Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN RrEYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK,SIMI (91)27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Uppgjörið kemur seinna Menn hafa spurt í forundran undanfama daga: Hvemig í ósköpunum stendur á því að ríkisstjóm, aðil- ar vinnumarkaðarins og þjóðin öll er nær ráðalaus gagnvart einum kjarasamningi við eitt lítið stéttarfélag? Það má jafnvel halda að BHMR-samningurinn hafi dott- ið af himnum ofan! Hver ber ábyrgðina á öllu þessu klúðri? Bent er á marga sökudólga. BHMR ber vissulega sök á óbilgjörnum kröfum, þjóðarsáttin var gerð síðar en samningurinn við BHMR. Félagsdómur kom ríkis- stjóminni í opna skjöldu. Og svo framvegis. Hvernig svo sem tekst að greiða úr flækjunni og vinda ofan af vitleysunni liggur í augum uppi að það var ríkis- stjómin sjálf sem gróf sína eigin gröf. Það er hún með íjármálaráðherra í broddi fylkingar sem á heiðurinn af klúðrinu öllu. Það var ríkisstjórnin sem samdi í upp- hafi við háskólamenntaða ríkisstarfsmenn og skrifaði undir þá launastefnu að BHMR skyldi fá 4,5% launa- hækkun 1. júlí síðastliðinn umfram aðra. Upplýst er að það vom ráðherramir sjálfir sem með eigin hendi skrif- uðu ákvæðið fræga um sjálfkrafa hækkun til BHMR ef og þegar aðrir fengju sambærilega hækkim. Með öðmm orðum: Það var fjármálaráðherrann, Ólafur Ragnar Grímsson, sem bjó til „hina sjálfvirku vítisvél óðaverð- bólgunnar“ en ekki Félagsdómur, eins og ráðherrann hefur af smekkvísi sinni haldið fram. Þegar þjóðarsáttin var gerð, löngu eftir undirritun samninga við BHMR, var þar aftur skrifað undir ákvæði sem gerði ráð fyrir að launþegar fengju samsvarandi hækkanir og aðrir og þar með var tímasprengjan búin til. Aðilar vinnumarkaðarins vömðu ríkisstjórnina við BHMR-samningnum og margítrekuðu að sá samningur gæti gert þjóðarsáttina að engu. Formaður Vinnuveit- endasambandsins hefur sagt opinberlega að ráðherrar hafi fullvissað hann um að BHMR-samningurinn yrði endurskoðaöur og fulltrúar ASÍ og BSRB höfðu gert ríkisstjórninni grein fyrir því að krafa yrði gerð um samsvarandi hækkun til handa þeirra umbjóðendum ef BHMR fengi sitt. Ríkisstjóminni var þar af leiðandi fyrir löngu full- kunnugt um þá stöðu sem nú er komin upp, án þess þó að taka á vandamálinu með fullnægjandi hætti. Ríkis- stjórnin er þar af leiðandi að kljást við sinn eigin vanda, stöðu sem hún mátti sjá fyrir og hafði búið til sjálf. Og mest er auðvitað ábyrgð fj ármálaráðherrans sem á sín- um tíma gumaði af ágæti kjarasamnings BHMR og gerði lítið úr viðvörunum annarra. Sú skoðun hefur verið sett fram að ríkisstjórnin eigi að taka afleiðingum gerða sinna, rjúfa þing og gefa nýrri ríkisstjórn umboð og endurnýjaðan styrk til að stokka upp. Hér er því aftur á móti haldið fram að ríkisstjórn- in sleppi með þeim hætti alltof ódýrt frá ábyrgð sinni. Það er hennar hlutverk að taka til hendinni. Réttast væri auðvitað að fiármálaráðherra viki úr ríkisstjórn- inni, enda er maðurinn rúinn trausti í eigin flokki og meðal apnarra kjósenda. En að öðm leyti á ríkisstjórn- in að sitja. Það gerir þessari þjóð ekkert gagn að efna til kosninga og eyða dýrmætum tíma í stjórnarmyndun þegar allra hagur er að þjóðarsáttin sé vemduð og grip- ið sé til skjótra og ákveðinna aðgerða. Það væri til að bæta gráu ofan á svart ef ríkisstjórnin hlypi frá þeim vanda sem hún hefur sjálf skapað. Það kemst enginn hjá því að þrífa sig þótt hann geri sjálfur í buxurnar. Uppgjörið fer fram seinna. Ellert B. Schram Fóstureyðinga- pólitík Um allmargra ára skeið hefur mesta hitamál í bandarískum stjómmálum hvorki verið efna- hagsmál