Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990. 15 Unga fólkið og Ivfsafkoma þess Lesandi góður. Fyrir skömmu voru kynntar í fjölmiðlum niður- stöður könnunar sem Baldur Kristjánsson sálfræðingur gerði. Könnunin, sem var töluvert viða- mikil, náði til foreldra 4 og 5 ára barna. Áberandi var hvað þessi hópur fólks er óánægður með fjár- hagslega og félagslega aðstöðu sína í þjóðfélaginu. Þessi hópur fólks er í rauninni talandi dæmi um ungt fjölskyldu- fólk, fólk sem er í mörgum tilfellum að koma sér upp þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn. Það er áberandi að það er fólk á þrítugs- og fertugs- aldri, sem er að koma bömum sín- um á legg, sem á við hvað mesta fjárhagsörðugleika að etja í „vel- ferðarþjóðfélaginu". - Eru kannski til einhverjar augljósar skýringar á því að þessi hópur fólks hafi frek- ar ástæðu til að kvarta um afkomu sína en aðrir í okkar samfélagi? Vísitölutrygging lána Þessari spurningu verður því miður að svara játandi. Unga fólkiö hefur orðið að taka á sig með full- um þunga verðtryggingu lána sem almennt var innleidd á íslandi um 1980. Unga fólkið hefur mátt horfa upp á það að lánin, sem það tók, hækka bara og hækka samkvæmt einhverjum galdraformúlum sem kallast vísitölur. Á sama tíma hefur kaupmáttur farið rýrnandi og greiðslugetan að sama skapi þverrandi. í lífskjara- könnun, sem gerð var 1988, kom í ljós að þriðja hver bamafjölskylda haföi lent í alvarlegum greiðsluerf- iðleikum vegna öflunar eigin hús- næðis. KjaUaiinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur Þetta eru alvarlegar staðreyndir sem ekki má þegja í hel. Vísitölu- binding fjármagns en ekki launa er eitt mesta þjóðfélagsböl vorra tíma. Og þetta bitnar mest- á unga fólkinu og börnum þess. Vísitölubinding fjármagns hefur skipt þjóðinni í tvennt. Það eru annars vegar þeir sem skulda sam- kvæmt vísitölukerfinu, aðallega ungt fólk. Gagnvart því er ekkert til sem heitir réttlæti, eða sann- gimi, í vísitölukerfinu. - Svo em það hinir, þeir sem ekki skulda og eiga sitt á hreinu. Þeim hefur tekist aö viðhalda þessu kerfi í nafni „réttlætis“. „Réttlætið" á fjármagnsmark- aðnum er eingöngu bundið við hagsmunagæslu í þágu spariíjár- eigenda og þeirra sem ekki skulda. Um annað „réttlæti" hefur ekki verið þar að ræða. Vísitölubinding fiármagns en ekki launa hefur reynst okkur íslendingiun hið mesta þjóðfélagsböl og er ein mikil- vægasta ástæðan fyrir hinni gríð- arlegu óánægju barnafólks með fjárhagslega og félagslega aðstöðu sína í okkar þjóðfélagi í dag. Matarskatturinn En fleira kemur til. - Matarskatt- urinn margfrægi er ekkert annað en sérsaumaður fjölskylduskattur, ætlaður bamafólki að greiða um- fram aðra. Skattlagning matvæla virkar í mjög stuttu máli þannig að fjögurra manna fjölskylda borg- ar nánast helmingi meiri matar- skatt en tveggja manna fjölskylda. Að við íslendingar skulum fjár- magna opinbera þjónustu með því að hirða fimmtu hveija krónu úr matarbuddunni hjá barnafólki er þessu þjóðfélagi til skammar og er snar þáttur í óánægju bamafólks með fjárhagslega og félagslega að- stöðu sína. Kaupmátturinn Að undanförnu hefur svo kaup- máttur farið rýrnandi, rýmaði til dæmis um nálægt 10% frá fyrsta ársfjórðungi 1989 til fyrsta ársfjórð- ungs 1990. Möguleikar ungs fólks til að bæta sér upp minnkandi kaupmátt, aukna skattheimtu og nýtt misgengi kaupmáttar og láns- kjara hafa líka minnkað verulega. Það eru ekki mörg ár síðan al- menningur