Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990. Fréttir Tilraunir með nýtt yngingarlyf: Á að yngja fólk um tuttugu ár Læknar í Bretlandi eru nú aö kanna áhrif nýs lyfs sem mun geta unnið bug á flestum neikvæðum hliðum öldrunar. Bæði körlum og konum yfir sextugt hefur verið boðið að taka þátt í tilraun á lyfinu í London seinna á árinu. Læknam- ir binda vonir við að fyrir tilstilli lyfsins munu þúsundir eftirlauna- þega bráðlega getað náð bkamlegu ásigkomulagi á við fólk sem er allt að 20 árum yngra. Nánar tiltekið á lyfið að gera fólk grennra, sterkara, duglegra og jafnvel hærra. Lyf þetta er hormónalyf og hefur hingað til einungis verið notað til hjálpar bömum sem ékki vaxa eðli- lega. í breska blaðinu The Sunday Times er haft eftir Peter Sönksen prófessor, sem leiða mun rann- sóknir á lyfinu, aö daglegar lyfia- gjafir geti gert öldraðu fólki betur kleift að takast á við verkefni dag- legs lífs. Öðlist þetta fólk þá meiri orku þannig að það geti til dæmis gengið lengri vegaiengdir og kom- ist hraðar upp stiga. Meiri lífsgæði? „Við ímyndum okkur ekki að hér sé kominn hinn eini sanni æsku- brunnurinn en lyfið mun hins veg- ar geta aukið lífsgæði þessa aldurs- hóps til muna. Við vonumst til að lyfið muni ekki aðeins fá fólk til að líða hetur heldur minnka þörf þess á ýmiss konar þjónustu sem kostuð er af almannafé. Þannig getur lyfið komið í veg fyrir að fólk þurfi að leggjast inn á stofnanir vegna vöðvarýrnunar og almenns veikleika," segir Sönksen. Læknarnir segja ekki útilokað að lyfið geti einnig orðið miðaldra fólki til góðs og því full ástæða fyr- ir þaö að huga að endumýjun trimmgallans og aö herða upp hjónarúmið. Einstaka manneskjur hafa þegar notið góðs af þessu lyfi og í blaðinu er vitnað í ummæli nokkurra ein- staklinga. Þannig gekkst 51 árs kona undir aðgerð þar sem heila- dingullinn var fiarlægður fyrir 14 árum. Heiladingullinn framleiðir vaxtarhormón og hefur meðal ann- ars áhrif á orku og efnaskipti. Eftir þrálátar meðferðir var henni loks gefið þetta nýja lyf fyrir stuttu og er að eigin sögn allt önnur eftir. Hún er þrekmeiri og styrkari, auk þess sem sjálfstraust hefur aukist til muna. Elli kerling Notkun á þessu tilraunalyfi er enn mjög takmörkuð en árs- skammtur fyrir fullorðinn kostar um 300 þúsund krónur. Ef komandi tilraunir gefa jákvæðan árangur búast læknarnir við verðlækk- un. íslenskur læknir sagði í samtali viö DV að hann hefði ekki heyrt af þessu lyfi og var frekar vantrú- aður á yngingarmátt þess. Þannig gætu alls konar aukaverkanir komið í ljós. Auk þess heíöi það ekki borið árangur þegar menn reyndu að grípa á jafnafdrifaríkan hátt inn í náttúralögmálin og að stöðva elli kerhngu. -hlh Áfengisneysla dregst saman Heildarsala áfengis var minni fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma fyrir ári. Heildarsala áfengis nam 4.257.039 lítrum eða 465.854 alkó- hóllítram. Sambærilegar tölur frá árinu 1989 eru 4.443.266 lítrar eða 498.410 alkóhóllítrar. Samdráttur frá ári til árs er því 4,19 