né utanríkismál, hvað þá fjárlagahalli eða skólamál, heldur fóstureyðingar. Þetta mál hefur skipt allri bandarísku þjóðinni í tvær fylkingar sem báðar eru þrautskipulagðar og berjast á öll- um pólitískum vígstöðvum með auglýsingaherferðum, bréfaskrift- um til þingmanna og öllum þeim ráðum sem almenningi eru tÚtæk til að hafa áhrif á stjómendur sína. Fóstureyðingar em slíkt hita- og tilfinningamál að afstaða einstakra frambjóðenda til aö heita má hvaða embættis sem er getur skipt sköp- um um möguleika þeirra á sigri. Baráttan er háð í einstökum kjör- dæmum, í einstökum ríkjum og á alríkisvettvangi í þinginu í Wash- ington og síðast en ekki síst fyrir dómstólum. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa síðasta orðið um hvort póhtísk mál, sem ríkisþing eða alríkisþing- ið samþykkir, standist lög. Dóm- stólar geta ógilt lög og gera það oft en sá dómstóll sem hefur síðasta orðið í slíkum málum er vitaskuld Hæstiréttur Bandaríkjanna. Hæstiréttur er einstök stofnun. Hann leikur stórt hlutverk í banda- rískum stjómmálum en er samt hafinn yfir stjómmál. Úrskurðir hæstaréttar hafa oft haft úrshta- áhrif á stjómmálaþróun í Banda- ríkjunum. Það er hæstiréttur sem úrskurðar hvort einstök lög, hvort sem er einstakra ríkja eða alríkis- lög, séu í samræmi við sljómar- skrána og eftir þeim úrskurði verð- ur aUt bandaríska stjómkerfið að fara. Hæstíréttin- tekur aðeins til meðferðar mál sem varða grund- vaUaratriöi stjómarskrárinnar og túlkar þannig stöðugt stjómar- skrána og það sem heimdlt er sam- kvæmt henni og hvað ekki. Túlkanir Ahrif þessarar túlkunar hafa ver- ið gífurleg í áranna rás. Það var hæstiréttur sem ákvað að aðskUn- aður kynþátta í skólum væri stjómarskrárbrot árið 1954 og ó- gUtí þar með fyrri úrskurð frá því um aldamót þar sem sagöi að að- skUnaður samrýmdist stjómar- skránni. í kjölfar úrskurðarins frá 1954 komu aUar þær framfarir sem orðið hafa í réttindamálum banda- rískra blökkumanna, hinar mestu síðan borgarastríðinu lauk 1865. Hæstiréttur hefur staðið vörð um rétt borgaranna gagnvart ríkinu og yfirvöldum. Þannig úrskurðaði rétturinn 1963 að aUir brotamenn ættu skUyrðislausan rétt á lög- ffæðiaðstoð og sama ár úrskurðaði rétturinn að skólayfirvöldum væri óheimUt að skylda nemendur tíl að fara með faöirvorið í skólum. Nú síðast ákvað hæstiréttur að það væri hluti af réttí þegnanna tíl tján- ingarfrelsis að brenna bandaríska fánann og hefur sá úrskurður vald- ið einu mesta íjaðrafoki í manna minnum. Sjálfur Bush forseti viU beita sér fyrir stjómarskrárbreyt- ingu til að koUvarpa úrskurðinum og hefur mikið fylgi almennings til þess. Roe gegn Wade En á síðari árum hefur enginn úrskurður Hæstaréttar valdið eins miklum tUfinningahita og flokka- dráttum og úrskurðurinn 1973 um að konur ættu stjómarskrárlegan rétt á að láta eyða fóstri ef þær vUdu. MikiU fiöldi Bandaríkjamanna hef- ur aldrei sætt sig við þann úrskurð og baráttan fyrir því aö koUvarpa þessum úrskurði, sem kenndur er við málsaðUa og kaUaður Roe gegn Wade, hefur aldrei dvínað. KjaUariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður Fjöldamörg ríki hafa sett lög sem takmarka fóstureyðingar en dóm- stólar hafa jafnharðan ógUt þau lög, þar til á aUra síðustu árum að einstök ríki hafa fengið að þrengja réttinn til fóstureyðinga nokkuð. Fylgismenn fóstureyðinga segja að hæstiréttur sé smám saman að draga úr afdráttarleysi Roe gegn Wade úrskurðarins og andstæðing- ar fóstureyðinga áfrýja stöðugt málum sem gefa hæstarétti færi á að þrengja úrskurðinn. „Það verður því fróðlegt að fylgj- ast með afdrifum útnefningar Sout- ers í þingnefnd á