ingibjörg, f. 7. októb- er 1937, skólaritari, gift Kristni Ól- afssyni tohgæslustjóra og eiga þau fjögur böm og eitt barnabarn; Halldóra, f. 28. ágúst 1942, hjúkruna- rfræðingur og ljósmæðrakennari í Englandi, gift Peter Lazlo verslun- arstjóra og eiga þau tvö börn; Guðni Eggert, f. 2. maí 1944, rafvirkja- meistari í Grundarfirði, kvæntur Bryndísi Theódórsdóttur og eiga þau þijú börn, og Hahgrímur, f. 12. október 1947, verkfræðingur, kvæntur Guðríði Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjög- ur börn. Systkini Guðríðar: Guð- mundur, f. 20. ágúst 1899, d. 1959, hálfbróðir, samfeðra, vélstjóri; Þor- kell Jóhann, f. 18. september 1908, verslunarmaður í Rvík, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur ljósmóðir; Pétur Kristþór, (tvíburabróðir Guð- ríðar), f. 17. júlí 1910, fyrrv. húsvörð- ur Alþingis; Halldór Eggert, f. 9. september 1915, fyrrv. alþingismað- ur og ráðherra, kvæntur Margréti Gísladóttur; Margrét, f. 5. júlí 1917, fyrrv. fulltrúi félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, giftÁsgeiri Markússyni verkfræðingi, og Þór- arinn Stefán, f. 31. janúar 1922, fyrrv. sveitarstjóri í Höfnum, kvæntur Þorbjörgu Daníelsdóttur. Foreldrar Guðríðar: Sigurður Eggertsson, f. 21. september 1876, d. 6. júní 1922, skipstjóri um langt árabil, síðast á Svaninum frá Breiðafirði, b. á Haukabrekku í Fróðárhreppi, síðar á Suður-Bár í Eyrarsveit, og kona hans, Ingibjörg Pétursdóttir, f. 6. janúar 1887, d. 9. ágúst 1959. Sigurður lést 1922, þá 45 ára, frá sex börnum á aldrinum 4 mánaða til 14 ára. Ingibjörg hélt áfram heimili með börnum sínum í Suður-Bár. Sigurður var sonur Egg- erts b. og formanns á Hvallátrum, Eggertssonar, og konu hans, Jó- hönnu Guðmundsdóttir, b. á Mela- nesi á Rauðasandi, Magnússonar. Móðursystkini Guðríðar: Sigþór skipstjóri og Sigurður Kristófer, skáld og guðspekingur. Ingibjörg var dóttir Péturs Frímanns, b. á Dahi, Guðmundssonar, b. á Hraunl- öndum, Jónssonar. Móðir Guð- mundar var Þórunn Friðriksdóttir, prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, Jónssonar, ætt- fóður Thorarensenættarinnar. Móðir Þórunnar var Hólmfríður Jónsdóttir, yaralögmanns í Víði- dalstungu, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ættföður Eyrar- ættarinnar. Móðir Ingibjargar var Guðriður Stefanía Sigurðardóttir. Þórkatla Jóhannsdóttir, b. í Foss- árdal, Þorsteinssonar, og konu hans, Þuríðar Þórarinsdóttur, b. á Geitahóh, Jónssonar, ættfóður Friö- riks Sophussonar og Jóhanns Gunnars Ólafssonar skálds. Guðríð- ur og Pétur, tvíburabróðir hennar,- munu taka á móti gestum í samko- musal í Miðleiti 5 nk. sunnudag, 22. júlí, frá kl. 15-18. Helgi Sæmundsson Helgi Sæmundsson, skáld og rit- stjóri, Miklubraut 60, Reykjavík, er sjötugurídag. Helgi fæddist á Stokkseyri. Hann Vcu: við nám við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1936-39 og lauk prófum frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1940. Helgi var blaðamaður við Al- þýðublaðið 1943-52, ritstjóri Al- þýðublaðsins 1952-59 og