Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. UtLönd Nokkrir helstu menn Samstööu i Póllandi stofnuðu í gær flokk sem styður Mazowiecki forsætísráð- herra. Yfir hundraö Samstöðu- menn, þar á meöal ritstjórinn Ad- am Michnik og kvikmyndaleik- stjórinn Andrzej Wajda stoíhuðu flokkinn Lýðræðishreyfingu borg- aranna. Talsmaður flokksins sagði að lögö yrði fram tiilaga um að stjóm- arskránni verði breytt svo að for- setinn verði kjörinn af þjóðinni en ekki af þingL Talsmaöurinn vildi ekki segja hvem hinn nýi flokkur vildi fá fyrir forseta en sagöi það myndu verða heiður fýrir flokkinn ef Mazowiecki gengi til liðs við hann. Lech Walesa, feiðtogi Samstöðu. Símamynd Reuter Dimitri Semjonov, sautján ára sovéskur flugræningi, verður afhentur sovéskum lögreglumanni á Arlandaflugvelli viö Stokkhóhn í dag. Þetta tilkynnti sænska utanríkisráðuneytið í gærkvöldi. Embættismaöur utan- ríkisráðuneytisins átti í gær viöræður við fuiltrúa Sovétríkjanna. Fékk emfaættísmaöurinn tryggingu fyrir því að þau skilyrði, sem sænska stjóm- in heföi sett fyrir framsali Semjonovs, yrðu uppfyllt. Sovésk yfirvöld hafa fallist á aö Semjonov verði eimmgis ákærður fyr- ir flugrán og ekki fyrir að hafa yfirgefið Sovétríkín ólöglega. Singh bar sigur úr býtum Lögregta reynir að halda aftur at stuðningsmönnum forsætisráðherra Indlands, V. P. Singh, fyrir utan heimili hans í gær. Símamynd Reuter Forsætisráðherra Indlands, V. P. Singh, hefttr sigrað aðstoðarforsætis- ráðherrann, Devi Lal, í baráttunni um völdin. Baráttan milli ráðherranna hafði þá staðið i fimm daga en hún hófst þegar Lal setti elsta son sinn, Chautala, aftur í embætti fylkisstjóra í Haryana tveimur mánuðum eftir að hann hafði verið látínn víkja. Flokkur Singhs hafði sakað Chautala um að hafa kynt undir ofbeldi í kosningabaráttu í fylkinu. Þrettán manns vora myrtir í kosningabaráttunni. Chautala sagði af sér í gær og var þar með stjómarkreppu afstýrt en fimmtán ráðherrar höföu sagt af sér til að mótmæla skipan hans í embætt- ifylkisstjóra á ný. Embættismaöur indversku stjómarinnar sagöí aö Singh hefði ekki samþykkt afsagnimar og að ráðherramir, flestír stuðnings- menn Singhs, myndu líklega hætta við að hætta. Þeir eru sagðir hafa sagt af sér tíl að neyða leiðtoga sinn til aö stöðva Lal sem hefur hug á forsætisráðherraembættinu. Sovétmenn fallast á aðild sameinaðs Þýskalands að NATO: Brautin rudd fyrir sameiningu Sovétríkin féllust í gær á aðild sameinaös Þýskalands í NATO, Atl- antshafsbandalaginu, og ruddu þar með úr veginum helstu hindran í sameiningu þýsku ríkjanna. Þá hefur og lokiö deilu vesturs og austurs um hernaðarlega stöðu sameinaðs Þýskaiands framtíðarinnar. Það vora þeir Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, sem skýrðu blaðamönnúm frá sam- komulagi sín á milli varðandi þetta mál í gær að loknum tveggja daga fúndi þeirra. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr rennur upp sá tími að sameinað Þýskaland verður aðili að NATO sé það vllji þjóðarinnar," sagði Gorbatsjov. Ljóst er aö með þessu hefur Kohl unnið sigur í sam- einingarbaráttu sinni. Sovétmenn setja skilyrði fyrir sam- þykkt sinni. Meðal þess sem kveðið er á um í samkomulagi Gorbatsjovs og Kohls er aö sameinað Þýskaland ákvarði sjálft hvaða bandalagi það eigi aðild að sem og að skyldum hemámsveldanna - Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Bretlands og Frakk- lands - í Þýskalandi ljúki í kjölfar sameiningar þýsku ríkjanna. Þá vilja Sovétmenn að að sovéskir hermenn geti verið á því landsvæði sem nú fellur undir austur-þýska stjórn í þrjú til fjögur ár og að engar her- sveitir NATO verði staðsettar á því landsvæði sem nú er Austur-Þýska- land á meðan þar eru sovéskir her- menn. Þess í stað verði þar þýskt herlið sem ekki verður ábyrgt gagn- vart hinu vestræna hemaðarbanda- lagi. Þá vilja Sovétríkin að Þjóðverjar fækki í herliði sínu á næstu 3-4 árum og að heildarfjöldi hermanna þýsku ríkjanna verði ekki meiri en 375 þús- und í samræmi við niðurstöður Vín- arviðræðnanna en þær snúast um fækkun hefðbundinna vopna. Að lokum gerir samkomulagið ráð fyrir að Þýskaland hvorki framleiði né eignist kjamorkuvopn né efnavopn. Leiðtogar NATO-ríkjanna fógnuöu mjög þessari ákvöröun Gorbatsjovs Sovétforseta. Þeir segja að hún muni hafa í fór með sér aukinn stööugleika á meginlandinu í kjölfar sameiningar þýsku ríkjanna og tryggja hinu vest- ræna hemaðarbandalagi