Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 23; JÚLÍ 1990. 13 DV Hvað verður um Tryggyi Ólafsson skrifar: Við íslendingar eigum fárra kosta völ þegar hérlendir stjómmálamenn eru komnir á þá skoðun að með ein- hverju móti verðum við að semja við Evrópubandalagið annaðhvort með fullri aðild eða einhverri aukaaðild með sérsamningum. - Allir vita þó að þessi aukaaðild er ekki tU um- ræðu og verður ekki. Annaðhvort verðum við að sætta okkur við sam- eiginlegar reglur þessa þjóöabanda- lags eða vera utan þess að fullu. Það er eins og þessar staðreyndir séu ekki að fullu ljósar íslenskum stjórnmálamönnum og er það eitt og sér afar hættulegt einmitt í byrjun þeirra viðræðna sem eiga að fara fram því þannig er verið að eyða tím- anum tU einskis og koma í veg fyrir aðrar heppUegri lausnir. En þegar neyðin er stærst er hjálp- in næst. Því það má til sanns vegar færa að mikU yrði neyð okkar íslend- inga ef svo færi að við yröum að vera einir á báti án einhvers konar banda- lags þegar EB verður fullmótað. - Nú eru nefnilega verulegir mein- bugir á því að þetta viðamikla þjóða- bandalag verði að veruleika á tilsett- um tíma. Það er komið í ljós að tvær öflug- ustu þjóðirnar innan bandalagsins, Bretar og Þjóöverjar, eru að fjarlægj- ast hvor aðra og það svo hratt að ekki mun Uða á löngu áður en upp úr sýður. Bretar geta t.d. augsýrúlega alls ekki þolað sameiginlegt mynt- bandalag. Þeir geta heldur ekki þolað Þjóðverjum að vera eins konar for- svarsþjóð á meginlandinu en það myndu þeir óhjákvæmilega verða þegar fram líða stundir. Þjóðverjar munu heldur ekki slaka á kröfum og settum reglum EB í neinu tUUti tU þess að koma tU móts við Breta og jafnvel ekki nokkra aöra þjóð innan bandalagsins. Þetta eru atriði sem eru fyrst núna að koma upp á yfirborðið og ummæU og af- sögn breska viðskiptaráðherrans nýlega eru staðreyndir sem engan veginn eru gleymdar og grafnar. Það á viö um báðar þessar þjóðir, fyrrum hatramma andstæðinga í tveimur mannskæðum styrjöldum. Hvernig við íslendingar ætlum að ganga til samvinnu við bandalag Evrópuríkja við þær aðstæður sem eru að skapast, slá striki yfir það sem liðið er og segja sem svo; það eru komnir nýir tímar og okkur er ekk- „Að hin algengu og þörfu hjálpartæki, gleraugu, skuli kosta 38 þúsund krón ur er hróplegt óréttlæti!" Rándýr gleraugu Ragnheiður Sveinsdóttir hringdi: Ég var að kaupa gleraugu einu sinni sem oftar á ævinni. Ekki er það í frásögur færandi nema vegna þess að gleraugun kostuðu slíkt morð fjár að mér blöskraði og því tek ég málið fyrir á þessum vettvangi.» Verðið á gleraugunum var kr. 38.000, hvorki meira né minna! Er ég fór að kanna málið kom í ljós að álagning á þessum þörfu og algengu hjálpartækjum er frjáls. Það fmnst mér þó einkennileg ráðstöfun vegna hinna mörgu sem þurfa að nota gler- augu, sumir frá vöggu til grafar ef svp má segja. Ég hefi einnig frétt að þetta mál hafi komið til umræðu og þá að gler- augu yrðu háð verðlagseftirliti en fallið hafi veriö frá því. Ekki er held- ur sjúkrasamlagi til að dreifa eða þátttöku almannatrygginga, svo sjálfsagt sem það væri að láta lyfseð- il frá augnlækni fylgja sömu reglum og gilda um aðra lyfseðla sem frá læknum eru aíhentir. - Þetta eru meiriháttar mistök að mínu mati. Nú eru áðurnefnd gleraugu ekkert