Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGÚR 17. JÚLÍ 1990. Menning Fréttir Dráttlist frá Búlgaríu Þar til fyrir stuttu var Búlgaría tiltölulega lokað land í myndlistarlegum skilningi. Myndverk eftir búlg- arska listamenn voru sjaldséð utan landsins nema þá á alþjóðlegum graflksýningum sem stjómendur menn- ingarmála í Búlgaríu höfðu lagt blessun sína yfir. Hér undanskil ég að sjálfsögðu búlgarska útlaga eins og Chrysto. Að gamni mínu fletti ég gömlum sýningarskrám frá aðskiljanlegum grafíkbíennölum og tríennölum og skoðaði framlag Búlgara. Þar ber auðvitað mest á veikum með raunsæislegu yfirbragði sem þó eru ekki öll þar sem þau era séð. Inni í þeim er oft að finna ýmislegt sem ekki gengur alveg upp, sérkennilegar hræringar dauðra hluta, lúmskan útúrsnúning á venjubundnum samskiptum fólks og tilfæringum með rými sem ekki eru alveg samkvæmt reglunum. Ég hef sjálfsagt ekki verið einn um að flokka þessa útúrdúra búlgarskra listamanna undir súrrealisma og út af fyrir sig er sú flokkun ekki alveg út í hött. Ótrygg veröld í seinni tíð hefur hins vegar læðst aö mér sá grunur að þama hafi í raun verið um að ræða nokkurs konar andóf listamanna, meðvitaða eða ómeðvitaða tilburði til að sýna fram á ótrygga undirstöðu þess þjóðfélags- skipulags sem þeir bjuggu við. Mér datt þetta sísóna í hug þegar ég skoðaði htla sýningu á pennateikningum eftir búlgarska lista- manninn Jordan Sourtchev sem nú stendur yfir á neðri hæð Hafnarborgar í Hafnarflrði. MyndHst Aðalsteinn Ingólfsson I teikningum hans fer nefnilega saman fágætlega nákvæm úthstun á veruleika hlutanna og markviss viðleitni til að grafa undan þessum sama veruleika. Þó virðist myndveröld Sourtchves ekki vera framleng- ing á „hinu opinbera" heldur einkaleg og uppfuh með skáldskaparlegri launhelgi sem vörðuð er ýmislegum myndlyklum og leiðarhnoðum, logandi bátum, logandi tijám og öðru sem er fyrir ofan „venjulegan" skilning. Endurreisn í andlitsmyndum En ekki fer á milh máia næstum „endurreisnarleg" virðing Sourtchevs fyrir mannlegri ásjónu. Andhts- myndir hans eru eins og viðkvæmar helgimyndir, varla af þessum heimi en hafa þó til að bera sálfræði- lega áleitni. Og fyrst minnst er á helgimyndir þá eru einnig á sýningu Sourtchevs myndlýsingar úr Bibl- íunni þar sem skreytihst hinnar austrænu kirkjudehd- ar er notuð til áhersluauka. Það er óneitanlega fengur að því aö fá hingað snjall- an teiknara úr fjarlægum menningargeira eins og Búlgaríu. í thefni sýningarinnar hefur Sourtchev raunar gerft sér ferð hingað th lands. Er þetta í fyrsta sinn sem hann ferðast utan Búlgaríu. AI Andlát Elín Tómasdóttir andaðist á Drop- laugarstöðum 15. júlí 1990. Jóhannes Kristinsson skipstjóri, Bröttugötu 9, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu aðfaranótt 14. júlí. Halldór Vigfússon rafvirkjameistari, Smiðjuvegi 19, Kópavogi, andaðist í Borgarspítalanum 15. júh. Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Seyð- isílrði, Austurgerði 10, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, 13. júlí. Ásgeir E. Jóhannesson pípulagn- ingameistari, Seljalandsvegi 18, ísafirði, andaðist laugardaginn 14. júlí. Jón Sigurjónsson frá Bláfeldi, Kapla- skjólsvegi 27, andaðist laugardaginn 14. júh. Jarðarfarir Guðrún Þ. Guðjónsdóttir andaðist á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, 4. júlí sl. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey. Guðný Þorvaldsdóttir, Hrafnaghs stræti 33, Akureyri, sem lést í Fjórð ungssjúkrahúsinu á Akureyri 11 júlí, verður jarðsungin frá Háteigs kirkju fimmtudaginn 19. júlí kl. 13.30. Ásberg Sigurðsson, fyrrverandi borgarfógeti, Aragötu 7, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 14. júh verður jarðsunginn frá Dómkirkj unni fóstudaginn 20. júlí kl. 13.30. Guðrún Oddsdóttir, Hjallalandi 1, Reykjavík, lést 9. júlí. Utför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 18. júlí kl. 13.30. Útfor Páls H. Jónssonar frá Laugum verður gerð frá Húsavíkurkirkju fóstudaginn 20. júlí kl. 14. Hansina Anna Jónsdóttir frá Keis- bakka verður jarðsungin frá Breiða- bólstaðarkirkju á Skógarströnd fimmtudaginn 19. júlí kl. 14. örn Arndal Eðvarðsson, Silfurgötu 46, Stykkishólmi, sem lést 14. júh sl., verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju fimmtudaginn 19. júh kl. 14. Tapað fundið Símtól tapaðist Símtól tapaðist á götu í Garðabæ 12. júlí sl. Finnandi vinsanilegast hringi í síma 656350. Tilkyimingar Menningarsamtök Sunn- lendinga stofnuð Menningarsamtök Sunnlendinga Mensa, voru stofnuð í Skálholti laugar- daginn 9. júní. Samtökunum er ætlað að vera vettvangm- um listir og þau fræði sem tengjast sunnlenskri menningu. Að- alfundur kaus hina fyrstu stjórn samtak- anna: Hanna María Pétursdóttir, Skál- holti, formaður, Ásmundur Sverrir Páls- son, Selfossi, Guðmundur Óli Sigurgeirs- son, Kirkjubæjarklaustri, Ingunn Jens- dóttir, Hvolsvelli, og Rannveig Pálsdóttir, Laugarvatni. Varastjórnarmenn eru Gyða Guðmundsdóttir, Flóa, Drífa Hjart- ardóttir, Rangárvallahr., Margrét Gunn- arsdóttir, Hveragerði, Þórður Grétar Ámason, Selfossi og Vilhjálmur Eyjólfs- son, Skaftártunguhreppi. Stærsta verk- efni Mensa á næstunni er að undirbúa M-hátíð 1991 í samvinnu við mennta- málaráðuneytið. Tvær sýningar eru haldnar í tengslum við stofnun Mensa, bókasýning í Héraðs- og bæjarbókasafh- inu á Selfossi og málverkasýning Gunn- ars Amar í Skálholtsskóla. Minningargjöf um Sverri Magnússon Hinn 22. júni sl. lést Sverrir Magnússon, fyrrum apótekari í Hafnarfirði, rúmlega áttræður. Á löngum starfsferli skildi hann eftir sig spor á flestum sviðum ís- lenskrar lyíjafræði og var jafnan at- kvæðamikill. Meðal annars var hann einn af frumkvöðlum að stofnun Parmaco hf., innkaupasambands apótek- ara, og síðar að stofnun lyfjaverksmiðj- unnar Delta hf. og sat lengi í stjóm beggja þessara fyrirtækja. Sögu lyfiafræðinnar sýndi hann ávallt mikinn áhuga og var í stjóm íslenska lyfjafræðisafnsins frá upphafi til dauðadags og atkvæðamikill þar sem annars staðar. Vel má fullyrða að án hans áhuga og fulltingis væri bygg- ing Lyfjafræðisafnsins