prósent í lítrum talið en 6,53 prósent í alkóhóllítram. Ef skoðuð er sala á einstökum teg- undum kemur í ljós að neysla létt- vína hefur dregist nokkuð saman. Mestur er samdrátturinn í sölu rósa- víns, eða 11,33 prósent, 7,57 prósent í sölu hvítvíns og rauðvínssalan hef- ur dregist saman um 2,72 prósent. Á hinn bóginn hefur sala á kampavíni aukist um 3,86 prósent. Mjög fáar tegundir sterkra vína auka hlutdeild sína á markaðnum. Af þeim hefur orðið mest aukning í sölu á bitterum, 34,59 prósent, og á Rom Punch, 31,72 prósent. Hins veg- ar hefur sala á brennivíni dregist saman um 13,83 prósent og sala á vodka hefur minnkað um 7,61 pró- sent. Sala á bjór var leyfð 1. mars á síð- asta ári og ef sölutölur yfir hann á fiögurra mánaða tímabili eru skoð- aðar kemur á daginn að sala hans var 3,14 prósent minni en á síðasta ári. í þessum magntölum er ekki tekið tillit til þess áfengis sem áhafnir flug- véla og skipa flytja inn í landið eða þess magns sem ferðamenn taka með sér frá útlöndum eða kaupa í fríhöfn. -J.Mar Þessi bygging í Skerjafirði hefur verið kærð til félagsmálaráðuneytisins. DV-mynd JAK Nýbygging í Skerjafirði: Kvartað til ráðuneytisins Félagsmálaráðuneytinu hefur hor- ist formleg kvörtun vegna nýbygg- ingar við Gnitanes í Skerjafirði í Reykjavik. í bréfi, sem ráðuneytinu hefur borist, er fundið að nýtingar- hlutfalli lóðarinnar. íbúar nærliggj- andi húsa, við Gnitanes og Einars- nes, sendu kvörtunina. Þeir finna helst að því að húsið, sem er í bygg- ingu, sé of stórt. Þá þykir húsið, sam- kvæmt teikningum, einnig vera of hátt miðað við önnur hús í nágrenn- mu. Félagsmálaráðuneytið hefur nú sent máhð til skipulagsstjóra ríkisins sem hefur erindi íbúanna til með- ferðar. Miðstjórn ASÍ mótmælir tillög- um um húsnæðislánakerfið „Þótt ekki verði gerð athugasemd við vinnuhrögð og forsendur, sem nefndin vinnur út frá, er nauðsynlegt að mótmæla tillögum þeim sem hún gerir, það er að loka strax lánakerf- inu frá 1986 og hækka vexti á öllum lánum sjóðsins frá ársbyijun 1984,“ segir meðal annars í ályktun sem samþykkt var á fimdi miðstjórnar Alþýðusambands íslands á fimmtu- dag. Ályktunin fiallar um álit emb- ættismannanefndar sem félagsmála- ráðherra skipaði til að gera úttekt á fiárhagsstöðu Byggingarsjóðs ríkis- ins. Segir ennfremur að húsbréfakerf- ið, sem taka á við lánakerfinu frá 1986, sé umdeilt og ekki komin á það reynsla þar sem það hefur aðeins verið í gangi á takmörkuðu sviði. Því sé ekki hægt að fullyrða um ágæti þess umfram 86-kerfið sem vissulega hafi galla sem ekki hafi náðst sam- staöa um að laga. Segir að höfuðerf- iðleikar 86-kerfisins séu vegna sí- minnkandi framlaga hins opibera. „Því verður að krefiast þess að opinber framlög til 86-kerfisins verði aukin svo það geti starfað, aö minnsta kosti þangað til reynslan sýnir að annar kostur sé betri.