starfsmað- ur Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1959. Helgi var ristjóri tímaritsins And- vara 1960-72, sat í úthlutunarnefnd hstamannalauna 1952-78 og var oft formaður þar, sat í Menntamálaráði íslands 1956-59 og 1959-71 og var formaður þar 1956-59 og 1959-67, auk þess sem hann sat í dómnefnd um bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1961-72. Helgi var formaður Sambands bindindisfélaga í skólum og átti lengi sæti í stjóm SUJ og síðar í miðstjóm Alþýðuflokksins. Meðal rita Helga má nefna Sól yfir sundum, ljóð, 1940; Sjá þann hinn mikla flokk (undir dulnefninu Lúp- us) 1956; í minningarskyni, 1967; ís- lenskt skáldatal I-H (ásamt öðrum) 1973-76; Sunnan í móti, ljóð 1975; Fjallasýn, ljóð 1977; Tíundir, ljóð, 1979, og Kertaljósið granna, ljóð 1981. Þá hefur Helgi ritaö fjölda greina og ritgerða um bókmenntir, menningarmál og stjómmál í blöð og tímarit og flutt mörg útvarpser- ind, auk þess sem hann hefur þýtt fjölda bóka. Helgi kvæntist 23.10.1943, Valnýju Bárðardóttur, f. 24.10.1917, dóttur Bárðar Jónssonar, sjómanns og verkamanns á Helhssandi, og Guð- laugar Pétursdóttur. Helgi og Valný eiga sex syni á lífi. Synir þeirra: Helgi, f. 31.5.1944, fréttamaður hjá ríkissjónvarpinu, kvæntur Ásdísi Ásmundsdóttur kennara; Gísh, f. 14.10.1947,búsettur í Reykjavík; Sæmundur, f. 5.7.1949, stýrimaður, fórst í hafi 21.10.1973; Gunnar, f. 4.5.1951, útibússtjóri SPRON í Breiðholti, kvæntur Sigr- únu Þórðardóttur húsmóður; Óttar, f. 5.5.1953, leigubílstjóri í Reykjavík, kvæntur Ásdísi Stefánsdóttur versl- unarmanni; Sigurður, f. 1.10.1954, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs, kvæntur Önnu Ólafsdóttur röntgen- tækni, ogBárður, f. 30.7.1961, bankamaður í Reykjavík, kvæntur Svanhildi Jónsdóttur þroskaþjáifa. Auk þess létust tveir synir Helga og Valnýjar í frumbemsku. Helgi átti sex systkini en einn bróðir hans er látinn. Systkini Helga: Benedikt, vélstjóri á Akur- eyri; Anna, húsmóðir í Reykjavík; Guðrún, húsmóðir í Reykjavík; Ást- mundur, b. á Stokkseyri en hann er látinn; Þorvaldur, kennari í Vest- mannaeyjum og síðar í Reykjavík, og Ástbjartur, aðalgjaldkeri Véga- gerðarríkisins. Foreldrar Helga: Sæmundur Benediktsson, sjómaður og verka- maður í Baldurshaga á Stokkseyri og síðar í Vestmannaeyjum, og kona hans, Ástríður Helgadóttir húsmóð- ir. Sæmundur var sonur Benedikts, b. og formanns á Vestra-íragerði í Stokkseyrarhreppi, Benediktsson- ar, b. i Móakoti í Grindavík, Vigfús- sonar, b. í Móakoti, Péturssonar, b. Helgi Sæmundsson. á Vestri-Loftsstöðum, Þórðarsonar, kaupmanns og borgara í Þorláks- höfn, Gunnarssonar. Móðir Péturs var Guðríður Pétursdóttir, systir Sigurðar, föður Bjarna riddara Sí- vertsen. Móðir Sæmundar var Elín Sæ- mundsdóttir, b. á Fok í Hraun- hverfi, Kristjánssonar, b. á Stóra- Hrauni, Jónssonar, b. í Vorsabæjar- hjáleigu í Flóa, Bjarnasonar. Móðir Sæmundar á Fok var Salgerður Ein- arsdóttir, systir Þuríðar formanns. Ástríöur var dóttir Helga, sjó- manns og verkamanns á Helgastöð- um á Stokkseyri, Pálssonar, b. í