Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. JÚLl 1990. Viðskipti____________________________________________________________________________dv Akureyrin slær öll fyrri met: Hásetahluturinn 770 þúsund eftir 18 daga metveiðiferð Frystítogarinn Akureyrin EA 10, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Samherja á Akureyri, sló í síðustu veiðiferð öll fyrri met sín. Aflaverð- mætið var um 77 milljónir króna eft- ir átján daga veiðferð og nam háseta- hluturinn um 770 þúsund krónum. Þar af fara um 280 þúsund krónur beint í skatta. Eftír standa um 490 þúsund krónur. Það er dágott. Skip- stjóri var Þorsteinn Vilhelmsson. Akureyrin hefur frá því fyrirtækið Samherji keypti skipið, árið 1982, Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlánóverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allih, Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán.uppsögn 4-5,5 lb 18mán.uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Ib Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Lh.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,0 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR överðtr. júní 90 14,0 Verðtr. júní 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júlí 2905 stig Lánskjaravísitala ágúst 2925 stig . Byggingavísitala júlí 549 stig x Byggingavísitala júlí 171,8 stig Framfærsluvisitala júlí 146,4 stig Húsaleiguvísitala hækkar 1,5% l.júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,995 Einingabréf 2 2,725 Einingabréf 3 3,285 Skammtímabréf 1,694 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,168 Kjarabréf 4,952 Markbréf 2,633 Tekjubréf 1,989 Skyndibréf 1,478 Fjplþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,406 Sjóðsbréf 2 1,772 Sjóðsbréf 3 I.69.I Sjóðsbréf 4 1,428 Vaxtarbréf 1,6975 Valbréf 1,5970 Islandsbréf 1,036 Fjórðungsbréf 1,036 Þingbréf 1,035 öndvegisbréf 1,034 Sýslubréf 1,038 Reiðubréf 1,024 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 488 kr. Flugleiðir 191 kr. Hampiöjan 170 kr. Hlutabréfasjóður 162 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 164 kr. Eignfél. Alþýðub. 126 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 162 kr. Eignfél. Verslunarb. 138 kr. Olíufélagiö hf. 515 kr. Grandi hf. 184 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 546 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðita, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkað- inn blrtast i DV i fimmtudögum. Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri á Akureyrinni. margoft verið í fréttum fyrir met sín. Skipið á bæði metið í því að koma með mesta aflaverðmæti íslensks fiskiskips að landi svo og vera með mesta aflaverðmætí eins skips yfir allt árið. Mettúrinn í þetta skiptið hófst í Akureyrarhöfn 5. júlí og stóð tíl 23. júlí, eða í áfján daga. Aflinn fékkst út af Vestfjörðum en þar hefur verið mikil aflahrota síðustu vikurnar. Alls veiddi Akureyrin 627 tonn af þorski upp úr sjó á þessum átján dögum og skiluðu þau sér í 276 tonn- um af þorskflökum. Fyrra met Akureyrarinnar var sett í fyrrasumar og gaf sá túr aflaverð- mæti upp á 57 milljónir króna og hásetahlut upp á um 570 þúsund krónur. -JGH Akureyrin. Hásetahlutur í síðustu ferð, sem tók 18 daga, var um 770 þús- und krónur. Þar af fóru um 280 þúsund beint í skatta. Vænkast hagur viö Kirkjusand: Hagnaður Sambandsins nam 85 milljónum fyrstu sex mánuðina - á sama tíma í fyrra var tap upp á um 120 milljónir Hagnaður Sambands íslenskra samvinnufélaga fyrstu sex mánuði þessa. árs nam um 85 miiljónum króna, samkvæmt upplýsingum Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambandsins, í gær. Áætlanir félags- ins gerðu hins vegar ráð fyrir um 15 miiljóna króna tapi á þessu tímabili. Þetta bráöabirgðauppgjör markar viss tímamót hjá Sambandinu; hagur er að vænkast. Bæði í fyrra og hittí- fyrra var