hlutverk í nýrri Evrópu. Reuter Þeir Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, og Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, áttu tveggja daga við- ræður í Sovétríkjunum. Þeim viðræðum lauk með því að Gorbatsjov féllst á aðild sameinaðs Þýskalands að NATO, Atlantshafsbandalaginu. Símamynd Reuter Sprengjuhótun Bandaríska utanríkisráðuneytíð skýrði frá því í gær að ekki værí hægt að taka nýlega sprengjuhótun gegn bandaríska flugfélaginu Pan Americ- an alvarlega. Hótun hefur borist um að vél Pan Am ffá V-Þýskalandi veröi sprengd í loft upp einhvern næstu tiu daga. En talsmaður ráöuneyt- isins sagði aö eftír ítarlega könnun væri niðurstaðan sú aö hótunin væri ekki talin trúveröug. Talsmaðurinn sagði að ráðuneytiö hefði ekki látið frá sér viðvörun vegna hótunarinnar. En svo viröist sem bandaríska loft- ferðaeftirlitiö hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna hótunarinnar. Lekinn kannaður Skrifstofa breska forsætisráðu- neytisins hefur hafið rannsókn á því hvemig minnisblað frá fundi háttsettra embættísmanna stjóm- arinnar í mars komst f hendur flöl- miöla. Hvort málinu verður vísað til lögreglu fer eftir niðurstöðum þeirrar rannsóknar. Á þessu minnisblaði er skýrt frá matí fundarmanna á persónuein- kennum Þjóðverja, þeir sagðir „ágengir, frekir og þjást af minni- máttarkennd". Breska blaöið The Independent skýröi frá innihaldi minnisblaðsins á sunnudag. Þessi leki kom aðeins um sólar- hring eftir að Nicholas Ridley neyddist tíl aö segja af sér embættí vegna ummæla sinna um Þjóð- verja, sem hann sagði vera að reyna að ná yfirráðum í Evrópu, Frakka, sem hann sagði vera kjölturakka Þjóðverjanna, og em- Nícholas Ridtey, fyrrum iðnaðar- og víðskiptaráðherra Breta. Teikning Lurie bættísmenn Evrópubandalagsins, sem hann líkti við Adolf Hitler. Embættismenn segja að fyrmefht minnisblað hafi einungis verið ætlað háttsettum stjómarmönnum, einkum í utanríkis- og varnarmálaráöu- neytinu. Flóttamennirnir farnir Tólf kúbanskir flóttamenn, sem leitað höfðu hæhs í sendiráði Tékka í höfuðborg Kúbu, yfirgáfu sendiráð- ið af fúsum og frjálsum vilja í gær- kvöldi að því er skýrt var frá í frétt- um Prensa Latina, hinnar kúbönsku fréttastofu í morgun. Tólfmenning- amir gáfu sig skilyröislaust á vald kúbanskra yfirvalda og vegna þessa verður þeim ekki refsað sagöi í yfir- lýsingu kúbanska utanríkisráðu- neytisins. Enn eru fimm flóttamenn í húsi tékkneska sendifulltrúans í höfuðborginni sagði í yfirlýsingianni. í gær héldu sjö flóttamannanna fimm tékkneskum sendiráösstarfs- mönnum og kúbönskum flóttamönn- um í gíslingu í fimm klukkustundir og kröfðust flugvélar tO aö komast úr landi. Mennirnir hótuðu að sprengja sendiráðið yrði ekki gengið að kröfum þeirra. Kúbanska stjórnin sagði aö flóttamönnunum yröi ekki heimilað að fara úr landi og slepptu mennimir gislum sínum í gærkvöldi. Reuter Sleppt úr fangelsi í Irak írösk yfirvöld kváðust í gær vonast til að lausn bresku hjúkranarkon- unnar Daphne Parish, sem dæmd hafði verið til fimmtán ára fangelsis- vistar fyrir að hafa aðstoðað meintan njósnara, yröi til að bæta samskiptin mifli yfirvalda í Bagdad og London. Parish var handtekin ásamt blaða- manninum Farzad Bazoft eftir að hafa ekið honum að herstöö í írak tíi að kanna hvað hæft væri í fregn- um um sprengingu í henni. Bæöi vora þau dæmd í mars og Bazoft var tekinn af lífi skömmu síðar. Parish var látin laus í gær að beiðni Ken- neths Kaunda, forseta Zambíu. Eig- andi breska blaösins The Observer, sem Bazoft vann fyrir, er gamall vin- ur Kaunda. Bretar kölluðu heim sendiherra sinn frá írak eftir aftöku Bazofts. Sendiherrann sneri þó aftur til Bagdad í maí til aö reyna að bæta samskiptin og til að reyna að tryggja lausn Parish. Samskiptin milli íraks og Bretlands versnuðu hins vegar aftur eftir að breskir tollverðir fundu, að því er þeir sögðu, búnað í kjamorkuvopn sem fara átti til ír- aks. Breska stjómin sagöi einnig aö hald hefði verið lagt á breska stálsív- alninga sem pantaðir hefðu verið af írökum. Þeir hefðu ætlað að nota þá við gerð stærstu byssu í heimi. Parish var látin laus um það bil viku eftir að sænskur ríkisborgari var tekinn af lífi fyrir meintar njósn- ir fyrir ísrael. Reuter Breska hjúkrunarkonan, Daphne Parish, sem írakar létu lausa í gær. Hún hafði verið dæmd í lífstíðarfang- elsi. Simamynd Rcuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.