Simbakoti, Guðnasonar, b. í Háholti á Skeiðum, Hafhðasonar, b. í Hró- arsholti, Nikulássonar. Móðir Helga á Helgastöðum var Ástríður Eiríks- dóttir, b. í Arakoti á Skeiðum, Guð- mundssonar. Móðir Ástríðar var Anna Diðriksdóttir, b. á Votmúla- koti, bróður Kristínar, langömmu Pálsísólfssonar tónskálds. Diðrik var sonur Jóns, hreppstjóra í Kols- holti, Bjamasonar, b. á Arnkötlu- stöðum, Björnssonar. Helgi er að heiman í dag. Júlíus Ingibergsson Júhus Ingibergsson, lengst af vél- stjóri og útgerðarmaður, Glaðheim- um 12, Reykjavík, er sjötíu og fimm áraídag. Júhus fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann byrjaði ungur til sjós og stundaði sjómennsku í fjörutíu ár, lengst af sem vélstjóri á Reyni VE15, frá 1946-67, en þar áður var hann skipstjóri á tveimur bátum Gunnars Ólafssonar kaup- manns. Júhus hóf útgerð ásamt fleiri 1942. Hann tók skipstjórapróf 1935 og vélstjórapróf 1937. Þegar Júlíus hætti 1 útgerðinni 1967 sá hann um útgerð hjá Eggerti Gíslasyni og Einari Ámasyni í fimmtán ár en starfaði síðan við Útvegsbankann í sex ár. Júhus kvæntist 1942, Elmu Jóns- dóttur, f. 21.12.1921, en hún er dótt- ir Jóns Tómassonar frá Reykjavík og Guðrúnar Hákonardóttur frá Háteigi á Akranesi. Til hamingju með daginn ------------------- Hjallavegi 3, Suðureyrarhreppí. 85 ára GunnarM.Theódórsson, Blönduhlíð 5, Reykjavík. Dagmar Hallgrímsdóttir, Lagarási 17,Egi]sstöðum. - 60 ára 80 ára Svanfríður Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Leifegötu 21, Reykjavík. Björg Jónsdóttir, Laugarnestanga 65, Reykjavík. Aðalheiður Magnúsdóttir, Hofi, Skagahreppi. Furulundi 13A, Akureyri. Karitas Rósa Jóhannsdóttir, Klapparstig 11, Árskógshreppi. 50 ára 7K ára f di d Ingólfur Hermannsson, Bakkahhð 1, Akurey ri. Aðalheiður Magnúsdóttir, Bólstaöarhhð 45, Reykjavík. Villa Guðrún Gunnarsdóttir, Aratúni 5, Garðabæ. Ásdís Kristjánsdóttir, 70ára Ennishhð 2, Ólafsvík. Hanna Maronsdóttir, Egiil Kristjánsson, ~ íiiioarvegi öy, ciiatsxiroi. Pétur Brynjolfsson Pétur Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri Hólalax á Hólum í Hjaltadal, til heimhis í íbúðarhúsi Grunnskólans á Hólum, er fimm- tugurídag. Pétur fæddist á Bíldudal og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskól- anum á Skógum 1957 og stundaði nám við Iðnskólann á Akureyri en þar lauk hann sveinsprófi í skipa- smiði 1961 og sveinsprófi í húsa- smíðum 1966 en Pétur er með meist- arabréf í báðum iðngreinunum. Pétur starfaði við smíðar á Akur- eyri og nágrenni til 1983, flutti þá tU Blönduóss þar sem hann sá um rekstur félagsheimUis og kvik- myndahúss staðarins auk þess sem hann starfaði við tæknideild Blönduósbæjar. Hann var svo ráð- inn framkvæmdastjóri Hólalax árið 1989 og hefur gegnt því starfi síðan. Kona Péturs er Sigfríður Angan- týsdóttir, f. 18.31945, kennari á Hól- um í Hjaltadal, dóttir Angantýs Hjörvars Hjálmarssonar kennara og Torfhildar Jósefsdóttur húsmóð- ur. Pétur og Sigfríður eiga þrjú börn. Þau eru Fríða, kennari í Glerárskóla á Akureyri, Pétur, nemi í tölvunar- fræði við HÍ, og