Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990.
DV
Útlönd
Harðnandi átök í Líberíu:
Forsetinn sem
fangi I höllinni
Samuel Doe, forseti Líberíu, var
sem fangi í höll sinni í höfuðborginni
Monróvíu í gær en nokkrir lífvarða
hans, úr Kahn-ættflokki forsetans,
neita að leyfa honum að yfirgefa höf-
uðborgina, að því er heimildir
herma. Forsetinn virðist hafa misst
allt raunveruleikaskyn og „telur sig
ósigranlegan," sagði einn heimildar-
manna. Hann virðist hallast æ meira
að þeirri trú ættflokksins að töfrar
muni bjarga honum úr þeirri aðstöðu
sem hann er nú í.
Heimildarmaður í Líberíu kvaðst
búast við að Doe reyndi að berjast
•til síðasta blóðdropa en höll hans er
vel birg skotfærum og sprengjum.
Forsetinn hefur neitað að segja af sér
þrátt fyrir hvatningu í þá átt. Til-
raunir til að binda enda á sjö mánaða
blóðbað í Líberíu hafa ekki tekist og
fyrir helgi gengu fulltrúar uppreisn-
armanna af friðarfundi. Þeir hétu að
buga Doe með vopnavaldi.
Hermenn Kahn-ættflokksins eru
klofnir í afstöðu sinni hvort forsetinn
eigi að yfirgefa höfuðborgina og vilja
sumir að hann láti sig hverfa hið
snarasta til að afstýra blóðbaði á
fangi í forsetahöllinni í Monróviu.
Simamynd Reuter
meðan aðrir harðneita að hleypa
honum úr forsetahöllinni. Fregnir
herma að Doe hafi fundað á laugar-
dag með nokkrum lífvarða sinna.
Lífverðimir, sem eru úr Kahn-ætt-
flokknum, neita að hleypa honum
úr hölhnni nema öryggi þeirra sé
tryggt. Þeir vilja að forsetinn ábyrg-
ist að þeir komist til Grand Getah
fylkisins en það er eina fylki landsins
þar sem stjórnarhermenn ráða enn
ríkjum.
Þessar deilur innan Kahn-ætt-
flokksins eiga sér stað á sama tíma
og uppreisnarmenn berjast við
stjórnarhermenn á götum höfuð-
borgarinnar. Heimildir herma að
uppreisnarmenn hafi lagt undir sig
eina helstu höfn Monróvíu og berjist
harðri baráttu um yfirráð yfir tveim-
ur brúm sem liggja inn í miðborgina.
Bardagarnir í Líberíu eru nú orðn-
ir ættflokkaskærur. Meirihluti
landsmanna, Gio og Mano ættflokk-
arnir, hafa snúist á sveif með Taylor,
foringja uppreisnarmanna. Banda-
ríkjastjórn hefur reynt að fá Doe til
að flýja úr höll sinni og láta Taylor
eftir höfuðborgina en uppreisnar-
leiðtoginn og menn hans ráða nú yfir
tveimur þriðju hlutum landsins.
Reuter
Flóttamannadeilan á Kúbu:
AUGLÝSANDI
í sainlesnum auglýsingum á Rás 1 og 2:
• Nærðu eyrum þorra þjóðarinnar. Dar með þínum
markhópi. • úú gelur valið úr 15 auglýsingatímum
á virkum dögum. • Auglýsingarnar birtast
samdægurs. • Auglýsingaféð nýtist vel.
(Snertiverð er hagstætt)
Auglýsing í samlestri á Rás 1 og 2 ber árangur hvort
sem hún er ein stök eða hluti af herferð.
Auglýsingadeildin er opin: Kl. 08-18 virka daga.
Kl. 08-12 laugardaga. Kl. 10-12 sunnudaga.
Starfsfólk auglýsingadeildar er þcr innan handar
- hringdu! Síminn er 693060.
RIKISUTVARPIÐ
AUGLÝSINGADEILD
SÍMI 693060
Öryggisgæsla hert
Árleg hátíð til að minnast byltingar-
innar á Kúbu hófst að kvöldi laugar-
dags og þustu þúsundir fagnandi út
á götur Havana, höfuðborgarinnar.
En í miðborginni sátu nokkrir Kúbu-
menn innan veggja erlendra sendi-
ráða þar sem þeir höföu leitað hælis.
Öryggisgæsla hefur verið hert í höf-
uðborginni og stungu lögreglumenn,
sem vakta hverfi erlendu sendiráð-
anna, mjög í stúf við fagnandi mann-
fjöldann á götunum um helgina, tón-
listina og hláturinn.
Innan veggja spænska sendiráðs-
ins eru átján Kúbumenn og þess ít-
alska fjórir vongóðir kúbanskir
flóttamenn. Þá vakta kúbanskir lög-
reglumenn einnig sendiráð Vestur-
Þýskalands ogþað kanadíska. Starfs-
menn þeirra tveggja síðastnefndu
segja þó að engir Kúbumenn hafi leit-
að þangað. Þá er einnig vakt lög-
reglumanna við mannvirki Banda-
ríkjanna á eyjunni. Kúbustjórn segir
að öryggisgæslunni muni ekki ljúka
fyrr en 31. þessa mánaðar þegar há-
' tíðahöldunum lýkur.
Kúbanska stjórnin hefur sakað
stjórnarerindreka frá Bandaríkjun-
um, Kanada, Vestur-Þýskalandi og
Tékkóslóvakíu um að standa að baki
samsæri til að veikja traust á og
ófrægja stjórnina á Kúbu með því að
hvetja íbúana til að leita á náðir er-
lendra sendiráða. Bandarískir, vest-
ur-þýskir og kanadískir embætt-
ismenn vísa þessu harðlega á bug.
Þá hefur kúbanska stjórnin harð-
neitað að veita fólkinu í erlendu
sendiráðunum fararleyfi úr landi.
í spænska sendiráðinu óttast
starfsmenn að til átaka kunni að
koma, svipað og gerðist í tékkneska
sendiráðinu þegar nokkrir menn
tóku starfsmenn sendiráðsins í gísl-
ingu. Þeir gáfu sig síðar fram við lög-
reglu. Spænskir sendiráðsmenn telja
að ekki sé öllum átján Kúbumönnun-
úm, sem þangað hafa leitað hælis,
alvara með aðgerðum sínum.
Reuter
LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA /\
VALDA ÞÉR SKAÐA!
mIumferðar
Uráð
GMJÓÍK
G-mjólk er dæmigert og skynsamlega
valið ferðanesti. Hún þolir geymslu
í marga mánuði utan kælis og
bragðast sem besta nýmjólk ef henni
er brugðið í næsta læk til kælingar.
Mundu það þegar þú birgir þig upp.
Fæst einnig í 1 lítra fernum.
nms-
Fidel Castro, forseti Kúbu, hvikar hvergi i þeirri afstöðu sinni að veita von-
góðum flóttamönnum ekki fararleyfi úr landi. Teikning Lurie