Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 13
vxwwwww ÞBIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. 13 Lesendur Við innritun flugfarþega. - Þyngdarvottorð takk! Eða: Vinsamlega stíga á vigtina! - Eitthvað verður að gera, að mati bréfritara. Yflrvigt flugfarþega innan- eða utanklæða: Farþegar standi jafnt að vígi Daglaunamaður skrifar: Ég sá að einhver var að skrifa í DV um hvað það getur verið dýrt að vera með of þungan farangur þegar fólk ferðast með flugvélum. Það er svo sem ekkert undan því að kvarta þótt flugfélögin reikni sér ákveðnar tekj- ur af þessu, þar sem þungur farangur minnkar sjálfsagt möguleika þeirra á að flytja fragt með flugvélunum. Eitt er það hins vegar sem ég hef aldrei skihö, en það er að þyngd far- þeganna skuli ekki vera tekin með. Fyrir fáeinum árum dvaldi ég um nokkurra mánaða skeið í útlöndum. Eins og gefur að skilja var ég með töluverðan farangur þegar ég hélt heim eða þrjár ferðatöskur. Ég þurfti því aö borga fyrir yfirvigt og flaug heim með töskurnar mínar á rúm- lega einu og hálfu fargjaldi. Fyrir framan mig í röðinni á flugvellinum ytra var maður sem var með eina tösku. Hann greiddi því einungis eitt fargjald. Þessi maður var hins vegar um 120 kíló á þyngd. Ég er hins veg- ar ekki nema 70 kíló og þótt ég haldi á þremur ferðatöskum er ég eftir sem áður léttari en þessi maður. - Hann tók því meira af burðargetu flugvél- arinnar en ég, en eftir sem áður þurfti ég að greiða eitt og hálft far- gjald en hann aðeins einfalt. Ég skil ekki hvers vegna flugfélög- in vigta ekki farþega með töskum sínum svo að hver um sig greiði réttl- átan hluta af kostnaði við ferðina. Það er eins og flugfélögin líti á það sem einhverjar náttúruhamfarir að fólk leggist í spik. Eins og það sé eitt- hvað sem fólk ræður ekki við og því þurfi að deila byrðinni á allan al- menning. Það er hins vegar löngu þekkt hvað veldur því að fólk fitnar. Það borðar einfaldlega meira en það þarf. - Fólk getur því minnkað átið eða hreyft sig meira til að halda sér í eðlilegu ástandi. Mér finnst því réttlátt að þeir sem bera yfirvigtina innan klæða greiði fyrir hana á sama hátt og þeir sem hafa hana með sér í töskum. Það örlitla hlutfall af feitu fólki sem getur lítið að líkamsþyngd sinni gert, t.d. vegna rangra efnaskipta eða þvílíku gæti hins vegar fengið sérstaka passa frá landlæknisembætinnu, og með framvísun þeirra fengið yfirvigtina endurgreidda frá Almannatrygging- um. Kennarar Kennara vantar til starfa við Seyðisfjarðarskóla næsta vetur. Um er að ræða kennslu yngri barna. Boðið er upp á ódýrt húsnæði og greiddur flutnings- styrkur. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-21365 og yfirkennari í síma 97-21351. Kennarar Grunnskóli Beruneshrepps í Hamraborg auglýsir eft- ir kennara í ca 2/3 stöðu. Ennfremur laus fleiri störf við skólann. Starfinu fylgir frí íbúð í skólahúsinu. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-88988 og skólanefndarformaður í síma 97-88978. Umsóknar- frestur til 3ja ágúst. mffrc /Ukcnú, AÖeins þab hœfír þeim bestu Hoffell INNLENT FERÐABLAÐ II Miðvikudaginn 25. júlí nk. mun annað innlent ferðablað íylg'a DV í blaðinu verður fjailað um útihátíðir um verslunarmannahelgina (4.-6. ágúst) en meðal annars efnis verður til dæmis fjallað um grill og girnilegar griliuppskrift- ir, nesti ferðalangsins og útbúnað, kort um ferða- möguleika, þ.e. rútuflug og ferjur, minnislista ökumannsins, Breiðafjarðareyjar hellaferðiro.fl. o.fl. ✓ Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að augiýsa í þessu aukablaði, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DVhið fýrsta i síma 27022. Ath! Skilafrestur auglýsinga er til 19. júii. Auglýsingadeild Bili bíllinn getur rétt staðsettur VIÐVÚRUNAR ÞRÍHYRNINGUR skipt öllu máli ulUMFERÐAR Uráð Nauðungaruppboð á eftirtalinni fasteign fer fram að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, mánud. 23. júli ’90, kl. 10.00: Kveldúlfsgata 26, 3.h C, Borgamesi, talinn eigandi Guðbjörg Erlendsdótt- ir. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Gísli Kjartans- son hdl. og Lögmannsstofan, Lauga- vegi 178, R. Lundur 2, Lundarreykjadalshreppi, talinn eigandi Snorri Stefánsson. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Baldur Guð- laugsson hrl. Engjaás 1, Borgamesi, þingl. eigandi Loftorka hf. Uppboðsbeiðendur eru Iðnlánasjóður og Byggðastofhun. Sýsluraaður Mýra- og Borgar§arðarsýslu Reitur, Reykholtsdalshi-eppi, þingl. eigandi Þórðui' Þórðarson. Uppboðs- beiðendui' em Innheimtudeild ríkis- sjóðs og Búnaðarbanki íslands. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, mánud. 23. júlí ’90, kl. 10.00: Björk, Reykholtshreppi, þingl. eig. Jón Péturss., Þórvör E. Guðmundsd. Uppboðsbeiðandi er innheimtumaður ríkissjóðs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.