Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. 3 Fréttir Mengun frá fyrirhuguðu álveri: 200.000 kíló af flúor árlega út í umhverfið - óvíst hvort krafa verður gerð um vothreinsibúnað Mengun frá álverum er einkum þrenns konar: flúormengun, brenni- steinsdíoxíðmengun (SO-2) og ryk- mengun. Aðalmengunarvaldurinn er ílúor. Hollustuvernd kemur til með að setja staðla um hversu mikil flúormengunin má vera. Talað er um að það verði eitthvað nálægt einu kílói af flúor á hvert framleitt tonn af áh. Það jafngildir þvi að 200.000 kíló af flúor sleppi árlega út í um- hverfið. Hollustuvemd þarf einnig að setja staðla um vatnsmengun, mengun í úrgangi, hvernig eftirliti verði hátt- að, hvaða rannsóknir verði gerðar áður en starfsemi hefst o.s.frv. Mengun frá álveri getur verið skaðleg gróðri, búfénaði og heilsu manna og er því reynt að draga úr henni með hreinsibúnaði. Sums stað- ar verður nauðsynlegt að stýra land- búnaðarstarfseminni í næsta ná- grenni við álverið og jafnvel leggja búskap af á sumum stöðum. Reiknað er meö því að álverið full- nægi kröfum um mengunarvarnir, hvar sem það verður reist, með þeim búnaði sem almennt er settur í ál- ver. Þá er aðeins átt við svokallaðan þurrhreinsibúnað. Þurrhreinsibúnaðurinn virkar í raun eins og kafíisía. Mörg lög af filt- erum eru sett fyrir útblásturinn og taka út fostu efnin, flúor og ryk. Efn- in era síðan endurannin og notuð aftur í vinnslunni. Þurrhreinsibúnaður er mjög dýr. Kostnaður við hann er örugglega ekki undir tveim milljörðum króna. Við það bætist kostnaður vegna loft- ræstikerfls og lokur á kerunum. Hins vegar verður að athuga það að aldrei er hægt að hreinsa allt flúor frá. Það skiptir því miklu máli hvað verður um þau efni sem sleppa út. Kerin eru Hans Brunhart, forsætisráðherra Liechtenstein, og kona hans komu í gær í opinbera heimsókn til íslands í boði Steingríms Hermannssonar forsætis- ráðherra. Þau verða hér fram á fimmtudag. DV-mynd JAK Synti sunnudags- sprettinn út í Vigur faga Dan, DV, faafirði' Kjartan Hauksson á ísafirði fékk sér sundsprett á sunnudaginn líkt og hann er vanur. í þetta sinn brá hann sér út í Vigur úr Tjaldstaðatangan- um, nesi milli Seyðisfjarðar og Hest- fjarðar sem er næst eyjunni en þó i tveggja kílómetra fjarlægð. Kjartan sagði að sjórinn hefði lík- lega verið um níu .stiga heitur og hann hefði ekki þurft að búa sig sér- staklega fyrir sundiö. Það var ágætis veður en svolítill straumur og bára. Kjartan er vanur kafari bg segir að þetta hafi í sjálfu sér ekki verið meira en vanalegt sund, þótt ekki sé endi- lega stefnt út í eyju. Hann var innan við klukkutíma á leiðinni. Laugames: Bátur tekinn ófrjálsri hendi Átján feta plastbát, sem stóð á kerra í Laugamesi í Reykjavík, var stolið aðfaranótt fimmtudagsins 28. júní. Báturinn, sem er hvítur aö Ut, er af gerðinni Flugfiskur. Eigandi bátsins var búinn að rífa aUar innréttingar úr honum. Ekkert hefur spurst til þeirra sem tóku bátinn og ekki er vitaö hvar hann er niðurkominn. Vitað er að hvítur bíll með R-númeri dró bátinn burt. -sme að jafnaði lokuð en þegar skipta þarf um rafskaut eða tappa málmi af ker- unum eru þau opin og þá sleppur alltaf eitthvað út. í því sambandi skiptir miklu máU hvemig veðurfarsskilyrði eru á við- komandi stað, ríkjandi vindátt, hversu opið svæðið er, hitafar o.fl. Þröngir daUr eru því ekki góðir kost- ir hvað þetta varðar. Gera má ráð fyrir að minnst eins til tveggja kílómetra belti umhverfis verksmiðjuna verði fyrir flúormeng- un. Hægt er að afskriifa það belti fyr- ir hefðbundinn landbúnað og að óæskilegt verði að fólk búi á því svæði. Þetta á þó aöeins við um opin svæði. í þröngum fjörðum getur þetta svæði verið sjö til átta kílómetr- ar. Ef hins vegar á að hreinsa brenni- steinsdíoxíð úr útblæstri þarf svo- kaUaðan vothreinsibúnað. Slíkur búnaður er notaður á nokkram stöð- um í heiminum, m.a. á Norðurlönd- unum. Sérstaklega er hann notaður þar sem byggö er nálægt álverum, viðkvæmur gróður eða há fjöll af- marka svæöið. Vothreinsibúnaðurinn virkar þannig að sjó er dælt í gegnum kerf- ið og saltið bindur SO-2 agnir sem síðan er dælt út í sjó. Með þessu er komiö í veg fyrir súrt regn þar sem þetta berst ekki út í andrúmsloftið og fellur því ekki til jarðar. Kostnað- ur við vothreinsibúnaðinn er hins vegar mikill, eða um einn milljarður króna, auk rekstrarkostnaðar, en sjódæling er nokkuð dýr. Ekki er búið að ákveða hvort kraf- ist verði vothreinsibúnaöar. íslend- ingar eru mjög smáir hvað shka mengun varðar en það gæti orðið pólitísk ákvörðun hvort íslendingar eiga að ganga á undan með góðu for- dæmi hvað umhverfisvernd varöar. -PÍ Það dettur engum í hug lengur að kaupa hjónarúm án þess að skoða úrval okkar fyrst og síðast. Víð bjóðum yður úrvals rúm - regluleg þægíndí í svefnherbergíð - val úr 40 tegundum setta. FAX 91-6735J1 SÍMI 91-681199 BÍLDSHÖFÐI 20 112 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.