Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 27. JÚLl 1990.
Fréttir
w Þorvarður Elíasson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2:
Kaupum meirihlutann til
að reka Sýn áfram með DV
Stöö 2 keypti í gær 60 milljóna
króna hlut Bíóhallarinnar, Þorgeirs
Baldurssonar í Odda og Vífdfells í
Sýn fyrir 70 milljónir króna. Heildar-
hlutafé í Sýn er 108 milljónir króna.
Fyrir liggur þó síimþykkt Sýnar um
að fá viðbótarhlutafé þannig að
heildarhlutaféð verði 184 milljónir
króna. „Við höfum keypt þennan
hlut í Sýn til að reka Sýn áfram sjálf-
stætt í samstarfi við DV. Fátt annað
er hægt að segja á þessu stigi máls-
ins,“ sagði Þorvarður Ehasson, sjón-
varpstjóri Stöðvar 2 í morgun.
Sveinn R. Eyjólfsson, stjómar-
formaður Frjálsrar fjölmiðlunar hf.,
útgáfufyrirtækis DV, sagði í morgun:
„Það er ekkert hægt aö gera annaö
en fagna því að fá inn nýja hluthafa
í Sýn sem vita hvað þeir vilja. Það
er mjög til bóta.“
Sveinn sagði ennfremur að enn
ætti eftir að selja viðbótarhlutafé í
Sýn þannig að heildarhlutaféð yrði
184 milljónir eins og samþykkt væri
fyrir. Núverandi hluthafar ættu for-
kaupsrétt en ennþá lægi ekki fyrir
hveijir keyptu þetta hlutafé.
Þá sagði Sveinn: „Ég hef trú á að
Sýn verði starfrækt áfram sem sjálf-
stæð sjónvarpsstöð og byggi það á
samtölum sem ég hef átt við Stöðvar
2 menn.“
Jón Gunnarsson, markaðsstjóri
Sýnar, hélt klukkan sex í gærdag
fund með starfsmönnum Sýnar þar
sem hann tilkynnti þeim að Stöð 2
væri að kaupa meirihlutann í Stöð-
inni.
Bíóhöllin, Þorgeir Baldursson í
Odda og Vífilfell áttu 60 milljóna
króna hlut í Sýn. Af þessum 60 millj-
ónum höfðu 20 þegar verið greiddar
og bankaábyrgö lá fyrir afganginum.
Þessar 20 milljónir, sem höfðu verið
útgreiddar, keypti Stöð 2 á 30 milljón-
ir. Hún borgaði 20 milljónir út og 10
voru greiddar með hlutafé í Stöð 2.
Afganginn, 40 milljónir, yfirtekur
Stöð 2. -JGH
Starfsfólk Sýnar hélt fund í gær klukkan sex til að ræða nýjustu tíðindin,
kaup Stöövar 2 á meirihlutanum í Sýn.
Eldur varð laus á veitingastaðnum að Laugavegi 28 á níunda tímanum i morgun. Það tók slökkvilið ekki langan
tíma að slökkva hann. Talsverðan reyk lagði frá eldinum. í morgun var ekki vitað hversu miklar skemmdir hefðu
orðið vegna elds, reyks og vatns. DV-mynd S
Stúlka á fjórtánda ári týnd í tvær vikur:
Vitað að hún er í Reykjavik
- fleiri unglingar fara að heiman þegar samræmdu prófin eru
Valdísar Halldórsdóttur, sem er
fædd í ágúst 1976, hefur verið leitað
um nokkurn tíma. Hún fór af ungl-
ingaheimilinu að Sólheimum 7 í
Reykjavík 13. júh. Ekki er vitað
hvar hún er niðurkomin. Hvarf
Valdísar var tilkynnt til lögreglu
15. júh. 19. júlí var óskaö eftir að
lögreglan aðstoðaði við leitina. 23.
júlí var þess óskað aö auglýst væri
eftir Valdísi í fjölmiðlum. Þrátt fyr-
ir leit hefur hún ekki fundist. Lög-
regan hefur frétt af herrni í Reykja-
vík. Valdís hefur oftsinnis áður
týnst.
Önnur stúlka, tæplega sextán
ára, hafði verið týnd í nokkra daga.
Hún gaf sig fram fyrr í þessari viku.
í fyrrakvöld strauk hún af einu
heimila unghngaheimihs ríkisins.
Stúlkan fannst í Austurstræti síð-
degis í gær. Hún var færð á ungl-
ingaheimih ríkisins.
Valdís Halldórsdóttir. Tvær vikur
er síðan hún fór af unglingaheim-
ili rikisins við Sólheima i Reykja-
vik. Ekki er vitað hvar hún heldur
sig.
Lögreglunni í Reykjavík bárust
165 erindi vegna fólks sem óttast
var um fyrstu sex mánuði þessa
árs. Flest þessara mála leystust
fljótlega. Inni í þessari tölu eru eft-
irlýstir afbrotamenn. Á sama tíma
var óskað eftir að lögreglan leitaði
að 100 ökutækjum. Þaö eru stohn
ökutæki eða sem ökumenn hafa
stungið af á frá árekstrum eða
vegna gruns um að ökumenn hafi
verið drukknir viö akstur. Það er
algengara að lögreglan þurfi að
leita að fólki en bílum. Á öllu árinu
1989 barst lögreglunni 261 erindi
um að leita að fólki. Fyrstu sex
mánuði þess árs voru erindin 127
og 134 seinni hluta ársins, aö sögn
Jónasar Hahssonar, aðalvarðstjóra
hjá lögreglunni í Reykjavík.
