Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990. Fréttir DV Lögreglurassía og Tunglið svipt vínveitinga- og skemmtanaleyfi: Munum höfða skaðabótamál vegna lokunar Tunglsins - töpuðum tæpri miUjón, segir aðstandandi listahátíðar næturlífsins „Það verður höfðað skaðabótamál á hendur þeim sem reka skemmti- staðinn Tunghð. Viö töpuöum tæpri milljón á því að þeir voru bæði svipt- ir vínveitinga- og skemmtanaleyfi nú um helgina. Tapið liggur fyrst og fremst í því að eftir að lögreglan lok- aði staðnum, skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, urðum við að endurgreiða gestum miða sína,“ seg- ir Jökull Tómasson, einn af aðstand- endum listahátíöar næturlífsins. Að sögn lögreglunnar var Tunglið svipt vínveitinga- og skemmtanaleyfi vegna ítrekaðra brota á lögum um sölu veitinga- og áfengis, svo og van- efnda á endurbótum á húsnæðinu. Skömmu eftir miðnætti á fóstudag fóru 5-6 lögregluþjónar inn á skemmtistaðinn og vísuðu öllum gestum hans út en þar stóð þá yíir dansleikur. „Það er eins og yfirvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að eyði- leggja listahátíðina fyrir okkur. Á fimmtudaginn, þegar meðlimir breska næturklúbbsins Brain Club komu til landsins, var gerð mikil leit aö eiturlyfjum hjá hópnum. Síðan svipti heilbrigðiseftirlitið Tunglið leyfi til skemmtanahalds þann sama dag en með þeim formerkjum að ef gerðar yrðu vissar umbætur, sem aöallega fólust 1 því aö þrífa betur og lagfæra eitthvert smotterí, yrði hægt að opna húsið aftur. Á föstudag töldum viö okkur vera búna aö uppfylla öll þau skilyrði sem sett voru. Það var svo klukkan 16.00 á föstu- dag sem húsið var endanlega svipt vínveitingaleyfi og þá var ekki nema klukkutími uns öllum opinberum skrifstofum yrði lokaö. Það var allt sett á fullt til að fá leyfið og á endan- um höfðum viö fengið leyfi heilbrigð- is- og lögregluyfirvalda til að hafa húsiö opið. Hins vegar náðum við ekki í starfsmann vínveitingaeftir- litsins til að biðja hann að taka húsið út á nýjan leik og á því strandaði. Viö ákváöum samt sem áður að halda okkar striki og halda fyrir- hugaða tónleika í húsinu þó svo að barirnir yrðu lokaðir. Skömmu eftir miðnætti opnuðum viö einn bar en hann var eingöngu opinn fyrir ensku listamennina. Stuttu síðar kom starfsmaður vínveitingaeftirlitsins á staðinn og hann kallaði á 20-30 lög- regluþjóna til að ryðja húsiö. Við endurgreiddum öllum gestum staö- arins og auk þess fengu þeir í sára- bætur aðgöngumiða að Casablanca en þar var diskótek. í kjölfar þessa teljum við okkur eiga skildar skaðabætur af hendi rekstraraðila Tunglsins. Þeir leigðu okkur staðinn með þeim skilyrðum að vínveitinga- og skemmtanaleyfl væru til staðar. Það er því samnings- brot af þeirra hálfu að hafa ekki stað- ið við sinn hlut. Við fengum svo inni í Hollywood á laugardagskvöldið en lögreglan kom á staðinn til að athuga hvort ekki væri allt í lagi og reyndist svo vera og létu þeir okkur í friði í það skipt- ið,“ segir Jökull Ekki náðist í Þorleif Bjömsson, handhafa vínveitinga- og skemmt- analeyfis Tunglsins, vegna þessa máls. -J.Mar 2000 m2 gróðurhús fyrir Héraðsskóga - áætlað að framleiða þar 5-6 miUjónir plantna á ári Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: „Ef tekst að ná tveimur uppskemm á ári má reikna með að hægt verði að framleiða 5-6 milljón plöntur ár- lega,“ sagði Helgi Gíslason, verkefn- isstjóri Héraösskóga, á fundi Félags skógarbænda á Fljótsdalshéraði sem haldinn var 16. júlí. Til umræðu var undirbúningur að stofnun hlutafélags um byggingu stórrar gróðrarstöðvar til að fram- leiða lerkiplöntur fyrir Héraðsskóga. Skiptar skoðanir hafa verið um hvort gróðurhúsið ætti aö rísa á Hallorms- stað eða á Mið-Héraði en heita vatnið norðan Fellabæjar mun hafa ráðið úrslitum. Nú hefur verið ákveðið að gróðurhúsið verði byggt þar. Það verður 2000 m2 að stærö og áætlaður kostnaður á hvem fer- metra er 10.000 krónur eða um 30 milljónir. Inni í þeirri upphæð er rekstrarkostnaður fyrsta árið eða þar til stöðin fer að gefa af sér. Fram- kvæmdir hefjast í haust og er áform- að að ljúka húsinu