Hjörvar, nemi í MA. Pétur á þrjár systur. Þær eru Sig- ríður Brynjólfsdóttir, skrifstofu- maður í Reykjavík, Gyða Brynjólfs- dóttir, bankaritari í Reykjavík, og Valgerður Kristín Brynjólfsdóttir, húsmóðir á hrossaræktarbúinu Ár- bakkaíLandsveit. Foreldrar Péturs eru Brynjólfur Eiríksson, f. 1913, vélstjóri, og Fríða Pétursdóttir, f. 1918, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af á Bíldudal en búa nú að Hvassaleiti 58 í Reykjavík. Foreldrar Brynjólfs voru Eiríkur Eiríksson, útvegsb. í Sperlahlíð og á Bíldudal, og Sigríður Brynjólfsdótt- ir frá Kaldbak í Landsveit. Fríða er dóttir Péturs Bjamason- ar, skipstjóra í Svalborg á Bíldudal. I tilefni afmælisins tekur Pétur á móti gestum á heimili sínu föstu- dagskvöldið 20.7. eftir klukkan 20. Petur Kristþor Sigurðsson Pétur Kristþór Sigurðsson, fyrrv. húsvörður Álþingis, Miðleiti 5, Reykjavík, er áttræður í dag. Pétur fæddist í Neðri-Tungu í Fróöárhreppi á Snæfehsnesi og ólst upp á Haukabrekku í Fróðárhreppi tíl níu ára aldurs en síðan í Suður- Bár í Eyrarsveit þar sem hann átti heima til fuhorðinsára. Pétur fór ungur th sjós og stund- aði sjómennsku tíl þrjátíu og þriggja ára aldurs en hóf þá verslunarstörf hjá útibúi Kaupfélags Stykkishólms í Grundarfirði. Hann starfaði þar samfleytt í sautján ár og var útibús- stjóri kaupfélagsins síðustu tíu árin. Árið 1960 flutti Pétur til Reykjavík- ur og starfaði þá m.a. í Gefjun um tíma. Pétur hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann var einn af stofnendum verkalýðsfélagsins Stjörnunnar í Grundarfirði og ritari í fyrstu stjóm þess. Hann sat um langt árabil í stjórn Hraðfrystihúss Grundaríjaröar og var í hrepps- nefnd Eyrarsveitar í tólf ár auk þess sem hann gegndi margvislegum öðmm trúnaðarstörfum. Þá var hann um langt árabil í forystusveit framsóknarmanna í Grandarfirði. Eftir að hann flutti suður sat hann m.a. í hreppsnefnd Kjalarneshrepps í fjögur ár. Pétur kvæntist 15. maí 1936 Guð- ríði Kristjánsdóttur, f. 29. ágúst 1911, en foreldrar hennar voru Kristján Jónsson, útvegsbóndi í Móabúð i Eyrarsveit, Jónssonar, ogkona hans, Kristín Gísladóttir, í Tröð Jónssonar. Börn Péturs og Guðríð- ar: Aðalsteinn, f. 7.9.1933, d. 9.1. 1985, læknir á Kleppjárnsreykjum og í Borgarnesi, var kvæntur Hall- dóra Karlsdóttur verslunarkonu og eignuðust þau íjögur börn; Ingi- björg, f. 19.8.1937, hjúkrunarkona í Garðabæ, gift Magnúsi Karh Pét- urssyni lækni og eiga þau fimm böm; Kristján, f.19.8.1938, skipstjóri á Akranesi, kvæntur Erlu Magnús- dóttur ritara og eiga þau tvö börn; Sigrún, f. 21.9.1939, ljósmóðir í Hafnarfirði, gift Birni Ólafssyni skólastjóra og eiga þau þrjú böm; Sigurður Kristófer, f. 4.12.1942, læknir á Akureyri, kvæntur Helgu Magnúsdóttur fóstru og eiga þau fjögur börn; Sigþór, f. 17.12.1943, Ph.d. efnafræðingur í Oxford, kvæntur Colleen Mary hjúkrunar- konu og eiga þau tvö börn, og Krist- ín Guðrún, f. 10.2.1949, lést tveggja vikna. Hálfbróðir Péturs samfeðra var Guðmundur, f. 20.K 1899, d. 1959.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.