Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 3
MÁNUDAGÚR 23. <JÚLÍ Íð90.
3
Fréttir
Fiskimjölsverksmiðjan Faxamjöl:
Olykt í Hafnarfirði
Ibúar á Hvaleyrarholti í Hafnar-
firöi hafa kvartað yfir ólykt frá fiski-
mjölsverksmiðjunni Faxamjöli við
Hvaleyrarbraut. Oft hefur verið
kvartað yfir verksmiöjunni en
ástandið hefur þó skánað mikið frá
því sem áður var.
Heilbrigðisráðherra gefur út
starfsleyfi fyrir verksmiðjuna en það
er háð því hve lengi hráefnið er
geymt. Verksmiðjustjóri segir þá
bræða alla daga vikunnar og alltaf
það hráefni sem komið hafi deginum
áður.
Hann segir verksmiðjuna hafa
mjög fullkominn hreinsibúnað og
hráefnið sé alltaf splunkunýtt. Hins
vegar sé alltaf einhver lykt frá svona
verksmiðju. Þá séu margir fiskverk-
endur í kring sem veiti sínu skólpi
niður í fjöru en skólpið nái ekki út í
sjó. Þaðan komi einnig lykt, auk þess
sem sumir skussar safni úrgangi
lengur í körin en aðrir.
Heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjaröar
segist aldrei hafa orðið var við lykt
úr skólpinu. Þegar kvartað hafi verið
vegna ólyktar hafi það alltaf verið
ólykt frá verksmiðjunni sjálfri. Hins
vegar sé það rétt að skólpið sé ekki
í lagi en lyktin sé ekki þaðan.
-Pj
íbúar við Hvaleyrarholt i Hafnarfirði hafa hvartað undan ólykt sem kemur
frá fiskimjölsverksmiðjunni Faxamjöli. Hér sést hráefni verksmiðjunnar.
DV-mynd JAK
Barna-
rúm
hvítmáluð með rúmfata-
skúffu, stærð 74x160 sm,
einnig barnarúm úr massifri
furu.
RMJHUSIÐ
Grensásvegi 16,108 Reykjavík
Sími 687080
Hrunamannahreppur:
„Fáránlegur
vegur“
- allur í beygjum og brekkum
„Það er bara verið að fara úr ösk-
unni í eldinn með því að leggja þenn-
an veg,“ sagði íbúi á bænum Þver-
spyrnu í Hrunamannahreppi í Ár-
nessýslu í samtali við DV.
Mikil óánægja er með vegagerö
sem stendur yfir við bæinn Hruna í
Hrunamannahreppi en verið er að
færa veg, sem liggur yfir hlaðið á
bænum, niður fyrir íbúðarhús og
kirkju. Að sögn þeirra sem til þekkja
verður nýi vegurinn allur í beygjum
og brekkum en vegna þess hafa
heyrst óánægjuraddir.
„Það er skrýtið að það skuh þurfa
aö leggja svo slæman veg. Allir geta
séð fyrir sér hvemig aðstæður verða
að vetri til þegar snjór og hálka leggst
á veginn. Þaö er enginn spotti beinn
á þessum vegi,“ sagði viömælandi
DV. „Svo virðist sem þeir sem standa
að þessu, skilji þetta ekki og geti ekki
hugsað sér að fara eftir okkar ábend-
ingum.“
Málið snertir aöahega íbúa þriggja
bæja, auk Hruna, en einnig kirkju-
gesti sem geta verið margir á tíðum.
„Við vildum gjarnan fá betri veg
en það virðist ekkert ætla að stöðva
þessa menn við gerð þessa fáránlega
vegar.“
-RóG.
Alþjóðleg
kvennaráð-
stefna á
íslandi
Ákveðið hefur verið að halda
hérlendis alþjóðlega kvennaráö-
stefnu að ári og boða til hennar
konur viðs vegar úr heiminum.
Það eru fslenskar konur sem tek-
iö hafa áskorun bandarísku
kvenréttindakonunnar Betty Fri-
edan, sem kom hingað th lands í
vor, og undirbúa nú alþjóðlega
kvennaráöstefnu.
Að sögn Helgu Jónsdóttur,
deildarstjóra í forsætisráðuneyt-
inu, er undirbúningur þegar haf-
inn hér og erlendis og hefur veriö
leitað stuðnings hjá forsætis-
ráðuneytinu. Forsætisráöherra
hefur lýst sig fúsan til að leggja
þessu hð og er Helga fuhtrúi
ráðuneytisins í undirbúnings-
starfinu.
Ekki er ákveðið hvernig ráð-
stefnunni verður háttað né hvort
einhverjum þekktum konum ut-
an úr heimi verði boðið aö koma
hingað aö vera viðstaddar hana.
-RóG.
..ER FMLilIiUi ilÍLLl
Yfirbyggingin er teiknuð af hinum ítalska
snillingi Giugiario.
..II SEjJIKKLEGA
INNRÉTTAiUR iÍLL!
Öll innri hönnun er verk pysfca meistarans
Karmann.
..ER TlKNiLERA VEL
iðlii iÍLL!
Hreyfill, gírkassi og drifbúnaður kemur frá hinum
rómuðu Porsche verksmiðjum í Þýskalandi.
..II ÉifH iÍLL!
Enda kostar hann aðeins frá
7.000.-