Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990. 35 Lífsstíll Hvað felur ferða- trygging í sér Ferðalög liggja í loftinu á þessum tíma árs. Einn þáttur, sem þeim fylg- ir, er að tryggja sig í bak og fyrir. Ekki er öllum kunnugt um hvað felst í ferðatryggingu og vill það á stund- um valda misskilningi. Almenn ferðatrygging Mögulegt er að kaupa almenna ferðatryggingu þar sem trygging far- angurs er innifalin. Einnig er hægt aö kaupa farangurstryggingu ein- göngu. Flest tryggingafélög bjóða upp á svokallaðan „pakka“. í þeirri tryggingu felast örorku- og dánar- bætur vegna slysa, sem eru um 2 milijónir, svo og dagpeningar vegna þeirra. Greiðast dagpeningar vegna vinnutaps. Sjúkratrygging er einnig innifalin og að síðustu er trygging á farangri. Er lágmarkstrygging á far- angri 130 þúsund krónur en ekkert hámark. Ef einn einstakur hlutur, svo sem pels eða skartgripur, fer yflr um það bO 25% af heiidarvátrygg- ingu ber að tilkynna það og þarf þá að fá þann hlut tryggðan alveg sér- staklega. Reglur um þetta atriði er nokkuð mismunandi milli trygginga- félaga og er ástæða til að kynna sér þetta sérstaklega í hverju tilviki um sig. Flest tryggingafélög bjóða hag- stæðari kjör þeim sem þegar eru í viðskiptum við fyrirtækið. Neytendur Sjálfsábyrgð Eigin áhætta er alitaf til staðar. Eru það munir sem heyra undir stuld- hættu, eins og til dæmis myndavélar, sjónaukar, skartgripir og fleira. Eðh- legt er að sjálfsábyrgð sé um 30%. Er þetta skýrt tekið fram á trygging- arskjali. Ef hlut er stolið er grundvallarat- riði að kæra það hjá viðkomandi yfir- völdum. Ef það er ekki hægt út af tungumálaörðugleikum, lélegum að- stæðum eða af öðrum orsökum er algert skilyrði að fá staðfestingu á því hjá fararstjóra eða flugfélagi ef bætur eiga að fást. Sönnun verður að vera til staðar. Ekki eru greiddar bætur ef menn týna hlut. Sum tryggingafélög eru í sambandi við alþjóðleg samtök um slysahjálp. Má sem dæmi nefna SOS þjónustuna og hefur þó nokkuð reynt á það. í öðrum tilvikum er haft beint sam- band við félagiö, annaðhvort símleið- is eða með telexi. Ferðarof er það kallað þegar eitt- hvað óvænt kemur fyrir sem veldur því að ijúfa þarf ferð. Eru greiddar sérstakar bætur í slíkum tilvikum og er ágætt að aðgæta hvort það er innifalið í þeirri tryggingu sem keypt er. Greiðslukortaviðskipti Ef menn eru handhafar greiðslu- korta, frá Visa eða Eurocard, fá þeir hinir sömu sérstaka tryggingu ef helmingur fargjalds er greiddur með korti. Þeir sem eru með guUkort eru þó undanþegnir þessu ákvæði og er þeim ekki skylt að greiða fargjaldið með korti sínu. Með guilkortinu fæst einnig betri trygging því kaupa þarf viðauka við venjulega tryggingu ef menn eru með aimennt kort. Ferðarofstrygging er einrng inni- Flestir kaupa sér ferðatryggingu áður en lagt er af stað. Færri vita þó hvað felst í þeirri tryggingu fyrr en á reynir. fahn ef þau verða á fyrri hluta ferðar og ná bæturnar allt að 1000 dollurum, sem samsvarar tæpum 60 þúsund krónum. Verðhugmyndir Hér eru dæmi um nokkra trygg- ingamöguleika miðað við þriggja vikna ferð. Kostnaður er nokkuð misjafn og er hann einnig breytilegur eftir því hvert ferðinni er heitið. Til Evrópu mundi kostnaður vera í kringum 2.500 krónur og er hann ýmist örhtið lægri eða hærri eftir