Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Stmi 27022
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990.
Skattarannsókn:
skattsvik
Rannsóknardeild ríkisskattstjóra
'hefur lokiö rannsókn á umfangs-
miklum sölu- og tekjuskattssvikum.
Þaö fyrirtæki sem á í hlut hefur ver-
iö krafið um 55 milljón krónur vegna
þessara svika. í þeirri upphæö er
vantalinn skattur og álag vegna
skattsvika.
Aö sögn Guðmundar Guöbjarna-
sonar skattrannsóknastjóra er hér
um að ræða skattsvik frá árunum
1987 til 1989. Rannsókn á þeim hófst
á síðasta ári. Hann vildi ekki segja
til um hvort hann heföi sent þetta
mál til rannsóknarlögreglunnar. Þar
sem hér er um umtalsverð svik aö
ræða er nokkuð víst aö máhð fer
þangað þar sem refsiverðir þættir
þess verða rannsakaðir.
Guðmundur vildi ekki gefa upp
hvaða fyrirtæki hér væri um að
ræða, í hvaða atvinnugrein það væri,
hvort það væri enn starfandi né
nokkuð það sem kynni að þrengja
hringinn svo að hugsanlega kæmi í
ljós hvert það væri.
-gse
Grundarfjörður:
Óttast um bát
Tilkynningaskyldan gerði fyrir-
spurnir víða um helgina vegna báts-
ins Hafsteins SH 131 frá Grundar-
flrði. Báturinn fór í róður á fostu-
dagskvöld. Skipstjórinn tilkynnti
ekki um ferðir bátsins. Eftir að að-
standendur sjómannanna á Hafsteini
höfðu samband við Tilkynninga-
skylduna var farið að spyrjast fyrir
um bátinn.
Um miðnætti í nótt kom báturinn
til hafnar í Grundarfirði og amaði
ekkert að. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem skipstjórinn á Hafsteini lætur
ekki Tilkynningaskylduna vita um
ferðir bátsins.
-sme
Sovétríkin:
Flugráns-
tilraun
Sænska lögreglan skýrði í morgun
frá að tilraun hefði verið gerð til að
ræna sovéskri farþegaflugvél af
gerðinni Tupolev 134 snemma í
morgun. Sovéskir embættismenn
sögðu aftur á móti að komið hefði
verið í veg fyrir ránið.
Tólf tilraunir til að ræna sovéskum
farþegaflugvélum hafa verið gerðar
síðasta mánuð.
Reuter
LOKI
Hvað er Skattmann að
gera veður út af svona
smotteríi?
Táragasi hent í
ruslafötu ölstofu
Grunur er um að táragasi hafi Margir gestanna urðu fyrir „Þetta er mjög alvarlegt mál. Ég Jónas Sigurðsson, lögregluvarð-
verið hent í ruslafötu ölstofunnar óþægindum vegna þessa. Fjórir tala ekki um ef menn hljóta alvar- stjóri i Barðastrandarsýslu.
Flóarinnar á Tálknafirði aðfara- gestanna voru fluttir til læknis á legan skaða af. Við vitum ekki Lögreglan hefur rætt við flölda
nótt sunnudags. Ekki er endanlega Patreksflrði. Þeir samkomugestir hvaða efni þetta var en mér þykir manns vegna rannsóknar málsins.
vitað hvaða efni þetta var en flestir höfðu orðið fyrir öndunartruflun- sennilegt að innihald ruslafötunn- Mikil áhersla er lögð á þessa rann-
hallast að þvi að um táragas hafi um. Aðrir samkomugestir fengu ar verði sent til Reykjavíkur til sókn. Ekki er onn vitað hver ber
verið að ræöa. Sextiu til sjötiu talsverðan sviða í augu og margir grehiingar. Við vitum ekki hver ábyrgð á þessu athæfi. Ölstofan
manns voru samankomnir í veit- fengu uppköst eftir að hafa andaö var að verki en ábyrgð hans er Flóin hefur verið starfrækt á
ingahúsinu þegar eitrið var sett að sér óloftinu sem fylgdi eiturguf- mikil, ég tala ekki um ef fólk ber Tálknafirði í nokkra mánuði.
þar. unni. varanlegan skaða frá þessu,“ sagði -sme
Báturinn Stakkur KÓ 2, 8 tonna pungur, fékk nælontóg í skrúfuna þegar hann var við veiðar 30 mílur frá Gróttu
aðfaranótt laugardags. Sendi báturinn út hjálparbeiðni um klukkan tvö eftir miðnætti. Henry Hálfdansson, bátur
Slysavarnafélagsins, var þá þegar sendur Stakk til aðstoðar og kom hann með bátinn í togi til Reykjavíkur skömmu
eftir hádegi á laugardag. -DV-mynd S
Útgerð Andra:
75 mil|jónir
íslenska úthafsútgerðarfélagið hf.,
sem gerði út frystitogarann Andra
við strendur Bandaríkjanna, hefur
verið tekið til gjaldþrotaskipta af
skiptaráðandanum í Barðastrandar-
sýslu en þar var félagið skráð. Tahð
er að gjaldþrotið nemi um 75 milljón-
um króna.
Stefán Skarpéðinsson, sýslumaður
í Barðastrandarsýslu, sagði í morgun
að samkvæmt upplýsingum sem
hann hefði frá forráðamönnum út-
gerðar Andra næmu skuldir félags-
ins um 75 milljónum króna en eignir
væru á hinn bóginn engar.
Stefán segir að 2 mánaða innköll-
unarfrestur í kröfur sé hafinn og
renni hann út í september. „Endan-
leg staða þrotabúsins mun þá Uggja
fyrir.“ -JGH
Kleppsspítali:
Eldur í rúmdýnu
Slökkvilið Reykjavíkur fór að
Kleppsspítala í gærkvöld eftir að eld-
varnakerfi spítalans hafði farið í
gang. Þegar slökkvilið kom að spítal-
anum var enginn eldur þar sem
. starsfólk hafði náð að slökkva. Glóð
hafði myndast í rúmdýnu en starfs-
fólkinu gekk vel að slökkva hana.
-sme
Veðríð á morgun:
Rigning um
suðaustan-
vert landið
Suðaustanátt, víöast kaldi.
Rigning um landið suðaustan-
vert, skúrir vestanlands en úr-
komulítið norðanlands. Hiti 10-14
stig sunnan til á landinu en
nokkru hlýrra nyrðra.
labriel
HÖGG-
DEYFAR
Versliö hjá fagmönnum
varahlutir
Hamarshöfða 1 - s. 67-6744
1
K&ntucky
Fried
Chicken
Faxafeni 2, Reykjarík
Hjallahrauni 15, Hafnarfirði
Kjúklingar sem bragó er að
Opið alla daga frá 11-22