Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990. Meiming Fréttir Nýlistasafnið endurreist Fyrir nokkrum misserum, þegar Nýlistasafninu viö Vatnsstíg var lokaö og nýlistínni pakkað niður eftir tíu ára starfsemi, myndaðist tómarúm í íslensku myndiistarlífi. Þótt safnið hafi kannski ekki alltaf starfað í samræmi við yfirlýst markmið og stundum trassað að uppfylla ýmsar þær kröfur sem yfirleitt eru gerðar til safnastofnana, hafði það alltént á boðstólum athafnarými sérstaklega sniðið fyrir fiöllistír og til- raunastarfsemi ungu kynslóðarinnar. Við lokun safnsins hrökklaðist sú starfsemi að mestu leyti út í kuldann og unga kynslóðin út úr landinu eða upp á hanabjálka. Skiljanlega hefur nokkurs vonleys- is gætt meðal þeirra fulltrúa hennar sem undirritaður hefur rætt við, og hefur þess einnig gætt í myndlist þeirra. Hins vegar lifðu margir í voninni um endur- reisn Nýlistasafnsins, og á tímabili var mikið rætt um kaup á gamalli vélsmiöju í vesturbænum undir safniö. Ríki og borg til bjargar Óneitanlega er það svolítil kaldhæðni að stofnun íslandsbanka skuli beinlínis hafa orðið til þess að vekja Nýlistasafnið aftur til lífsins, og það í sínu gamla hús- næði við Vatnsstíg. Þegar Alþýðubankinn, eigandi húsnæðisins og skilningsríkur leigusali safnsins um árabil, gerðist aðili að samstarfi bankanna, varð ljóst að ekki yrði þörf fyrir gömlu byggingarnar við Vatns- stíg, sem ákveðið haföi verið aö nota undir geymslur. Gengu fulltrúar Nýlistasafnsins þá á lagið og báðu ríki og borg að festa kaup á þessum byggingum safn- inu til handa. Sjálfir hétu þeir að leggja fram vinnu sína við að gera þær upp. Nú hefur það gerst sem ýmsir töldu útilokað, ríki og borg hafa sameinast um kaup bygginganna og afhent þær Nýhstasafninu til afnota og listamennimir hafa sameinað þær og breytt í 200 fm listamiðstöð með fjórum mismunandi stórum sýningarsölum, geymslu fyrir listaverkaeign safnsins, skrifstofuaðstöðu og bókasafnsrými. Bjart og rúmgott Áður en lengra er haldið er við hæfi að óska aðstand- endum til hamingju með þennan áfanga, sem á örugg- lega eftir að hleypa nýju lífi í íslenska myndhstarstarf- semi. Listaverkageymslan var áður á jarðhæð, en hef- ur nú verið flutt á efri hæð. Við það stækkar efri salur jarðhæðar - aðkomusalurinn - til muna, en neðri sal- ur hennar er óbreyttur. Þetta fyrirkomulag kemur sýningarstarfseminni til góða, en kann að torvelda flutning verka til og frá geymslu. Það sem áður var efri hæð hefur minnkað og er orð- in nokkurs konar millihæð, því frá henni er nú gengt bæði inn í skrifstofu/bókasafn, þar sem áður var tré- smiðjan hans Bensa, og alla leið upp í gamla Gallerí SÚM. Galleríið hefur verið stækkað og er nú fall- egasti salur hússins, bjartur og rúmgóður, með útsýni yfir byggðina í kring. Skipt hefur verið um glugga í byggingunni allri, og innréttingar málaðar í hólf og gólf. Óteljandi möguleikar Við þessar breytingar á Nýlistasafninu hafa nú skap- ast nær óteljandi möguleikar í sýningarhaldi. Hægt er að halda meiri háttar yfirlitssýnignar á verkum Ur Súm-sal Nýlistasafnsins. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson einstakra listamanna í safninu, eöa yfirgripsmiklar hópsýningar, fjórar smærri sýningar í einu, eða þá að leggja alla neðri hæðina undir tónlistar- eða leiklistar- uppákomur, án þess að trufla myndlistarsýningar á efri hæðum safnsins. Nýlistasafnið hefur hafið starfsemi sína með þremur sýningum. Á jarðhæð eru verk eftir franskan konsept- listamann, Bauduin að nafni. Hugmynd hans er að tengja saman nokkur eylönd, þar á meðal ísland, með því að færa grjót á milh þeirra, með tilheyrandi skrá- setningu á tilfærslunni og