Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990. 27 Lífsstffl L.A. Gear kveníþróttaskór: 45% verðmunur milli verslana Fyrir nokkru voru keyptir L.A. Gear kveniþróttaskór í Hagkaupi í Kringlunni og reyndust þeir vera rúmum fimmtán hundruð krónum dýrari en skór sömu gerðar hjá Skó- verslun Reykjavíkur á Laugavegin- um. Tegundin sem um er að ræða gengur undir nafninu Flame. Er verðið 3.990 krónur hjá Skóverslun Reykjvíkur en 5.495 krónur í Hag- kaupi. Er verðmunurinn tæplega 38%. Ef staðgreitt er fæst einnig 5% af- sláttur hjá Skóverslun Reykjavíkur og er þá verðið komið niöur í 3.790 krónur. Er þá verðmunurinn orðinn 45%. Skórnir seldir víðar Skórnir eru seldir á fleiri stöðum og eru nokkrar tegimdir fáanlegar. Mesti verðmunur er þó á þessari ákveðnu tegund. Hjá skóverslun Steinars Waage eru skómir á 4.495 og er gefinn 5% stað- greiðsluafsláttur þar. Verslunin Bik- arinn á Skólavörðustíg selur skóna Allt að 45% verðmunur er á hæsta og lægsta verði á L.A. Gear Flame kveniþróttaskóm. DV-mynd JAK á 4.815 krónur og er einnig gefinn 5% staðgreiðsluafsláttur. Sportbúð Óskars í Keflavík selur skóna á 4.890 krónur en á Akureyri fást þeir hjá Sportbúð Akureyrar á sama verði. -tlt Sönglög í ferðalagið Oft leiðist börnum þegar keyrð- ar eru langar vegalengdir í fríinu. Þá er upplagt að hafa eitthvað skemmtilegt til að hlusta á. Barnaleikir 2 er hljóðsnælda sem komin er út og er hún sérstaklega ætluð yngri kynslóðinni. Er það BG-útgáfan og Umferðar- ráð sem standa saman að útgáfu snældunnar. Koma Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Kór Seljaskóla og Rokklingamir við sögu og kynnir Eddi frændi, sem Pétur Hjálmarsson leikur, öll lög- in. Barnaleikir 2 fást á bensín- stöðvum, í matvörumörkuðum ogíhljómplötuverslunum. -tlt Bifreiðaskoðun Islands: Tengivagnar skráningarskyldir - kostnaður er 6.900 krónur Allir vita að færa þarf ökutæki til skoðunar árlega hjá Bifreiðaskoðun íslands. Á það við um allar tegundir farartækja en tengivagna af ýmsu tagi þarf þó aðeins að skrá. Þeir eru ekki skoðunarskyldir. Nýjar bifreið- ir þarf ekki að skoða fyrr en á þriðja ári. Ef ökutækið er ekki í lagi er gerð athugasemd og er þá skylt að koma í endurskoðun að lokinni viðgerð þess. Ljósaskoðun innifalin Aliir bílar fara í gegnum sama skoðunarferihnn. Gætt hefur nokk- urs misskUnings um ljósaskoðunina. Hið rétta er að öU ökutæki em ljósa- skoðuð hjá fyrirtækinu og er því ekki nauðsynlegt að láta ljósaskoða áður, eins og tíðkaðist. Gerð er athuga- semd ef eitthvaö er athugavert við ljósabúnaðinn og þarf þá að lagfæra það. Skoðun fyrir fólksbU kostar 2.700 krónur og er kostnaður 950 krónur ef komið er með hann í endurskoð- im. Virðisaukaskattur er innifalinn í verðinu. Reikningar em sundurlið- aðir þannig að viðskiptavinurinn getur farið yfir þá þjónustu sem hann hefur greitt fyrir. Ef bifreiðin er þyngri en 5 tonn þá greiðir viðkomandi 4.700 krónur. Landsbyggöin Úti á landsbyggðinni er kostnaður eiUtið minni þar sem ekki er hægt að mengunarmæla þar eins og er. Dregst því mengunargjald frá venju- legu skoðunargjaldi, 351 króna. Verið er að koma tækjum fyrir sem geta sinnt mengunarmælingum og er vonast tU að þær hefjist sem fyrst. Tengivagnar ekki skoðunar- skyldir AUir tengivagnar yfir 500 kíló eru skráningarskyldir en ekki skoðunar- skyldir. Þegar vagnar koma tíl skráningar er þó athugaður allur tengibúnaður, farið yfir dekkjastærð og kannað hvort öryggisbúnaður sé í lagi. Kostnaður við skráningu er 4.400 krónur og bætast við 2.500 krónur þegar fengnar eru númeraplötur. Þetta þarf aðeins að gera einu sinni. Nýjar reglur taka væntanlega gUdi um næstu áramót þar sem kröfur um tengivagna verða hertar. -tlt Færa þarf allar gerðir ökjutækja til skoðunar hjá Bifreiðaskoðun Islands. TenfivsgnaF ero hins vegar aðalns skrðnlngarskyldlr en auknar kröfur um DV-mynd R8 33% AFSLÁTTUR! Microtölvan hf. hefur gert samkomulag við CAS Computer um eina sérsend- ingu af CAS 386-SX tölvum og verða þær allar eins útbúnar og fæst með þessu móti hreint ótrúlegt verð! _____— *CAS 386-SX tölva með 80386SX-16 örgjörva * 1MB aðalminni, stækkanlegt í 8MB á móðurborði *40MB hraðvirkur diskur (28ms - 600KB/s Transfer) * 1.2MB (5.25") drif * 1.44MB (3.5") drif *Hágæða VGA litaskjár og kort * Z-Nix Serial mús *2 raðtengi og eitt prentaratengi *Nýr lóðréttur bssi (Minitower) getur bæði verið á borði sem gólfi * 102 lyklaborð * 200W aflgjafi * Verð aðeins kr. 169.000 (venjulegt verð 252.290) Til að notfæra sér þetta tilboð þarf að staðfesta pöntun með fullri staðgreiðslu fyrir 18. júlí n.k. og verður tölvan síðan afhent 20. - 29. ágúst n.k. MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12-108 Reykjavík - s. 688944

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.