Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990.
NÝ ÞJÓNUSTA Á ÍSLANDl
Útlönd
Ágreinlngur innan austur-þýsku stjómarinnar:
Stjórnarkreppa
yfirvofandi
Samsteypustjómin í Austur-
Þýskalandi er í fallhættu vegna
ágreinings um hvort sameining
þýsku ríkjanna skuli eiga sér stað
fyrir eða eftir sameiginlegar þýskar
kosningar sem stefnt er að að verði
haldnar þann 2. desember. Austur-
þýska þingið sat á löngum og ströng-
um fundi í gær til að freista þess að
fxnna lausn á þessu alvarlega máli.
Þingfulltrúar greiddu atvæði með
handauppréttingu um tillögu sem
tveir stjórnarflokkanna, Frjálslyndi
flokkurinn og Flokkur jafnaðar-
manna, lögðu fram. í tillögunni var
gert ráð fyrir að Þýskaland sameinist
degi áður en kosningamar fara fram.
Tillagan var felld.
Hefði þessi tillaga náð fram að
ganga hefði það haft í fór með sér
að vestur-þýskar kosningareglur
hefðu gilt í fyrirhuguðum kosning-
um í báðum þýsku ríkjunum. Það
hefði vel getað þýtt að smærri stjóm-
málaflokkar í Austur-Þýskalandi
hefðu ekki náð lágmarksfylgi í þess-
um fyrstu samþýsku kosningum frá
því fyrir síðari heimsstyijöldina og
hefðu þar af leiðandi ekki komið
manni á þing.
Kristilegir demókratar, sem em
langstærstir stjómarflokkanna,
kommúnistar og aðrir smáflokkar,
vilja að sameining taki gildi daginn
eftir kosningamar sem þýðir að-
skildar kosningar. Á þingi í gær var
þó samþykkt ein málamiðlun þar
sem gert er ráð fyrir viðræðum við
fulltrúa Vestur-Þýskalands um til-
högun og tímasetningu kosninganna.
Fulltrúar beggja þýsku þinganna
Lothar de Maiziere, forsætisráðherra Austur-Þýskalands.
munu funda og reyna að komast að
samkomulagi fyrir lok mánaðarins.
Forystumenn Frjálslyndra og jafn-
aðarmanna vora spurðir hvort ósig-
urinn á þingi í gær þýddi að þeir
segðu slitið við stjómina eins og þeir
Símamynd Reuter
hafa hótað. „Þetta verður til umræðu
næstu daga,“ sagði Wolfgang Thi-
erse, leiðtogi jafnaðarmanna við
blaðamenn.
Reuter
Kim Dae-jung, einn helsti forystumaður stjórnarandstöðunnar í Suður-
Kóreu, fagnar stuðningsmönnum sínum á fjöldafundi um heigina.
Símamynd Reuter
Suður-Kórea:
Stjórnarandstaðan
gengur af þingi
Allir áttatíu þingmenn stjomar-
andstöðunnar í Suður-Kóreu sögðu
af sér í morgun til að leggja áherslu
á kröfur sínar um nýjar kosningar.
í forystu þessara aðgerða var Kim
Dae-jung, helsti leiðtogi stjórnar-
andstæðinga og leiðtogi Flokks
friðar og lýðræðis, stærsta stjórn-
arandstöðuflokksins á þingi.
Talsmaður Frjálslynda lýðræðis-
flokksins, eða stjórnarflokksins,
sagði að afsagnimar væru ólögleg-
ar og að þær yrðu ekki teknar gild-
ar. Þetta kom fram í fréttum Jon-
hap-fréttastofunnar. Stjórnar-
flokkurinn heldur þvi fram að ekki
megi ijúfa þing fyrr en við fyrir-
hugaðar kosningar árið 1992.
Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn
varð til fyrr á þessu ári þegar
stjórnarflokkurinn sameinaðist
tveimur smáflokkum sem þá komu
úr röðum stjórnarandstöðunnar.
Hann ræður nú yfir 218 af 299 sæt-
um á þingi. Stjórnarandstöðunni
hefur gengið erfiðlega að hafa áhrif
málefni þau sem koma fyrir þing.
Þann 14. þessa mánaðar kom
stjórnin í gegn 26 frumvörpum
þrátt fyrir mikil mótmæli.
Um tvö hundruð þúsund manns
komu saman í Seoul, höfuðborg
Suður-Kóreu, um helgina til að
sýna stuðning sinn við Kim og aðra
leiötoga stjórnarandstöðunnar sem
hafa samþykkt að leggja á hilluna
að sinni allan ágreining sín á milli
og sameina krafta sína til að berj-
ast gegn stjórn Roh Tae-woo. Kim
hefur heitið því að standa fyrir frið-
sömum mótmælafundum til að
þrýsta á að kosningar verði haldn-
ar hið fyrsta.
Reuter
JPessi nvja þjónusta býður einstaklingum og fyrirtækjum
áskrift aö símhótfi.
.Afilt sem til þarf er tónvalssimi,
í~í ægt er að beina símhringingum sem berast í númer not-
anda i símhólf ef hann er ekki við. viil ekki iáta trufia sig
eða númerið er á tali.
TT
XL/igandi getur sótt skilaboðin úr stmhólfi símieiöis) hvaöan
sem er á landinu eða í heiminum.
Áttu ítalskir frí-
múrarar aðikl að
Palmemorðinu?
Francesco Cossiga, forseti Ítalíu,
hefur í bréfi til Giulio Andreotti, for-
sætisráðherra síns, farið fram á
rannsókn á meintri aðild frímúrara-
reglunnar P2 að morðinu á Olof
Palme, fyrmm forsætisráðherra Sví-
þjóðar.
Yfirmaður nefndar þeirrar er
rannsakar morðið, Hans Ölvebro,
segir upplýsingarnar um að einhver
tengdur P2-reglunni hafi átt aðild að
morðinu ekki vera nýjar af nálinni.
Þær séu bara meðal þeirra þúsund
ábendinga sem borist hafi. Þetta kom
fram í sænska dagblaðinu Dagens
Nyheter í morgun. Ölvebro vissi ekki
að forseti Ítalíu hefði sýnt málinu
áhuga en tók fram að það breytti
engu um starfsaðferðir sænsku lög-
reglunnar.
Frá því að Dick Brenneke, fyrrum
starfsmaður bandarísku leyniþjón-
ustunnar, fullyrti í ítalskri sjón-
varpsstöð að P2-reglan ætti aðild að
Palmemorðinu, hefur nefndin, er
rannsakar morðið, hvatt sjónvarps-
stöðina til að fá Brenneke til að hafa
beint samband við sig. Að sögn Ölve-
bros hefur hann ekki gert það.
Ölvebro leggur þó áherslu á að
nefndin hafi ekki alveg afskrifað
ábendingarnar um meinta aðild P2-
reglunnar að morðinu.
TT
BJÓÐUM SÉRSTAKAN KYNNINGARAFSLÁTT
Mótmælendum og lögreglu lenti saman i Suður-Kóreu um helgina þeg-
ar ein (jölmennasta mótmælaganga síðustu ára var haldin í höfuð-
borginni. Simamynd Reuter
HENTAR SÉRLEGA VEL FARSÍMANOTENDUM
Upplysingar cru veittar hjá Simaþjónustunni. simi 6?ó99*), hnll nr. 123, eða i simu 620<)22 hjá Framabraut sl,