Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Qupperneq 10
10
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990.
Utlönd
Bardagamir 1 Líberíu:
Fjöldamorð
á borgurum
Leiötogi Afríska þjóðarráösins,
blökkumannalelðtoginn Nelson
Mandela, er Jjúkandi reiöur vegna
handtöku aðstoðarmanns síns,
Hann mun í dag ræða viö forseta
Suöur-Afríku, F. W. de Klerk, sem
er æstur vegna meints samsæris
Afríska þjóðarráðsins.
Viðræðumar voru ákveðnar I
skyndi í kjölfar handtöku starfs-
manns ráðsins sem lögreglan
grunar um að hafe átt aðiid aö sam-
særi um að steypa stjórninni ef við-
ræður um afnám kynþáttaaðskiln-
aðarstefhunnar færu út um þúfur.
Mandela neitaði því í gær að Af-
ríska þjóðarráðið hefði ráögert að
steypa stjórninni.
Ættflokkaskærurnar í Líberíu
snerust upp í óhugnanlegt blóðbað í
gær þegar hermenn hliðhollir Samu-
el Doe forseta drógu óbreytta borg-
ara nauðuga viijuga úr húsum sínum
og sjúkrarúmum og myrtu þá með
köldu blóði á ströndum landsins. Að
minnsta kosti tuttugu og fjórir
óbreyttir borgarar voru skotnir til
bana eða brytjaðir í spað með sveðj-
um að sögn sjónarvotta. Flest fórnar-
lambanna voru af Gio eða Mano ætt-
flokkunum en stuðningsmenn for-
setans eru allir úr Kahn ættflokkn-
um. Taliö er að morðingjarnir hafi
grunað fórnarlömbin um að styðja
Charles Taylor og uppreinsarher-
menn hans en þeir hafa nú hert mjög
tökin.
Stuðningsmenn forsetans óttast að
þeir verði myrtir þegar forsetinn
gefst loks upp. Þeir gengu berserks-
gang um borgina og neyddu fólk til
að koma með sér. Að sögn sjónar-
votta fóru þeir með suma niður á
strönd nærri Monróvíu, myrtu fólkið
og hentu líkunum í sjóinn. Sumir
voru skotnir þar sem þeir voru
bundnir hver við annan. Sjórinn var
fuflur af flmlestum líkum.
Uppreisnarmenn hafa nú nærfellt
alla höfuðborgina á sínu valdi en Doe
forseti situr sem fastast í höfl sinni
og hefur heitið því að beijast til síð-
asta blóðdropa. Hann neitar að láta
af völdum þrátt fyrir að flestir telji
nú að endirinn sé í nánd.
Sendiherrar fimm Evrópubanda-
lagsríkja, Frakklands, Ítalíu, Bret-
lands, Vestur-Þýskalands og Spánar,
gáfu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem
þeir lýstu hryllingi sínum vegna
morða á óbreyttum borgurum.
Reuter
Tengsl við mafíuna
Yflr tvö hundruð manns tengdir mafíunni á Suður-Ítalíu voru í maí
síöastliðnum kjömir í bæjar- og sveitarstjómir, aö þvi er segir í skýrslu
þingnefndar. .
{ skýrslunni segir að á sumum stöðum neiti yfirvöld þvi stöðugt aö
mafían eigi þátt í ofbeldi og glæpum þrátt fyrir að þaö hafi i vissum til-
fellum verið sannað fyrir rétti.
Þmgnefiidinni, sem birti skýrslu sína í gær, haföi verið faliö að rann-
saka Stök mafíunnar í bæjar- og sveítarstjórnum í suðurhluta landsins í
kjölfar morða á átta frambjóöendum í apríl og maí.
Peter-Michael Dlestel, Innanrlklsrððherra A-Þýskalands, til hægri, ásamt
de Maiziere forsaetisrá öherra. Símamynd Heuter
Feter-Michael Diestel, innanríkisráöherra Austur-Þýskalands, vísaði
1 gær á bug fréttum um net njósnara úr Stasi, fyrrum leyniþjónustu aust-
ur-þýskra stjómvalda á tímum kommúnisma, sem fylgdist með gjörðum
austur-þýskra embættismanna. Þaö voru háttsettir embættismenn sem
skýrðu fró þvi í gær að fundist hefðí leyniherbergi I ráðhúsinu í Austur-
Berlin og viðar um land sem leynileg skilaboð heföu verið send úr i síð-
ustu víku. Þeir sögðu njósnara Stasi vera hér að verki rúmum sjö mánuð-
um eftir að Stasi var opinberlega lögð niður.
Diestel kvaö þessi herbergi vera flarskiptaherbergi sem notuð væru til
afar eðlilegra samskipta í dag. Hann sagöi að maðurinn, sem komið heföi
fram með þessar ásakanir, Thomas Kröger, yfirmaður mnanríkisdeildar
borgarsljómar Austur-Berlínar, vissi ekki hvað hann væri að tala um.
