Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 10
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990. STARTARAR í BÁTA • BÍLA* VINNUVÉLAR. lUFALAk BÍLASPRAUTUN lÉTTINGAR Varmi Auðbrekku 14. sími 64-21 -41 Litsj ónvarpstæki kr. 21.990 stgr. 20” Gerð 5181 m/fjarst. kr. 35.950 stgr. 5 ára ábyrgð á myndlampa VÖNDUÐ VERSLUN IKMCi FÁKAFEN 11 - SÍMI éÍ80Ö5 I ÞURRKU- MÚTORAR ARMAR OG BLÖÐ 2JA ARMA MJOG GOTT VERÐ l!M:lJ:l/a SKEIFUNNI 5A, SÍMI 91-8 47 88 Utlönd Kosið í Mongólíu: Kommúnist- um spáð Mongólar gengu að kjörborðinu í gær og var það í fyrsta sinn í 69 ár að frjálsar og lýðræðislegar kosningar voru þar haldnar. Talið er að sjötíu og fimm prósent tvéggja milljón kosningabærra manna í þessu víðfeðma landi hafi þegar nýtt sér atkvæðisrétt sinn fjórum klukkustundum áður en kjörstöð- um lokaði í gær í fyrri umferð kosninganna en sú síðari fer fram á sunnudag. Búast má við fyrstu tölum síðar í dag. Stjórnarerindrekar í Ulan Bato- ur, höfuðborg Mongólíu, spá kommúnistaflokknum sigri en telja þó að áhrif flokksins og völd munu minnka mikið í kjölfar þess- ara kosninga. Kommúnistaflokk- urinn hafði verið einráður í landinu í 69 ár þegar hann ákvað aö afsala sér valdaeinræði sínu og boða til frjálsra fjölflokkakosninga fyrr á þessu ári. sigri Stjómarandstæðingar segja að kosningarnar hafi ekki að farið heiðarlega fram þar sem kommún- istar hafi haft meira fjármagn og auðveldari aögang að fjölmiðlum. En erlendir stjórnarerindrekar telja að kosningamar hafi farið að mestu heiðarlega fram. Þó taldi einn sig hafa orðið varan við ring- ulreið og mghng á nokkrum kjör- stöðum. Hann sagði að atkvæða- seðlar hefðu verið látnir hggja á Kjósendur og starfsmenn kosning- anna í Mongólíu nýttu sér þarfasta þjóninn til að komast á kjörstaði. Hér má sjá einn starfsmann flytja kjörgögn á milli staða á hestbaki. Símamynd Reuter borðinu en ekki stungið ofan í kjör- kassana strax eins og lög gera ráð fyrir. Þá kvaðst hann einnig hafa tekið eftir að sumir kjósenda hefðu þrjá atkvæðaseðla í höndunum. Búist er við að kommúnistum gangi betur en stjórnarandstæð- ingrun í kosningu til þjóðardeildar- innar. En talið er að andstæðingum stjórnarinnar vegni betur þegar kemur að útnefningu til þeirrar dehdar þingsins sem fer með lög- gjafarvaidið en það er þjóðardehd- in og stjórnmálaflokkar sem eiga aö útnefna fulltrúa í þá deild. Þar munu einungis sjtja 53 fulltrúar. Sumir telja jafnvel að stjórnarand- stæðingar kunni að ná naumum meirihluta. Sex flokkar, þar á með- al umhverfisvemdarflokkur, bjóða fram í þessum kosningum. Komm- únistar eru tæplega þrír fjórðu frambjóðenda. Mongólía, sem er á mhli Sovét- ríkjanna og Kína, var lengi leppríki Sovétríkjanna en mótmælagöngur andstæðinga stjórnarinnar fyrr á árinu urðu þess valdandi að ráða- menn þar ákváðu að fara eigin leið- ir. Forysta kommúnistaflokksins var stokkuð upp og í mars afsalaði flokkurinn sér valdaeinræði sínu. Hann hefur heitið umbótum í landinu og m.a. lofað að heimila einkaeign. Reuter Mongólar gengu að kjörborðinu i gær i fyrri umferð fyrstu frjálsu kosninganna þar í landi í 69 ár. Símamynd Reuter Valdabaráttan í ísraelska Verkamannaflokknum: Peres ber sigur úr býtum Leiðtogi Verkamannaflokksins í ísrael, Shimon Peres, sigraði óvænt keppinaut sinn, Yitzhak Rábin, í gær þegar kosið var um það í miðstjórn flokksins hver ætti að vera í forystu flokksins í baráttunni gegn Likud- flokki Shamirs forsætisráðherra. Samkvæmt skoðanakönnunum er Rabin eini leiðtogi Verkamanna- flokksins sem gæti sigrað í þeirri baráttu. Háttsettur embættismaður ísra- elsku stjómarinnar sagði í gærkvöldi að í Likudflokknum væra menn af- skaplega ánægðir með ákvörðun miðstjórnar Verkamannaflokksins þar sem þeir tækju mark á skoðana- könnununum. Óttaðist Likudflokk- urinn sigur Rabins því hann myndi hafa barist fyrir þjóðarstjóm. Peres var í forystu Verkamanna- flokksins þegar stjórn ísraels féll í_ mars og felldi síðan minnihlutastjórn' Shamirs þegar hann neitaði að fall- ast á skilyrði Bandaríkjamanna fyrir viðræðum við Palestínumenn. Við- ræðumar, sem fara áttu fram í Ka- író, áttu að vera undirbúningsvið- ræður að kosningum á herteknu svæðunum. Peres var veitt umboð th stjómar- myndunar en mistókst þar sem tveir klerkaflokkar drógu til baka stuðn- ing sinn á síöasta augnabliki. Shamir tókst hins vegar að mynda stjórn, mestu harðlínustjórn í sögu lands- ins. Reuter Almyrkvi á sólu Sovétmenn í Leningrad við Eystra- salt th Chukchiskaga sex þúsund khómetra austar urðu vitni að al- myrkva á sólu í gær, að því er fram kom í fréttum Tass, hinnar sovésku opinbera fréttastofu. Og stjamfræð- ingar frá Bandaríkjunum, Vestur- Þýskalandi, Bretlandi, Ítalíu og öðr- um þjóðlöndum þyrptust til Byelo- morsk viö Hvíta hafið skammt frá landamæranum við Finnland til að fylgjast með þessu náttúrufyrirbæri. Þar gátu vísindamennirnir fylgst með sólmyrkvanum í 96 sekúndur eldsnemma morguns í gær. í Mur- mansk, norðar í landi, var of skýjað til aö vísindamenn gætu séð þegar skuggi tunglsins skyggði smám sam- an á sólu í Joensu í Finnlandi vöktu allir borgarbúar aðfaranótt sunnudags. Fuglar hættu að syngja og hundar skelfdust á meðan á sólmyrkvanum stóð. En þar urðu áhorfendur að sætta sig við að sjá aðeins hluta af sólmyrkvanum þar sem skýjað var. Þetta var fyrsti almyrkvi á sólu í Finnlandi frá árinu 1945. Von er á öðrum árið 2126. Reuter Sólin líkist tunglinu á þessari mynd sem tekin var klukkan tæplega tvö aöfaranótt sunnudags en almyrkvi á sólu átti sér stað 22. júlí. Þetta er fyrsti sólmyrki í Evrópu siðan árið 1981 og fylgdust þúsundir manna meö. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.