ekki komin svo vel á veg sem raun er. Því er þess minnst nú að hinn 12. júlí sl. færðu stjómir Pharmaco hf. og Deltu hf. Lyfjafræðisafn- inu minningargjöf um Sverri Magnús- son, samtals eina og hálfa milljón króna, er nota skal til áframhaldandi uppbygg- ingu safnsins. Þessi minningargjöf er bæði verulegur styrkur til þess að halda áfram byggingu safnsins í Nesi og hvatn- ing til þess að vinna áfram í anda Sverr- is Magnússonar. Næmniþjálfun Fjögurra daga reynsla - námskeiðsferð. Námskeið þetta mim byggjast á því að efla athygli þátttakenda á eigin reynslu hér og nú og á kraftmiklum stöðum úti í náttúrunni, t.d. Snæfellsjökli. Einnig verður leitast við að benda þátttakendum á atriði sem eflt geta hæfni þeirra til ná- inna samskipta. Framkvæmd nám- skeiðsins fer að nokkru eftir samsetningu hópsins og veðri. í grófum dráttum hitt- ist hópurinn fimmtudagskvöldiö 19. júli í Reykjavík þar sem fer fram kynning og greiðsla þátttökugjalds. Leiðbeinendur eru Leifúr Lopoldsson „vökumiðill" og Guðríður Ebba Pálsdóttir. Hún hefur mjög sterka sjáandahæfileika og vaxandi lækningahæfúeika. Bæði hafa þau hlotið þjálfun hjá dulrænum gestaltleiðbein- anda að nafni John W. Alden en hann hefur komið reglulega hingað til lands í u.þ.b. tvö ár. Námskeiðsferðin verður dagana 20.-24. júlí. Þátttökugjald er 9.500 kr. og er miðað við að greitt sé fyrir 20. júli. Staðfestingargjald er 2000 kr. Upp- lýsingar og skráning fer fram í síma 623211. Sýningar Gunnar Örn sýnir í Skálholtsskóla í tengslum við stofnfúnd Menningarsam- taka Sunnlendinga, 9. júrú, var opnuð sýning Gunnar Arnar Gunnarssonar í húsakynnum Skálholtsskóla. Gunnar Öm sýnir 33 myndir og nefnir sýninguna „Sumar í Skálholti". Myndimar em nýj- ar og hafa ekki verið sýndar áður, utan ein sem var sýnd á Feneyjabiennalnum 1988. Allar myndimar em til sölu. Sýn- ingin er opin almenningi í júlí allan dag- inn og í ágúst kl. 13-17. Krossanesverksmiðjan: Stefnt á mót- töku loðnu á haustvertíð „Þaö var tekin um þaö ákvöröun á hluthafafundi í gær að halda áfram framkvæmdum viö Krossa- nesverksmiðjuna sem miðast viö það aö hún geti tekið á móti loðnu á haustvertíð. Þó er gert ráð fyrir að framkvæmdin verði töluvert minni í sniðum en gert var ráð fyr- ir í fyrri áætlunum. Nýr tækjabún- aður, sem átti að kaupa og setja í verksmiðjuna, verður ekki keyptur heldur verður verksmiðjan byggð upp á þeim búnaði sem við eigum. Við teljum að fyrirtækinu sé betur borgið og hafi meiri framtíðar- möguleika með að halda áfram þannig,“ sagði Sigurður J. Sigurðs- son, formaður bæjarráðs Akur- eyrarbæjar, í samtali við DV en Ákureyrarbær er langstærsti hlut- hafi í Krossanesi hf. Þar með era kauptilboð Síldarverksmiðja ríkis- ins, sem legið hefur fyrir frá í síð- ustu viku, á vélum og búnaði verk- smiðjunnar úr sögunni. „Mönnum sýnist að þama geti verið um hagstæða rekstrarein- ingu að ræða sem geti gengið. Við getum látið verksmiðjuna greiða niður skuldir fyrirtækisins og haldið uppi framleiðslu og atvinnu með þokkalegu móti.