Krúger segír að útsendarar Stasi hafi sent leymieg skllaboð úr herbergjun-
um í ráðhúsinu i Austur-Berlín i þessari viku. Maðurinn, sem hefur yfir-
umsjón með þessum herbergjum, vísar því á bug.
Pólítískar væríngar
Breskir landgönguliðar leituöu í snekkju Charles Haughey, írska forsæt-
ísráðherrans, á sunnudag og ollu þar með pófltískum ágreiningi ríkjanna
í milU. Haughey var ekki um borö í snekkjunni, The Celtic Mist, þegar
landgönguliöamir geröu ieit sína. írska stjómin hefur leitað skýringa
þjá þeirri bresku vegna þessa máls.
Flýta sér frá Mongólíu
Sovétríkin flyija nú hermenn
sína á brott frá Mongóliu fyrr en
ráðgert haföi verið vegna þverr-
andi áhrifa sinna í landinu. Um 80
prósent sovéska heraflans í Mong-
ólíu, sem samanstendur af 65 þús-
und hermönnum, hafa þegar feriö.
Ríkin geröu með sér samkomulag
á þessu ári aö 75 prósent hermann-
anna skyldu vera farnir á brott fyr-
ir lok órsins og aö allur sovéskur
herafli yrði á brott fyrir lok næsta
árs.
2Mongólía er á hcrnaöaiiega
mikilvægu svæöi milli Kína og Sov-
étríkjanna sem nokkmm sinnum
hafa átt í landamæraátökum.
Kosnlngaspjald I Mongóliu.
Vill ræða við Eistlendinga
Michail Gorbatsjov Sovétforseti
er reiðubúinn að hefja fljótlega viö-
ræöur við Eistlendinga. Hefur
hann skipað nefnd háttsettra emb-
ættismanna í þeim tilgangi, að því
er fréttastofa Eistlands greindi frá
í gærkvöldi.
Einn aðstoðarmanna Gor-
batsjovs hringdi í gær í Arnold
Ruutel, forseta Eistlands, og sagði
að viðræðurnar gætu jafnvel hafist
í næstu viku. Aðstoðarmaðurinn
sagði að grundvöllur umræðnanna
yrði hinn nýi ríkjasáttmáli sem
Gorbatsjov vonast tfl að drög verði
lögð að á næstu tveimur mánuðum.
Ruutel kraföist þess hms vegar
að grundvöllur umræðnanna yrði
sjálfstæðisyflrlýsing Eistlands frá
4. apríl, að því er sagði í fréttinni.
Ráðgert er að Ruutel hitti í dag í
Riga forseta Litháens og Lettlands.
í Riga er einnig Boris Jeltsin, for-
seti Rússlands. Sagði hann aö Rúss-
land myndi innan fjögurra til sex
vikna undirrita sáttmála þar sem
sjálfstæði Lettlands yrði viður-
kennt.
Reuter
Castro veitir fararleyf i
Fidel Castro er hann hélt ræðu sína í Havana I gær. Simamynd Reuter
Fidel Castro Kúbuforseti sagði í
gær að ef Bandaríkin, Spánn og önn-
ur ríki Evrópubandalagsins sam-
þykktu að tryggja vegabréfsáritanir
myndi hann veita öllum sem vfldu
brottfararleyfl.
Castro lét þessi orð falla í ræðu í
Havana en sakaöi um leið yflrvöld á
Spáni um að taka þátt í herferð
Bandaríkjanna gegn stjóminni á
Kúbu. Sagði forsetinn að spænsk
yfirvöld gætu hætt efnahagslegri
samvinnu við Kúbumenn.
Ræðuna, sem var nær þriggja tíma
löng, hélt Castro á fjöldafundi á Bylt-
ingartorginu í höfuðborginni og það
var í lok hennar sem hann bauð
lausn á deilunni við Spán um Kúbu-
mennina sem vflja fara úr landi.
Hann bætti því við að ef Bandaríkin
vildu taka viö þeim sem fyndust þeir
vera ofsóttir á Kúbu þá skyldu þau
bara senda báta eftir þeim.
Castro gerði það þó ljóst að boð
þetta næöi ekki til þeirra tuttugu og
tveggja sem nú hafast viö í erlendum
sendiráðum í Havana. í spænska
sendiráðinu eru átján kúbanskir
flóttamenn en fjórir dvelja í bústað
ítalska sendiherrans.
Vestrænir stjómarerindrekar
segja að líklegt sé aö Bandaríkin og
Evrópubandalagsríkin taki boði
Castros með fyrirvara. Bættu þeir
því við að of snemmt væri að segja
til um hvort það myndi leiða til
fjöldaflótta eins og 1980 þegar 125
þúsund Kúbumönnum var leyft að
fara til Bandaríkjanna.
Reuter