Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990.
Utlönd
Efnavopn flutt frá V4
Fyrstu vörubílarnir flytja bandarísk efnavopn í V-Þýskalandi til eyðilegg-
tngar. Símamynd Reuter
Bandaríkin hófii brottflutning efnavopna sinna frá Vestur-Þýskalandi
i gær. Umhverfisverndarsinnar reyndu árangurslaust aö fá brottflutning-
inn, sem er landleiðis, stöðvaðan vegna þess að þeir telja leiðina hættu-
lega. Þeir kveðjast styðja heilshugar brottílutning vopnanna en eldd með
vörubílum og lestum i gegnum þéttbýl svæði.
Mikil öryggisgæsla var á leiö bifreiðanna og lestanna sem flytja efna-
vopnin á brott Um tíu þúsund efhavopnasprengjur Bandaríkjanna voru
í V-Þýskalandi og verður þeim nú eytt. Vopnin höfðu veríð geymd ieyní-
lega í Clausen skammt frá landamærunum viö Lúxemborg. Árið 1986
sömdu Kohl, v-þýski kanslarinn, og Reagan, þáverandí Bandaríkjafor-
seti, um aö vopnin skyldu fjarlægö og skýrðu þá frá hvar þau væru.
Forsetalausi í Búlgaríu
Búigarska þinginu tókst ekki að kjósa forseta iandsins í gær og er þaö
í fjórða sinn sem þingmönnum tekst ekki að koma sér saman um eftir-
mann Petars Mledanov sem neyddist tii að segja af sór embætti fyrr í
þessum mánuði. Engum frambjóðanda tókst að tryggja sór stuðning
tveggja þriöju hluta þingmanna í kosningum í gær og var ákveðið aö
gengið yrði til kosninga á ný á mánudag. Frambjóðandi fyrrum kommún-
ista, sem nú kalla sig sósíalista, Chavdar Kiuranov, hefur fengið flest
atkvæði í kosningum hingað til og fékk í gær 194 atkvæöi af 384 sem
greidd voru.
Olíuráðherrar OPEC-rikjanna funda nú í Genf. Á þessari mynd má sjá ráðherra Indónesíu, Saudi-Arabíu og írak.
^ Símamynd Reuter
Málsókn gegn Scargill frestað
Fundur aðildarríkja OPEC:
Samband breskra námamanna
hefur ákveðið að fresta málsókn á
hendur Artliur Scargill, leiötoga
sambandsins. Þannig vonast þau
til að leysa ágreining sinn við
Scargill um fjármuni sem evrópsk-
ir námamenn greiddu í verkfalls-
sjóð breskra námamanna i vcrk-
fallinu 1984-1985. Scargill heí'ur
verið sakaður um aö hafa iagt féð
inn á reikning Alþjóðasambands
námamanna en hann er jiar einnig
í forystu. Um er að ræða tvær millj-
ónir punda.
Breskur dómari samþykkti að
í'resta málsókn í þrjá mánuði til að
gefa deiluaöilum færi á að leysa
ágreining sinn. Taliö er að sam-
komulag hafi náðst á löngum fundi
samtaka breskra og erlendra Arthur Scargill, leiðtogi breskra
námamanna fyrr í vikunni. námamanna.
Moi herðir tökin
Andófsmaöurinn Gitobu Imanyara, sem var leystur úr haldi í Kenýa á
miðvikudag, var handtekinn á nýjan leik í gær. Var honum gefiö að sök
að hafa gefið út tímarit er hvatti til uppþota og uppreinsa. Verði hann
fundinn sekur getur hann átt von á allt að sjö ára fangelsi. Hann var
fyrst handtekinn fyrir þremur vikum þegar Moi forseti herti aðgerðir
gegn andófsmönnum en var síðar sleppt. Imanyara er ritstjóri tímaritsins
sem hér um ræðir. Greinin, sem ákæran byggir á, birtist í apríl og íjallar
um kröfuna um íjölílokkalýðræði í landinu.
Samkomulag Kóreuríkjanna
Þrír suður-kóresklr andófsmenn á fandamærum ríkjanna.