í þessu landi svaraði minnkandi kaupmætti og aukinni skattheimtu með aukinni vinnu. Menn unnu bara lengri vinnudag til að ná endum saman. Þá var líka næga vinnu að fá. - Slíku er því miður ekki að heilsa í dag. Nú eru stjórnvöld búin að innleiða at- vinnuleysi að evrópskri fyrirmynd á íslandi. Snar þáttur í því atvinnuleysi em minnkaðir möguleikar manna til að auka tekjur sínar með auka- vinnu. Þetta bitnar í dag verr á ungu fólki en öðrum þar sem möguleikar á að bæta sér upp margvíslegar kjaraskerðingar með aukinni vinnu em ekki þeir sömu og áður. Lesandi góður. Ungt fólk nú til dags myndar ekki hagsmuna- gæsluhópa eöa þrýstihópa til að koma baráttumálum sínum á fram- færi. Verkalýðsfélög og stjóm- málaflokkar hafa brugðist þessu fólki og á margan hátt barist gegn því. Að 70 til 80% foreldra 4 til 5 ára barna skuli láta í ljós verulega óánægju með fjárhagslega og fé- lagslega aðstöðu sína í svona könn- un er alvarleg viðvörun til stjóm- valda þessa lands og hlýtur að kalla á viðbrögð af opinberri hálfu. Brynjólfur Jónsson „En fleira kemur til. - Matarskatturinn margfrægi er ekkert annað en sér- saumaður íj ölskylduskattur, ætlaður barnafólki að greiða umfram aðra.“ Á ferðamannaslóðum sunnanlands Útlendir vinir vom gestkomandi hjá okkur hjónum og við tókum þá með okkur í helgarferð að sýna þeim dásemdir lands okkar. Við tókum stefnu á Þórsmörk í mjög góðu veðri eins og það var best um tíma í sumar. Leiðin lá austur yfir heiði. Hvera- gerði, og þá sérstaklega Eden, er alltaf skoðunar verð, ekki síst fyrir útlendinga. Suðrænn gróður, hlýtt viðmót og vel frambærilegar veit- ingar laöa að. Um landbúnaðarhéruð Við höldum áfram austur sveit- irnar og gestum vex í augum öll þessi flatneskja, allt þetta landrými á íslandi sem þeir héldu áð væri bara fjalllendi. En þeir undrast þessa auðn: Á stangh ræktaðir blettir þar sem gulur htur sóleyjanna var oft meira áberandi en sá græni og þegar þeir vita að guli liturinn stafar af rækt- arleysi þá spyria þeir: Er enginn landbúnaður stundaður á íslandi? Jú, jú, við stundum svo mikinn landbúnað að við erum í vandræð- um með afurðimar og þær eru svo dýrar aö útlendingar hafa ekki ráð á að eta þær. Og við erum komin austur fyrir Þjórsá og gestirnir fara að velta því fyrir sér hvort við lifum aðallega á hrossakjöti. Nú, en hvers vegna þá öh þessi hross? Jú, það er fiht að eiga mörg hross. Og nú fer þá greinilega að gruna að við söfnum hrossum sem gjald- miðli. Þeir vita að í Afríku er hægt að kaupa konur fyrir nautgripi. „Hvað kostar þessi ljóshærða, granna dóttir þín?“ „Einn graðfola og 5 merar.“ Þau segja þetta ekki Kjallariim Benedikt Gunnarsson tæknifræðingur og framkvæmdastjóri upphátt en þau spyrja: Hvar eigið þið nægilegt land, betra en þetta, til þess að reka landbúnaðinn á? Og við verðum kjánaleg í framan þegar við segjum þeim að við fram- leiðum stóran hluta af landbúnað- arafurðum okkar á hrióstrugum og afskekktum stöðum - einangr- uðum á vetmm vegna snjóa en yrði þó að berjast við að halda vegum opnum þangað svo hægt sé að sækja mjólkina. Þá upplyftist svip- ur þeirra og þau spyria eins og þeir sem hafa fundið þá einfoldu lausn sem enginn hefur komið auga á áður: En af hveiju flytjið þið ekki inn þessar afurðir og snú- ið ykkur að einhverri arðbærri at- vinnugrein? Og okkur varð svarafátt. Á söguslóðum Við komum í Þórsmörk um há- degisbil í eins góðu veðri og hægt er að hugsa sér: sól, hita og smá- andvara