Jónas sagði aö svo virtist sem
unglingar færu mikið að heiman
frá sér eða af félagslegum heimil-
um, þegar þeir mættu mótbyr.
Hann nefndi samræmdu prófin
sem dæmi.
-sme
Ólafur Ragnar Grímsson:
Aðalatriðið að taka
15. greinina burt
„Ég heyrði þessi ummæh Páls fyrst
í gær. Ég hef kahað hann á fund í
dag til þess að fá skýringu á því hvað
hefur breyst hjá þeim,“ sagöi Ólafur
Ragnar Grímsson í samtah við DV í
morgun.
BHMR hefur boðið upp á viðræður
um 15. greinina en í henni segir að
BHMR geti farið fram á þær launa-
hækkanir sem verði á hinum al-
menna vinnumarkaði. BHMR vih í
staðinn tengja launaþróun sína við
háskólamenn á almennum vinnu-
markaði. Það telja þeir betri kost en
að vera bundnir taxtakaupstrygg-
ingu.
„Ég get ekki íjallað um hvað gert
verður. Hins vegar er aðalatriðið að
taka í burtu 15. greinina þannig að
BHMR búi við sömu skilyrði og ASÍ
og BSRB varðandi veröbreytingar.
Varðandi 15. greinina er það eina
sem kemur til greina að þeir fái það
sama og ASÍ og BSRB hafa nú,“ sagði
Ólafur að lokum.
-PÍ
Birgir Bjöm Sigurjónsson:
Annars konar verðtrygging
„Við höfum boðið ríkisstjórninni
upp á viðræður um efni 15. greinar-
innar. Hugmyndin er að koma á ann-
ars konar verðtryggingu en er þar
nú þannig aö verðtryggingin sé ekki
bundin verðlagsþróun á hinum al-
menna vinnumarkaði sem er meg-
inásteytingarsteinn ASÍ gegn okk-
ur,“ sagöi Birgir Bjöm Sigurjónsson,
hagfræðingur BHMR, í samtali við
DV í morgun.
Meginhugmyndin er að í staðinn
fyrir aö launaþróun BHMR sé bund-
in hinum almenna vinnumarkaði
verði verðtrygging þeirra bundin við
launaþróun háskólamanna á al-
menna vinnumarkaðinum eða hún
tengd verðlagi.
„Við erum ekki að falla frá trygg-
ingu á 5 ára samningi. Við vorum
meö þessar hugmyndir í samninga-
viðræðunum á sínum tíma. 15. grein-
in, eins og hún er nú, er hugmynd
fjármálaráðherra sem við urðum að
gangast inn á,“ sagði Birgir Björn að
lokum. -pj
Vaxtabætur um mánaðamótin
Vaxtabætur verða geiddar út 1.
ágúst á sama tíma og húsnæðisbætur
og barnabætur, þótt lög heimih að
draga greiðslu þeirra th 1. septemb-
er.
Vaxtabætur í ár nema samtals 1,4
milljaröi króna og njóta þeirra um
10 þúsund hjón, rúmlega 1.500 ein-
stæðir foreldrar og tæplega 3.500 ein-
staklingar. Meðalbætur hjóna eru
um 100 þúsund krónur, einstæðra
foreldra um 80 þúsund krónur og
einhleypinga um 60 þúsund krónur.
Hæstar geta bætumar orðið, sam-
kvæmt lögum: th hjóna 174 þúsund
krónur, 140 þúsund th einstæðra for-
eldra og 107 þúsund th einhleypings.
Vaxtabæturnar voru ákveðnar
með lögum í fyrra í tengslum við
upptöku húsbréfakerfis og greiðast
þeim sem byggja eöa kaupa íbúðar-
húsnæði í fyrsta sinn. Þær miðast
við hveija fiölskyldu og eru tengdar
tekjum og eignum en húsnæðis-
bæturnar voru föst upphæö á hvern
einstakling f sex ár. Þeir sem áttu
rétt á húsnæðisbótum á árinu 1988
geta haldið sig við það kerfi en einn-
ig sleppt húsnæðisbótunum og valið
vaxtabætumar í staðinn. Þeir sem
byrjuðu aö byggja eða keyptu íbúð
eftir það eiga aðeins rétt á vaxtabót-
unum.
Um 11 þúsund manns fá nú greidd-
ar húsnæðisbætur samkvæmt eldra
kerfinu, ahs aö upphæð 600 mihjónir
króna.
-J.Mar
Erlendir ferðamenn veltu bíl
Erlendir ferðamenn veltu bíla-
leigubíl við Hestgerði í Suðursveit í
gær. Ferðamennimir slösuðust ekki
en bíllinn er talsvert skemmdur.
Nýbúið var að hefla veginn þegar
óhappið varð.
Taliö er að bílnum hafi verið ekið
hratt í beygju með þeim afleiðingum
að hann valt.
-sme