Sambandið rekið með miklu tapi. Þannig var tapið fyrri hluta ársins í fyrra um 120 milljónir króna. Sala Sambandsins hefur aukist að raunvirði. Fyrstu sex mánuðina var salan 12 milljarðar króna sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á sama tíma í fyrra var salan 9,9 milljónir. Þetta er aukning upp á um 21 prósent. Verðbólga, hækkun framfærsluvísitölunnar, á sama tíma var um 19 prósent. í áætlunum Sambandsins hafði verið gert ráð fyrir að salan fyrstu sex mánuðina yrði 10,5 milljarðar króna. Það að hún skyldi verða 12 milljarðar þýðir að hún var 14 pró- sent umfram áætlun. í áætlunum Sambandsins fyrstu sex mánuðina var gert ráð fyrir að um 15 milljóna króna tap yrði af starfseminni. Sambandsmenn þakka bættri rekstrarafkomu á þessu ári fyrst og fremst hagræðingu innan fyrirtækis- ins, svo og hagstæöara rekstrarum- hverfi. Minni verðbólga og stöðugra gengi en verið hefur hérlendis síðast- Uðin tvö ár er sérstaklega nefnt til sögunnar. Sambandið tapaði á síðasta ári um 750 milljónum króna allt árið í fyrra þrátt fyrir að tapið hefði verið mun minna eftir fyrstu sex mánuðina, eða um 120 milljónir króna. Skuldir Sambandsins eru miklar. Um síðustu áramót voru þær um 10,7 milljarðar króna, þar af skamm- Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, getur sæmilega vel við unað með rekstrarafkomu fyrstu sex mánuðina. tímaskuldir um 7,2 milljarðar. A að- alfundi Sambandsins í júní síðast- hðnum kom fram að aðalvandi fé- lagsins væri of miklar skuldir. -JGH Sambandið græddi 85 milljónir króna fyrstu sex mánuði þessa árs. Á sama tíma í fyrra var tapið 120 milljónir króna. Grandabréfin rjúka upp eftir fréttir um sameiningu Hlutabréfin í Granda hf. hafa hækkað verulega á þeim hálfa mán- uði sem hðinn er frá því tilkynnt var á blaðamannafundi að ákveðið hefði verið að sameina Granda og Hrað- frystístöðina í Reykjavík. Daginn eftir blaðamannafundinn hækkaði gengi Grandabréfanna úr 1,72 í 1,80.1 gær hækkuðu síðan bréf- in í 1,84. Hámarks-hlutabréfavísitalan var í gær komin upp í 649 stig. Það er hækkun um hvorki meira né minna en 57 prósent frá áramótum. Eigend- ur hlutabréfa hafa því fengið gífur- lega ávöxtim frá áramótum. -JGH í hverju var Benco? Róbert Þór Bender, aðaleigandi Benco hf., sem nú dvelur í Portú- gal, hefur verið í sviðsljósinu und- anfama mánuði vegna rannsóknar ríkisskattstjóra á fyrirtækinu. Margir hafa spurt sig að því í hvers konar rekstri Benco hafi verið. Eigandinn, Róbert Þór Bender, hefur verið í viðskiptum með fyrir- tæki sitt, Benco, í um 25 ár. Fyrirtækið var hvað þekktast fyrir'sölu sína á tjaldvögnum, svo- nefndum Combi Camp-vögnum, sem notið hafa nokkurra vinsælda hérlendis. Hægt er að reisa þá, breyta þeim í tjöld, á aðeins fimmtán sekúnd- um. Auk þess hefur Benco verið þekkt fyrir sölu talstöðva og hljóm- flutningstækja, svo nokkuð sé nefnt. Benco mun hafa selt miklu fleiri tjaldvagna en fyrirtækið gaf opin- berlega upp. Þess vegna var það tekið tíl rannsóknar síöasthðinn vetur og fjölmiðlar fiölluöu þá mik- ið um. Niðurstaða rannsóknarinncir varð sú að lagðir voru á hann skatt- ar samkvæmt nýjum gjaldstofnum. Um var að ræða söluskatt, tekju- skatt, eignaskatt og aðstöðugjald. Upphæðin, með öhum álögum, eins og dráttarvöxtum og viðurlög- um, nemur um 55 milljónum króna. Róbert Þór Bender er ekki kátur með þessa niðurstöðu ríkisskatt- stjóra og hefur kært réttmæti hinna nýju gjaldstofna, sem lagðir eru á hann, til æðsta dómstóls í skattamálum, ríkisskattanefndar. Samkvæmt lögum ber ríkis- skattanefnd að hafa kveðið upp úrskurð sex mánuðum eftir að máhð berst tíl hennar. Það verður svo eftir að niður- staða er komin frá ríkisskattanefnd sem ríkissaksóknari tekur ákvörð- un um málshöfðun. Benco hf. var th húsa í Lágmúla 7 í Reykjavík. Áður var það í Bol- holti. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.