sem hélt loftinu lifandi. Þama var urmull af fólki og tjöld út um allt en umgengnin slík aö hvergi sást msl eða neitt sem ó- prýddi umhverfið. Þarna nutu ahir tilvemnnar og gestir okkar vom yfir sig hrifnir af þessari perlu, óspihtri og fagurri. Við fórum um kvöldið langt inn fyrir byggö í Fljótshhð og tjölduöum þar í fógr- um hvammi við htinn læk. Algjör kyrrð, utan lækjamiður og söngur mófugla. Hinum útlendu þótti þetta unaðs- legt. Að morgni í sama veðri vom tjöld felld og haldið til baka niður Hhð- ina. Fram undan var Hhðarenda- kot og ég sagði þeim frá skáldinu sem þaðan var, sagði þeim frá minnisvarða sem var þar skammt frá bænum í fögrum reit með hamrabelti sem fagurt baksvið. Ég tók mig til og með söng fyrir þau kvæðið í Hlíöarendakoti með mikl- um tilþrifum á leiðinni að þeim áfanga. Þegar komið var á móts við lund- inn fór ég að líta eftir leiö að hon- um. Vegurinn hafði verið færður ca 200 metra frá honum og á milli hans og vegarins var skurður með vatni í. Engin leið var sjáanleg upp að lundinum, hvorki akurvegur né gangstígur, og hvergi nein merki eða leiðbeiningar sem ég kom auga á. Ég ók afleggjarann heim að bæn- um og við túnhhðið lá gamli vegur- inn fram að lundinum. En þar var vímetsflækja, sem lokaði veginum, og að auki skilti sem var eina leið- beiningarskiltið sem ég fann en á því stóð: „ÖU umferð bönnuö" eða eitthvað annað þeirrar merkingar. Gestir okkar töldu nú alveg víst að ég væri bara að reyna að upp- hefja eitthvað sem ekkert væri og misstu ahan áhuga. Stemmningin rauk burt með vindinum og þeir vildu bara halda áfram. Við ókum upp Rangárvelh, upp að Keldum og átti nú að sýna þeim fomar minjar og söguleg mannvirki. Ég reyndi að lýsa atburðum sög- unnar frá Njálu og um Oddaverja og reyndi aö gera ímynd staðarins hina tilkomumestu. Þarna eiga nú að vera bæjarhús og aðrar fomar minjar í umsjá Þjóðminjasafns ís- lands. Þegar komið var heim undir bæ var þar bílastæði og skilti þar sem óskað var eftir að gestir gengju þaðan heim að bænum. Þegar kom- ið var heim undir hlað nam ferða- fólk staðar og útlendingar vhdu vita hvort flóshaugur sá, sem þar lá um götu þvera, væri sögualdar-' minjar og þegar þeir vissu að svo var ekki þá höfðu þeir ekki áhuga á því að vaða nútíma kúaskít og sneru frá. Gróðurvinjar og góð umgengni Vinum okkar þótti furða hve fagra gróðurreiti við áttum, svo sem skógarteiginn fagra við Næf- urholt þar sem við settumst til kaífidrykkju og sólbökunar, og alla uppgræðsluna í Þjórsárdal. Við komum við í Gjánni og á Stöng. Þarna var ahs staðar mikill straumur ferðamanna og öll um- gengni til fyrirmyndar. Mest af öhu var þó rómuð snyrti- mennskan við Búrfellsvirkjun og — hve þar var vel að öhu búið. Síöasti áfangastaður okkar var viö Geysi í Haukadal. Útlendingum þykir gaman að koma þar þótt ekki gjósi hverinn. Þama eru þó aðrir hverir sem senda reglubundið frá sér smágusur sem þeim þykir í sjálfu sér tilkomumikið. Þama hafa verið hehulagðir gangstígar og umhverfið snyrt svo þar ganga gestir um á spariskónum ef þeim sýnist svo. Þessir erlendu gestir okkar fóra héöan fullir undranar á þeim and- stæðum og mótsögnum sem þeir þóttust finna af kynnum sínum af íslensku samfélagi. Benedikt Gunnarsson „Þessir erlendu gestir okkar fóru héö- an fullir undrunar á þeim andstæðum og mótsögnum sem þeir þóttust finna af kynnum sínum af íslensku samfé- lagi.“ ffiS d£fifiíÉHÉÉ99K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.