fyrir vorið svo sáð veröi á eðlilegum tíma. Á fundinum var kosin þriggja manna nefnd til að undirbúa stofn- fund hlutafélagsins. Hryggur gerður, hryggur burt í fyrrasumar var flutt möl í miklu magni og byggður upp mikill hrygg- ur fyrir neðan Suðurlandsbraut. Nú er veriö að flytja þessa sömu möl í burtu. Skýringin er sú að mold er þarna undir og til þess að þurfa ekki að rífa allt upp og flytja moldina í burtu er mölin látin liggja ofan á til þess að þjappa henni niður og ná fram sigi. Gatnamálastjóri segir þetta mun ódýrara en jarðvegsskipti. Nú er hluti malarinnar fluttur i burtu. Meiningin er að færa Suðurlands- brautina lítið eitt norðar. Hún verður tvöföldmeöeyjuámifli. -pj í fyrra var mölin flutt hingað og búinn til mikill hryggur. Nú er mölin flutt burt. DV-mynd GVA Loftbelgur sveif yfir höfuðborgarsvæðið í gær og fylgdist margt manna með farinu. Var ferðin farin I tiiefni af ferðamálaári Evrópu 1990 og eru það öll lönd EFTA og EB sem taka þótt. DV-mynd GVA Flug loftbelgs vekur athygli - flogiö 1 tilefni af feröamálaári Það var óvenjuleg sjón sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu vitni að á laugardag. Var þar kominn loft- belgur, fagurlega skreyttur, sem sveif yflr þá sem á horföu. Þrír menn voru með í för; bandaríski flugmað- urinn William Speadbury og tveir farþegar. Ætlunin haföi verið að samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, væri þeirra á meðal. Töf á flugtaki, sem varð vegna þess hversu lágskýjað var um morguninn, varð þess valdandi að hann gat ekki verið með í för seinna um daginn. Belgurinn fór á loft í Hafnarfirði og flaug í norðurátt, yfir Garðabæ, Kópavog og síðan til Reykjavíkur. Var flogið í um 2000 feta hæð, eða rúmlega 600 metrum. Flugmaðurinn reyndi lendingu og snerti jörð á Miklatúni. Það þótti hins vegar of mikill vindur þar og loftbelgurinn tókst á loft aftur. Hann lenti að lok- um á túninu við Höföa eftir um hálf- tíma flug. Mikill mannfjöldi fylgdist með ferðalagi belgsins og voru dæmi þess að böm á hjólum, sem fylgdu honum eftir, rötuðu ekki heim að ferð lokinni. Tilefni ferðalagsins er ferðamálaár Evrópu 1990 sem öll lönd EFTA og EB, alls 18, taka þátt í. Ferö loft- belgsins og áhafnar hans hófst í Brussel 27. maí síðastliðinn og mun standa yfir þar til í lok september. ísland mun vera nyrsti viðkomustað- urinn í ferðinni. Annað loftfar sömu tegundar er einnig á ferð og var statt í Berlín á laugardagskvöld þegar tón- leikar Pink Floyd fóm fram við Brandenborgarhliöið. Hingað kom belgurinn með Nor- rænu á fimmtudag. Ferðinni er heitið norður til Akureyrar í dag, mánu- dag, og er ætlunin að hefja loftbelg- inn til flugs í kvöld. Veðurspá hefur þó úrslitaáhrif um hvemig til tekst. Áhöfnin mun yfirgefa landið nú í vikunni og halda til Hollands þar sem loftbelgimir tveir munu mætast. -tlt Rafknúnar getnaðar- varnir „Ekki í kvöld, ástin mín, batt- eríin eru að verða búin,“ gæti orðið algengt koddahjal í framtíð- inni. í Bandaríkjunum er nú ver- iö að þróa nýstárlega gerð raf- knúinna getnaðarvarna. Virðast tilraunir lofa góðu á öpum en getnaðarvörnin hefur ekki enn verið reynd á mönnum. Örsmá rafknúin tæki hafa verið grædd í legháls nokkurra apa- ynja og gefa þau frá sér lágan rafstraum. Þegar sæðisfmmurn- ar reyna að komast fram hjá tæk- inu fá þær rafstuð sem nægir til að lama þær svo för þeirra verður ekki lengri og í sumum tilvikum drepur straumurinn sæöisfrum- urnar. Tækið, og sá straumur sem það gefur, á ekki að valda neinum óþægindum, hvorki fyrir karldý- rið né kvendýrið. Að sögn dr. Stephens Kaali, sem stjórnað hefur tilraunum þess- um, munu líða nokkur ár uns konur geta farið að nota þessa getnaðarvörn því að enn hefur ekki fundist nothæf lefö sem þær geta notaö til aö kveikja á tækinu eða slökkva á því. Þá aðgerð verð- ur enn sem komið er að fram- kvæmda á tilraunastofum. Jafn- framt á eftir að finna trygga leið til að konur geti fylgst með því hvort tækið sé að verða raf- magnslaust, því ef svo er þjónar það ekki hlutverki sínu sem skyldi. -J.Mar í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.