næstu vikum. Niðurstaðan getur haft varanleg áhrif á stjórnmál þar i landi," seg- ir höfundur meðal annars. Nú síðast ákvað hæstiréttur að lög í Missouri um að báðir foreldr- ar yrðu að samþykkja fóstureyð- ingu dóttur innan lögaldurs væri ekki í samræmi við stjórnarskrána en leyfði því að stánda að annað foreldri þyrfti að samþykkja fóst- ureyðingu. Þetta er aðeins einn úrskurður af mörgum sem ganga í sömu átt. Tvær fylkingar Hæstiréttur hefur síðustu áratugi túlkað stjórnarskrána nokkuð rúmt en á síðustu árum hefur orðið breyting á því með nýjum dómur- um. Nú er svo komið að rétturinn skiptist að heita má jafnt milli þeirra sem vilja halda fast í bók- staflega túlkun á upphaflegum til- gangi höfunda stjómarskrárinnar og hinna sem vilja rýmri túlkun í samræmi við nútímann. Nú er komið að Bush að skipa nýjan dómara og sá dómari getur ráðið úrslitum um hvort Roe gegn Wade verður kollvarpað og þar með er útnefningin póhtískt sprengiefni. í hæstarétti sitja níu dómarar, skipaðir til lífstíðar af forseta með samþykkt öldunga- deildar þingsins. Það hefur oft gerst að þingið hafni útnefningu forset- ans. Síðast hafnaði það tveimur mönnum sem Reagan ætlaði að skipa. En það var Reagan sem hef- ur haft meiri áhrif á samsetningu réttarins en nokkur annar forsetí á síðari tímum. Hann skipaði þrjá dómara, sem allir eru taldir með íhaldssamari armi dómsins. Samt orðið allsráðandi. Einn til tveir dómarar hafa skipt atkvæðum sín- um milh fylkinganna tveggja og í seinni tíð hafa margir úrskurðir verið samþykktir með fimm at- kvæðum gegn fjórum. Nú er foringi frjálslyndari arms- ins, Brennan dómari, búinn að segja af sér og Bush hefur tilnefnt Souter nokkum sem enginn þekkir haus né sporð á. Það á eftír að koma í ljós hvar hann stendur. Ef hann er skoðanabróöir hinna íhaldssam- ari hefur jafnvægið í hæstarétti endanlega raskast þeim í hag. Þá gæti leiðin verið opin fyrir hæsta- rétt að kollvarpa Roe gegn Wade. Tveir aldraðir dómarar eru ekki taldir eiga langt eftir í hæstaréttí. Bush gætí fengið færi á að gjör- breyta hæstarétti á næstu árum og áhrifa þeirrar skipunar mundi gæta langt fram á næstu öld. Það er því ekki lítið í húfi nú þegar Bush ber fram Souter. Kosningaárið1990 En að mörgu er að gæta. Árið 1990 er kosningaár í Bandaríkjun- um. Öll fulltrúadeildin, þriðjungur öldungadeildarinnar og ótal ríkis- þingmenn og embættismenn verða kjörnir. Fóstureyðingar skipta kjósend- um í tvennt. Frambjóðendur verða að taka afstöðu til fóstureyðinga og sú afstaða er tahn geta ráðið meiru um úrsUt en fylgi stóru flokkanna, demókrata og repúblík- ana. Því fer fjarri að andstæðingar fóstureyðinga séu alls staðar í meirihluta en afstaðan tU þeirra getur riðlað öUu hefðbundnu fylgi. Ef hörð barátta verður um útnefn- ingu Souters, sem Bush vonar að verði samþykktur í október, getur sú barátta haft úrsUtaáhrif á kosn- ingabaráttuna og úrsht kosning- anna í nóvember. TUfinningahit- inn í þessu máU er gífurlegur, eink- um meðal þeirra sem eru andvígir fóstureyðingum. Margir þeirra munu aldrei kjósa neinn sem er fylgjandi fóstureyðingum, sama hver stefnumál hans eru að öðru leyti. Sama er að segja um hina. Það verður því fróölegt að fylgjast meö afdrifum útnefningar Souters í þingnefnd á næstu vikum. Niður- staðan þar getur haft varanleg áhrif á bandarísk stjómmál. Gunnar Eyþórsson hofun íhnldoDttmaBÍ i „Fóstureyðingar skipta kjósendum í tvennt. Frambjóðendur verða að taka afstöðu til fóstureyðinga og sú afstaða er talin geta ráðið meiru um úrslitin en fylgi stóru flokkanna, demókrata og repúblíkana.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.