Símamynd Reuter
í morgun náðist samkomulag Norður- og Suður-Kóreu um fyrir-
hugaðan fúnd sendinefhda ríkjanna sem fjalla á um sameiginleg hátíða-
höld í Panmunjon í tilefni þjóðhátiðardags Kóreu í næsta mánuði. Deilur
um framgangsmáta fundarins, svo og hvar átti að halda hann, höfðu orð-
ið til þess að fundinum, sem halda átti í gær, var frestað. Andófsmenn
frá Suður-Kóreu bíða nú við landamæri ríkjanna eftir að taka á móti
Norður-Kóreumönnunum. Þeir elhdu til raótmæla við landamærin í gær
þegar fréttist að viðræöurnar hefðu siglt í strand og var þetta í fyrsta
sinn sem efnt er til mótmæla í Panmunjon.
Irak mætir
andstöðu
írakar mættu andstöðu á yfir-
standandi fundi aðildarríkja OPEC,
Samtaka olíuútflutningsríkja sem nú
stendur yfir í Genf. Krafa þeirra um
að hækka verð á olíutunnu í 25 doll-
ara fellur ekki vel í kramið hjá mörg-
um fulltrúum á fundinum. Mörg að-
ildarríki, þar á meðal Venezuela, eru
mótfallin svo mikilli hækkun þar
sem þau óttast að slíkt muni fæla
neytendur frá. Og snemma í morgun
var ljóst að enn er ágreiningur um
heimsmarkaðsverð á olíu og fram-
leiðslukvóta.
írakar hafa krafist þess að aðildar-
ríki OPEC dragi svo úr framleiðslu
að verðið á olíutunnunni nái 25 doll-
urum. Forsetinn, Saddam Hussein,
hótaði því að grípa til aðgerða gegn
nágrannaríkjum sínum hætti þau
ekki að hunsa kvóta OPEC. Stjórnar-
eindrekar segja auk þess að liðsflutn-
ingar íraka að landamærunum við
Kuwait séu hluti þvingunaraðferða
Hussein til að ná kröfum íraka í gegn
á yfirstandandi fundi.
Fréttaskýrendur segja að Hussein
hafi þegar unnið sigur aö því leyti
að öll aðildarríkin hafa fallist á aö
stefna að því að verð fyrir olíutunn-
una hækki í 20 dollara. Þá búast
stjórnarerindrekar við því að olíu-
ráðherrarnir skuldbindi sig til að
virða framleiðslukvóta OPEC en
flestir fundarmanna hafa falhst á
hámarksframleiðslu það sem af er
ársins, þak verði sett við framleiðslu
22.491 tunnu á dag.
Reuter
Vestur-Þýskaland:
Sprengjuárás á stjórnmálamann
Talið er aö félagar úr hryðju-
verkasamtökunum Rauðu her-
deildinni beri ábyrgð á sprengjuár-
ás á háttsettan vestur-þýskan
stjómmálamann í morgun er hann
ók af hraðbraut nálægt innanríkis-
ráðuneytinu í Bonn. Miði var skil-
inn eftir nálægt tilræðisstaðnum
og á hann var skrifað að Rauða
herdeildin bæri ábyrgði á árásinni.
Blaðafulltrúi vestur-þýsku
stjórnarinnar sagði að Hans Neus-
el, embættismaður í innanríkis-
ráðuneytinu, hafi verið fluttur til
ráðuneytisins eftir árásina. Hún
var gerð er Neusel var á leiðinni
til Bonn frá flugvellinum í Cologne.
Neusel er sagður hafa slasast lítils-
háttar.
Reuter
ítalskir ráðherrar segja af sér
Andreotti, forsætisráðherra Italíu, var í heimsókn hjá Gorbatsjov Sovét-
forseta í gær. Stjórnarkreppa er nú yfirvofandi á ítaliu. Simamynd Reuter
Fjórir ráöherrar ítölsku stjórnar-
innar sögðu af sér í gær vegna deilna
um fjárlög til ljósvakamiðla. Forsæt-
isráðherrann, Giuho Andreotti, fór
fram á stuðningsyfirlýsingu við
nokkur atriði sem menn úr hans eig-
in flokki eru andvígir. Það var þessi
krafa forsætisráðherrans sem leiddi
til afsagnar ráðherranna.
Atkvæðagrgjðsla fer fram í kvöld
og segja stjómmálaskýrendur aö
ekki sé ljóst hvort Andreotti muni
geta komið í veg fyrir stjómarkreppu
með því að stokka upp í stjórninni
og skipa nýja ráðherra.
Reuter