staðháttum. Virðist þessi viðleitni hans vera angi af því rómantíska landslags- konsepti, sem var í tísku fyrir nokkrum árum, en er nú sennilega farið að láta á sjá. Allt um það er út- færsla listamannsins bæði þokka- og smekkleg. Vald og spilling Á miðhæö er niðursetningur (installasjón) eftir Ní- els Hafstein er nefnist „Vald", og er ljóðræn hugleið- ing um einn fylgifisk valdsins, spillinguna. Pappírskór- óna stendur upp úr skólpröri sem riðar til fails, spila- stokkur skartar eintómum gosum, en hnífsblað stend- ur út úr vegg og heldur við leiktjald. Gegnt kórónunni er mynd af vængjuðu ljóni, merki Feneyja. í SUM-salnum hefur verið komið fyrir nokkrum eldri verkum í eigu Nýlistasafnsins, eftir Ástu Ólafsdóttur, ívar Valgarðsson, Rúnu Á. Þorkelsdóttur og Þór Vig- fússon. Er vel til fundiö að kynna listaverkaeign safns- ins á þennan hátt og verður vonandi framhald á. Þessum fyrstu sýningum hins endurreista Nýlista- safns lýkur þann 29. júlí næstkomandi. Andlát Kristinn J. Magnússon, Álfaskeiði 14, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum 20. júlí. Friðrikka Guðmundsdóttir, Þor- finnsgötu 2, lést í Landspítalanum að morgni 20. júli. Jarðarfarir Elín Tómasdóttir, sem andaðist 15. júlí, verður jarðsungin frá Bústaöa- kirkjumánudaginn23.júlíkl. 13.30. Halldór Vigfússon rafvirkjameistari, Smiðjuvegi 19, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 24. júlí kl. 13.30. Þorsteinn Gunnarsson frá Fornu- söndum, Tunguseli 1, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 16. júlí, verður jarðsunginn frá ÁskirKju 25. júlí kl. 15.00. Karl Ólafsson frá Vestmannaeyjum, Hraunbæ 102a, sem lést 13. júlí, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. júlí kl. 13.30. Lára Ingibjörg Magnúsdóttir frá ísafirði, sem lést í Vífilsstaðaspítala 15. júlí, verður jarðsungin frá Há- teigskirkju mánudaginn 23. júlí kl. 15. THkynmngar Sumarferð safnaðarfélags og kirkjukórs Áskirkju verður farin sunnudaginn 29. júli nk. Lagt verður af stað frá Áskirkju kl. 8.30, ekið að Skarði í Landsveit og messað í kirkjunni þar. Síðan verður farið í Þjórs- árdal. Kvöldverður verður snæddur að Básum í Ölfusi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 24. júlí til Þuríðar í s. 681742, Bryndísar, s. 31116, eða Hafþórs, s. 33925 sem gefa allar upplýsingar. Happdrætti Happdrætti heyrnarlausra Dregið var í vorhappdrætti heyrnar- lausra þann 16. júlí sl. og eru vinnings- númer eftirfarandi: 1. 19951, 2. 10456, 3. 22988, 4. 18162, 5. 6109, 6. 8752, 7. 4718, 8. 14735, 9. 18364, 10. 17925, 11. 15853, 12. 18880, 13. 22347, 14. 21671, 15. 24515, 16. 11969, 17. 1426, 18. 22898, 19. 1416. Vinninga má vitja á skrifstofu Félags heymarlausra, Klapparstíg 28, alla virka daga, sími 91-13560. Félagið þakkar veitt- an stuðning. Tónleikar Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Á þriðjudagstónleikum 24. júlí kl. 20.30 í Siglujgörður: Sigurvegarinn úr kvennariðli Bynjar M. Valdimaisson, DV-ökuleikni ’90 Stærsti bíllinn í keppninni var 12 tonna vörubíll. Ökumanni bílsins gekk vel að aka brautina en vegna stærðar var hann með lélegan tíma. Sigurvegari kvöldsins var án efa Birgitta Pálsdóttir sem hafði veriö með 150 refsistig og best i öllum flokkum og hafði einnig þriðja besta tímann í sumar. Önnur í kvennariðli var Margrét Birgisdóttir með 297 refsistig. í karlariðli vann Örn Arn- arson með 165 refsistig, annar var Sigurður Jack með 195 refsistig og þriðji Björn Sverrisson með 281 refsi- stig. í riðli byrjenda sigraði Ástþór Sigurðsson með 201 refsistig, annar var Sveinn Hjartarson með 261 refsi- stig og þriðji var Óli Brynjar Sverris- son með 320 refsistig. Það var ekki eingöngu