“ Loks segir að verkalýðshreyfingin krefiist þess „að vera með í ráðum um breytingar á fyrirkomulagi að- stoðar þess opinbera við húsnæðis- öflun fólks og að ekki verði nú farið að byltingarkenndum tillögum fram- angreindrar nefndar". -hlh Sandkom Flokkur minnisskaðaðra Steingrímur Hermannsson l’orsa.'tisráð herrafórtíl Glasgow á fimmtudaginn áólympíuleika fatlaðra. Þetta erífvrstaskipti sem Islending- ar taka þátt í þessum leikum. Menn hafa verið að velta íyrir sér erindi Steingríms á leikana og í hvaða grein hann muni keppa. Eina rökræna til- lagan hingað til hefur verið sú að Big Red muni keppa í wrestling í flokki minnisskaðaðra, Café brutale JónArsælI Þórðarsoner skemmtilegasti útvm-psmaður íslendinga. Um daginn þogar liannvaraðaf- kynnasamtalí morgunþætti rásar 2 var það eitthvað á þessa leíð: „Þetta var Bjarni Sigtryggsson. ný- ráðinn markaðsstjóri Arnarílugs. Guð þjálpi honutn.“ Kstiil Jóns Ár- sæls frá Vestur-Þýskalandi fyrir all- löngu var með því besta sem heyrst hefúrí útvarpi. Sandkornsritara rainnir að hann hafi verið eitthvað í þessa áttina: „Hér í Dússeldorf drekka menn mikið kaffi. Það er framreitt í þremur útgáfum: „café normale", sem er venulegt kaffi, , ,café speciale“, sem er kaffi og kon- íak, og „café brutaie“ sem er bara komak.“ Lengri var pistillinn ekki. And I ífsupp lyft ing Sjálfstæðis- monneruauð- aðiraðund- írbúakosninga- baráttunaað vorikomanda. Fríðrik Soph- ussonhjólar _______________ einsogvitlaus maöur ntn alla borg og er orðinn að tákni heílbrigðs lifernis manna sem nálgast fimmtugsaldurinn óðfluga. Davið Oddsson hefur loks breytt um hárlagningu. Þorsteinn Pálsson er dálítið tvístigandi sem fyrr og safnar ýmist skeggi eða rakar sig. Aðrir ' þingmennmunu sjálfsagtlaga sig til og strekkja á réttum stöðum. Það veröur spennandi að sjá hvort þessi npplyfting nær til Austfiarðagoðans Egils Jónssonar. Það verður þó ekki að teljast líklegt þar sem hann birtist enn sem fyrr, rauöþrútinn og stoitur, ó síðum Morgunbiaðsins og skrifar um mál málanna, jarðræktarlög og rikisframlög til j aröbóta. Lánveiting út í loftið Deiia Arnar- fjugsmannaog OlafsRagnars Grímssonarer núóðumað komastíhop jiKirrasumar- málasemerf- iöasteraðíá nokkurnbotní. Þaö er komið í hóp dellumála á borö viö Mógilsármálið og fornleifagröft- inn á Ströndum. Eittþað furðuleg- asta í Arnarflugsmálinu er að Ólafur Ragnar segist ekki geta boðið Alþingi upp á frumvarp um niðurfeliingu skulda Arnarflugs þar sem fors vars- menn félagsins haíl ekki skiiað inn neinum gögnum um hvernig þeir ætla að reisa félagið viö. Það sé því ekki hægt að ætlast til að Alþingi samþyktó að verja 150 milljónum af skattfé landsmanna nánast út I loftiö. Almenningur stólur þetta viðhorf Ólafs Ragnars að sjálfsögðn. En það sem er erfiðara að skilja er að ríkis- stjómin, með Ólaf Ragnar innan- borðs, samþykkti þessa 150 mOIjóna króna niðurfellingu ti! Alþingis á sín- um tíma. Rikisstjórnin virðist sam- kvæmt þessu ektó gera miklar kröfur varðandi upplýsingar ura raál sem hun afgreiðirog skiptirþáenguhvort þau fela í sér hundruð milljóna króna framlag af skattpeningum. Umsjón: GunnarSmárí Egílsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.