“ Miðað við upphaflegar. áætlanir þurfti að minnsta kosti 60-70 þús- und tonn af hráefni árlega tíl að standa undir rekstrinum. Til að standa undir rekstri verksmiðju af þeirri stærð sem nú hefur verið ákveðið að starfrækja er gert ráð fyrir að þurfi ekki nema 20-30 þús- und tonn af hráefni á ári. 21. júní birti DV frétt um að kostnaður við uppbyggingu Krossanesverksmiðjunnar væri kominn um 60 milljónir fram úr áætlunum. Með óbreyttu fram- haldi stefndi í aö verksmiðjan yrði ein skuldugusta loðnubræðsla landsins en verksmiðjan skuldaði um 700 milljónir við áramót. Þar að auki efuðust menn um að verk- smiðjan gæti tekið til starfa fyrir áramót. Var því kannað hvað kost- aði að leggja verksmiðjuna niður og viðræður við SR um sölu tækja hófust. -hlh Þessa dagana verða hafnsögumenn á Höfn að notast við lítinn gúmbát við störf sín þar sem Björgvin, bátur björgunarsveitarinnar, bilaði en hann hefur verið lóðsbátur i sumar. Hér eru þeir Guttormur Rafnkelsson hafnar- vörður og Ólafur Einarsson hafnsögumaður að huga að breytingunni við ósinn og að innsiglingamerkjum á Austurfjörum. Þar hafa orðið miklar breytingar á skömmum tíma. DV-mynd Ragnar Imsland Ísaíjörður: Velti á öðrum degi Ungur maður, sem hafði haft bíl- próf aðeins í einn dag, velti bíl sínum á Sindragötu á ísafirði í gærkvöld. Bílstjórinn missti stjórn á bílnum með þessum afleiðingum. Ekki urðu slys á fólki en bílhnn er talsvert skemmdur. Fjölmidlar Hljómþýður jass Það er vandaverk að fylgjast með öllu því sem fram fer í fjölmiðlum og oft er takmarkaður tími til slíks. Og þar fyrir utan vantar stundum áhugann þar sem efni þaö sem boð- iö er upp á gefur ekki tilefni til að eyöa sfnum dýrmætu frístundum í það. Það vill þó brenna við aö ákveðið sjónvarps- eða útvarpsefni vekur athygli manns. í gær átti Stöð 2 til dæmis góðan sprett þegar sýndur var nærri klukkustundar langur jassþáttur. Orðabók menningarsjóös skil- greinir jass sem tónlist upprunna frá trúar- og vinnusöngvum banda- rískra negra, með sterkri hrynj- andl og frelsi i flutningi. Var þátturinn góð tilbreyting og sérstaklega skemmtilegur. Það skýtur nefnilega stundum þeirri hugsun gegnum hugann að sjón- varpsefnið, sem boðið er upp á, sé oft á tíöum einhæft og lítt vert. Það er gott aö fá frí frá enda- lausum sápuóperam og amerísk- um draumum. Það sem á eftír kom var ekki síö- ur merkiiegt en kannski ekki eins skemmtilegt. Fjalakötturinn bauö upp á japanska ást. Vakti það for- vitni mína hvort hún væri frá- brugðin evrópskri ást og komst ég að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Hins vegar áttaöi ég mig á því aö þaö hlyti að vera erfltt að vera í giftingarhugleiöingum í Japan. Á meðan á sýningu myndarinnar stóð var ég samt ekki viss hvort þarna var um að ræða austurlensk- an húmor eða hvort ástarfundirnir japönsku væru bara svona frara- andi. Aðrir dagskrárliðir ljósvaka- miölanna fóra fyrir ofan garö og neðan meðan fylgst var meö þess- um tveimur. Fréttir lætur maður þó aldreijfram hjá sér fara. -Telma L. Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.