í ökuleikni sem Siglfirðingar stóðu sig vel heldur einnig í hjólreiðakeppninni því þar jafnaði Renzo Gustav Passaro í eldri flokki besta tímann á reiðhjólunum með því að fara brautina á 42 sekúnd- um, annar var Birkir Þór Sigurðsson með 54 refsistig og þriðji Ingvar Þór Kristjánsson með 55 refsistig. í flokki 9-11 ára var sigraði Ingólfur Magn- ússon meö 64 refsistig, annar var Páll R. Karlsson með 78 refsistig og þriðji var Gústaf Guðbrandsson með 89 refsistig. Verðlaunin gaf Torgið h/f, Leifs- bakari s/f og VÍS. Birgitta Pálsdóttir náði bestum árangri í ökuleikninni á Síglufirði. Listasafni Sigurjóns Olafssonar flytja þau Freyr Sigurjónsson og Margarita Reizabal tónlist fyrir flautu og píanó eftir Carl Reinecke, Georges Enescu og Fran- cis Poulenc. Akureyri: Ökukennarinn sigr aði í kvennariðli Brynjar M. Valdimars., DV-okuleikm '90: Ökuleiknin fór fram við hús Út- gerðarfélags Akureyrar þar sem viö fengum aðstöðu. í kvennariðli tók Anna Kristín Hansdóttir, sem er ökukennari, þátt í ökuleikninni. Hún stóð sig mjög vel, svaraði öll- um spumingum rétt og hafði sam- tals 213 refsistig. Kemur hún því til með að taka þátt í úrslitakeppni í haust ásamt öðrum sigurvegurum í karla- og kvennariðlum og tíu bestu í byrjendariðli. Önnur var Steinunn Ragnarsdóttir með 254 refsistig og þriðja Guðlaug Krist- insdóttir með 256 refsistig. Sigurvegari í karlariðh var Finn- ur Víkingsson með 169 refsistig, annar varð Guðmundur Guð- mundsson með 186 refsistig og þriðji Reynir Þórhallsson með 203 refsistig. í riðli ungra ökumanna varð Axel Vatnsdai efstur með 253 refsistig. í hjólreiðakeppni, sem fór fram á meðan keppendur í ökuieikni svör- uðu spumingum, sigraði í riðli 9-11 ára Marinó Nordqvist með 67 refsi- stig. Annar varð Haraldur Vil- hjálmsson með 74 refsistig og þriðja Helena Guðmundsdóttir með 114 refsistig. Fjöimiðlar Hringferð á sunnudagskvöldi Þótt helgin hafi haft upp á ýmis- iegt að bjóða bæöi í útvarpi og sjón- varpi verður að segjast eins og er að rýnir eyddi ekki miklu af athygh sinni í þessa tvo miðla. Þegar gengið var tii náða á sunnudagskvöldið hafði verið horft og hlustað á slitur úr dagskrá beggja en engan dag- skrárhð frá upphafi til enda, með einni undantekningu þó. Komum aðþvísíðar Risatónleikar um vegginn á laug- ardagskvöld fóra mestmegnisfyrir ofan garð og neðan. Megauppákom- ur af þessu tagi sjást orðiö svo oft á skjánum að maður kippir sér ekki upp við slikt lengur. Þáttur um mismsunandi sálar- kreppta Bandaríkjamenn áfertugs- aldri hefur oft fengið mann tii aö setj ast smástund og horfa, í þeirri von að maður fyndi nú kannski eítt- hvaö af sjálfum sér þama í þessu veseni. Eftir þokkalega bytjun með ágætis sprettum inni á milii hafa þessir þættir hins vegar dalað veru- lega og era varla annaö en eitthvert meiningarlaust skvaldur sem ekki kemur manni hiö minnsta viö. Myndin sem byggði á sögu Dick- ens var ágæt Enn elnu slnni var maður minntur rækilega á hvað græðgin getur gert mannfólkinu, hvernig venjulegt dagfarsprútt fólk (á yfirborðinu aUa vega) fer að stela, Ijúga, pretta og myrða í þeim til- gangi einum aö komast yfir ein- hverjar aumar spesíur. Ég fór hringinn í gærkvöldi. Þótt- ist nokkur góður að hoppa hvergi af þar sem ekki var stoppað svo mikið æm einu sinni tÖ að tey gja úr sér og gleypa eina með öiiu. Ég var háifieröalúinn eftir hálfan ann- antímaí sprengá hringveginum, eins og sjálfsagt fleiri sem ferðuöust með. Hugmynd Friðriks Þórs hafa sjálfsagt margir fengjð í kohinn en það er ekki nema Friðrik Þór sem framkvæmir hugmyndir sem þess- ar, samanberBrennu-Njálssögu - sællar minningar. Haukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.