sérstök að öðru leyti en því að þau eru tviskipt sem kallað er en um- gjörðin afar einfóld og venjuleg að öllu leyti - engin tískuumgjörð eöa þess háttar. - Ég vildi mælast til þess að gleraugnatilvísanir frá augnlækn- um verði látnar sæta sömu meðferð og aðrar tilvísanir eða lyfseðlar frá læknum almennt. - Annað er hróp- legt óréttlæti. Köttur í óskilum María hringdi: Ég hringi vegna kattar sem fannst í reiðileysi á Skeggjagötu fyrir nokkru. Kötturinn er læða, svört og grá - þó heldur meira af gráa litnum. Hún er mjög loðin og gæti því allt eins verið eins konar síamsköttur. Kötturinn hefur grænt hálsband, með einhveijum steinum á. Engin merking var á bandinu, því hún hefur dottið af. - Núna er kötturinn í vörslu fólks sem hefur síma 10853. Þangað getur eigandi eða umsjón- armaður kisu hringt og fengið frek- ari upplýsingar um verustað henn- ar. Lesendur ísland? ert vandara um en öðrum þjóðum Evrópu, er með öllu óskiljanlegt. Eða ætlum við að gangast undir sam- þykktir, reglur og lög Evrópubanda- lagsins fyrirfram þar sem lög þess eru æðri landslögum hvers ríkis? Þetta eru Bretar farnir að skilja og hafa vaknað upp viö vondan draum þar sem þeir sáu fyrir sér yfirburði og yfirráð voldugra meginlandsríkja með Þýskaland í fararbroddi og þeim afleiðingum sem það hefði fyrir ey- þjóð sem Bretar þó eru. - Hvað yrði þá um ísland í samanburði við Breta? Við íslendingar eigum að bíða átekta, hætta öllum viðræðum og samninga- umleitunum við Efnahagsbandalag- ið og nota biðtímann sem skapast til að leita eftir samningum viö Banda- ríkjamenn um fríverslun með allar okkar útflutngingsafurðir og inn- flutning þaðan. Við erum ekki með meiri viðskipti en svo að þau rúmast vel í gagnkvæmum samningi við að- eins eina þjóð. KERTAÞRÆÐIR ípassandi settum. Leiðari úr stálbiöndu. Sterkur og þofir eð leggjast I kröppum beygjum. Við- ném aðeins 1/10 ef viðnðmi kolþráða. Margföld neistagæði. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 -8 47 88 Leiðbeinendanámskeið fyrir kennara Kennarar! Nú er tækifæri til að öðlast réttindi sem leiðbeinendur í skyndihjálp. Rauði kross islands heldur leiðbeinendanámskeið fyrir kenn- ara dagana 22. til 24. ágúst nk. í Kennaraháskóla islands. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir'3: ágúst nk. Ekkert þátttökugjald. Upplýsingar og skráning í síma 91-267221 T€C STEREO BÍLTÆKIM/KASSETTU Gerd 514 20 wött. Sumartilboð kr. 5.950 Rétt verð 7.200 _________20wött. 12 stöðvaminni. Sjálfvirkur leitari. (PLL - synthesizer - tuner) Sumartilboö kr. 11.950 Rétt verð kr. 14.350 RISBS1 50wött. 12 stöðva rninni. Sjálfvirkur leitari. (PLL - synthesizer - tuner) - Dolby - Spólun í báðar áttir - Tenging fyrir CD spilara - Fader o.m.fl Sumartilboð 17.950 Rétt verð 21.900 Gerd 534 ISETNING AF FAGMÖNNUM VÖNDUÐ VERSLUN FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 Langholtsvegi lll Glæsibæ Nóatúni 17 S. 687090 S. 82922 S. 84085 —■ ■ 1 ■ »T'M ■■■■!■» Illlllllll !■!■■■ 1111 II 1 I ■ I ■ I ■ ■ 1111 Þú færð myndixnar á 60 mínútum Opnum kl. 8.30 iii g ii iiiii i ■ im ■ ■ ■ ■ ■ ■ n im LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HFÍ Laugavegi 178 - Sími 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) [mminmiiinmiiiiiinn PRISMA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.