því við hvaða tryggingafélag er skipt. Gjaldið fer einnig eftir því fyrir hversu háa upphæð farangurinn er tryggður. í lengri ferðir, svo sem til Bandaríkjanna eða Áusturlanda fjær, eykst kostnaður nokkuð og er. meðalverð í kringum 3.500 krónur.' Sérstakt verð fyrir íjöskyldu fæst einnig í mörgum tilvikum og eins ef menn eru þegar með önnur viðskipti við fyrirtækið. -tlt Góð kaup eru oft gerð á útsölum og þegar beðið er í biðröðinni er gott aö hafa í huga að „þolinmæðin þrautir vinnur allar“. DV-mynd JAK Útsölur úti um allan bæ Útsölur eru nú í fullum gangi. Eru í langflestum tilfehum nýjar vörur á boðstólum og er afsláttur sá sem gef- inn er allt að 70-80 prósent. Algeng- ara er þó að hann sé á bihnu 20-50 prósent. Langarbiðraðir í verslunum í Kringlunni mynduð- ust miklar biðraðir þegar útsölur hófust á miðvikudag. Voru dæmi þess að beðið var við dyr þegar opnað var og var stundum ansi löng biðin við afgreiðslukassann. Það sama er að segja um verslanir við Laugaveg- inn og hafa viðskiptin aukist mjög mikið. Mikhvægt er að verð sé sýnt á verð- miðum. Á þeim á að sjást hvaö varan kostaði fyrir verðlækkun og eins á hvaða verði hún er á eftir. Skilað og skipt Mismunandi reglur ghda um möguleika á að skila eða skipta vör- unni sem keypt er. í Hagkaupi er hægt að skila og skipta útsöluvöru ef kassakvittun er geymd. í Kaupstað í Mjódd er hins vegar hægt að skipta á númeri eða í ht en ekki er hægt að skha. Ákveðna reglu er ekki held- ur hægt að finna hjá tískuvöruversl- ununum og er ekki úr vegi að fá upplýsingar um það þegar verslað er. Að sjálfsögðu er ávaht hægt aö skila vöru ef hún er gölluð. Hvað er í boði? Fatnaður í öhum stærðum og gerð- um er á boðstólum. Virðist vera nokkuð meiri sala í barna- og kven- fatnaði þó að aðrar vörur séu einnig eftirsóttar. Skór eru einnig vinsælir og rjúka út eins og heitar lummur. í stórmörkuðunum er þó ýmislegt annað th á afsláttarverði og má þar meðal annars nefna leikföng, plötur og garðhúsgögn. -tlt iimiimmmmmmmmm ^ 2500 FðX / | W **Myndsenditæki = Fax ** -Hsm n:n ? í j fax/sími/ljósritísamatækinu ■ ‘ ™ = innbyggður Fax/síma-skiptir = Verð kr. 51.004,- án/vsk 63,500,- með/vsk PÖNTUNARÞJÓNUSTA MARKAÐSÞJÓNUSTAN, Skipholti 19,3. hæð, sími 26911 Utsölustaðir: Lyfjaberg, Hraunbergi 4. Háaleitisapótek, Háaleitisbraut 68. Snyrtivörubúðin, Laugavegi 76. Snyrtivöruverslunin Thorella, Laugavegsapóteki, Laugavegi 16. Snyrtivöruverslunin Stelia, Bankastræti 3. Vesturbæjarapótek, Melhaga 20-22. Garðsapótek, Sogavegi 108. Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b. Apótek Garðabæjar, Hrísmóum 4, Garðabæ. Apótek Mosfells, Þverholti 3, Mosfellsbæ. Akureyrarapótek, Hafnarstr. 104, Akureyri. Apótekið Siglufirði, Norðurgötu 4, Sigluf. Dalvikurapótek, Goðabraut 4, Dalvik. Essoskálinn (snyrtivörudeild), Flateyri. Nesapótek, Eiðistorgi 17, Seltjarnarnesi. Snyrtivöruversl. Sandra, Reykjavíkurvegi 50. Lyfjaforðinn, Grundarfirði. Stykkishólmsapótek. Borgarnesapótek. Apótek Úlafsvikur. Apótek Akraness. Borgarapótek, Álftamýri 1-5. Snyrtivöruversl. Spes. Kleifarseii 18. Apótek Hafnarfjarðar, Strandgötu 34. Byggið upp heilbrigt ogfallegt hár HEILDIN sf. sími 656050 Fœst abeins íapótekum ogsnyrtiv'óruverslunum musde í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.